Morgunblaðið - 29.01.1985, Side 17

Morgunblaðið - 29.01.1985, Side 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985 17 Vaxandi sovésk ógn og varnir Norðmanna — ný skýrsla norsku herstjórnarinnar vekur ugg í Noregi í nýrri skýrslu norsku herstjórnarinnar er gerð grein fyrir stórfelldri hernað- aruppbyggingu Sovétmanna i Kola-skaganum. Á síðustu 10 irum hefur beitiskipum Norðurflotans fjölgað úr 3 (12. — eftir Arne Œav Brundtland Yfirherstjórn landvarna Norð- manna hefur látið vinna skýrslu um þá aukningu sem orðið hefur á herafla Sovétmanna síðustu tutt- ugu árin. í skýrslunni er lögð sér- stök áhersla á landsvæði í ná- grenni Norðurlanda. í árlegu ára- mótaávarpi sínu í Oslo Militære Samfund lagði Anders C. Sjaastad varnarmálaráðherra Noregs fram hluta af niðurstöðum skýrslunnar og er óhætt að fullyrða að tölurn- ar eru sumar hverjar ógnvekjandi. Milli tólf og fimmtán prósent af vergri þjóðarframleiðslu Sovét- manna renna til varnarmála. Fjöldi herdeilda hefur haldist óbreyttur en jafnframt hefur ný tækni, sem krefst mikils tækja- búnaðar, komið til sögunnar. Á þetta bæði við herafla Sovét- manna í nágrenni Leningrad og á Kolaskaga. Á Kolaskaga hafa Sovétmenn tvö herfylki landgönguliða flotans og hefur liðsmönnum þeirra fjölg- að úr 2.900 í 13.700. Brynvörðum vögnum hefur verið fjölgað úr 180 í 220 auk þess sem herfylkin ráða nú yfir 400 öflugum skriðdrekum en þeir voru 210 talsins. Hvort herfylkið um sig hefur um það bil tuttugu þyrlur í þjónustu sinni. Stórskotaliðssveitir eru nú tvöfalt fleiri og eldflaugar hafa leyst hefðbundnar loftvarnabyssur af hólmi. Heraflinn á Leningrad-her- stjórnarsvæðinu telur nú tíu mjög hreyfanleg herfylki fótgönguliða í stað átta áður, þar við bætast sjö þyrlusveitir. Landgönguliðar flot- ans voru áður aðeins ein hersveit, en í dag fylla þeir heilt stórfylki. Fyrir tuttugu árum voru u.þ.b. 250 flugvélar á herflugvöllum Len- ingrad-herstjórnarsvæðisins en þær eru nú 500 talsins. Á Kola- skaga hafa Sovétmenn komið fyrir árásarþyrlum, vopnuðum þyrlum til flutninga og orrustuþotum. Síðustu tíu árin hefur styrkur kafbátaflota Sovétmanna vaxið verulega. Kafbátar, sem geta bor- ið eldflaugar eru nú 60 prósent fleiri og eldflaugum gegn skot- mörkum á sjó fjölgað um 120 pró- sent. Norðurfloti Sovétmanna ræður nú yfir tólf beitiskipum í stað þriggja áður og freigátum hefur verið fjölgað úr 25 í 60. Þá er Norðurflotinn nú búinn 430 flug- véium en þær voru 320 að tölu. Stórfelld hervæðing Umrædda skýrslu norska hers- ins á að birta sem fyrst í heild. Sjaastad varnarmálaráðherra hefur þegar gefið tóninn í þeim umræðum sem fylgja munu birt- ingu hennar. I ræðu sinni talaði hann um stórfellda hervæðingu Sovétmanna og „gríðarlega aukn- ingu herafla og hefðbundinna vopna“. Ráðherrann sagði, að samtímis þessu hefðu Sovétmenn aukið og endurbætt kjarnorku- vopn sín og gilti það bæði um ein- stakar tegundir kjarnorkuvopna og strategískar eða langdrægar eldflaugar. Líta verður á málið í heild sinni til þess að unnt sé að gera sér grein fyrir hvaða upplýsingar þessar nýju tölur veita. Tölurnar verður að bera saman við þær töl- ur sem norska Atlantshafsnefndin birtir á ári hverju auk þess sem huga verður að upplýsingum frá Atlantshafsbandalaginu varðandi aukinn og endurbættan herafla Sovétmanna á norðurslóðum. Sem fyrr