Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 Hjónaminning: Katrín Valdimarsdóttir og Halldór Runólfsson Halldór Fæddur 21. nóvember 1897 Dáinn 9. júní 1984 Katrín Faedd 23. mars 1898 Dáin 2. september 1984 Þegar ég minnist móðursystur . minnar, Katrínar Valdimarsdótt- ur, og eiginmanns hennar, Hall- dórs Runólfssonar, er vandi hvar byrja skal. „Það er svo margt að minnast á, margar glaðar stundir." Katrin var vel gerð kona, glæsi- leg i sjón og raun, kona sem fólk laðaðist að, glaðleg og hrein og bein í samskiptum við aðra. Mörg- um mun hafa þótt gott að ræða við hana um sín vandamál. Hún hafði næman skilning á tilfinningum og sjónarmiðum annarra og átti auð- velt með að setja sig í þeirra spor. Katrín var bjartsýnismanneskja, hress í máli, skýr og skemmtileg í allri viðræðu. Katrín fæddist á Bakka í Bakkafirði 23. mars 1898, dóttir Valdimars Magnússonar, bónda og hreppstjóra þar, og konu hans, Þorbjargar Þorsteinsdóttur. Valdimars á Bakka var lengi minnst og alla hef ég heyrt geta hans að góðu einu. Sjálfur var hann vel menntaður maður og hvatti því börn sín til að afla sér einhverrar menntunar. Þorbjörg og Valdimar eignuðust níu bðrn, sjö komust til fullorðins- ! ára, en tvo drengi misstu þau unga. Nú eru Bakkasystkinin öll farin yfir móðuna miklu. Árið 1913 deyr Valdimar langt um aldur fram. Þorbjörg heldur áfram búskap með börnum sínum, sem þá voru öll uppkomin. Þorbjörg var mikil búsýslukona, enda kom það sér betur, heimilið mannmargt og mikill gestagang- ur, því Bakki lá um þjóðbraut þvera eins og samgöngum var þá háttað. Þarna var menningar- heimili, mikið lesið af góðum bók- um og innlend og erlend blöð keypt. Fólkið reyndi að fylgjast með í þjóð- og heimsmálum. Svona var lífið þar í einangruninni norð- ur við Dumbshaf, en allir undu glaðir við sitt. Flest systkinin öfluðu sér ein- hverrar menntunar. Katrín hélt til náms í Kvennaskólann í Reykjavík en áður hafði hún verið við nám á Akureyri. Eitt sumar vann hún á Hvanneyri við Siglu- fjörð hjá séra Bjarna Þorsteins- syni og oft minntist hún þessa mikla tónlistarmanns. Þannig hleypti hún heimdraganum. Eg, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að alast upp með Katrínu frænku minni frá því ég kom í þennan heim og að mestu til tvítugs. Það sem hæst ber er hvað hún var sterk þegar eitthvað blés á móti, en þó jafnframt kát og skemmtileg í leik og starfi. Ég man heyskap á engjum þeg- ar legið var við, eins og kallað var, verið inn til heiða í viku og sofið í tjaldi. Þá fékk maður margt skemmtilegt að heyra, allt frá því að fræðast um blómin og grösin á enginu, vera sagðar sögur og hlyða á fegurstu ljóðin hans Jónasar Hallgrímssonar. Þegar ágúst- rökkrið færðist yfir gat komið ein og ein dulmögnuð draugasaga, sem átti að hafa gerst þarna í grenndinni fyrir svo löngu að eng- inn kunni að tímasetja atburðinn. Við börnin, systkinabörn Katrín- ar, nutum alls þessa og verða það ógleymanlegar stundir. Árið 1924 ganga þau í hjóna- band Katrín frænka og Halldór Runólfsson frá Böðvarsdal í Vopnafirði. Foreldrar hans voru hjónin Kristbjörg Pétursdóttir og Runólfur Hannesson, sóma- og at- orkufólk. Halldór átti sjö bræður og eina systur. Nú eru aðeins tvö þeirra á lífi, Sigurður, kennari i Reykjavík, og Lára, sem býr með syni sínum á Vopnafirði. Halldór hafði lokið námi við Samvinnu- skólann i Reykjavík árið 1920. Glæsileg voru þessi ungu hjón þá þau hófu búskap á Bakka, sem var að nokkru félagsbúskapur með móður Katrínar og Magnúsi bróð- ur hennar sem þá var fyrir búi móður sinnar. Einnig bjó þar Þorsteinn bróðir þeirra. Svo