Morgunblaðið - 27.01.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.01.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 27 Tannburstun á að hefjast strax og fyrsta tönnin er komin. Tannverndardagur verður á þriðjudag EINS og komið hefur fram í umfjöll- un undanfarið, virðast að jafnaði skemmast fleiri tennur í íslendingum en í nokkurri annarri þjóð í heimin- um. Hinar Norðuriandaþjóðirnar hafa sýnt fram á að hægt er að fækka tannskemmdum með fyrir- byggjandi starfi og hefur t.d. Finn- um tekist að fækka tannskemmdum um nær 50% á 6 árum og Norð- mönnum á 9 árum. Ein af orsökunum fyrir hinni háu tíðni tannskemmda hérlendis er talin vera við eigum heimsmet í sykur- og sælgætisneyslu auk þess hve slæmar matarvenjur okkar eru. Til að reyna að bæta hér úr beitir heilbrigðismálaráðuneytið sér fyrir Tannverndardegi þriðjudaginn 29. janúar nk. í samvinnu við Tann- læknadeild Hí, Tannlæknafélag Is- lands og Skólatannlækningar Reykj a víkurborgar. Einnig hefur við undirbúninginn verið haft samráö við menntamála- ráðuneytið og ekki síst námsstjóra á skólaþróunardeild. Námsgagna- stofnun hefur aðstoðað við dreif- ingu gagna og samkeppnin fer fram í samvinnu við félag íslenskra myndmenntakennara. Það væri mikill stuðningur við málefnið, ef fjölmiðlar sæju sér fært að vekja athygli á þessari starfsemi og ekki síst, sé unnt að fjalla um svonefnt laugardagssæl- gæti á sjálfan Tannverndardaginn þriðjudaginn 29. janúar nk. Þann dag eiga öll börn sem stunda nám í grunnskólum landsins að fá í hendurnar bæklinginn „Biti milli mála“ og fá hann útskýrðan af kennara sínum eða ef til vill tann- lækni, lækni eða hjúkrunarfræð- ingi. Til fróðleiks hefur verið dreift í alla skóla landsins „Kennarakveri um tennur" sem ætlað er til aðstoð- ar við fræðsluna (Frétt frá Heilbrigéis- og tryggingaráéuneyt- ÍDU.) Sýningar hafnar í Kaup- mannahöfn á Atómstöðinni Jónshiui, IS. janúar. f FYRRADAG var íslenzka kvik- myndin Atómstbóin frumsýnd í Ball- erup bíói að viðstöddum fjölmörgum gestum. Komu leikstjórinn Þorsteinn Jónsson og aðalleikkonan Tinna Gunnlaugsdóttir til Kaupmannahafn- ar af því tilefni. Fyrr um daginn efndu sendi- herrahjónin, Einar Ágústsson og Þórunn Sigurðardóttir til sídegis- boðs fyrir aðstandendur kvikmynd- arinnar og sýningaraðila og var þar margt manna. Kvikmyndin hlaut mikið lof frumsýningargesta og voru Þorsteinn Jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hyllt með lófataki og færði borgarstjórinn i Ballerup, Ove E. Dalsgaard, þeim fagra blómvendi. Að sýningu lok- inni þágu viðstaddir boð Ixirgar- stjórans. Þetta sama kvöld var fjallað um kvikmyndina í danska sjónvarpinu, og dómar um mynd- ina í dönskum blöðum í dag eru mjög jákvæðir. Atómstöðin verður sýnd í 17 kvikmyndahúsum í Danmörku, en hér í borg verður hún nú sýnd í Veser Vov Vov bíóinu á Vester- brogade. Það er Kommunefilm, annar stærsti eigandi kvikmynda- húsa í Danmörku, sem fær Átóm- stöðina til sýningar fyrir milli- göngu Gunnars H. Árnasonar. Þannig var það einnig með kvik- myndina Húsið, sem enn er verið að sýna á Jótlandi. Samtök kvikmyndahúsa í eigu sveitafélaga, Kommunale Biograf- ers Samvirke, reka Kommunefilm, en 17 sveitarfélög standa að sam- tökunum, sem voru stofnuð til að koma í veg fyrir, að kvikmyndahús í dreifbýli og utan við miðborgirn- ar verði lögð niður. Segir Ove E. Dalsgaard, borgarstjóri í Ballerup, sem er formaður samtakanna, að Kommunefilm muni reyna að fá norrænar myndir til sýningar, og er sýning íslenzku myndanna tveggja upphaf á þeirri viðleitni. Fri fnimsýningu Atómstöðvarinnar, frá vinstri: Þorsteinn Jónsson leikstjóri, Einar Ágústsson sendiherra og frú Þórunn Sigurðardóttir, Tinna Gunn- laugsdóttir, leikari, Ole Hansen fyrrverandi borgarstjóri og Ole E. Dalsgaard borgarstjóri í Ballerup. Frá frumsýningu Hússins, frá vinstri: Lilja Þórisdóttir leikari, framkvæmda- stjóri Kommunefilm, Gunnar H. Árnason og Egill Eðvarðsson leikstjóri. UTVEGSBANKINN SPYRÐU EFTIR RÁÐGJAFANUM. HONUM MÁITU TREYSIA J ÍEMG MEÐÁBÓT: TRYGGING -LAR verðbólgu. IFRJÁIÓ ÚTTEKTAF REIKNINGNUM ' HVENÆR SEM ER, ÁTÍMUM TÍÐRAÁÁXTÁBREYTINGA. ABOT Á VEXTI GULLS ÍGILDI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.