Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoóarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Vítin eru til að varast þau Idag fylgja hundruð þús- unda Pólverja séra Jerzy Popieluzko til grafar. Þessi ungi prestur, sem féll fyrir morðingjahendi aðeins 37 ára gamall, var í lífi sínu og starfi baráttutákn þjakaðrar þjóðar fyrir mannréttindum. Hann hafði þrek og þor til að ganga fram fyrir skjöldu og krefjast þegnréttar fyrir hinn almenna borgara. Þess vegna var ekki rúm fyrir hann í ríki alræðisins. For- ingjar í öryggislögreglu fundu honum stað í vatnsbóli við Vislu-á. Séra Popieluzko fór ekki dult með stuðning sinn við frelsisbaráttu pólskra verka- manna, innan Samstöðu, sem gekk þvert á viðhorf pólska kommúnistaflokksins. Hann bjó við stöðugar hótanir og margs konar óþægindi. Marg- oft var brotizt inn í íbúð hans, bifreið hans var eyði- lögð, hótunarbréf vóru send honum og táragassprengju var varpað inn um glugga hans. Verkamenn úr stáliðju- verum sáu sig knúða til að vakta íbúð hans og kirkju. Pólsk alþýða sló hinsvegar skjaldborg um þennan ötula talsmann frelsis og mann- réttinda. Yfirleitt sóttu um tíu þúsund manns messur hans. Koma varð hátölurum fyrir umhverfis kirkjuna svo viðstaddir mættu heyra boð- skap hans. Segulbandsspólur með ræðum hans bárust vítt og breitt um landið. Honum bárust fjöldi stuðningsbréfa og vinargjafa. Þar á meðal var gripur, skorinn út í kol, sem verkamenn í kolanám- unni í Wujek í Katowice sendu honum, en í þeim nám- um vóru níu starfsmenn skotnir til bana er herinn tók völdin í Póllandi. Forystumenn pólska komm- únistaflokksins, sem fara með alræöisstjórn i landinu í skugga hers og skjóli Sovét- ríkjanna, hafa lengi beitt séra Popieluzko margs konar hótunum og þvingunum. Sú hatursherferð endaði síðan í aðför þriggja foringja í pólsku leynilögreglunni, sem rændu prestinum, myrtu og fleygðu líkinu í ána Vislu. Þessi pólski klerkur, sem í lifanda lífi varð þjóðartákn í frelsisbaráttu, verður látinn enn áhrifaríkari vegvísir fólkinu, sem treysti honum. Sú tvíhöfða valdsstjórn, sem ríkjum ræður í löndum rót- tæks sósíalisma, herinn og flokkurinn, getur gengið af einstaklingum dauðum, bæði leynt og ljóst. En hugsjónir verða ekki vegnar með vopn- um — né sú frelsisþrá, sem hverju mannsbarni er í brjóst borin. Pólska þjóðin hefur misst vinsælan kennimann, en hún hefur eignazt nýjan dýrling, eins og einn af vinum séra Popieluzko komst að orði. Hún er máske sterkari eftir en áður. í borginni Wroclaw í Suðvestur-Pól- landi hafa verið stofnuð mannréttindasamtök menntamanna og verka- manna, hin fyrstu frá herlög- um í landinu. Þau viðbrögð eru merki styrks en ekki veikleika. Við íslendingar lítum á mannréttindi eins og þau, sem pólskur almenningur berst nú fyrir, sem sjálfsagð- an hlut. Þau eru okkur svo eðlileg að við gleymum því oftlega, að minnihluti þjóða og mannkyns býr við lýðræði, þingræði og þegnréttindi í þeim skilningi sem við leggj- um í þessi orð. Við gleymum því og á stundum, að þessi réttindi eru þess virði að standa trúan vörð um þau, sem er meginhlutverk varn- arsamtaka lýðræðisþjóða heims, og þróa og þroska til framtíðar. Það er nauðsynlegt að vera hóflega gagnrýninn á eigið samfélag. En muna verðum við hvorutveggja: Að sam- keppnisþjóðfélög samtímans skila margföldum þjóðartekj- um á mann, sem lífskjörum ráða í raun á hverjum stað, í samanburði við ríki sem lúta hagkerfi marxismans. Og að persónuréttur hverrar mann- eskju í lýðfrjálsum