þarna bjuggu nú þrjú systkini. Hver hafði sitt heimili innanbæjar en samvinna var mikil með útivinnu. Allt bjó þetta fólk i gamla bænum sem var stór, enda veitti ekki af, því margt var um manninn. En þarna voru allir ánægðir og leið vel. Halldór stundaði barnakennslu í sveitinni fyrstu veturna. Hann var farsæll i þessu starfi sem öðru. Honum var lagið að koma efninu vel til skila, enda nákvæm- ur og samviskusamur við öll sin störf. Halldór var glöggur á bros- legu hliðarnar á tilverunni, þó aldrei á kostnað annarra, slikt var fjarri honum. Halldór var einkar góður og hjálplegur við alla sem voru minni máttar og einstæð- ingar, saman ber þá hann gekkst fyrir þvi á Bakkafirði að menn þar byggðu lítið hús yfir gamla ein- setukonu, sem aldrei hafði átt vis- an stað í lífinu. Efnið borguðu þeir sjálfir sem að þessu stóðu og unnu verkið einnig. Hún var hamingju- söm gamla konan þegar hún flutti inn í nýja bæinn sinn, tvö her- bergi. Oft síðar átti Halldór eftir að víkja einhverju að þeim sem voru hjálpar þurfi þvi að hann mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að bæta úr því. Lifið virtist blasa við þessum ungu hjónum bjart og fagurt, en þau ætluðu að breyta til og byggja sér nýbýli á Sigurðarstöðum, sem þá höfðu verið i eyði áratugum saman. Sigurðarstaðir eru upp með Hafnará, miðja vegu milli Bakka og Hafnar í Bakkafirði. Þarna er sérlega friðsælt og fallegt og áin rennur þar í dálitilli fallhæð. Þar sáu þau að auðvelt mundi vera að nýta vatnsaflið og raflýsa. Slikt var algjör nýlunda til sveita á þeim tíma. Hefjast skyldi handa á næsta vori. En margt fer öðruvísi en ætlað er. í janúar 1928 verður Halldór fyrir alvarlegu slysi og er um tima vart hugað líf. Erfiðisvinna kom því ekki til greina í náinni framtíð og þar með var draumurinn um nýbýlið þeirra úr sögunni. En öll él birtir upp um síðir. Heilsa Hall- dórs fór smám saman batnandi og lífið færðist í eðlilegt horf. Mikið líf og fjör var yfir Bakkaheimilun- um sem voru orðin sex að tölu. Mili 30 og 40 manns bjuggu þar á þessum árum. Góð samvinna var á milli heimilanna bæði til lands og sjávar, en sjósókn var þá einnig stunduð ásamt búskapnum. 1 vit- und nútímans væri það talið vera fólk með afar góðan félagsþroska. Katrín og Halldór eignuðust tvö börn, Valdimar Runólf árið 1924 og Kristbjörgu 1931. Árið 1932 flytja þau hjónin frá Bakka út í Höfn, sem nú gengur undir heitinu Bakkafjörður, fá- mennt sjávarpláss. Þau keyptu hluta af jörðinni og hófu smá- búskap. Frá 1935 höfðu þau einnig á hendi póst- og símaþjónustu ásamt veðurathugunum. Oft var gestkvæmt þar hjá þeim hjónum og þröng á þingi, en bæði höfðu gaman af að hafa margt fólk i kringum sig og þar þótti mönnum gott að koma. Móðir Katrínar flutti með þeim hjónum frá Bakka þá orðin öldruð kona og mjög farin að heilsu. Hún hafði þó lengst af fótavist og sat með prjónana sína, hélt andlegum kröftum, las sér til gagns og gam- ans og fylgdist vel með. Hún and- aðist í júní 1936. Árið 1947 selja Katrín og Hall- dór eigur sínar á Bakkafirði og flytjast til Reykjavíkur, kaupa þar íbúð og koma sér vel fyrir. Þar héldu þau um hrið heimili með báðum börnum sínum, en Runólf- ur var áður fluttur til Reykjavík- ur, þá búinn að stunda nám um skeið við MA. Kristbjörg settist á skólabekk er suður kom og lauk stúdentsprófi 1953. Halldór hóf strax störf á Póststofunni i Reykjavík og vann þar í mörg ár, eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Einnig starfaði hann mikið fyrir Rauða krossinn á meðan kraftar leyfðu. Runólfur kvæntist Huldu Matthíasdóttur, hinni ágætustu