Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 29

Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 29
MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 1R NÓVEMBBR 1984 829 Friðarsinni í Moskvu handtekinn Wortn, 16. Dóvember. AP. Vladimir Brodskj, sem er félagi í friAarhreyfingii, sem ekki er í náð- inni hji stjórnvöldum, var handtek- inn í dag af einum einkennisklædd- um og tveimur óeinkennisklæddum lögrcgluþjónum er hann átti fund við vestrtenan fréttamann á götu Moskvuborgar. Brodsky er félagi í samtökum, sem nefnast „Nefnd til að efla traust milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna“. Átti hann stefnu- mót við Peter Millar fréttaritara Reuters utan við leikbrúðuleikhús Moskvuborgar. Millar reyndi að fylgja hersingunni eftir er Brodsky var færður á brott, en hlaut viðvörun lögreglumanna. Brodsky var einn stofnenda samtakanna, sem stofnuð voru í júní 1982. Hefur hann sætt harð- ræði af hálfu yfirvalda öðru hverju síðan. Hann sagði á mið- vikudag að tveir aðrir stofnendur, Vladimir og Maria Fleishgakker, hefðu fengið leyfi til að yfirgefa land og flogið þá samdægurs til Vínarborgar. Deilt um fána á Grænlandi Grcnludi, 16. nóvember. Frá Nils Jttrgen Bruun, frélUriUra Mbl. GRÆNLGNDINGAR hafa mikinn áhuga á að koma sér upp sínum eig- in þjóðfána eins og þau samfélög önnur á Norðurlöndum, sem heima- stjórn hafa, Ld. Færeyingar og Álendingar. f þessu efni sem öðrum sýnist þó sitt hverjum. Þegar rætt var um fánamálið á grænlenska landsþinginu kom það fram, að 600 tillögur lægju fyrir um gerð fánans. Flokkarnir eru raunar ekki svo margklofnir í af- stöðu sinni. Stjórnarandstöðu- flokkurinn Atassuet vill hafa krossfána eins og gerist annars staðar á Norðurlöndum en vinstri- flokkurinn Inuit Ataqatigiit vill ekki krossfána, heldur eitthvert merki, sem sýnir menningarlega uppruna þjóðarinnar sem esk- imóa. Stærsti flokkurinn veit ekki enn hvað hann vill en líklega mun verða úr þessu skorið á þingi í febrúar nk. Barizt í Zaire Kimhasa, 16. sórember. AP. FALLHLÍFARMENN og fótgöngu- liðar frá Zaire neyddu „vopnaða inn- rásarmenn frá Tanzaníu" til að börfa frá litlu þorpi I austurhluta Zaire eftir „minna en 24 klukku- stunda bardaga". Skýrði Sakombi Inongo upplýsingamálaráðherra Zaire frá þessu í dag. Stjómvöld í Kinshasa halda því fram, að innrásarmennirnir hafi verið úr hópi andstæðinga stjórn- arinnar, sem hafizt við í Tanzaníu og fjalllendinu í austurhluta Zaire. Hafi yfir 100 þeirra verið felldir í bardögunum nú. Svanur í merki Norður- landaráðs Stokkbólmi, 16. nÓTember. HVÍTUR svanur á bláum grunni verður merki Norður- landaráðs og norrænu ráð- herranefndarinnar í framtíð- inni. Greinast vængirnir á táknrænan hátt í átta hluta, en merkið gerði finnski hönnuð- urinn og grafíklistamaðurinn Kysti Varis prófessor. 25.980,- stgr. eða 29.980 afb. Útborgun kr. 5.000,- Eftirstöðvar á allt að 8 mán. línan 1985 Gullna SKIPHOLTI 19, SÍMI 29800 MERKI UNGA FÓLKSINS Ennþá fallegri, ennþá betri Nú er gullna línan árgerö 1985 komin, hlaöin gæöum og ennþá fallegri. GULL-SYSTEM-1 2X40 WÖTT Þetta er samstæöa meö öllu: útvarpi, magnara, segul- bandstæki, plötuspilara, tveimur hátölurum og skáp. Um gæöin þarf ekki aö fjölyrða, Marantz-gæðin eru löngu landsþekkt. Ekki spillir veröiö eöa kjörin því viö bjóöum þessa frábæru Marantz-samstæðu á ómótstæöilegu tilboöi:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.