Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 21 Repúblik- anir hyggja á aukið þingfylgi Washington, 2. nóvember. AP. REPÚBLIKANAR gera sér nú mun meiri vonir en áður um að vinna tugi þingsæta af dcmókrötum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hyggjast því verja bæði miklu fé og fyrirhöfn til kosningabarátt- unnar síðustu dagana fyrir kosningarnar, sem fram fara 6. nóvember. Ástæðan er sú að kosningasérfræðingar halda því fram, að repúblikan- ar vinni nú á á meðal kjós- enda. Það sem í húfi er, eru yfir- ráðin í fulltrúadeildinni og möguleikar demókrata á að halda uppi andstöðu við Ron- ald Reagan þar, verði hann endurkjörinn forseti. Demó- kratar hafa nú meirihluta í fulltrúadeildinni eða 266 þing- sæti á móti 167 þingsætum repúblikana. í öldungadeild- inni eru repúblikanar hins vegar í meirihluta með 55 þingsæti en demókratar með 45. Demókratar vefengja allar fullyrðingar repúblikana um að yfirburðasigur Reagans verði til þess að stórbæta að- stöðu repúblikana á þingi. Jafnframt halda þeir því fram, að repúblikanar brjóti allar reglur um takmörk á því, hve verja má miklu fé til kosningabaráttunnar. Halda þeir því fram, að repúblikanar kaupi atkvæði í stórum stíl. Hinn nýi forsætisráðherra Indlands, Rajiv Gandhi, setur blóm á líkbörur móður sinnar, Indiru Gandhi, í gær, föstudag, en það var annar dagurinn sem lík hennar lá á viðhafnarbörum, eftir að einn af lífvörðum hennar réð henni bana á miðvikudag. 38 þjóðarleiðtogar verða við útför Gandhis __ Nýju-Delhí, 2. nóvember. AP. ÚTFÖR frú Indíru Gandhi verður gerð á morgun. Lík hennar verður brennt á báli á bökkum fljótsins Jamuna skammt frá þeim stað þar sem lík föður hennar, Jawaharlal Ne- hru, og sonar, Sanjay Gandhi, voru brennd. Minnismerki verður seinna reist á staðnum. Rúmlega 4.000 hermenn verða meðfram 10 km leið, sem lík- fylgdin fer um. Þúsundir ann- arra vopnaðra hermanna verða til taks til að halda uppi lögum og reglu. Þrjátíu og átta forsetar og for- sætisráðherrar verða í hópi rúmlega 100 erlendra fulltrúa, sem mæta við útförina. Strangar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar á flugvellinum í Nýju-Delhí og umhverfis tvö ríkishótel, þar sem flestir gest- irnir munu dveljast. Lögreglu- menn og hermenn verða á verði á leiðinni frá flugvellinum til hót- elanna. Kennedy fékk ekki að fara til Póllands Varejá, 2. nóvember. AP. POLSK yfirvöld hafa neitað að veita Edward Kennedy öldungadeildar- manni vegabréfsáritun svo að hann geti mætt við útför prestsins Jerzy Popisluszko í Varsjá á morgun að sögn aðstoðarmanns þingmannsins. Kennedy vildi mæta við útför- ina til að votta hinum látna presti virðingu sína og ætlaði ekki að flytja ræðu. Beiðni hans um vega- bréfsáritun var hafnað á þeirri forsendu að engar erlendar sendi- nefndir fengju að mæta við útför- ina. Nýjar viðræður um Kúbumenn í Angoia Jóhannesarborg, 2.n«». AP. NÆSTA lota viðræðna Bandaríkja- manna og Suður-Afríkumanna um sjálfstæði Suðvestur-Afríku (Nam- ibíu) og brottflutning kúbanskra hermanna frá Angola kann að hefj- ast í Munchen í næstu viku sam- kvæmt fréttum í dag. Tveggja daga viðræðum R.F. Botha utanríkisráðherra og Chester Crocker aðstoðarutanrík- isráðherra á Grænhöfðaeyjum lauk í gær með jákvæðum yfirlýs- ingum um horfur á friðsamlegri lausn. Botha fagnaði ákvörðun Angola um að bera fram áþreifanlegar til- lögur um brottflutning Kúbu- manna frá Angola og kvað von á svari frá sér fljótlega. í tillögun- um virðist gerð grein fyrir skil- yrðum fyrir brottflutningi Kúbu- manna gegn brottflutningi Suð- ur-Afríkumanna frá Namibíu. Suður-Afríkumenn segja að dvöl 25.000 kúbanskra hermanna í Angola sé það eina sem komi í veg fyrir að Namibía fái sjálfstæði. Fréttir frá Grænhöfðaeyjum herma að Botha hafi farið til Vestur-Þýskalands og Crocker sé á leið þangað. Landstjóri Nam- ibíu, Willie van Niekerk, fór í dag til Evrópu að sögn suður-afrisku fréttastofunnar. ERLENT Fae litlu líður eftir atvikum vel Loma Linda, Kaliforníu, 2. nóvember. AP. FAE, litla stúlkubarninu með bavíanahjartað, leið enn eftir at- vikum vel í dag, en nú er brátt á enda fyrsta vikan eftir að hjartaígræðslan fór fram. Fer þá í hönd sá tími er læknar telja að mest hætta sé á að líkami henn- ar hafni nýja hjartanu. Læknarnir segja að leitað verði að mannshjarta handa litlu stúlkunni, hafni líkami hennar apahjartanu. Það var hins vegar ekki gert fyrir ígræðsluaðgerðina, sem fram fór 26. október. MIÐ BJODUNS. METRINU BYRGINN! jMDGESTOnE Nú eru fyrirliggjandi BRIDGESTONE radial og diagonal vetrarhjólbaröar á vörubifreiðar með hinu frábæra BRIDGE- STONE ÍSGRIPS-mynstri Sérlega hagstætt verd. ISGRIP BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.