löndum er allt annar, meiri og tryggari. Það er enginn vafi á því að nafn séra Jerzy Popieluzko verður skráð gullnu letri á spjöld pólskrar sögu. Þær hundruð þúsunda sem fylgja honum til grafar í dag munu skila hugsjónum hans til næstu kynslóðar. Það getur ekkert flokksalræði hindrað. Pólverjar munu draga rétta lærdóma af dýrkeyptri reynslusögu hugrakks manns og prests, sem lét líf sitt á altari heiftar og pólitískrar þröngsýni. Það þurfa aðrar þjóðir einnig að gera. Vítin eiga að vera til þess að varast þau. Þrú- dagar til kjördags í Bandaríkjunum: Reagan forseti hefur gott forskot á lokaspretti kosningabaráttunnar ('leTelaod, Ohio, 2. november. Frá Kreysteini Jóhanmwyni, blaðamanni Mbl. Walter Mondale, forsetafram- bjóðandi demókrataflokksins, kom hingað til Cleveland í gærkvöldi og hélt ræðu á lokaspretti kosningabar- áttunnar fyrir forsetakosningarnar á þriðjudaginn. Á hæla honum kom Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, en hann heldur sína ræðu um hádeg- isbilið í dag. En þótt forsetinn komi á eftir keppinaut sínum hingað, þá hefur hann gott forskot í skoðana- könnunum um fylgi þeirra meðal bandarískra kjósenda, nú þegar að- eins fjórir dagar eru til kjördags. Síðustu skoðanakannanir sýna að fylgi Ronald Reagans er um 57 % og það hefur alla tíð verið á bilinu 54—64%, meðan fylgi Mondales er nú 40% og hefur verið á bilinu 34—42% Oákveðnir eru því aðeins um 3%. Reyndar eru margir þeirrar skoðunar, að úrslit þessara forseta- kosninga hafi ráðist fyrir svo löngu að engin spenna sé í kosningabarátt- unni og því eru menn þegar farnir að ræða um þá spennu sem hljóti að verða í kringum næstu forsetakosn- ingar. En Walter Mondale neitar að taka mark á niðurstöðum skoðana- kannana. „Skoðanakannanir ráða ekki úrslitum um það hver verður næsti forseti Bandaríkjanna," segir hann, „það eru kjósendur sem ráð- stafa því embætti með atkvæðum sínum á kjördag. Og það er ýmislegt að gerast í þessu þjóðfélagi sem skoðanakannanir mæla ekki. Straumurinn liggur til okkar.“ Og undirtektir fólks þar sem Mondale hefur farið síðustu dagana, benda vissulega til þess að hann nái betur til fjöldans nú en honum hefur tekist áður í kosningabaráttunni. Sjálfur vitnar hann nú æ ofan f æ til Harry S. Trumans, sem sigraði f for- setakosningunum 1948, þótt skoð- anakannanir sýndu hann njóta minna fylgis en andstæðing hans. En andstæðingur Mondales 1984 er Ronald Reagan og ekkert lát virðist vera á vinsældum hans. LEIÐTOGAHÆFNI REAGANS Eftir því sem ég kemst næst, hafa leiðtogahæfileikar Reagans aldrei lent undir 60% markinu í skoðanakönnunum alla hans for- setatíð, enda þótt á ýmsu hafi gengið með fylgi við einstakar að- gerðir hans og athafnir. Og í ný- legum skoðanakönnunum er mun- urinn á honum og Mondale ein- mitt mestur (59—60% á móti 30—32%) þegar spurt er um skoð- anir fólks á forystuhæfileikum þeirra og hvorn fólk telji lfklegri til að koma málum f framkvæmd með styrkri stjórn. í fyrsta skipti f nokkur ár sýna skoðanakannanir nú að meirihluti Bandaríkjamanna er ánægður með tiiveruna, jafnt hvað þá sjálfa snertir persónulega og hvað varð- ar stöðu Bandaríkjanna inn á við sem út á við. Hinir óánægðu í þessum skoðanakönnunum eru 18%, þegar spurt er um persónu- lega hagi, 42% lýstu ánægju með ástandið í Bandaríkjunum al- mennt. Og Ronald Reagan uppsker ánægjuna. Maðurinn, sem fyrir fjórum árum spurði Bandaríkja- menn, hvort þeim liði betur en fjórum árum áður, fær nú önnur svör. Óánægjan þá með