Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 29 Hvað játar kirkjan? 1. Ef nauðsyn bar til að breyta orðlagi 2. greinar átti umfram allt að undirstrika hina miklu ábyrgð Pílatusar landstjóra á dauða Krists og segja „undir valdi“, en ekki timasetninguna „á dögum“, því að kristnir menn miða tímatal sitt við fæðingu Krists og ekki valdatíð Pílatusar. 2. í Helgisiðabók frá 1934 var 3. grein trúarjátningarinnar breytt frá upprunalegri gerð, og í stað orðanna „upprisa holdsins" kom „upprisa dauðra". I mínum huga er hér um að ræða nákvæmlega sama almættis- undur Guðs, þó að ég kjósi fremur hinn upprunalega texta. í Hand- bók 1981 er brugðið á annað ráð, sem við fyrstu athugun virðist mjög snjallt. Þar standa orðin „upprisu mannsins", en með þeim er lögð áhersla á einingu (heild) mannsins í stað hinnar hefð- bundnu þrískiptingar (sál, andi og líkami), sem er grísk hugmynd, sbr. bók J. Ratzingers kardínála, „Einfurung in das Christentum". Þó skal tekið fram að kristnir menn urðu stundum að nota orða- lag annarra trúarbragða, til þess blátt áfram að gera sig skiljan- lega. En hver er aðalgallinn við orða- lagið „... upprisu mannsins"? Einfaldlega sá að flest, ef ekki öll önnur trúarbrögð, geta gert þau að sínum, m.ö.o. öll sú trúar- bragðablanda (syncretismus) sem rakin er hér að framan, er boðin velkomin. Aftur á móti er „upprisa holds- ins“ sérkristið trúarhugtak, sem greinir sig frá öllum öðrum trú- arbrögðum. Með upprisu holdsins er ekki átt við duftið, sem sáð er í gröfina, þann jarðneska líkama sem vísindamenn nútímans full- yrða að endurnýist á sjö ára fresti, heldur þann dýrðarlíkama, sem Páll postuli talar um í bréfa sínu til Korintumanna, — líkama sem ekki er svipur eða vofa, heldur raunverulegur líkami, sem staðfestir að hinn upprisni sé ekki annað, eða annars staðar frá, en sá, sem lagður var liðinn í gröfina. Upprisa Krists var og er ein- stæður atburður í sögu mannkyns- ins en frá upphafi til þessa dags hefur hún verið hneykslunarhella öllum þeim, sem hafa ekki getað meðtekið hana i trú. Að minu mati má ekki undir neinum kringumstæðum breyts orðalagi trúarjátninga kirkjunn- ar, heldur ber að kappkosta að færa komandi kynslóðum Guðs orð hreint og ómengað, og lifandi kristindóm, sem er samhljóðt kenningu Krists og postula hans. Það væri vissulega verðugl verkefni Kirkjuþings 1984 ai flytja tillögu um endurskoður Handbókar frá 1981. Þrátt fyrir margt gott í þeirri bók er ýmislegt annað ónothæft. Þessari spurningu ætti að vera auðsvarað. Eins og hjá öðrum lútherskum kirkjum um víða ver- öld eru játningarrit íslensku þjóð- kirkjunnar fimm. Kunnust þeirra rita eru postullega trúarjátningin, sem er skírnarjátning, og Níkeu- játningin, sem er messujátning í kirkjum Vesturlanda. Hefur Níkeu-játningin hlotið alkirkju- legri viðurkenningu en nokkur önnur trúarjátning. Er því litið á hana sem sameiginlega grundvall- arjátningu allrar kristni. Postullega trúarjátningin er frá því um miðja 2. öld að stofni til, en frá 8. öld eins og hún er í núver- andi mynd. Aftur á móti var Níkeu-játningin