Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 Aftaka í Líbanon MAÐUR, sem sakaður er um að hafa drepið sex manns í götubar- daga, var stillt upp við vegg í Tríp- ólí í Líbanon í fyrradag og síðan skotinn í hnakkann. Horfðu vegfarendur á; er byssumaður með trefil um höf- uðið skaut manninn með skammbyssu, þar sem hann stóð handjárnaður með hettu yfir höfuðið upp við vegg á almenn- ingstorgi einu. Nöfnin „Allah" og „Moh- ammed* voru rituð á arabísku á vegginn. Honum var gefið að sök að hafa handtekið 6 manns og síðan tekið þá af lífi í Trípólí 20. október sl. Með þessu hefði verið framið brot á heraga og gróft vopnahlésbrot. Bardagar við grænu línuna Brirát. 2. BÓTt-mber. AP. SKOTBARDAGAR brutust út í dag milli kristinna manna og múham- eðstrúarmanna við vopnahléslín- una í Beirút og sjö óbreyttir borg- arar særðust. Líbanskir hermenn neyddust til að loka öllum eftirlitsstöðvum á „grænu línunni” og þegar þær voru opnaðar aftur er bardag- arnir fjöruðu út eftir myrkur fóru fáir þar um. Bardagar hafa geisað í borg- inni tvo daga í röð og þess vegna hafa verkamenn ekki getað fjar- lægt tálma sem reistir voru í vet- ur. Bardagarnir fylgja í kjölfar Fjölmenni spáð við útförina í Varsjá VarNÍá. 2. nóv AP. Varajá, 2. nóv. AP. ÞÚSIINDIR syrgjenda gengu fram hjá líki prestsins Jerzy Popieluszko á heimili hans í dag og búist er við að meira fjölmenni mæti við minn- ingarguðsþjónustuna í kirkju heil- ags Stanislaw Kostka á morgun en dæmi eru um síðan Jóhannes Páll páfi II kom í heimsókn í fyrra — e.Lv. ein milljón manna. Lík Popieluszkos var flutt í dag til Varsjár eftir krufningu í Bialystok. Talsmenn kirkjunnar segja að enn sé ekkert vitað um niðurstöður krufningarinnar og þær séu algert leyndarmál. Sex verkalýðsleiðtogar í Gdansk hafa hvatt til klukku- tíma vinnustöðvunar á hádegi í verksmiðjum sem starfa á laug- ardögum, en Lech Walesa lagðist gegn áskoruninni og gaf i skyn að hún nyti ekki víðtæks stuðnings verkamanna. Verkamannaráðið í Huta Warzawa-stáliðjuverunum, þar sem Popieluszko starfaði sem prestur, hvatti verkamenn til þess í yfirlýsingu að „sýna ró- semi og gæta stillingar". Páfinn, Walesa og Jozef Glemp kardináli hafa allir hvatt til hófsemi eftir morðið á prestin- um, sem yfirvöld segja að kunni að vera liður í víðtækara sam- særi. Vestrænir fulltrúar telja lík- legt að einhverjar breytingar verði gerðar á stjórninni, en segja að staða Jaruzelskis hersh- öfðingja sé traust. Walesa og tugir annarra starfsmanna Samstöðu munu mæta við útförina. Dóttir Stalíns snúin aftur til Sovétríkjanna: Svetlana saknaði barna sinna mjög viðræðna varaforseta Sýrlands, Abdul-Halim Khaddams, og for- sætisráðherra Líbanon, Rashid Karami, sem sögðu að þeir teldu að átökin í Líbanon væru senn á enda. Khaddam lýsti yfir stuðningi við viðræður ísraelsmanna og Líbana um brottflutning ísra- elska herliðsins frá Suður-Líban- on. Viðræðurnar eiga að hefjast á mánudaginn í landamærabæn- um Naqoura. Blaðið „An-Nahar“ hermdi í dag, að Líbanir mundu leggja til að breskir og franskir gæsluliðar yrðu sendir til Suður-Líbanon. («nbríd(e og Moskeu, 2. uóvember. AP. NÁNIR vinir Svetlönu, dóttur Jós- eps Stalíns, fyrrum leiðtoga Sovét- ríkjanna, hafa látið f Ijós undrun og vonbrigði með þá ákvörðun hennar, að hverfa aftur til heimalands síns eftir 17 ára útlegð á Vesturlöndum. Fréttin um að Svetlana og Olga, 13 ára gömul dóttir hennar og bandaríska arkitektsins William Peters, væru farnar til Sovét- ríkjanna, varð fyrst heyrinkunn í gær, en í dag staðfesti TASS, hin opinbera fréttastofa Sovétmanna, hana. Var sagt að Svetlönu hefði verið veittur á ný rfkisborgara- réttur, sem hún var svipt árið 1970, og jafnframt veitt heimild til að búa í Moskvu. Olga, dóttir hennar, hefur einnig fengið rfkis- borgararétt f Sovétríkjunum. Svetlana fór frá Sovétríkjunum 1967 og fékk hæli i Bandaríkjun- um sem pólitískur flóttamaður. Hún skrifaði æviminningar sínar og bók um flótta sinn og var fyrir það harðlega gagnrýnd i sovéskum fjölmiðlum, sem sökuðu hana um föðurlandssvik. Svetlana er þríkvænt. Með fyrsta eiginmanni sínum, Sovét- borgaranum Grigory Morozov, eignaðist hún tvö börn, Jósep og Kötju, sem eru búsett í