ástandið eftir stjórnarár Jimmy Carters forseta og Walter Mondales vara- forseta, gerði Ronald Reagan að forseta Bandaríkjanna. Og nú virðist ánægjan með fyrsta kjör- tímabil hans sjálfs ætla að skila honum jafnvel enn drýgri sigri en hann vann fyrir fjórum árum. Walter Mondale hefur ráðist hvað eftir annað harkalega á for- ystuímynd Reagans, en með litlum eða engum sýnilegum árangri. Einu sinni riðaði þessi forystu- ímynd þó til falls, en það var Reagan sjálfur sem því olli. Ein af hans sterkari hliðum hefur alltaf verið talin örugg framkoma f sjón- varpi. En í fyrri sjónvarpskapp- ræðu hans og Mondales sem sjón- varpað var um öll Bandaríkin, var Reagan brugðið. Hann var óviss og hikandi og virtist undirstrika allt í einu þá gagnrýni Mondales að forsetinn fylgdist svo illa með að hann vissi lítið sem ekkert um mörg málefni og væri þess vegna ekki fær um að veita þá forystu sem forseta Bandarlkjanna ber að veita. Þarna sáu Bandaríkjamenn loksins hinn eina og sanna Ronald Reagan, sögðu demókratar. Svona er hann þegar hann er ekki í vernduðu umhverfi stuðnings- manna sinna. Ronald Reagan er nefnilega ekki leiðtogi heldur leik- brúða. Stuðningsmenn Reagans sögðu hins vegar að ástæðan fyrir slæmri frammistöðu hans hefði fyrst og fremst verið of smá- smugulegur undirbúningur fyrir kappræðuna. Reagan var svo upp- tekinn af smáatriðunum að hann gleymdi aðalatriðinu; að vera Ronald Reagan. ALDUR REAGANS En menn vildu hvorugu trúa og þegar Wall Street Journal birti forsíðufrétt um aldur Reagans og áhrifin á hæfileika hans til að gegna forsetaembættinu áfram (Ronald Reagan er 73 ára og elstur forseta Bandarikjanna), urðu vangaveltur um þessi atriði aðal- málið. Þær hleyptu óvæntu lífi í kosningabaráttuna og ef til vill má fullyrða að þær einar út af fyrir sig hefðu getað orðið Reagan erfiður þrándur í götu á leiðinni til endurkjörs. En í síðari sjónvarpskappræð- unni tókst Reagan að verja leið- togaímynd sína. Og spurningunni um aldurinn svaraði hann á sinn hátt með því að segja með bros á vör, að ekki dytti sér í hug að gera aldur frambjóðendanna að kosn- ingamáli, hann ætlaði sér alls ekki að velta sér upp úr æsku andstæð- ingsins og reynsluleysi í pólitísk- um tilgangi. Þar með var það mál afgreitt. En þessar forsetakosningar snúast um fleira en persónur þeirra Reagans og Mondales, þótt hiklaust megi fullyrða, að f hugum fólks tvinnist persóna forsetans og pólitík hans saman á jákvæðari hátt en persónuleiki Mondales og þau málefni sem hann ræðir um. Framan af kosningabaráttunni má eiginlega segja að Reagan hafi virt andstæðing sinn að vettugi. Kosningaferðalög hans einkennd- ust af hnitmiðuðum ræðum hans um bættan hag Bandarikjamanna og enn betri framtíð undir sinni stjórn og svo húrrahrópum fólks- ins. „Þetta voru miklu frekar þjóð- hátíðarhöld en kosningafundir," sagði mér blaðamaður, sem fylgir Reagan á ferðum hans. Forsetinn einfaldlega kom, lét sjá sig og inn- siglaði sigurinn. Hvað átti hann svo sem að gera annað? Hann var vel fyrir ofan 60% markið í skoð- anakönnunum og það einfaldlega borgaði sig ekki að þreyta sjálfan sig eöa aðra með þvi að minna á gagnrýni Mondales. Þá var betra að horfa á flugeldasýningar og sleppa blöðrum. Þetta var eins og á ólympiuleikunum, nema hvað nú stóð einn og sami maðurinn á verðlaunapallinum í hverri grein og bandaríski fáninn blakti við hún.