endanlega stað- fest á kirkjuþingum í Konstantín- ópel árið 381 og í Kalsedon 451. Varð hún skirnarjátning í Austur- kirkjunni. Tilgangur trúarjátninganna var fyrst og fremst sá að gera grein fyrir höfuðatriðum trúarinnar í stuttu máli, enda urðu skírnarþeg- ar að geta tileinkað sér efni þeirra. En hvað varðar okkur, sem nú lifum, um þessar gömlu játn- ingar? Það er meira en margur hyggur. Þær eru í raun og veru mælikvarði á kenningu kirkjunnar, sem prestar og aðrir kennimenn eru skuldbundnir að haga boðun sinni og vitnisburði eftir. Það er mjög útbreiddur mis- skilningur að kynslóðir liðinna alda standi langt að baki nútíma- mönnum hvað snertir lærdóm og rökrétta hugsun. Þvert á móti bera viss tímaskeið liðinna alda merki hámenningar i skapandi list, sem á sér enga líka, s.s. tón- list, málaralist og höggmyndalist. Þannig var það líka í heimi and- ans hvað snerti kirkjuleg vísindi og heimspekilega hugsun. Mjög snemma átti kirkjan i baráttu við heiðin þjóðfélagsöfl, sem þoldu ekki kenningar hennar og vildu hana feiga. Voru margir hennar bestu manna líflátnir, en þeir báru trú sinni oft fagurlega vitni og urðu útsæði kirkju sinnar. Sýn- ir það ekki hvað síst hina lifandi trúarsannfæringu kristinna manna. Hitt varð kirkjunni mun hættu- legra, en það var djúpstæður ágreiningur leiðtoga hennar um kenningu kirkjunnar. Alls kyns vandaveltur um lífið og tilveruna ásamt sterkum grískum áhrifum og menningarblöndu frá ríkjum Alexanders mikla slæddust inn í kenningar hennar. Allt, sem ekki varð útskýrt með vitrænum hætti eða mannlegri skynsemi, var ve- fengt og lagt til hliðar. í stað þess var laumað inn annarlegum skoð- unum og kenningum, sem áttu það eitt sameiginlegt að eiga sér enga stoð í ritum Nýjatestamentisins. Villutrúarstefnur í stuttri blaðagrein yrði of langt mál að rekja öll kenningaafbrigði í boðun kirkjunnar á þessum tíma, en hér skulu aðeins nefndar fjórar villtrúarstefnur, sem ýmsir gáfað- ir og mikils metnir menn voru höfundar að eða tengdust með ein- hverjum hætti, uns þeir sannfærð- ust um að þær voru ekki í sam- ræmi við kenningu Jesú frá Nas- aret eða postula hans. Hér skipti persóna Jesú Krists höfuðmáli. Þessar stefnur voru: 1. Docetismi, sem staðhæfði að jarðneskur líkami Krists væri svipur eða vofa og að þjáningar hans og dauði væru aðeins sýning. „Hafi hann þjáðst var hann ekki Guð; hafi hann verið Guð þjáðist hann ekki.“ Fróðlegt er að lesa svar Ignatiusar biskups í Anti- okkíu (um árið 112 e.Kr.): „Dauf- heyrist því, þegar einhver talar við yður gegn Jesú Kristi, sem var af kyni Davíðs, réttborið barn Maríu, sem át og drakk og var sannarlega ofsóttur undir valdi Pontíusar Pílatusar, krossfestur og deyddur ... En ef, eins og sum- ir guðleysingjar segja, þ.e. þeir, sem ekki trúa, að þjáningar hans hafi aðeins verið sýning, — hví er ég þá í fjötrum?" 2. Gnóstíkisminn, sem byggði kenningar sínar á tvíveldiskenn- ingu (dualisma). „Guð er hið full- komna, óskiljanlega, fjarlæga, ekki persónulegur, heldur kraftur eða tilveruform. Heimurinn er hið lægsta og ófullkomnasta efni. Djúpið á milli guðs og heimsins er brúað af andaverum, sem eru sambland af guðlegu og heimslegu eðli. Kristur var himnesk anda- vera, gædd guðlegu eðli. Hann gat ekki orðið maður eins og kristnin kenndi.