Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 Frjálst - eftir Ólaf Sigurðsson Árásir á Ríkisútvarpið, bæði út- varp og sjónvarp, eru daglegt brauð, ekki síst fyrir okkur frétta- menn, sem fjöllum um þau mál, sem efst eru á baugi í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Oftar en ekki er það stjórnar- andstaðan, sem telur á sig hallað af þessari stofnun, sem stjórnvöld hafi yfirráð yfir. Það er óhjá- kvæmilegt að Ríkisútvarpið flytur fréttir af athöfnum stjórnvalda, en einmitt þá er stjórnarandstað- an vaidalaus og hefur ekki aðstöðu til fréttnæmra athafna. Það er því nýstárleg reynsla að gagnrýni og árásir, sem stofnunin sætir þessa dagana, koma fyrst og fremst frá þeim, sem styðja núverandi ríkis- stjórn. Við skulum líta á fyrsta daginn, sem blöðin komu út eftir verkfall, 23. október. í leiðara Morgun- biaðsins segir um fréttaflutning útvarpsins í verkfallinu: „... al- mennt er talið að fréttastofan hafi ekki gert öllum jafn hátt undir höfði í frásögnum sínum." Þetta eru vissulega alvarlegar aðdrótt- anir. En í leiðara DV er gengið lengra. Þar segir sama dag um fréttir útvarpsins: „Þeir frétta- tímar hafa komið að töluverðu gagni, þótt fréttamenn hafi greinilega verið mjög vilhallir í fréttaflutningi af málum, sem komu þeim við.“ Einnig segir: „Þetta kom líka greinilega fram í fréttavali og fréttameðferð í sam- bandi við vinnudeilurnar, enda eru fréttamenn aðilar að verkfalli BSRB.“ Með þessum orðum eru sex fréttamenn, sem fengnir voru til starfa við einstakar og erfiðar að- stæður, berum orðum sakaðir um misferli í opinberu starfi, sér og sínum hagsmunum til framdrátt- ar. Þetta er ekki vettvangur til að svara slíku, en vekur til umhugs- unar. Er Ríkisútvarpið ófrjálst? öll er þessi umræða að meira eða minna leyti tengd svonefndu „frjálsu“ útvarpi, en hvað er átt við með því? Þýðir það að Ríkis- útvarpið sé ófrjálst? Það er skoðun flestra, sem um það mál hafa hugsað, að einka- réttur Ríkisútvarpsins til út- varpssendinga eigi að taka enda. Útvarpstækni er orðin ódýr, og gagnleg til margra hluta, sem Ríkisútvarpið hefur ekki sinnt. En Ríkisútvarpið er eftir sem áður stofnun í eigu íslenska ríkis- ins, sem lýtur lögum, sem lýðræð- islega kjörnir þingmenn allra landsmanna hafa sett. Það lýtur yfirstjórn menntamálaráðherra, sem á sæti í lýðræðislega mynd- aðri ríkisstjórn, úr hvaða flokki sem ráðherrann kann að vera á hverjum tíma. Auk þess kýs Al- þingi útvarpsráð, sem hefur það meginhlutverk að hafa yfirumsjón Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Suðurnesja Nýstárlegu móti, butler- tvímenningi með Monrad-fyrir- komulagi, er nýlokið hjá félag- inu. Spilað var í þrjú kvöld og lauk mótinu með glæsilegum sigri Jóhannesar Sigurðssonar, Karls Hermannssonar og Gísla Torfasonar. Þeir höfðu örugga forustu alla keppnina og hlutu 175 stig en meðalskor var 135. f öðru sæti urðu Logi Þormóðsson og Jóhann Benediktsson með 164 stig. Logi og Jóhann töpuðu fyrstu setunni en spiluðu mjög vel eftir það og fengu 164 stig. eða ófrjálst útvarp með dagskrá útvarps og sjón- varps. í framhaldi af þessu hafa réttkjörin yfirvöld sett Ríkisút- varpinu reglugerðir, svo sem fréttareglur, þar sem áhersla er lögð á óhlutdrægan fréttaflutning, með sérstakri áherslu á hlutleysi í stjórnmálum og vinnudeilum. Þá hafa verið settar auglýs- ingareglur, til að vernda almenn- ing fyrir röngum upplýsingum, oflofi á vörum og þjónustu og til verndar íslenskri tungu. Fyrir þau okkar íslendinga, sem enn aðhyllast þá skoðun, að lög séu til að fara eftir þeim, er það ekkert ófrelsi að heyra