Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985 Minning: Guðrán Björnsdótt- ir frá Miklabæ Fædd 27, febrúar 1897 Dáin 19. janúar 1985 „Láttu ekki í hjarta þitt letra önnur mál, en það sem Guð og fegurðin festa í þinni sál.“ Misjafnar eru þær minningarn- ar, sem hugurinn geymir um þá, sem við áttum lengri eða skemmri samleið með á æviför. Sumar hylj- ast skuggum að meira eða minna leyti. Frá öðrum stafar birtu, sem yljar og lýsir, jafnvel löngu eftir að samleiðinni er lokið. Það er síð- arnefndi hópurinn, sem er mér efstur i huga um þessar mundir. Af því hún Guðrún frá Miklabæ, móðursystir mín, sem nú hefir lokið lífsskeiði sínu með langan ævidag að baki, var ein af þessum börnum birtunnar. Ekki veit ég hvort hún kunni erindið fagra, sem er yfirskrift þessara kveðju- orða. En eigi að síður hefðu þau getað verið einkunnarorð hennar, af því að ekkert gnæfði hærra í sál hennar en trúin á Guð og ástin á öllu því sem var gott og fagurt. Guðrún Björnsdóttir fæddist 27. febrúar 1897 á Miklabæ í Blöndu- hlíð í Skagafirði. Foreldrar henn- ar voru sr. Björn Jónsson prófast- ur og Guðfinna Jensdóttir kona hans. Sr. Björn var ættaður frá Broddanesi í Strandasýslu en Guðfinna frá Innri-Veðrará í Ön- undarfirði. Börn þeirra hjóna voru 11 talsins og var Guðrún sú 7. í aldursröð systkina sinna. Af þeim eru nú aðeins þrjú á lífi, Guðbjörg, fyrrverandi húsmóðir á Akureyri, dvelur nú f Kópavogi, Gunnhildur, fyrrverandi húsmóðir í Grænu- mýri í Skagafirði, dvelur nú á Sauðárkróki, og Bergur, fyrrver- andi prófastur í Stafholti í Stafholtstungum, nú til heimilis í Reykjavík. Nöfn þeirra systkina, sem látin eru, voru sem hér segir: Guðbrandur, Elínborg, Þorsteinn, Sigríður, Jón, Ragnheiður og Jens- fna. Guðrún ólst upp á Miklabæ hjá foreldrum sínum. Miklabæjar- heimilið var löngum rómað fyrir rausn og myndarskap, var mikið mennta- og menningarsetur í þess orðs bestu merkingu. Þar fengu börnin það veganesti út í lífið og hina margvíslegu baráttu þess sem reyndist þeim hollt og nyt- samlegt, varanlegt og blessunar- ríkt. Menntun hlutu þau Miklabæj- arsystkinin bæði mikla og góða í heimahúsum. Faðir þeirra var mikill og orðlagður fræðari, enda miðlaði hann börnunum óspart af auðlegð þekkingar sinnar. Og Sunnudaginn 13. janúar sl. and- aðist í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi Viktoría Sigríður ólafs- dóttir, Strönd á Stokkseyri. Hún var fædd 22. marz 1888 að Mosastöðum í Sandvikurhreppi dóttir hjónanna ólafs Jóhannes- sonar og Ragnhildar ísleifsdóttur. Var hún því tæpra 97 ára er hún lést. Á fyrsta aldursári fluttist hún með foreldrum sínum að Hreið- urborg í sömu sveit og ólst hún þar upp asamt systkinum smum, Sigurgeir og Ragnhildi, en þau eru nú bæði látin. Viktoría var hjá foreldrum sín- urn ti). ársins 1918 aö hún fluttist ti’ Stokkseyrar og gerðist vinnu- kona hjá Grími Óiafssyni á Strönd. Síðar, er kona hans lést, gerðist Viktoría ráðskona hjá göfgi hjartans voru þau hjónin bæði áreiðanlega samhent f að innræta þeim. Þá má geta þess, að um tveggja vetra skeið stundaði Guðrún nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Arið 1919 vígðist sr. Lárus Arn- órsson aðstoðarprestur til sr. Björns á Miklabæ og árið 1923, hinn 30. júní, gengu þau sr. Lárus og Guðrún i hjónaband. Sr. Lárus gegndi prestsþjónustu í Miklabæjarprestakalli til dauða- dags. Hann lést 5. apríl árið 1962. Þau hjónin eignuðust fjóra syni. Elstur þeirra er Stefán, sóknar- prestur í Odda á Rangárvöllum, kvæntur ólöfu Jónsdóttur frá Núpi í Dýrafirði. Næstur honum var Björn, sem lést á öðru ári, mesti efnisdrengur, þá er Björn Stefán, verkamaður, búsettur í Reykjavík og hélt lengst af