konu, árið 1948 og eiga þau fimm börn öll uppkomin og búin að stofna eigin heimili. Kristbjörg hefur aftur á móti alltaf haldið heimili með foreldrum sínum. Hún á eina dóttur, Katrínu Dóru, sem ólst upp hjá afa og ömmu, sólargeisli á þeirra heimili. Hún er einnig gift og dvelur ásamt fjöl- skyldu sinni við nám f Noregi nú sem stendur. Katrín vann sínu heimili af vandvirkni og umhyggjusemi. Sama risnan hélst eftir að suður kom og vinahópurinn þar stór engu síður en í sveitinni heima. Flesta daga kom einhver í heim- sókn, stundum margir f einu. öll- um þótti gott að geta litið inn fyrirvaralaust, hún Katrín var alltaf á sfnum stað. Vann ekki úti — en helgaði heimilinu alla sína krafta. Hún var mikil húsmóðir f orðsins fyllstu merkingu og þar bar allt vott um myndarskap og rausn húsráðenda. Oft komu ætt- ingjar og vinir saman á heimili þeirra Katrínar og Halldórs við ýmis tækifæri og alltaf var hlýjan og gleðin yfir því að fá fólkið sitt saman í einn hóp auðfundin. Frá árinu 1979 var Katrín mjög heilsutæp, töluvert lömuð og nærri blind. Halldór var aftur á móti nokkuð einangraður hin sfð- ari ár vegna heyrnarleysis, en hann gat hins vegar lesið allt fram að síðasta æviári. Hann sá því fyrir hana, hún heyrði fyrir hann, eins og hún gjarnan orðaði það. Gaman var að sjá hvað þessi gömlu hjón voru alltaf ffn til fara og ánægð með lífið þrátt fyrir allt. Þau fylgdust furðu vel með fram á síðustu ár og báru alltaf mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni ekki hvað síst barnabörnunum sem að vonum þótti lfka afar vænt um afa og ömmu. Katrín hélt andlegri heilsu allt fram undir það síðasta. Hennar framgangur í lífinu finnst mér vera eins og fagur silfurþráður sem glitrar, vermir og lýsir í kringum sig. Þegar Katrín er far- in finnst okkur ættingjunum eins og síðasti hlekkurinn sem batt ættina saman sé brostinn. Hinn 13. apríl síðastliðinn áttu Katrín og Halldór sextíu ára hjúskaparafmæli, þá var hann kominn á spftala helsjúkur, en þeim degi gátu þau þó eytt saman eftir margra vikna aðskilnað. Fundirnir urðu fáir eftir það því Ilalldór andaðist 9. júnf. Frænka mín fylgdi honum svo tæpum þremur mánuðum síðar, hún and- aðist 2. september. Blessuð sé minning þeirra. Þorbjörg Bjarnadóttir t Eiginmaöur minn og faöir okkar, RÓBERT G. JÓNSSON, vólatjóri, Breiövangí 13, Hatnarfirói, fórst meö mb. Sóley SK 8, þann 16. október. Eyvör Halldóradóttir og aynir. t Fööurbróöir minn. SIGURÐUR RAGNAR JÓHANNSSON. fyrrvarandi laigubílatjóri, Hótúni 10A, andaöist aö heimili sinu aö kvöldi miövikudags 31. október sl. Fyrir hönd systkina hins lótna og annarra vandamanna. Jóhann Karl Ólafsson. t Móöir okkar, tengdamóöír og amma, SIGRÍÐUR S. HJÖRLEIFSDÓTTIR, Stuölaseli 4, Reykjavík, andaöist í Landspítalanum fimmtudaginn 1. nóvember. Kristinn Ólafsson, fngibjörg Hallgrímsdóttir, Hjörleifur Ólafsson, Benney Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Maöurinn minn. SÆVAR SIGUROSSON, bifreiöarstjóri, Brekkubas 35, andaöist fimmtudaginn 1. nóvember. Fyrir hönd vandamanna, Júliana Ruth Sigurósson. t Útför RAGNARSJÓHANNESSONAR, fyrrum foratjóra, Laugateig 23, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavik, mánudaginn 5. nóvember nk. kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Stasia Jóhannesson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför fööur okkar, INGVARS KRISTJÁNSSONAR frá Hóli, Hvammssveit, Dalasýslu, Sigurbjörg Ingvarsdóttir, Kristín Ingvarsdóttir, Jón Ingvarsson, Guömundur Ingvarsson, Árni Ingvarsson, Grétar B. Ingvarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.