Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.01.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985 vandaðaðar vörur Einhell vandaóar vörur VÖRUTRILLUR KR. 1.256,00 VIÐGERÐAR- LEGUBRETTI KR. 1.443,00 Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Einhell vandaöar vörur Loftpressur FYRIR LIGGJANDI ALLTAF SAMA LÁGA VERÐIÐ Skeljungsbúðin a'Öumúla33 símar 81722 og 38125 Heimsmeistaraeinvígið: V erður reglunum breytt? Skák Gunnar Gunnarsson Heimsmeistaraeinvígi hafa verið háð í nær hundrað ár eða frá því árið 1886 er fyrsta opinbera einvígið fór fram á milii Steinitz og Zukertort. Steinitz bar sigur úr býtum og hlaut því fyrstu nafnbótina: heimsmeistari í skák. Allt frá þessum tíma hafa verið harðar umræður um hvernig bæri að standa að keppni um þenn- an eftirsótta titil. Umræður og jafn- vel harðar deilur hafa risið um hvað- eina sem varðar slíka keppni. Ein- vígið sem háð er í Moskvu um þess- ar mundir hefur aftur vakið upp spurningar hvort núverandi fyrir- komulag sé það eina rétta eða hvort ekki sé nú tími til kominn að breyta til og fyrirbyggja að slíkt einvígi taki allan þennan óratíma. Núverandi reglur Sú reglugerð sem í gildi er fyrir það einvígi sem nú stendur yfir í Moskvu rúmast á 31 blaðsíðu á venjulegri arkarstærð og er býsna ítarleg, en aðalreglan sem allt snýst um tekur ekki mikið pláss: Sá keppandi er vinnur sex skákir er sigurvegari f einvíginu um heims- meistaratitilinn. Jafntefli eru ekki talin með. Engar takmarkanir eru á fjölda tefldra skáka. Síðan segir: Tapi heimsmeistarinn keppninni fer fram annað einvígi eigi síðar en 6 mánuðum frá lokum fyrra einvígis- ins. Aðrar reglur einvígisins getum við ekki rifjað upp hér, en þær urðu fyrst svona ítarlegar eftir Farymann Brigs & Stratton Smádíselvélar 4,5 hö viö 3000 SN. 5.4 hö viö 3000 SN. 8.5 hö viö 3000 SN. Dísel-rafstöðvar 3.5 KVA og 5,2 KVA StoartaaiisiiBP Vesturgötu 16, almi 14680. pinrgmu* bitítbiít í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁOHÚSTORGI A þessari mynd, sem tekin var árið 1970 f Belgrad þegar fram fór keppni á milli Sovétríkjanna og heimsliðsins, sitja 5 fyrrverandi heimsmeistarar. Frá vinstri: ókunnur Sovétmaður, Petrosjaa, Tal, Spassky, Euwe, Smyslor. Ennfremur eru á myndinni í aftari röð Botwinnik fyrrum heimsmeistari og fleiri skákjöfrar eins og Ld. Bronstein, Reshersky, Taimanor, Kortsnoj, Larsen, Keres, Gligoric, Najdorf, Geller og lengst til hægri er Friðrik Ólafsson. einvígið f Reykjavfk árið 1972 sællar minningar. Ekki nýjar reglur Fyrrnefnd regla var fyrst sam- þykkt í London árið 1922 og var beitt í hinu sögufræga einvígi þeirra Capablanca og Aljekín árið 1927 sem þeir háðu í Buenos Aires í Brasilíu. Til þess einvígis hefur oft verið vitnað til samanburðar við það einvígi sem nú stendur yf- ir, vegna þess að það var lengsta einvígi sem fram hafði farið á sín- um tíma. Það stóð frá 17. septemer til 29. nóvember eða í 74 daga og voru tefldar alls 34 skákir. Aljekín vann einvígið, hlaut að lokum 6 vinninga á móti 6 vinningum Capablanca, en 25 skákir urðu jafntefli. Mótshaldarar í Brasilíu voru orðnir fullir örvæntingar þegar fór að teygjast á einvíginu því allt það fjármagn sem verja átti til keppninnar var þrotið löngu fyrir lok einvigisins. ólíkt því einvígi sem nú stendur yfir tefldu þeir svo til hverja einustu skák til þrautar, því Capablanca vildi selja sig dýrt. En það var samt hann sem missti úthaldið um síðir. Næstu reglur Eftir þessa slæmu reynslu var reglunum breytt og tekin upp sú regla að sigurvegari yrði að fá 15 og hálfan vinning. Árið 1935 cap- aði Aljekín titlinum óvænt til Euwe og þá voru reglurnar þessar: Sigurvegari f einvíginu varð að fá 15,5 vinning, þar með talin jafntefli. En af þessum 15 og hálfum vinningi urðu að vera innifaldir að minnsta kosti 6 vinningar. Til þess að halda titlinum varð heimsmeistarinn að ná 15 vinningum aðeins. Þegar fímmmenning- arnir tefldu um heimsmeistaratitilinn Aljekín vann aftur titilinn 1937 af Euwe, en síðan leið langur tfmi þar til keppt var á ný. Seinna stríðið kom í veg fyrir mikla keppni á alþjóðlegum vettvangi og heimsmeistarinn, Aljekín, lézt ár- ið 1946. Þá loksins greip FIDE inn í gang mála og kom á skemmti- legri keppni árið 1948 milli 5 manna til að skera úr um hverjum bæri titillinn. Þessir menn voru: Keres, Botwinnik, Euwe, Reshevsky og Smyslov. Bandaríkjamanninum R. Fine var einnig boðið til keppn- innar en hann gekk úr skaftinu á síðustu stundu. Tefldar voru 5 um- ferðir og fór keppnin fram bæði í Haag í Holllandi og síðan í Moskvu. Sigurvegari