undir ís- lensk lög. Þau eru sett með lýð- ræðislegum hætti, hvort sem okkur líka þau vel eða illa, og ber að framfylgja. Hversu frjálst er útvarp í útlöndum? Þegar rætt hefur verið um frjálst útvarp að undanförnu, hafa furðu margir ruglað saman hug- tökunum stjórnleysi og frelsi. f lýðræðislöndum í nágrenni við okkur hefur alls staðar verið talið nauðsynlegt að setja útvarps- stöðvum strangar og ýtarlegar reglur, hver svo sem á þær. I Bandaríkjunum starfa 8.900 útvarpsstöðvar, allar „frjálsar“, í þeim skilningi að ríkið á þær ekki. Þær verða allar að hlíta frétta- reglum, sem í mörgu svipar mjög til fréttareglna Ríkisútvarpsins. Sérstaklega eru þær reglur svip- aðar, þegar fjallað er um jafnan rétt allra til að koma skoðunum sínum á framfæri. f nágrannalöndum okkar er al- gengt að útvarpsstöðvar í einka- eign megi starfa, en ekki flytja auglýsingar. Ekki veit ég til að slíkar hugmyndir njóti stuðnings baráttumanna fyrir frjálsum eða óháðum útvarpsstöðvum hér á landi. Nú kann að vera að við íslend- ingar höfum einhverja sérstöðu, sem gerir það að verkum að við ættum að leyfa stjórnlaust útvarp. En væri ekki rétt að kanna fyrst, hvers vegna það er, sem allar lýð- ræðisþjóðir setja útvarpi og sjón- varpi hömlur, sem þær ekki setja prentuðu máli? Hvað er óhlutdrægni í fréttum? Hinn kunni bandaríski frétta- maður Walter Cronkite sagði þeg- ar hann lét af störfum fyrir nokkru: „Enginn almennilegur maður er hlutlaus í þjóðmálum og þess vegna er óhlutdrægni erfið- asta skylda, sem fréttamönnum er lögð á herðar. En þrátt fyrir þetta eru vandaðar fréttastofur óhlutdrægar, þegar til lengri tíma er litið.“ Lykilsetningin er „ ... þegar til lengri tíma er litið“. Margir átta sig ekki á því að óhlutdrægni, í þeim skilningi að öll sjónarmið komi fram, verður aldrei náð í ein- um fréttatíma, ekki heldur á ein- um degi og jafnvel ekki á einni viku. Það sem skiptir máli er hver útkoman er á þriggja mánaða tímabili, sex mánuðum, eða jafn- vel ári. Það er engin tilviljun að harkalegustu skammir, sem fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fá, eru að jafnaði frá fólki, sem ekki hefur tíma til að horfa eða hlusta nema sjaldan og nær því ekki jafnvæginu, sem við stefnum að. Sannleikurinn er sá að útvarpið er einn opnasti fjölmiðill þessa lands fyrir mismunandi skoðanir. Þar er flutt efni, sem felur í sér skoðanir, stjórnmálalegar sem aðrar, án þess að nokkur ritskoðun fari fram. Ekki hefur þetta orðið til þess að gera alla þjóðina að kommúnistum, íhaldsmönnum, afturhaldsmönnum eða einhverju öðru. Útlendingar undrast þetta mjög, en þeir undrast með sama hætti hversu greiðan aðgang menn eiga að blöðum. Ég hef löngu dregið þá ályktun, að við ís- lendingar búum við einhverja frjálsustu fjölmiðlun, sem til er í heimi, þó að ríkið eigi tvo öfluga fjölmiðla og allir aðrir fjölmiðlar, það er að segja dagblöðin, hafi einhver tengsl við stjórnmála- flokka. Ég hef nú starfað hjá útvarpi og sjónvarpi, sem fréttamaður, f tíð sex ríkisstjórna, sem hafa verið ólíkar að samsetningu og stefnu. Ekki hefur ófrelsi mitt verið meira en það, að aldrei hefur ráð- herra reynt að hafa yfirráð yfir fréttum, sem ég hef komið nálægt, eða stjórna þeim á annan veg en þann, að reyna að koma sínu máli vel á framfæri. Það kemur fyrir að ráðamönnum mislíkar við okkur fréttamenn, en venjulega er það vegna þess að ekki hefur enn unn- ist tími til að koma öllum sjón- armiðum á framfæri. Hvað köllum við þjóð á íslandi? Þær tvær útvarpsstöðvar, sem mest hefur verið rætt um, Frétta- útvarp DV og svonefnt „Frjálst útvarp“, hafa kennt sig við þjóð- ina, neyðarrétt, frelsi og fleiri til- finningaleg orð. í auglýsingum eftir stuðningi við útvarp DV, eftir að því var lokað, er talað um „útvarp þjóðar- innar". Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, sem samkvæmt Morg- unblaðinu 23. okt. stóð að út- varpsstöð, sem nefndi sig „Frjálst útvarp“, segir í sömu grein í blað- inu að það hafi verið „þjóðþrifa- verk“ að stofna stöðina. En fyrir hvaða þjóð voru þessir menn að vinna? DV-útvarpið náð- ist allvel á Reykjavíkursvæðinu og á góð tæki á Suðurnesjum og Akranesi. „Frjálsu útvarpi" náði ég aldrei í Garðabæ og illa í Reykjavík. Má af þessu draga þá ályktun að neyðarréttur þjóðarinnar nái til Faxaflóasvæðisins, en ekki fjar- lægari byggða? Hver á að sjá um rétt hinnar þjóðarinnar, sem býr utan sendisvæðis „frjálsra" út- Ólafur Sigurðsson „Þegar rætt hefur verið um frjálst útvarp að undanförnu, hafa furðu margir ruglað saman hugtökunum stjórnleysi og frelsi. í lýðræðislönd- um í nágrenni við okkur hefur alls staðar verið talið nauðsynlegt að setja útvarpsstöðvum strangar og ýtarlegar reglur, hver svo sem á þær.“ varpsstöðva? Hver á að sjá um ís- lensku þjóðina, sem býr í Hvera- gerði og Stykkishólmi, svo ekki sé talað um þjóð, sem býr ennþá fjær „útvarpi þjóðarinnar“. Við verðum að gera þá kröfu að baráttumenn fyrir „frjálsu" út- varpi segi okkur skýrt og greini- lega hvað þeir eiga við með orðinu „þjóð“. Sá grunur læðist að mörg- um að það sé stærsti auglýsinga- markaðurinn við Faxaflóa, sem áhugi þeirra fyrir þjóðinni og neyðarréttinum nær til. Á næstu mánuðum sker reynslan trúlega úr því hvað þeir eiga við. Hver á aó borga? Þessa dagana er verið að safna hlutafjárloforðum á vegum fs- lenska útvarpsfélagsins og fólk hefur þegar lofað meira en þrem- ur milljónum króna í hlutafé. Þeir sem hafa minnstu vitn- eskju um ágóða af hlutafé á ís- landi vita að það er afleit fjárfest- ing. Allir geta gengið í næsta banka og fengið 25 prósent vexti á ári. Það er því eingöngu hugsjóna- menn um framkvæmdir, sem kaupa nýtt hlutafé hér á landi. Það eru sniðugir fjármálamenn, sem geta undir yfirskyni hugsjóna fengið hrekklaust fólk til að leggja fram fé, til að koma af stað rekstri, sem þeir hafa síðan með höndum, væntanlega fyrir þokka- leg laun. Þetta er miklu hagstæð- ari leið en að hætta eigin fé í reksturinn, og þurfa jafnvel að veðsetja íbúðina, sem hitt fólkið þarf að gera til að kaupa litinn fjölskyldubíl. Fjármögnunarað- ferðir af þessu tagi varða við lög í sumum löndum. Hver er framtíðarsýn frjáls útvarps? Hvað blasir við „frjálsu“ út- varpi í framtíðinni. Það er ódýrt að byrja að útvarpa. DV er þegar byrjað og trúlega vilja fleiri dagblöð vera með í leiknum. Þetta er á margan hátt ódýrara en að prenta. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins stóð að „Frjálsu útvarpi", ásamt stuðn- ingsmönnum flokksins og varla láta aðrir flokkar sjálfstæðismenn eina um að útvarpa, þegar það er orðið frjálst. Hvað með Alþýðu- sambandið, BSRB, eða öll laun- þegasamtök saman? Hvað með samtök atvinnurekenda, ung- mennafélögin, Samband íslenskra samvinnufélaga, kirkjuna og marga fleiri? Öll þessi útvörp yrðu að flytja fréttir, en væntanlega í samræmi við skoðanir eigenda stöðvarinnar. Vera kann að einhver hafi heyrt vísbendingu um hvernig slíkar fréttir yrðu, í þeim tveim stöðvum, sem reknar voru í verkfallinu. Við frjálst og stjórnlaust útvarp verða fréttir annað en fréttir. Þær verða boðskapur. Allar útvarpsstöðvar, sem lifa á auglýsingum, verða að halda hlustendum. Reynslan af frjálsum stöðvum sýnir að