Morgunblaðið - 27.01.1985, Síða 27

Morgunblaðið - 27.01.1985, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 27 Tannburstun á að hefjast strax og fyrsta tönnin er komin. Tannverndardagur verður á þriðjudag EINS og komið hefur fram í umfjöll- un undanfarið, virðast að jafnaði skemmast fleiri tennur í íslendingum en í nokkurri annarri þjóð í heimin- um. Hinar Norðuriandaþjóðirnar hafa sýnt fram á að hægt er að fækka tannskemmdum með fyrir- byggjandi starfi og hefur t.d. Finn- um tekist að fækka tannskemmdum um nær 50% á 6 árum og Norð- mönnum á 9 árum. Ein af orsökunum fyrir hinni háu tíðni tannskemmda hérlendis er talin vera við eigum heimsmet í sykur- og sælgætisneyslu auk þess hve slæmar matarvenjur okkar eru. Til að reyna að bæta hér úr beitir heilbrigðismálaráðuneytið sér fyrir Tannverndardegi þriðjudaginn 29. janúar nk. í samvinnu við Tann- læknadeild Hí, Tannlæknafélag Is- lands og Skólatannlækningar Reykj a víkurborgar. Einnig hefur við undirbúninginn verið haft samráö við menntamála- ráðuneytið og ekki síst námsstjóra á skólaþróunardeild. Námsgagna- stofnun hefur aðstoðað við dreif- ingu gagna og samkeppnin fer fram í samvinnu við félag íslenskra myndmenntakennara. Það væri mikill stuðningur við málefnið, ef fjölmiðlar sæju sér fært að vekja athygli á þessari starfsemi og ekki síst, sé unnt að fjalla um svonefnt laugardagssæl- gæti á sjálfan Tannverndardaginn þriðjudaginn 29. janúar nk. Þann dag eiga öll börn sem stunda nám í grunnskólum landsins að fá í hendurnar bæklinginn „Biti milli mála“ og fá hann útskýrðan af kennara sínum eða ef til vill tann- lækni, lækni eða hjúkrunarfræð- ingi. Til fróðleiks hefur verið dreift í alla skóla landsins „Kennarakveri um tennur" sem ætlað er til aðstoð- ar við fræðsluna (Frétt frá Heilbrigéis- og tryggingaráéuneyt- ÍDU.) Sýningar hafnar í Kaup- mannahöfn á Atómstöðinni Jónshiui, IS. janúar. f FYRRADAG var íslenzka kvik- myndin Atómstbóin frumsýnd í Ball- erup bíói að viðstöddum fjölmörgum gestum. Komu leikstjórinn Þorsteinn Jónsson og aðalleikkonan Tinna Gunnlaugsdóttir til Kaupmannahafn- ar af því tilefni. Fyrr um daginn efndu sendi- herrahjónin, Einar Ágústsson og Þórunn Sigurðardóttir til sídegis- boðs fyrir aðstandendur kvikmynd- arinnar og sýningaraðila og var þar margt manna. Kvikmyndin hlaut mikið lof frumsýningargesta og voru Þorsteinn Jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hyllt með lófataki og færði borgarstjórinn i Ballerup, Ove E. Dalsgaard, þeim fagra blómvendi. Að sýningu lok- inni þágu viðstaddir boð Ixirgar- stjórans. Þetta sama kvöld var fjallað um kvikmyndina í danska sjónvarpinu, og dómar um mynd- ina í dönskum blöðum í dag eru mjög jákvæðir. Atómstöðin verður sýnd í 17 kvikmyndahúsum í Danmörku, en hér í borg verður hún nú sýnd í Veser Vov Vov bíóinu á Vester- brogade. Það er Kommunefilm, annar stærsti eigandi kvikmynda- húsa í Danmörku, sem fær Átóm- stöðina til sýningar fyrir milli- göngu Gunnars H. Árnasonar. Þannig var það einnig með kvik- myndina Húsið, sem enn er verið að sýna á Jótlandi. Samtök kvikmyndahúsa í eigu sveitafélaga, Kommunale Biograf- ers Samvirke, reka Kommunefilm, en 17 sveitarfélög standa að sam- tökunum, sem voru stofnuð til að koma í veg fyrir, að kvikmyndahús í dreifbýli og utan við miðborgirn- ar verði lögð niður. Segir Ove E. Dalsgaard, borgarstjóri í Ballerup, sem er formaður samtakanna, að Kommunefilm muni reyna að fá norrænar myndir til sýningar, og er sýning íslenzku myndanna tveggja upphaf á þeirri viðleitni. Fri fnimsýningu Atómstöðvarinnar, frá vinstri: Þorsteinn Jónsson leikstjóri, Einar Ágústsson sendiherra og frú Þórunn Sigurðardóttir, Tinna Gunn- laugsdóttir, leikari, Ole Hansen fyrrverandi borgarstjóri og Ole E. Dalsgaard borgarstjóri í Ballerup. Frá frumsýningu Hússins, frá vinstri: Lilja Þórisdóttir leikari, framkvæmda- stjóri Kommunefilm, Gunnar H. Árnason og Egill Eðvarðsson leikstjóri. UTVEGSBANKINN SPYRÐU EFTIR RÁÐGJAFANUM. HONUM MÁITU TREYSIA J ÍEMG MEÐÁBÓT: TRYGGING -LAR verðbólgu. IFRJÁIÓ ÚTTEKTAF REIKNINGNUM ' HVENÆR SEM ER, ÁTÍMUM TÍÐRAÁÁXTÁBREYTINGA. ABOT Á VEXTI GULLS ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.