Morgunblaðið - 29.01.1985, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.01.1985, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985 Vistum til einangraðra svæða varpað úr lofti Addis Ababa, 27. janúar. AP. BRESKAR og vestur-þýskar her- flugvélar flugu með mikið magn matvæla og vista til einangraðra svæða í Eþíópíu um helgina og komu þeim svo að segja klakklaust til skila. Var flogið til svæða þar sem hungursneyðin er hræðileg, en vegna samgönguleysis hefur ekki verið unnt til þessa að koma fólkinu til hjálpar. Kurt Janson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sem er fulltrúi þeirra í Eþíópíu, sagði að flutningarnir hefðu heppnast „stórkostlega". Þess var getið, að bresku flug- vélarnar flugu yfir svæðið í 6 metra hæð, en vestur-þýsk vél flaug enn lægra, í 3 metra hæð. Var vistunum síðan varpað frá borði í sérstökum umbúðum. Svíi einn að nafni Staffan De Mistura skipulagði aðgerðirnar, en í ráði hafði verið í fyrstu að nota einnig sovéskar herþyrlur, en frá því var horfið af tæknilegum ástæðum. Kurt Janson sagði að yfirvöld í Addis Ababa hefði lengst af verið mótfal'in flugferðum af þessu tagi, en látið til leiðast er þessi tækni var ákveðin. Við Dauðavegginn AP/Símamynd Lucjan Motyka, formaður alþjóðlegu Auschwitz-nefndarinnar, sést hér leggja blómsveig við svonefndan Dauðavegg í Auschwitz-fangabúðunum í Póllandi á laugardag. Þess var minnst nú um helgina að liðin eru fjörutíu ár frá því að fangarnir í þessum illræmdu þrælabúðum nasista voru freisaðir. Eftirmadur séra Popieluszkos: AP/Símamynd Geimferjan Discovery lendir eftir ferð 51-C í Kennedy- geimvísindastöðinni á Flórída á sunnudag. Mikil leynd hvíldi yfir tilgangi ferðarinnar, sem er sú fyrsta, sem farin er í hernaðarlegum tilgangi. Pólska lögreglan öli á að svara til saka V arsjá, 27. janúar. AP. PÓLSKI presturinn séra Teofil Bocucki hélt þrumandi messu í kirkju séra Popieluszkos heitins á sunnudaginn og 20.000 manns ýmist tróðu sér inn í kirkjuna eða fylltu nærliggjandi götur og hlýddu á boðskapinn um hljóð- nema. Sagði Bogucki, að setja bæri allt lögreglulið Póllands fyrir rétt, en ekki aðeins leynilögreglumennina fjóra sem ákærðir eru fyrir að hafa rænt og myrt séra Popieluszko. Sagði presturinn, að lögreglukerfi landsins hefði brugðist bæði stjórnvöldum og pólskri alþýðu og það bæri að stinga á þaö kýli sem myndast hefði. myndi vera röng niðurstaða ef hann væri sekur fundinn. Piotr- owski á yfir höfði sér dauðadóm, svo og félagar hans þrír, ef þeir verða sekir fundnir. Mannfjöldinn fagnaði mjög orð- um prestsins. Hann sagði einnig, að lögreglan „sveigði þjóðfélagið eftir geðþótta og píndi almenning til hlýðni með hótun um ofbeldi". Væri þannig gengið á þann rétt hvers manns til frelsis. „Við erum Pólverjar og Pólverjar láta ekki setja sig í hlekki þegjandi og hljóðalaust," þrumaði presturinn og mannfjöldinn fagnaði ákaft. Bocucki vék að óhæfuverki fjór- Áform um að Gorbachev taki við af Chernenko menninganna og sagðist líta á það sem skyldu sína að standa upp og verja málstað séra Popieluszkos, „þeir pyntuðu hann áður en þeir myrtu hann og nú pynta þeir minningu hans með óhróðri og lygum í réttarsalnum. Þeir bera, að Jerzy og reyndar fleiri prestar hafi brotið lög með því að ræða um almenn og sjálfsögð mannrétt- indi í ræðum sínum. Hvílík vitfirr- ing. Verknaður fjórmenninganna vakti þjóðfélagið aftur til meðvit- undar um hvernig mannréttindin eru í raun fótum troðin hér í landi og Jerzy mun alla tíð skipa háan sess í pólskri sögu, sem maður sem gaf líf sitt fyrir æðstu réttindi guðs og manna, frelsi," sagði Boc- ucki. Viggen-þotur kyrrsettar Stokkhólmi. 