heimili með móður sinni, og yngstur er Halldór, bifreiðarstjóri í Mos- fellssveit, kvæntur Margréti Kol- brúnu Guðmundsdóttur frá Kefla- vík. Barnabörn Guðrúnar eru tfu talsins og langömmubörnin sjö. öll eru þau á lífi, framúrskarandi efnileg og vel af Guði gerð, bæði til líkama og sálar. Ég á margar bjartar minningar f barmi geymdar frá þeim tfmum, þegar Guðrún frænka mín skipaði húsmóðursætið á Miklabæ. Það var bjart yfir Miklabæ þegar þangað var hugsað og þangað horft á bernsku- og æskudögun- um. Og þangað lá íeiðin oft á vit frændliðs til vinafunda. Að Miklabæ var gott að koma og gaman þar að dveljast. Það var ekki síst hið ástúðlega viðmót og hin móðurlega hlýja húsmóður- innar sem átti sinn þátt í því hve mikill ljómi var ávallt yfir Mikla- bæ bernsku minnar og æsku. Sjálf var Guðrún einstaklega hógvær og yfirlætislaus og lítt fyrir það gefin að láta á sér bera. Lff hennar var umfram allt heimilinu helgað og störf hennar unnin innan vébanda þess í þágu þeirra, sem hún unni mest og fórnaði aldrei of miklu fyrir. En þar á ég fyrst og fremst við eiginmanninn og syni þeirra. Þeir voru þó miklu fleiri en nán- ustu ástvinirnir, sem fengu að njóta hins hlýja viðmóts og þeirr- ar einlægu umhyggju, sem Guð- rúnu á Miklabæ var svo eðlislæg. Góðvild hennar og gestrisni við alla þá, sem að garði bar, gleymist ekki þeim, sem þeirrar reynslu urðu aðnjótandi. Enda hygg ég, að fá heimili í Skagafirði hafi hýst jafn marga gesti um lengri eða skemmri tíma en Miklabæjar- heimilið á þeim árum, sem ég þekkti til þar nyrðra. Allir voru þeim feðgum Grími og Kristni Grímssyni og tók hún því við störfum húsmóðurinnar þar og sinnti því með stakri kostgæfni meðan þeir feðgar voru lífs. Að þeim látnum keypti hún eignarhluta þeirra í Ströndinni og þar var hún meðan heilsa entist, eða til ársins 1972 enda þá orðin blind. Þá lá leið hennar til Eyr- arbakka til bróðurdóttur sinnar, Elínar Sigurgeirsdóttur, sem ann- aðist hana með sérstakri prýði þar til heilsa hennar var það farín aö ógerningur var að veita þá aðstoð í heimahúsum sem þurfti. Þá tók Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi við og þar dvaldi hún sl. 5 ár. Þótt einstæðingur væn hún mestan hluta æv' sinnar átti hún góða að. Má þar nefna systkina- börn hennar á Eyrarbakka, Elínu, jafn hjartanlega velkomnir. Á vettvangi gestrisninnar voru þau hjónin svo samtaka sem framast mátti. Þeir gestir, sem lítt þekktu til, voru oft fullir undrunar yfir móttökunum á Miklabæ, og spurðu bæði sjálfa sig og aðra, hvort prestshjónin hefðu aldrei annað að gera en sinna gestum. Það má svo sannarlega um þau hjónin segja, að með gestrisni sinni „reistu þau skála um þjóð- braut þvera“, eins og komist er að orði um gestrisinn mann í fornum sögum. Guðrún á Miklabæ var vel gefin kona og einstaklega vel gerð. Þó að hún væri hlédræg að eðlisfari var hún bráðskemmtileg, gædd léttri og fágaðri kímnigáfu og frásagnarlist var henni í blóð bor- in. Og alltaf tókst henni með ná- vist sinni einni saman að breiða milda hlýju yfir umhverfi sitt. Hinar björtu hliðar lífsins voru henni jafnan hugstæðastar. Þang- að horfði hún löngum, einnig á mótdrægu dögunum, þegar þungt var undir fæti og erfiðleikar sóttu heim. En einmitt vegna bjartsýni sinnar og vegna þess hve henni var langtum sýnna að hugsa um annarra en eigin hag, var líf henn- ar auðugt af hamingju og gleði, þrátt fyrir margt mótdrægt, sem hún mætti, eins og ávallt hlýtur að verða á langri ævileið. Samúð, umburðarlyndi og fórn- fýsi voru ríkjandi eiginleikar í fari Guörúnar frænku minnar. Ef hún heyrði einhverjum hallmælt tók hún alltaf málstað hans. Sann- gjörn var hún og skilningsrík og kunni