“ Tilvísunin til ólympíuleikanna er cngin tilviljun, því að I skoð- anakönnunum hafa um 60% Bandarikjamanna lýst „ofsalegri hrifningu og ánægju" með sumar- leikana í Los Angeles og forsetinn nýtur þess. STERKUR FORSETI Þegar ég hef spurt fólk sem styður Ronald Reagan af hverju það geri svo eru svörin öll á eina lund: Hann er sterkur forseti. Hann lækkaði skatta. Verðbólga hefur lækkað úr yfir 20% í 4%. Bandarískt atvinnu- og efnahags- líf hefur blómgast og tekjur fólks aukist. Á sviði utanríkismála bendir fólk fyrst á að Bandaríkin séu sterk og búi við frið. Síðan talar það um „velheppnaða innrás í Grenada", batnandi ástand i Chile, öfluga mótspyrnu gegn kommúnistum i Nicaragua. Og ekki má gleyma því að forsetafer- ill Reagans hófst með heimkomu gíslanna frá íran. Um Mondale segja stuðnings- menn Reagans að hann sé linur leiðtogi, tímaskekkja frá forseta- tíð Carters, sem Bandaríkjamenn hafi hafnað fyrir fjórum árum, og eina marktæka kosningaloforðið sem hann hafi fundið upp á að þessu sinni sé að hækka skatta al- mennings um leið og hann verði forseti. Svör stuðningsmanna Mondales við spurningum um ágæti hans eru á þá leið að hann sé frjálslynd- ur umbóta- og jafnréttismaöur (sem Reagan sé ekki). Mondale hafi fullan vilja til raunverulegs átaks í afvopnunarmálum (Reag- an vilji ekki viðræður um frið og afvopnun heldur séu rándýr hern- aðaruppbygging og stjörnustríð hans aðaláhugamál). Skattalækk- anir Reagans hafi ekki komiö þeim verst settu til góða heldur hafi efnahags- og félagslegar að- gerðir hans þvert á móti þrengt kost þeirra. Gífurlegur fjárlaga- halli kalli á erfiðleika á næstu ár- um og þar hyggist Reagan enn þrengja kost minnihlutahópanna meðan Mondale vilji láta þá sem betur mega sin borga meginhluta brúsans. Stefna forsetans I mál- efnum Mið-Ameríku einkennist af undirferli og heimskulegum aö- gerðum. Loks segja stuðningsmenn Mondales að Reagan hafi brugðist sem forseti þegar ekki var komið í veg fyrir árás hryðjuverkamanna á sendiráð Bandaríkjamanna i Beirút þar sem 241 Bandarikja- maður lét lífið. Þessu til viðbótar má benda á, að i skoðanakönnun- um hefur Mondale fengið betra hlutfall en Reagan i tveimur málaflokkum, jafnréttismálum og umhverfisvernd. En munurinn á honum og Reagan hefur þó aldrei verið meiri en 4 og 9%. ÁHRIF KAPPRÆÐNANNA Framan af kosningabaráttunni virtist Mondale ekki ná eyrum fólks með gagnrýni sinni á forset- ann. En sjónvarpskappræðurnar breyttu þessu. Bæði var að Mon- dale dró að sér fleiri áheyrendur og hlaut betri undirtektir og einn- ig sá forsetinn sig tilneyddan að svara andstæðingi sínum og jafn- vel nefna hann með nafni. Kosn- ingabaráttan breytti því nokkuð um svip. Hún harðnaði á yfirborð- inu. Hins vegar höfðu hvorki kappræðurnar né afleiðingar þeirra skjót áhrif á fylgi þeirra Reagans og Mondales í skoðana- könnunum. En áhrifin á Mondale urðu líkt og hann leystist úr læð- ingi. Kosningabarátta hans fékk nýtt líf á lokasprettinum, straum- urinn liggur til okkar, segir hann. En Reagan var líka á feröinni og hann lætur hvergi deigan síga. Og hjá þjóð sem virðist að miklum hluta hafa þjáðst af innri óánægju allar götur frá styrjaldarárunum í Víetnam, á árum Watergates og verðbólgu og allt til daga gísla- málsins í íran, þá er forseti sem gefur meirihlutanum tækifæri til aö taka gleði sína á ný ekki líkleg- ur til að tapa, enda þótt Mondale sæki eitthvað á þessa dagana. Tvennt er það sem hefur ein- kennt þessa kosningabaráttu öðr- um þræði. Varaforsetaefni demó- krata er kona, Geraldine Ferraro, sú fyrsta í sögu Bandarikjanna. Hitt er óvenjuharður