spila verður aft- ur og aftur fimmtíu vinsælustu dægurlögin á hverjum tíma. Það tekur ekki nema þrjá tíma, að meðtöldum kynningum. Því verð- ur að grípa til svo sem fimm þús- und gamalla dægurlaga, Bítla, Rolling Stones, Herb Alpert, Stevie Wonder, og Liberace, að ógleymdum Grýlunum, Lummun- um og Hauki Morthens. Nýjar útvarpsstöðvar verða að útvarpa á Reykjavíkursvæðinu, þar sem hlustendur eru langflest- ir, um það bil hálf þjóðin. Þær verða að senda á FM í mono, af því að stereo er dýrt. Auglýsingaöflun verður vafalaust þróttmikill þátt- ur í starfseminni, enda verður að greiða þjónustu við þjóðina með einhverju móti. Við þetta þyrfti Ríkisútvarpið að keppa. Þar yrðu fréttamenn áfram að fylgja fréttareglum og leitast við að vera óhlutdrægir, eins og fyrr. Þar yrði áfram til fjölbreyttasta tónlistarsafn á landinu. Þar er búið að semja við eigendur flutningsréttar á allri tónlist. Þar yrði áfram útvarpað á langbylgju fyrir þá sem það hent- ar. Þar yrði áfram útvarpað í stereo fyrir þá sem það hentar ög með bestu hljómgæðum á mono. Þar yrðu áfram aúglýsingareglur, til að fá auglýsendur til að segja neytendum satt. En síðast en ekki síst heldur Ríkisútvarpið áfram að ná til alls landsins, en ekki aðeins til þeirrar „þjóðar", sem nýju út- vörpin náðu til. Með tilliti til allra þessara þátta, öfunda ég engan af „frjálsa" útvarpinu sínu. Ólaíur Sigurdsson er frétUmadur rió sjónrarpió og formaður Félags fréttamanna. Næstu pör: Kolbeinn Pálsson — Óskar Pálsson 149 Grethe íversen — Sigríður Eyjólfsdóttir 146 Maron Björnsson — Bergsveinn 146 Jón Frimannsson — Aðalsteinn Sigfússon 145 Næsta keppni verður hrað- sveitakeppni sem hefst á mánu- daginn kemur kl. 20 í Samkomu- húsinu í Sandgerði. Suðurnesja- menn eru hvattir til að fjöl- menna. Apple-tvímenn- ingur hjá BR Þann 31. október lauk 3ja kvölda Mitchell-tvímenningi hjá BR. Til nýmæla má telja, að út- reikningur fór fram með aðstoð tölvu. Reyndist þetta mjög vel eftir minniháttar byrjunarerfið- leika. T.d. lágu úrslit fyrir í lok móts aðeins 7—8 mínútum eftir að spilamennsku lauk og eins og Agnar Jörgensen keppnisstjóri sagði: „Hún reiknar rétt tölvu- skrattinn." Öll tölvuvinnan var unnin af starfsmanni Apple- fyrirtækisins og verðlaun voru gefin af fyrirtækinu. Félagið þakkar framlag Apple og má fullyrða að afskiptum tölvunnar sé ekki lokið hér með af málefn- um bridge-íþróttarinnar. Úrslit urðu annars þau, að þeir Aðalsteinn Jöregensen og Valur Sigurðsson sigruðu með talsverðum yfirburðum en röðin varð þessi: Aðalsteinn Jörgensen — Valur Sigurðsson 1188 Jón Páll Siguriónsson — Sigfús Örn Arnason 1087 Stefán Guðjohnsen — Þórir Sigurðsson 1038 Hannes Jónsson — Páll Valdimarsson 1036 Einar Jónsson — Hjálmtýr Baldursson 1035 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 1024 Jón Þorvarðarson — Þórir Sigursteinsson 1015 Jón Hjaltason — Hörður Arnþórsson 1002 Alls tóku 40 pör þátt í keppn- inni. Næsta miðvikudag (7. nóv.) verður spilað í sveitakeppni stofnana en þann 14. nóv. hefst aðalsveitakeppni félagsins. Þátttaka tilkynnist til keppnis- stjóra eða Sigurðar B. Þorsteins- sonar í síma 622236 eftir kl. 17. Bridgefélag Akureyrar Sextán sveitir mættu til keppni í Akureyrarmótinu í sveitakeppni sem hófst sl. þriðjudag. Spilaðir eru tveir 16 spila leikir á kvöldi og er staöan þessi eftir fyrsta kvöldið: Sigurður Víglundsson 46 Smári Garðarson 41 Stefán Vilhjálmsson 41 Anton Haraldsson 37 Næstu tvær umferðir verða spilaðar á þriðjudaginn kl. 19.30 í Félagsborg. Keppnisstjóri er Albert Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.