segir tekur skýrslan til tutt- Anders C. Sjaastad ugu ára tímabils, en þegar hún verður birt er einnig nauðsynlegt að grandskoða hana með tilliti til breytinga á herafla Sovétmanna nú allra síðustu árin. Eftir eldri upplýsingum að dæma hefur flota- styrkur Sovétmanna að vissu leyti staðið í stað og jafnvel dregist lít- illega saman. En nýju tölurnar verður einnig að skoða í ljósi stefnumörkunar í öryggismálum, og verður vikið að því síðar. Aðildin aö NATO Svo vikið sé að innihaldi skýrsl- unnar er ljóst að Sjaastad varn- armálaráðherra telur hættu á ferðum. Þessi túlkun ráðherrans er athyglisverð með hliðsjón af ræðu hans við sama tilefni fyrir ári. Þá ræddi hann einnig um auk- inn herafla Sovétmanna í nám- unda við Noreg, en dró ekki upp jafn alvarlega mynd af ástandinu og nú. Niðurstöður hans þá voru ekki heldur jafn alvarlegar og nú. Standa Norðmenn frammi fyrir nýjum upplýsingum, sem gefa til kynna stóraukinn herafla Sovét- manna á landi, legi og í lofti á svæðum nálægt Noregi? Ef svo er, Norslci varnarmálaráðherrann leggur nú meiri áherslu en áður á mikilvægi samhæfðra varna Atlantshafsbandalags- ins í Noregi. Myndin er frá sameiginlegum NATO-æflngum ( N-Noregi. kallar það á breytta stefnu í ör- yggismálum? Hugum nánar að þessu. í fyrra lagði varnarmálaráðherrann mikla áherslu á gildi varna Norð- manna og taldi mikilvægt, að Norðmenn mótuðu varnir sínar eftir eigin höfði. Þá fór hann já- kvæðum orðum um varnarmátt Norðmanna og taldi varnir þeirra góðar. Nú um áramótin var annað uppi á teningnum hjá ráðherran- um. Hann lagði höfuðáherslu á gildi aðildar Norðmanna að Atlants- hafsbandalaginu þegar hann fjall- aði um hvernig bregðast ætti við ógninni, sem stafar af auknum hernaðarstyrk Sovétmanna. Hann minntist ekki á varnarmátt Norð- manna og þó að hann fjallaði nokkuð um varnarframkvæmdir, bar hann ekki lof á varnir þeirra. Sjaastad lagði áherslu á, að fram- lag Norðmanna til varnarmála hefði einungis þýðingu í ljósi að- ildarinnar að NATO, því fráleitt væri að bera saman hernaðarmátt Sovétmanna og Norðmanna. Við þetta má ýmsu bæta. Mikill meirihluti Norðmanna er hlynntur aðildinni að Atlants- hafsbandalaginu, aðeins innan við tíu prósent þeirra eru andvígir henni. í ljósi þessa þarf því ekki að benda á aukinn hernaðarmátt Sovétmanna til að leggja áherslu á gildi aðildarinnar að NATO. Það eru einungis Vinstri sósíalistar, sem ekki vilja fallast á gildi aðild- arinnar og þá skiptir engu hversu hratt herstyrkur Sovétmanna eykst. Vinstri sósíalistar vilja ekki láta sannfærast og í raun er harla tilgangslaust að halda uppi orða- skaki við þá. Aukið varnarsamstarf Mikilsverðara er, að nýársboð- skap Sjaastad varnarmálaráð- herra mátti skilja á þann veg, að hann teldi rétt að auka hlut NATO í vörnum landsins, en það myndi fela í sér vissa stefnubreytingu í öryggismálum þjóðarinnar. Ráð- herrann undirstrikaði gildi sam- æfinga herafla NATO og ítrekaði gildi birgðastöðva bandalagsins f Noregi jafnframt því sem hann tí- undaði framkvæmdir á vegum Mannvirkjasjóðs Atlantshafs- bandalagsins. Samstarfið við að- ildarríki NATO á að njóta for- gangs. Sú litla áhersla sem ráð- herrann lagði á sjálfstæðar varnir Norðmanna gaf það ótvfrætt til kynna. Þó ekki sé unnt að bera saman hernaðarmátt Sovétmanna og Norðmanna er ekki þar með sagt að rétt sé að