Morgunblaðið - 29.01.1985, Side 46

Morgunblaðið - 29.01.1985, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985 © 1984 Umversal Press Syndicate "7-5* eögbu p€\r pcr, oi> cg yr&i 0& takö- eina. töfLu kLuldCAn. tvö ?" ást er ... 3-30 .... að vilja engu breyta í fari hennar. TM Reg U S Pat Oft al» nghts reserved « 1979 Los Angetes Times Syndicate Blessaður varaöu þig á þessu, Kella þín misskilur þaö! HÖGNI HREKKVÍSI „ pöeSKUfC 5EM HLAURAH JÓLf’/" Bréfritari telur aö þeir sem gefnir eru fyrir aö agnúast út í náungann misnoti reykingavarnarlögin í þeim tilgangi aö þjóna leiðri lund. Lög um reykingavarnir: „Gullið tækifæri fyrir geðstirða?“ Helga skrifar: í tilefni af nýrri lagasetningu, sem bannar fólki að reykja á flest- um stöðum öðrum en í heimahús- um og á víðavangi, kemur upp í Jóhann F. skrifar: Ég hef lengi sem opinber starfs- maður deilt hart á skattsvik sam- borgara minna og aldrei skyldi það henda mig að stunda slíkt at- ferli. Ég er nú kominn á eftirlauna- aldurinn og þurfti að fá menn til þess að gera við hús mitt í sumar er leið. Ég bjó út reikninga sjáifur fyrir menn sem unnu hjá mér við- vik, þeir hefðu áreiðanlega ekki komið nálægt því hefðu þeir vitað fyrirfram að vinnan yrði gefin upp. Þessi laun urðu að upphæð 80 þúsund krónur. Tvær ferðir varð ég að fara til þess að ná í launa- seðla. Ég hitti kunningja í fram- taksbransanum og rak honum raunir mínar, mig vantaði nafn- númer og fleiri upplýsingar. Hann sagði: „Blessaður, vertu ekki að þessari vitleysu, svona gefur eng- inn upp. Veistu hvað þetta kostar þig?“ Ég trúði því ekki að heiðarleiki í framtaki kostaði mig eitthvað, ég meina vegna launaseðla. „Jú, sjáðu til,“ sagði vinur minn, „þú færð launaskatt upp á kr. 2.700 fyrir þetta launaseðlaframtal þitt.“ Það var engin gleði í hug né hjarta þegar ég póstlagði launa- seðlana. Ég hafði svikið undan skatti, konan mín hafði I þó nokk- ur skipti gefið þessum mönnum að borða, stundum án þess að ég vissi hugann sú staðreynd, að það er fleira en tóbaksreykurinn sem þvingað er upp á saklausa sam- borgara í þessu landi. Hvernig er það til dæmis með af. Fæði skal talið fram. Gestrisni skattlögð. Reikningur hafði ekki borist frá rafvirkjanum. Ég hafði lagt mig allan fram en samt átti kerfið síð- asta leikinn. Ég hafði svikið und- an skatti. Einlæg löngun mín til þess að reynast heiðarlegur hafði beðið skipbrot. Ég var ekki sáttur við sjálfan mig. Aðrir voru ekki sáttir við mig heldur, ég hafði að þeirra mati komið aftan að þeim, svikið þá. Þetta voru góðir starfsmenn. Hvar endar þetta? Hvað er til ráða fyrir þá sem óska þess að vera lög- hlýðnir borgarar? Kerfið verður að einfalda t.d. allar upplysingar launaeftirlits. Hvernig veit ég hvar maður sem vinnur hjá mér í janúar 1984 á lögheimili í desember 1984? Kerfið er eins og glottandi skrímsli og það gefur engum grið. Því heiðarlegri sem þú leitast við að vera því hærra hlær það. Svo dreymdi mig í nótt að riddari litla mannsins ræki það í gegn. Og þar með harðbanna ég kon- unni að setja Hauk Morthens á fóninn í laginu „Aldrei geta sumir draumar ræst“. Fresti til að skila launaseðlum lauk 21. janúar sl., það kvöld átti skrímslið, kerfið, sitt áramótaskaup. Ég skora á aðra þá sem í sömu raunum hafa lent að láta frá sér heyra. hávaðamengunina, sem viðstöðu- laust er þröngvað inn í hlustir fólks í formi dægurtónlistar, sem glymur úr hátölurum í verslunum, veitingahúsum, samgöngutækjum og jafnvel eftir heilu götunum? Á ekki að banna hana? Áður en lengra er haldið vil ég taka það fram, að þótt reykinga- manneskja sé, þá skil ég vel mál- stað þeirra, sem þola ekki reyk og þykir óþægilegt að stunda óbeinar reykingar í tíma og ótíma. Hitt er svo annað, að þessi mál ættu oft að geta verið samkomu- lagsatriði meðal siðmenntaðs fólks. Þannig að þeir sem reykja sýni hinum tillitssemi og öfugt. Ég ætla mér ekki þá dul, að fara út í samanburð á háttvísi fólks sem reykir og reyklausra. En svo- lítið er ég nú samt hrædd um, að geðstirt fólk, sem gefið er fyrir að agnúast út í náungann, hafi fengið gullið tækifæri til þess að ástunda þá iðju sína, þar sem þessi nýju reykingalög eru. Óskaplega var hann til dæmis vonsvikinn sessunautur minn i flugvel í millilandaflugi í haust sem leið, þegar hann komst að því, eftir að vera búinn að hella yfir mig óbótaskömmum fyrir þá ósvífni að reykja við hlið hans, að hann hafði óvart beðið um sæti í þeim hluta vélarinnar, sem reyk- ingar voru leyfðar í. Manngreyið varð að fella fyrir- litningarsvipinn og taka sér sæti meðal reyklausra, sem ógerlegt var að hafa að skotspæni, enda vammlaust fólk. Að vísu var drykkjuskapurinn í téðri flugvél ekkert minni meðal reyklausra en annarra. En sauð- drukknir sessunautar virtust ekki valda þessum ágæta manni neinu hugarangri svo lengi sem þeir settu ekki upp í sig sígarettu. Þetta bréf er ekki skrifað til höfuðs lögum um reykingavarnir, heldur þeim geðstirðu, sem grípa þau og misnota í þeim tilgangi að þjóna leiðri lund. Raunir löghlýð- inna borgara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.