Morgunblaðið - 29.01.1985, Page 25

Morgunblaðið - 29.01.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985 25 Wolfgang Amadeus Mozart „Amadeus“ fékk fjogur „Golden Globe“- verðlaun Beverly llills, Kaliforníu. 27. janúar. AP. KVIKMYNDIN „Amadeus" sem byggð er á œvi tónskáldsins Wolfgangs Amadeus Mozarts, hlaut fjögur „Golden Globe“- verðlaun í Beverly Hills, árleg veiting erlendra fréttamanna í Hollywood. „A Passage to India“ fékk þrenn verðlaun og „Romancing The Stone" tvenn verðlaun. Þetta er í 42. skiptið sem Golden Globe-verðlaunin eru veitt. Murrey Abraham fékk verð- laun fyrir hlutverk Salieris í „Amadeus" og Milos Forman var kjörinn besti leikstjórinn. Peter Schaeffer fékk verðlaun fyrir sviðsmynd og verkið í heild var kjörið besta „kvik- myndadrama" ársins. Abra- ham var ekki viðstaddur at- höfnina, en við verðlaununum fyrir hönd hans tók Tom Hulce, en hann lék sjálfan Amadeus og var útnefndur til verðlauna. „A Passage to India hreppti þrenn verðlaun sem fyrr segir, má þar helst nefna að myndin var kjörin besta erlenda kvikmyndin og Peggy Ash- croft var kjörin besta leikkon- an í aukahlutverki. Katleeen Turner og Dudley Moore hrepptu verðlaun fyrir bestu hlutverkin í gamanmyndinni „Romancing the Stone" og Sally Fields var kjörin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir leik sinn í „Places of the Heart". Kvikmyndin „The Killing Fields" var útnefnd til sex verðlauna, en hreppti að- eins ein. Verðlaunin hlaut Haing S. Ngor, fyrir besta aukahlutverk karlmanns, en hann lék kambódískan blaða- mann í myndinni. Loks má geta þess, að Stevie Wonder fékk verðlaun fyrir besta kvikmyndalag fyrir lag- ið „I Just Called to Say I Love You“ sem var titillag kvik- myndarinnar „The Woman in Red“. Og ekki má gleyma Ann Margret sem fékk verðlaun annað árið í röð fyrir besta leikkonuafrekið í sjónvarps- þáttum, að þessu sinni fyrir „A Streetcar Named Desire", en í fyrra hreppti hún sömu verðlaun fyrir „Who Will Love My Children?". Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Nelson Mandela í óvæntu blaðaviðtali: Leggjum niður vopn ef stjórn- völd fallast á samningaviðræður London, 28. janúar. AP. NELSON Mandela, leiðtogi sjálf- stæðishreyfingar blökkumanna í Suður-Afrfku, sem situr í fangelsi þar í landi, segir í viðtali, sem birt- ist um helgina í vikublaðinu Mail on Sunday í London, að skæruliðar hans muni leggja niður vopn ef stjórnvöld i Suður-Afríku fallist á samningaviðræður við samtök þeirra, Afríska þjóðarráðið. Það var Bethell lávarður, sem er rithöfundur og situr á Evrópu- þinginu fyrir breska íhaldsflokk- inn, sem tók viðtalið við Mandela. Er það í fyrsta sinn, sem utanað- komandi manni er veitt leyfi til að ræða við Mandela. Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn, Edward Kennedy, sem nýlega var á ferð um Suður-Afríku, óskaði eftir því að fá að hitta Mandela, en var synjað um það. Bethell lávarði var veitt leyfi til að ræða við Mandela í tvær klukkustundir sama dag og P.W. Botha, forsætisráðherra, greindi frá því í þingræðu, að hann væri hlynntur því að blökkumenn í landinu fengju aukin áhrif og réttindi. Nelson Mandela, sem er 66 ára að aldri, var dæmdur í ævilangt fangelsi árið 1964, gefið að sök að hafa lagt á ráð um hryðjuverk og reynt að steypa stjórn Suður- Afríku. Bethell lávarður segir að Mandela hafi verið vel á sig kom- inn og heilsuhraustur og hafi hann ekki haft uppi neinar aðrar kvartanir um kjör sín í Pollsmoor-fangelsinu i Höfða- borg, en þær, að hann vildi fá leyfi fyrir fleiri heimsóknum ætt- ingja og meiri næði til að sinna hugðarefnum sínum, bóklestri og skriftum. Aftur á móti hafi hann sagt, að sér hafi liðið mjög illa fyrstu tíu ár fangavistarinnar, þegar hann dvaldi í fangelsi á Robben-eyju fyrir utan strönd Höfðaborgar. í viðtalinu segir Mandela: „Rík- isstjórnin neyddi okkur til að hefja vopnaða baráttu, og ef hún vill að við hættum henni, þá er það hennar að eiga frumkvæðið. Það verður að fást opinber viður- kenning á lögmæti samtaka okkar, leyfa okkur að starfa á sama hátt og öðrum stjórnmáia- flokkum og semja síðan við okkur. Ef þetta verður ekki gert heldur hin vopnaða barátta áfram.“ Indverjar vígbúast við landamæri Bangladesh Dhaka, Bangladesh, 28. janúar. AP. INDVERJAR safna um þessar mundir saman miklu liói og þunga- vopnum meófram landamærum Bangladesh í Chittagong-hæóunum, að sögn blaósins The New Nation. Spenna hefur aukist á landa- mærum Indlands og Bangladesh að undanförnu í framhaldi af bardögum stjórnarhersins í Bangladesh og uppreisnarmanna úr Chittagong-hæðunum, sem krefjast sjálfsforræðis. Hafa upp- reisnarmenn leitað skjóls á ind- versku landi og stundað skæru- hernað sinn þaðan. Hafa indverskir hermenn skotið öðru hverju á hermenn stjórnar- hers Bangladesh að undanförnu. I nóvember og desember skiptust herirnir þrisvar á skotum er stjórnarhermenn Bangladesh veittu uppreisnarmönnum eftirför inn á indverskt yfirráðasvæði. Blaðið sagði liðsflutninga hafa staðið yfir síðustu daga, en að öðru leyti er umfang þeirra óljóst. Hinn 1. júní í fyrra réðust upp- reisnarmenn úr Chittagong-hæð- unum á þrjú þorp í Bangladesh og drápu 300 manns. KOSTA)(BODA Gjafávörur vandlátra Með hækkandi sól bjóðum við afslátt af öllum vörum í versluninni dagana 29. janúar—15. febrúar. Frábær þjónusta, fallegar vörur. Verð við allra hæfí. Bankastræti 10. Sími 13122

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.