leggja hlutfallslega meiri áherslu á varnarsamstarf aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins en á sjálfstæðar varnir Norðmanna. Bera má saman styrk einstakra herfylkja og vopna- kerfa, miðað við þau hlutverk sem þeim eru ætluð f hugsanlegum ófriði. Þá er einnig vert að benda á að einhver aukning hernaðarmátt- ar Sovétríkjanna þarf ekki nauð- synlega að fela í sér aukna árás- argetu þeirra. Þar að auki vinna bæði Norð- menn og aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins að þvf að bæta varn- ir sfnar. Á sfðasta ári gætti nokk- urrar bjartsýni f máli ráðherrans. í ár reifaði hann málin ekki jafn ítarlega og var á honum að skilja, að fræðilega séð væri æskilegt að Norðmenn legðu ótakmarkaðar fjárhæðir til öryggismála. í ár mun framlagið aukast um 3,5 pró- sent að raungildi. Ekki er pólitísk samstaða um meiri hækkun. Til samanburðar má geta þess að í valdatíð Verkamannaflokksins hækkuðu framlögin um 2,4 pró- sent á milli ára. Kostir NorÖmanna í ljósi þeirrar ógnar, sem nú er talað um að steðji að Norðmönn- um má spyrja hvort 3,5 prósent hækkun á framlagi til öryggis- mála sé nægjanleg. Framfara- flokkurinn er eini flokkurinn á norska Stórþinginu sem telur að svo sé ekki. Áukið framlag til varnar- og öryggismála þyrfti ekki nauðsynlega að renna til varnarsamstarfs aðildarríkja NATO. Norðmenn gætu notað það fé til að styrkja varnir sínar enn frekar og þar með lengt þann tíma, sem þeir gætu veitt Sovét- mönnum viðnám í hugsanlegum ófriði. Eindregnir varnarsinnar telja engan mun á viðleitni Norðmanna til að verja land sitt og sameigin- legum vörnum ríkja Atlantshafs- bandalagsins. Þeir telja allt sem stuðlar að vörnum landsins af hinu góöa. En til eru þeir, sem telja nauðsynlegt að gera grein- armun á þessu tvennu. Þeir telja, að leggja eigi áherslu á sjálfstæöi Norðmanna þó ekki efist þeir um gildi aðildarinnar að Átlants- hafsbandalaginu. Á friðartímum birtist þessi skoðun í áherslu á óbreytta stefnu í herstöðva- og kjarnorkumálum. Fylgismenn þessarar skoðunar telja, að rétt viðbrögð við meiri hættu felist ekki alfarið í þyngri áherslu á samstarf aðildarríkja NATO. Þessi skoðun á fylgi að fagna og varnarmálaráðherrann ætti að taka hana til athugunar. Ef Norðmenn komast að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að breyta stefnunni í öryggismálum vegna vaxandi ógnar frá hendi Sovétmanna, verða þeir að hafa í huga að um tvo kosti er að ræða. Hinn fyrri felst í áherslu á varnir heima fyrir en hinn síðari í áherslu á varnarsamstarf ríkja Atlantshafsbandalagsins. Arne ölir Brundtland er sérfræó- ingur í öryggia- og afvopnunarmál- um hjá norsku utanríkismáiastofn- uninni. Hann er ritstjóri tímarits- ins Internasjona! Politikk. FIMM UTVEGSBANKINN SPYRÐU EFTIR RÁÐGJAFANUM. HONUM MAJTU TOIYSIA A STAÐREYNDIR UM INNLÁNSREKN ING MEÐÁBÓT: FULLIRVEXTIR STRAX iri FULLVERÐ TRYGGING FRÁ FYRSTA MÁNUÐI EFTIRINNLEGG. ÁTÍMUM MTUL LAR VERÐBÓLGU. ©VEXTIR JAFN HÁIR OG ÁVERÐTRYGGÐUM tfk FRJALS UTTEKT AF REKNINGNUM INNLÁNSREKNINGUM MEÐ 3JA MÁNAÐA BINDINGU. HVENÆR SEM ER. & IS* INNLÁNSREIKNINGUM MEÐ 3JA MANAÐA BINDINGU. HVENÆR SEM ER. ENGIN SKERÐING 129 ÁUNNINNAYAXTA. BINDING FJÁR - Á EINN EÐA ANNAN HÁIT, GETUR REYNST SKAÐLEG ÁTÍMUM TÍÐRA VAXTABREYTINGA. ABOT Á VEXTI GULLS ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.