Sovétríkj- unum. Þau fordæmdu brotthlaup móður sinnar, en hún lét oft í ljós söknuð yfir þvf að sjá þau ekki og barnabörnin sín tvö, sem hún hef- ur aldrei séð. Annar eiginmaður Svetlana ásamt börnum sínum, Jósep Svo virðist sem söknuður hennar að sjá hún sneri aftur til Sovétríkjanna. Svetlönu var Indverji, sem lést ár- ið 1967. Hún flutti ösku hans til Indira, Svetlana og örlagaþræðir ÞRÆÐIR örlaganna eru stundum ofnir á kynlegan hátt. Tvær heims- þekktar konur, sem eru óvænt f fréttum sömu dagana af ólíku til- efni, áttu samskipti er vörðuðu Iff og frelsi fyrir mörgum árum. Það voru Indira Gandhi, hinn látni for- sætisráðberra Indlands, og Svetl- ana Stalín, sem nú hefur snúið til Sovétríkjanna eftir sautján ára út- legð á Vesturlöndum. Hin fyrr- nefnda stóð í vegi hinnar síðar- nefndu er hún kaus frelsið. Nú þegar Indira er látin hefur Svetl- ana kosið ófrelsið á ný. Svetlana kom til Indlands árið 1967 með jarðneskar leifar eig- inmanns síns, sem var Indverji. Hann var tengdur háttsettum mönnum í stjórn Indiru Gandhi, sem þá var nýlega orðin forsæt- isráðherra. Svetlana hafði afráð- ið að flýja Sovétríkin í þessari ferð og setjast að á Indlandi. Hún reiddi sig á stuðning Indiru, sem brást henni. Frá viðskiptum þeirra segir Svetlana í bókinni um flótta sinn Only One Year, sem kom út 1969. Fundum Indiru og Svetlönu bar tvívegis saman í borginni Kalakanar í Uttar Pradesh- fylkli, þar sem ættingjar eigin- manns hennar bjuggu. Indira var þá á kosningaferðalagi. „Indira spurði mig,“ skrifar Svetlana, um fyrsta fund þeirra, „hvernig ég kynni við mig i Kal- akanar. Mjög vel, svaraði ég, horfði beint í augu hennar og bætti við: „Mig langar til að vera hér eins lengi og ég get. Við- brögð Indiru voru svolítið barna- leg. Og þú færð ekki leyfi til þess? spurði hún.“ Indira ræddi sjálf aldrei beint við Svetlönu um ósk hennar um landvist. Það var augljóst mál að mati Svetlönu að hún leiddi það hjá sér. Frændi eiginmanns hennar ræddi málið við Indiru og hún kvaðst ekki treysta sér til að hjálpa Svetlönu fyrr en eftir kosningarnar. „Hann sagði,“ skrifar Svetlana, „að ef hún yrði kjörin forsætisráðherra á ný mundi hún eiga auðvelt með að hjálpa mér.“ Það dugði Svetlönu ekki. Þá yrði landvistarleyfi hennar á Indlandi útrunnið og ekki víst að hún fengi að fara frá Sovétríkjunum á ný. Á síðari fundi þeirra kvenn- anna tókst Indiru enn að leiða málið hjá sér. Þegar hún kvaddi gekk hún óvænt að Svetlönu og rétti hennar báðar hendur sínar: „Ég óska þér góðs gengis," sagði hún með hlýju í röddinni. „Eg óska þér líka góðs gengis,“ segist Svetlana hafa svarað. Það var allt og sumt. Indiru var í mun að spilla ekki sambúðinni við Sovétstjórnina og gefa stjórnarandstæðingum ekki átyllu til að saka sig um að meta eina óbreytta konu meira en frið við heimsveldi. Svetlana varð því að fara aðra leið. Hún kvaddi dyra í bandaríska sendi- ráðinu í Nýju-Delhí, sem útveg- aði henni samstundis farseðil til Bandaríkjanna, þar sem henni var veitt hæli sem pólitískur flóttamaður. og Kötju, sem nú eru fullorðið fólk. þau ekki hafi ráðið mestu um það að Indlands og notaði tækifærið til að flýja land. I Bandaríkjunum gekk hún að eiga arkitektinn William Peters, en þau skildu árið 1973. Svetlana og Olga bjuggu í Princeton í New Jersey þar til fyrir einu ári að þær fluttust til Cambridge á Englandi og gekk Olga i unglingaskóla í Essex. Margir fréttaskýrendur telja líklegt að heimkoma Svetlönu til Sovétríkjanna verði notuð í áróð- ursskyni. í hópi þeirra, sem telja líklegt að hún verði neydd til að fara ófögrum orðum um dvöl sína á Vesturlöndum, er rithöfundur- inn Malcolm Muggeridge, sem gerði með henni frægan sjón- varpsþátt fyrir nokkrum árum. Fyrir stuttu sneri annar Sovét- borgari, sem flúið hafði vestur, heim á ný. Það var Oleg Bitov, blaðamaður við bókmenntaritið Literaturnaya Gazetta, sem fyrir ári baðst hælis á Bretlandi. Hann fór einnig óvænt til Moskvu og hélt því þar fram, að vestrænir leyniþjónustumenn hefðu neytt sig til að yfirgefa Sovétríkin og greinar þær, sem hann skrifaði í útlegðinni, hefðu verið samdar undir áhrifum heilaþvottar og deyfilyfja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.