áreiðanlega flestum fremur að setja sig í annarra spor og fyrirgefa væri henni sjálfri gert eitthvað á móti. Ég þykist vita, að synir hennar geti heils hugar tek- ið undir með skáldinu, sem sagði um sína móður: „í aiheimi ég þekkti einn einasta barm, sem allt kunni að fyrirgefa." Eftir að sr. Lárus lést bjó Guð- rún í Reykjavík, fyrst á Bárugötu sem áður er getið, og þá bræður, Gísia Gíslason meðan hans naut við, og Ólaf Gíslason, sem alla tíö fylgdist með henni og veitt henni alla þá aðstoð sem hann gat. Var 38 en síðan á Skúlagötu 62. Þrátt fyrir hnignandi heilsu og háan aldur var hún fram til hins síðasta bjartsýn og broshýr, hjartahlý, viðmótsþýð og góð. í aprílmánuði 1983 fór hún á Borgarspítalann og var þar í nokkrar vikur. Þaðan fór hún til Halldórs sonar síns og Kolbrúnar konu hans í Byggðarholti 37 í Mosfellssveitinni. Þar dvaldist hún upp frá því, þegar hún var ekki á sjúkrahúsi. Þau hjónin reyndust henni fram- úrskarandi vel og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að henni mætti líða svo vel sem framast var kostur á. Einnig var hún um- vafin kærleika barnabarnanna. Og litlu langömmubörnin voru henn- ar björtustu hamingju- og gleði- gjafar eftir að þau fóru að líta þessa heims ljós. Sömu ástríku umhyggjunnar varð hún aðnjót- andi frá hinum sonunum tveimur, tengdadóttur og sonarbörnunum, hvenær sem leiðirnar lágu saman. Guðrún var nýkomin heim af sjúkrahúsi og virtist á góðum batavegi. Sem fyrr var hún bjart- sýn og broshýr, glöð og þakklát yfir því að vera komin heim í ást- vinaskjólið. En þá um kvöldið, hinn 19. þessa mánaðar, brann lífsljósið hennar skyndilega ofan í stjakann. Það var bjart yfir ævi Guðrúnar á Miklabæ allt til hinstu stundar. í lífi sínu gekk hún fórnar- og kærleiksleiðina, og lét aldrei í hjarta sitt/letra önnur mál,/en þau sem Guð og fegurðin/ festu í hennar sál./ Þess vegna var hún hamingju- barn til hinsta dags. Guð blessi bjarta minningu Guðrúnar frænku minnar. Innilegar samúðarkveðjur mín- ar og fjölskyldu minnar sendi ég bræðrunum og ástvinum þeirra. Guðrún Björnsdóttir verður jarðsungin í dag frá Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Björn Jónsson „Hún amma er sko alvöru amma, hún er svo góð,“ sagði lítil kona um langömmu sína, morgun- inn þann 19. janúar siðastliðinn. Um kvöldið fréttum við að amma væri dáin. Hún amma hét Guðrún Björns- dóttir, fæddd á Miklabæ í Blöndu- hlíð, Skagafirði, 27. febrúar 1897, svo hún hefði orðið 88 ára í næsta mánuði. Þrátt fyrir háan aldur var amma ung. Við sem þetta skrifum getum aðeins drepið á örlítinn þátt úr lífi ömmu, ekki vegna þess hve lítið við þekktum hana heldur vegna þess að hægt væri að skrifa marg- ar bækur um hana. Kannski það verði gert. Oft sagði amma okkur sögur, bæði frá bernsku sinni og ann- arra, líka ævintýri, en sögur ömmu voru frábrugðnar sögum annarra; í hennar sögum voru persónurnar bæði góðar og falleg- ar, enginn slæmur né ljótur. þar mikið og innilegt samband á milli, sem hún mat og þakkaði. Viktoría gerði ekki víðreist um ævina. Hún var hlédræg og barst ekki á. Gerði ekki kröfur til ann- arra né tilraun til að blanda sér í annarra hagi, bar ekki heldur sín málefni á annarra borð. Hún lifði ævinlega í sátt og samlyndi við allt og alla og var trygg sínum vinum. Enginn var fyrir henni og hún ekki fyrir neinum. Hún safn- aði ekki veraldarauði, en hún var rík af gæsku og mildi. Hún hugg- aði og gladdi með gjöfum í sinni fátækt. Hún yljaði í kringum sig með söng og hljóðfæraleik, ekki bara þegar allt lék í lyndi á besta skeiði ævinnar, heldur líka söng ’ún og trallaði næstum þar til lifsneistinn slokknaði. Sérstakt gamalmenni að þessu leyti, sagði