atgangur við að skrá kjósendur og hvetja þá til að kjósa. Jesse Jackson, sem keppti við Mondale um útnefningu demókrata hefur gengið sérstak- lega fram i þvi að blökkumenn láti skrá sig og repúblikanar svöruðu þessu með umfangsmestu og dýr- ustu skráningarherferö sem um getur í sögu flokksins og banda- rískra forsetakosninga. Auk flokk- anna tveggja hafa svo ýmis önnur samtök hvatt fólk til að skrá sig og kjósa, þar á meðal óflokks- bundin kvennasamtök. AHRIF FERRAROS Enginn vafi er á því, að val Ferraros hefur haft mikil áhrif á bandarískar konur og það eitt er út af fyrir sig söguleg kaflaskipti, eins og reyndar árangur Jesse Jacksons í forkosningum demó- krata er líka í sögu bandarískra blökkumanna. Ferraro þykir hafa staðið sig vel í kosningabarátt- unni, meðal annars í sjónvarps- kappræðu við George Bush vara- forseta. En viðskiptamál eigin- manns hennar hafa stöðugt verið í sviðsljósinu með mjög svo nei- kvæðum hætti. Að hve miklu leyti það hefur haft áhrif, er erfitt að dæma um, en alltjent hefur það ekki gert Ferraro kosningabarátt- una auðveldari. Skoðanakannanir sýna, að framboð Ferraros laði álíka marg- ar konur að Demókrataflokknum og þeir karlmenn eru margir sem segjast fella sig við Reagan og vilja frekar George Bush sem varaforseta en Ferraro. Sjálf segir hún að skoðanakannanir séu hvað ómarktækasti mælikvarðinn á af- stöðu kvenna og enginn vafi sé á því að kvennamegin eigi Demó- krataflokkurinn dulið fylgi sem skili sér á kjördag. Hið sama segir Jackson um blökkumenn. Stjórn- málasérfræðingar eru þó á einu máli um að forskot repúblikana sé of mikið til þess að jafnvel þótt þetta sé rétt, þá geti það ekki skipt sköpum. „ÆSKUBYLGJAN,, Repúblikönum hefur einnig orð- ið vel ágengt meðal nýrra kjós- enda, einkum þeirra yngri sem nú kjósa í fyrsta skipti. Talið er, að „Reagan-straumurinn" í þjóðfé- laginu hafi hrifið um % þessara kjósenda með sér, en þeir sem nú fá kosningarétt í fyrsta skipti eru óvenjulega margir og er talað um „æskubylgjuna" í því sambandi. Allt hefur þetta aukið á fjöl- breytni kosningabaráttunnar og fjörgað hana. En allt kemur í Ijós á kjördag. Þrátt fyrir alla þá athygli sem forsetakosningar jafnan vekja, hefur kosningaþátttakan yfirleitt verið léleg í undanförnum forseta- kosningum, eða um 50%. Þessa síðustu daga meðan frambjóðend- ur fara hamförum á fundum og í fjölmiðlum er ekki síður barist hart um það að fólk notfæri sér kosningaréttinn. Og það er reikn- að með þvi að kosningaþátttakan verði til muna meiri nú en áður. „Kosningaþátttakan ræður úrslit- um. Þrátt fyrir yfirburði forsetans í skoðanakönnunum hefur verið miklu meira lif í þessu öllu núna en nokkurn timann áður,“ segja þeir fjölmörgu kosningastarfs- menn, sem ég hef rætt við i báðum herbúðum. „Straumurinn liggur til okkar,“ segir Mondale. Ef menn lesa bók um stjórnarferil Carters og Mon- dales, þá verða þeir að byrja aft- ast og fletta fram á við til að fá farsælan endi, segir Ronald Reag- an. Repúblikanar bæta við: Hans bók stendur fyrir sínu með réttu blaösiðutali. Reagan forseti og Bush forseti á flokksþingi repúblikana í Dallas. Mondale tilkynnir val sitt á Geraldine Ferraro í varaforsetaframboð. Dómkirkjan: Allra sálna messa Á MORGUN, sunnudaginn 4. nóv- ember kl. 11 f.h. verður allra sálna messa í Dómkirkjunni. Þar er iðkuð forn hefð með sérstökum fyrirbsn- ardegi fyrir þeim mannssálum sem horfnar eru af þessum heimi. Jafnframt fjallar prédikun dagsins um lífið eftir dauðann, kristinn boðskap um það efni og viðhorf nútímans. Sr. Þórir Steph- ensen prédikar og mun m.a. segja frá bók sem nú er mjög umrædd í Skandinavíu, þar sem finnskur læknir ræðir viðhorf sín til þess- ara mála og eigin andlega reynslu. (Frá Dómkirkjunni) Aukin hagraeðing í ríkisbúskapnum: Nefndir skila áliti um Tollgæslu og ÁTVR NEFNDIR, sem fjármálaráðuneytið skipaði til að kanna leiðir til aukinn- ar hagræðingar í Tollgæslunni og ÁTVR, hafa skilað skýrslum til ráðu- neytisins um ákveðnar tillögur í þessum efnum. Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri, sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins, að hér væri um bráðabirgðatillögur að ræða og því ekki unnt að skýra nánar frá þeim á þessu stigi. Sagði hann að niðurstöður nefndanna styddu þó mjög fyrri hugmyndir manna um aukna hagræðingu í þessum stofnunum. Nefnd um aukna hagræðingu í Innkaupa- stofnun ríkisins er að störfum, og fyrirhugað er að skipa nefnd til að gera tillögur um aukna hagræð- ingu hjá Fasteignamati ríkisins. Þá hefur hópur manna úr skatta- kerfinu starfað að tillögugerð um aukna hagræöingu á þeim vett- vangi og er niðurstöðu að vænta frá þeim innan tíðar. Flugufregn í brezku blaði: Sagt að sendiráð- ið vildi kaupa hús á milljón pund FYRIR nokkru birtist frétt í brezka blaðinu Evening SUndard þess efnis að íslenzka sendiráðið í Lundúnum værí á höttunum eftir húsnæði undir sendiherrabústað og starfsemi sendiráðsins. í greininni kom fram, að húsnæðið mætti kosU allt að einni milljón sterlingspunda, eða lið- lega 40 milljónir króna. Mbl. snéri sér af þessu tilefni til Einars Benediktssonar, sendi- herra íslands i Lundúnum, og spurði hvort sendiráðið væri að leita að húsnæði og væri reiðubúið að greiða slíkar fjárhæðir. Hann sagði að sendiráðið heföi lauslega kannað markaðinn ef farið yrði útí að festa kaup á sendiherra- bústaö og húsnæði undir starf- semina. „Mér þótti miður að lesa þessa frétt, því hún er úr lausu lofti gripin. Við erum að sjálfsögðu ekki reiðubúnir að greiða slika fjárhæð fyrir húsnæði. Ég hafði samband við fasteignasöluna, sem þessi furðufrétt var eignuð, og þeir tjáðu mér að þetta væri alls ekki frá þeim komið. Raunar höfðu þeir samband við blaðið til þess að fá upp hverjir heimild- armenn væru að fréttinni, en blað- ið hafnaði þvi að gefa þá upp. Þetta er allt saman á misskilningi byggt," sagði Einar Benediktsson, sendiherra. Siglufjörður: Flugbrautin lengd úr 650 í 1200 metra NÚ ER nýlokið framkvæmdum við lengingu flugbrauUrinnar á Siglu- firði úr 650 metrum 11200 metra. Að sögn Rúnars Sigmundssonar, um- dæmisstjóra Flugleiða, var aðak framkvæmdin fólgin í því að farvegi Skútuár var breytL Grafinn var skurður, 300 metra langur og 15 metra breiður, og ánni beint þar L Framkvæmdir við lengingu brautarinnar hófust árið 1982, en verkið var fyrst boðið út á þessu ári. Lægsta tilboðið var frá Reyni og Stefáni sf. á Sauðárkróki og hljóðaði það upp á 800 þúsund krónur. Rúnar sagði að þeir hefðu leyst verkefnið með sóma og var ákveðið að semja við þá áfram. Lokakostnaður við verkið er um tvær og hálf milljón króna. Enn er eftir að ganga frá flugbrautarljós- um o.fl. Flugbrautin var formlega tekin í notkun nú í október og sagði Rúnar þetta vera mikla sam- göngubót fyrir Siglfirðinga. Nú er flugvöllurinn mun öruggari en áð- ur og hraðfleygari vélar, eins og Arnarflug og Flugfélag Norður- lands nota, geta nú lent þarna all- an ársins hring.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.