“ Þeir höfnuðu alveg gyðingdómi og Gamlatestamentinu. Nafn þessarar stefnu er dregið af gríska orðinu gnosis, sem þýðir þekking. Gegn þessari stefnu skrifaði Ir- eneus biskup í Lyon (um árið 180 e.Kr.) mörg rit og gagnmerk, sem vert er að kynna sér. 3. Ebjónítar, sem voru skyldir gnóstikum og héldu því fram að Kristur hefði aðeins verið góður maður, sem Guð hefði búið í. 4. Maníkear, sem nefndir voru eftir Mani, en hann dó 277 árum e.Kr. Hann taldi sig vera „huggar- ann“ (Parakletan), hinn síðasta meðal mannkynsfræðara, sendan til að boða í fullkominni mynd þau sannindi, sem spámenn allra trú- arbragða hefðu viljað boða. Hann notaði kristið orðalag, sem þó var frábrugðið raunréttri kristinni merkingu. Maníkear héldu því fram við kristna menn að þeir ein- ir flyttu hinn sanna kristindóm, sem kirkjan hefði misskilið og falsað vísvitandi, en að kenningar þeirra væru rökstuddar og byggð- ar á alhliða þekkingu á þessum heimi og náttúru hans, vitsmuna- legum rökum og æðra innsæi um eðli altilverunnar. Töldu þeir skýringar á erfiðustu vandamál- um auðfengnar, rökrænar og í samræmi við skynsamlega hugs- un. Hér þurfti ekki að „trúa“ neinu. Allt varð sannað og stað- fest með stuðningi vits og visinda. Margvíslegur annar ágreiningur reis innan kirkjunnar á þessum tíma, og nægir þar að nefna Arí- usardeilurnar (um 320 e.Kr.). Játningar um lifandi reynslu — ekki guð- fræðilegar vangaveltur Úr þessum jarðvegi urðu játn- ingarnar til. Þær komu i beinu framhaldi af kennisetningum kristinna manna en þær skö- puðust af lifandi reynslu og nauð- syn þess að koma henni til skila til komandi kynslóða. Þær voru fyrst og fremst trúvörn boðbera trúar- innar, — ekki guðfræðilegar vangaveltur. Postularnir vísuðu til raunsannra staðreynda en ekki óljósra heilabrota. Kristindómur er sögulegur átrúnaður, sem grundvallast algjörlega á ákveðn- um sögulegum staðreyndum, hvað snertir alheiminn og örlög manns- ins. Þessar staðreyndir hafa æðsta gildi fyrir afstöðu okkar og viðh- orf til lífsins, en þær eru: Líf, pers- óna, kenning og dauði Jesú Krists og umfram allt upprisa hans. Kristindómurinn er ekki hug- myndakerfi eða siðaboð, svipuð kenningum Konfúsíusar eða Plat- ons, heldur trú á persónu, — per- sónuleg tengsl við Guð, sem Jesús birti mönnunum. Afstaða mann- anna til játninga kirkjunnar hefur á öllum öldum verið áþekk, bæði hvað snertir andstöðu og viður- kenningu þeirra. Svo lifandi er þessi umræða innan rómversk- kaþólsku kirkjunnar og þeirrar anglíkönsku, að í júlíhefti tíma- ritsins „The Tablet" er ítarleg grein um þetta mál. Skiptast menn þar í tvo hópa, — annars vegar þá sem leggja áherslu á hið trúarlega og guðlega og viður- kenna leyndardóma Guðs, og svo hina, sem gæla við eigin skynsemi og víkja orði Guðs til hliðar. Upprisa manns, holds, dauðra — eða bara upprisa? Tilefni þessara hugleiðinga eru orðalagsbreytingar — og þar með merkingarbreytingar — á skírn- ar- og messujátningum kirkjunn- ar, er birtist í þeirri handbók is- lensku þjóðkirkjunnar sem út var gefin árið 1981 og hafði verið sam- þykkt á prestastefnu árið áður, nær athugasemdalaust. í hand- bókinni er gert ráð fyrir að trúar- játningin (hin postullega) sé flutt í hverri messu. Tel ég nauðsynlegt að texti hennar sé fluttur í þeirri gerð sem kristin kirkja um víða veröld við- urkennir. En því er nú ekki að heilsa. Auk textabreytingar á 2. grein trúarjátningarinnar í Helgisiða- bók 1934, sem tekin er upp í hinni nýju Handbók frá 1981, er messu- játningunni frá Níkeu breytt til samræmis við skírnarjátninguna. Þá er veigamikil breyting gerð á 3. grein hennar, en þar standa orðin „... upprisu mannsins“. Þessi breyting hefur ekki orðið vinsælli en svo að nú heyrast í kirkjum landsins ekki færri en fjórar út- gáfur af þessari grein, þ.e. upprisa mannsins, upprisa holdsins, upp- risa dauðra og upprisa. En athugum nú nánar þessar breytingar: Sr. Ilannes (luðmundsson er prest ur á Fellsmúla. Sr. Hannes Guðmundsson „Tilefni þessara hug- leiðinga eru orðalags- breytingar — og þar með merkingarbreyt- ingar — á skírnar- og messujátningum kirkj- unnar, er birtust í þeirri handbók íslensku þjóð- kirkjunnar sem út var gefín árið 1981 og hafði verið samþykkt á prestastefnu árið áður, nær athugasemda- laust.“ Handavinnu- og kökubasar Hringsins á morgun KVENFÉLAGIÐ Hringurinn held- ur sinn árlega handavinnu- og köku- basar sunnudaginn 4. nóv. kl. 2 eftir hádegi í Fóstbræðraheimilinu Lang- holtsvegi 109—111. Hringurinn, sem á þessu ári hefur starfað í áttatíu ár, hefur einkum unnið að líknar- málum fyrir börn, m.a. hefur félagið safnað fé til tækjakaupa fyrir allar deildir Barnaspítala Hringsins. All- ur ágóði af basarnum rennur til Barnaspítalasjóðs Hringsins, sem og aðrar fjáraflanir félagsins. Athugasemd í FRÉTT Morgunblaðsins síðastlið- inn þriðjudag um mjölsölu Krossa- nesverksmiðjunnar er sagt að sú verksmiðja sé sú eina i landinu, sem ekki eldþurrki mjöl og nái þannig fram meiri gæðum en aðrar verksmiðjur. Þetta er ekki rétt. Alls munu fimm aðrar verksmiðjur nota aðrar aðferðir við þurrkun mjölsins en eldþurrkun. Einar Olafsson, verksmiðju- stjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar í Grundarfirði, hafði samband við Morgunblaðið og vakti athygli á því, að fimm aðrar verksmiðjur þurrkuðu mjöl á annan hátt en með eldþurrkun. Nefndi hann verksmiðjurnar Strandir á Reykjanesi, Lýsi og mjöl í Hafnar- firði og fiskimjölsverksmiðjurnar á Ólafsvík, Sauðárkróki og Grund- arfirði þar til. Auk þess gat hann þess, að verksmiðjurnar á Krossa- nesi, Grundarfirði og Hafnarfirði framleiddu allar svokallað hápró- teinmjöl. Vistfólk á Hrafnistu í Reykjavík með sölusýningu ! VISTFÓLK Hrafnistu í Reykjavík sýning fari fram á laugardag, 3 hefur undanfarin ár haft áriega nóvember. Myndin er af nokkrun sölusýningu á handavinnu sinni. þeirra muna, sem eru á boðstólum Nú er ákveðið að þessi árlega sölu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.