starfsfólk sjúkrahúss- ins. Hún var trúuð og kirkjurækin. Aö fæðast og alast upp í sambýli við slíkan persónuleika er ekki hægt aö þakka sem ber. En bernskuminningar um sam- skipti okkar systkinanna við þessa góðti konu hrannast upp og viö er- un. þakklát fyrir samfylgdina. Geym'. hana góður guð. Sigurðui Ingimundarson Þegar eitt okkar átti 12 ára af- mæli ætlaði afmælisbarnið aðeins að bjóða síúum stóru félögum, en þau yngri áttu að sitja hjá, þá sagði amma nei, það fá allir að koma sem vilja. Úr þessu varð smáþjark, þá leysti amma málið á einfaldan hátt. Hafðu afmælið þitt í tvo daga, þá geta allir glaðst. Amma okkar hafði þann sér- staka eiginleika að geta breytt smásorgum okkar og deilum i gleði og sátt. Fegurðarsmekkur hennar var alveg einstakur, hún sá alltaf eitthvað fallegt við fólk. Engan höfum við séð hreinlega gráta með tárum að spaugilegum hlutum eins og hana. Engan vildi amma særa og oft sagði hún við okkur orð skáldsins: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Ef mannkynið hefði átt eins góða ömmu og hana og farið eftir gjörðum hennar og heilræðum væri himnaríki á jörð. Mannkær- leikur hennar var svo mikill að við getum alls ekki lýst honum með orðum. Það sagði hógvær maður, sem þekkti hana mjög vel: „Hún Guð- rún er langbesta kona sem ég hef þekkt." Fyrir nokkuð löngu síðan voru okkar eldri barnanna ánægju- legustu stundir þegar amma fór með okkur í göngutúr, þá oftast niður að tjörn, skoða dýralífið, jurtalífið, sérstaklega blómin og hlusta á útskýringar hennar á feg- urð náttúrunnar. Henni var úti- vera mjög heillandi tómstundir. Eitt þoldi amma okkar ekki, það var að uppnefna fólk. Ekki þoldi hún heldur að neinn væri útund- an, allra sist minni máttar. Amma var sérstaklega minnug alveg fram á síðasta dag. Hún var mjög góð íslenskumanneskja. Hún var fróð um menn og málefni, fylgdist nokkuð vel með íþróttum og skák, svo og öllum lands- og heimsfréttum fram á siðustu stund, hún horfði meira að segja á sjónvarpsfréttir einum og hálfum tíma áður en hún dó. Hún amma er dáin, en samt lifir hún og hennar fagra minning. Guð góður varðveiti hana. Sonarbörn Þegar við systkinin í Odda kveðjum ömmu okkar á Skúlagötu 62, Guðrúnu Björnsdóttur, þá söknum við hennar mjög. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að heimsækja hana og Bjössa frænda, þegar við komum til Reykjavíkur með foreldrum okkar. Hún tók alltaf fjarska vel á móti okkur og vildi alltaf gefa okkur eitthvað gott, þótt við stoppuðum aðeins stutt. Hið elzta okkar systkinanna dvaldi talsverðan tíma hjá henni og Bjössa frænda á Skúlagötu 62, vegna skólavistar, og kynntist þá enn betur því hve góð og fórnfús kona hún var. Hverskyns hjálp var ekki talin eftir, þótt hún væri þá orðin mjög slæm til heilsunnar og stirt um gang. Síðustu tæp tvö árin gat hún ekki lengur dvalið á Skúlagötunni vegna vaxandi lasleika, en dvaldi þá í Byggðarholti 37 í í Mosfells- sveit hjá Halldóri syni sínum og fjölskyldu hans. Þangað komum við einstaka sinnum að heimsækja hana og alltaf var hún jafnglöð þegar við birtumst. Við munum nú finna að það verður tómlegra að koma á Skúla- götuna og í Byggðarholtið þegar amma okkar er farin. En við erum núna mjög þakklát fyrir það hve hún var okkur góð amma. Guð blessi minningu hennar. Systkinin í Odda Leiðrétting HÉR í blaðinu birtist á föstudag- inn minningargrein um Kristjönu Þórðardóttur. Hún hét tveim nöfnum og var fullt nafn hennar Ingibjörg Kristjana Þórðardóttir. Féll fyrrí. nafn hennar niður. Um leiö og þettf, er leiðrétt er beðist velvirðingar á mistökunum. Minning: Viktoría S. Ólafs- dóttir = Stokkseyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.