varð Bot- winnik og var þessi keppni álitin af mörgum skemmtilegasta form- ið á heimsmeistarakeppni. Árin 1951 til 1972 Á árunum frá 1951 til ársins 1972, er einvígið milli Fischer og Spassky fór fram, voru í gildi þær reglur að sigurvegari væri sá er fyrstur fengi 12 og hálfan vinning og voru þá jafntefli talin með. Fischer vann eins og sumir eflaust muna einvígið með 12 og hálfum vinn- ingi á móti 8 og hálfum vinningi Spassky. Það einvígi stóð frá 11. júlí til 1. september og er ennþá talið eftirminnilegasta skákein- vígi sögunnar. Sjaldan eða aldrei hafa verið gerðar jafnstrangar kröfur til mótshaldara eins og þá og aldrei í sögunni átt sér stað jafnmörg vandamál sem leysa þurfti og voru leyst. Verður ekki farið nánar út í þá sálma hér. (Heildarfjöldi skáka í einvígi var 24). Fisher kemur með nýjar tillögur Um vorið 1974 lét Fischer þau boð út ganga til FIDE að hann vildi breyta reglunum um heims- meistaraeinvígið. FIDE hafði nefnilega breytt reglunum eftir einvígið 1972 af einhverjum ástæðum og samþykkt að sá yrði sigurvegari sem fyrstur ynni 10 skákir og jafntefli ekki talin með, en hámarksfjöldi skáka yrði ekki meira en 36 skákir. Væru ekki komin úr- slit að loknum 36 skákum yrði sá úrskurðaður sigurvegari sem hefði unnið fleiri skákir í einvíginu, eða ef keppendur væru jafnir að vinning- um, mundi hinn ríkjandi heims- meistari halda titlinum. En Fischer var aldeilis ekki ánægður með þessar reglur og bar fram breytingartillögu: Engin tak- mörk syldu sett á fjölda tefldra skáka og bætti um betur: Hinn ríkjandi heimsmeistari héldi titlin- um ef leikar stæðu 9—9. Með öðr- um orðum: áskorandinn yrði að vinna að minnsta kosti með 10 á móti 8, þ.e. með tveggja vinninga forskoti. Þessi tillaga Fischers olli svo miklu róti í skákheiminum að engu líkara var en að styrjöld væri í aðsigi. Eftir símhringingar, bréfaskriftir og skeytasendingar var kallað saman aukaþing FIDE í Hollandi til að ræða þessa tillögu og var mikill áróður hafður í frammi til að vinna tillögu Fisch- ers fylgi. En úrslit atkvæða- greiðslunnar urðu þau að þessari sögulegu tillögu var hafnað að hluta til en samþykkt að hluta. Samþykkt var einungis að engin takmörk skyldu vera á tefldum skákum. Viðbrögð Fischers voru harkaleg: Meó skeyti til FIDE 29. júní 1974 afsalaði hann sér heims- meistaratitlinum í mótmælaskyni og sagðist ekki sætta sig við þessi mála- lok. Allur skákheimurinn stóð á öndinni en FIDE neitaði að taka mark á slíkri yfirlýsingu og hélt áfram undirbúningi fyrir næsta einvigi eins og ekkert hefði í skor- ist. Ákveðið var að halda einvígið í Manila á Filippseyjum og veitti Marcos forseti að áeggjan Campo- manesar litlar 5 milljónir dollara til verðlauna auk ýmissa annarra fríðinda. Einvígið var sett á lagg- irnar, allt var tilbúið og Karpov mættur en Fischer lét ekki sjá sig, jafnvel þó einvíginu væri frestað um einn dag. Karpov var orðinn heimsmeistari árið 1975 án þess að tefla eina einustu skák. Einvígin Karpov — Kortsnoj Einvígi þeirra Karpovs og Kortsnojs árin 1978 og 1981 voru síðan háð með sömu reglum og það einvígi sem nú stendur yfir og minnist ég þess ekki að hafa heyrt gagnrýnisraddir þá um fyrir- komulag keppninnar enda urðu tefldar skákir ekkert verulega margar eða aðeins 18 i seinna ein- víginu. Hvaöa fyrirkomulag væri best? Ekki er langt síðan nefnd var kjörin á vegum FIDE til þess að koma með nýjar tillögur um fyrir- komulag á heimsmeistarakeppn- inni. Þær reglur sem nú eru í gildi eru ávöxtur þeirrar vinnu. Skák- meistarar eru sammála um að ein- vígi sé margfalt erfiðara heldur en að tefla í skákmóti með mörgum mönnum. Spassky sagði eitt sinn „að það væri ekki eins þungbært að taka í venjulegu skákmóti eins og að tapa í einvígi." Það álag sem lagt er á menn þegar þeir tefla einvígi er margfalt meira: það er barist við andstæðing, óvininn, viljastyrk hans, taugar, sérkenni. Það er ekki nóg að svara leikjum andstæðingsins, það verður líka að glíma við persónuleika andstæð- ingsins. Þegar baráttan verður svona magnþrungin ætti það að endurspeglast í glæsilegri tafl- mennsku og tilþrifameiri og þessvegna held ég að einvígi eigi meiri rétt á sér heldur en að láta skera úr um það f nokkurra manna móti. Hinsvegar er reglan varðandi það að telja ekki jafn- teflin með afar tvíeggjuð þar eð hún getur greinilga lengt þessi einvígi von úr viti. Heppilegast virðist vera fyrir alla aðila að finna þannig reglur að ákveðinn sé einhver endapunktur á einvíginu eins og gert var í „gamla daga“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.