28. janúar. AP. SÆNSKI flugherinn hefur stöðvað flug allra Viggen-orrustuflugvéla sinna eftir að ein þota þessarar teg- undar fórst í fyrri viku þar sem lausar skrúfur í væng trufluðu stjómtæki hennar með fyrrgreindum afleiðing- um. Við skyndiskoðun á öðrum Viggen-þotum kom í ljós að hlutir voru lausir í væng fimm þeirra á stað, sem venjulega er ekki skoðað- ur fyrir flug. Grunur leikur á að um skemmd- arverk hafi verið að ræða. Erkibiskup varar vid auknum ofbeldisverkum San Salvador, El Salvador, 27. januar. AP. EINN af æðstu embættismönnum kirkjunnar í El Salvador, Gregorio Rosa ('havez, aöstoðarmaður erkibiskupsins í San Salvador, sagðist á sunnudag óttast, að morðöld sem nú stæði yfir kynni aö leiða til aukinna pólitískra ofbeldisverka í landinu. Chavez lét þessi ummæli falla í sunnudagsprédikun. Hann sagði að 63 hefðu látið lífið af völdum ofbeldis í síðastliðinni viku, her- inn hefði tekið þrjá höndum og sjö hefðu horfið. Bar hann stofnun þá á vegum kirkjunnar, sem veitir al- menningi lögfræðiaðstoð, fyrir þessum upplýsingum. Hann sagði, að meðal hinna látnu væru óbreyttir borgarar, stjórnarhermenn og skæruliðar. Chavez sagði, að aftökur nokk- urra ungra manna síðusíu daga, yllu ótta hans við, að „stigmögnun pólitískra glæpa nú gæti gert kosningabaráttuna blóðugri, ómálefnalegri og örvæntingar- fyllri". — segja heilsu forsetans hafa hrakað mjög Ixindon, 28. janúar. AP. TVO bresk blöð greindu frá því í gær, að Konstantin Chernenko, for- seti Sovétríkjanna og aðalritari kommúnistaflokksins, væri á gjör- gæsludeild í sjúkrahúsi í Kreml og kynni hann að láta af völdum vegna sjúkleika. Vestrænir stjórnarerindrekar í Moskvu, sem AP-fréttastofan hafði samband við, sögðust ekki hafa haft af því neinar spurnir að Chernenko væri í sjúkrahúsi, en hins vegar könnuðust þeir flestir við að hafa heyrt að hann væri lasinn. The Sunday Times kvaðst hafa fyrir því óopinberar heimildir, að Chernenko, sem ekki hefur sést opinberlega í röskar fjórar vikur, mundi fyrstur sovéskra leiðtoga láta sjálfviljugur af völdum. Sagði blaðið að heilsu hans hefði hrakað mjög í vikunni sem leið. Dagblaðið The Express sag ði, að Chernenko væri orðinn svo sjúkur, að hann kynni að neyðast til að segja af sér. Blaðið tilgreindi ekki heimildir sínar fyrir frétt- inni. Samkvæmt frétt The Sunday Timeshefur stjórnmálaráð sov- éska kommúnistaflokksins þegar samþykkt áætlun, sem felur í sér að Mikhail S. Gorbachev, sem er 53 ára að aldri og talinn annar valdamesti maður í Sovétríkjun- um, verði arftaki Chernenkos, sem aðalritari kommúnistaflokksins. Blaðið segir, að ekki sé víst að Gorbachev verði jafnframt forseti landsins og sé jafnvel hugsanlegt að Chernenko gegni því embætti áfram, ef heilsa hans leyfir. For- setaembættinu fylgja ekki mikil Víetnamar héldu uppi stórskota- hríð í alla nótt á stöðvar Rauðra khmera í Kambódíu. Talið var að árásin hefði leitt til til þess að fjöldi óbreyttra borgara á þessum slóðum flýði yfir landamærin til Thailands, en samkvæmt síðustu fréttum mun það hverfandi. Thailenzkir hermenn sögðu fyrstu fregnir benda til þess að fimm víetnamskir hermenn hafi fallið og að særzt hafi sex her- menn khmera og 15 óbreyttir Kambódíumenn. völd í reynd og er embætti aðalrit- ara kommúnistaflokksins helsta áhrifastaða í Sovétríkjunum. The Sunday Times segir að end- anlegar ákvarðanir um þessi valdaskipti kunni að verða teknar á fundi miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins í næsta mánuði. Javier Perez de Cuellar fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna ferðaðist um átakasvæðin í Kambódíu um helgina og kynnti sér ástandið þar. Kom hann til höfuðborgar Víetnams, Hanoi, í dag til viðræðna við stjórnvöld. Nguyen Co Thach utanríkisráð- herra sagði við fréttamenn er hann beið komu de Cuellars á flugvellinum í Hanoi, að Víetnam- ar hefðu ekki um neitt við SÞ að ræða fyrr en þær hefðu komið því til leiðar að mótspyrnuöflin í Kambódíu legðu niður vopn. Réttarhöldin í Torun halda enn áfram og i dag voru fjórmenn- ingarnir spurðir um hver þeirra hefði hnýtt sekk fullan af grjóti við fætur prestsins rétt áður en þeir vörpuðu honum í uppistöðu- lónið. Ekki fékkst botn í það, en Grzegorz Piotrowski höfuðsmað- ur, sem sakaður er um að hafa stjórnað aðgerðunum, lét þau orð falla rétt einu sinni, að hann væri saklaus af öllum ákæruliðum, það Sagði Thach að hendur SÞ væru blóði drifnar þar sem þær leyfðu mótspyrnumönnum að hreiðra um sig í nóttamannabúðum SÞ með- fram landamærum Thailands. Bæru þær ábyrgð á dauða óbreyttra borgara á átaka- svæðunum. Sameinuðu þjóðirnar væru aðilar að átökunum og væru því ekki í stakk búnar til að kalla saman ráðstefnu um málefni Kambódíu. Gætu samtökin ekki stuðlað að lausn Kambódíudeil- unnar af hlutlægni meðan þau blönduðust inn í átökin. GENGI GJALDMIÐLA Pundið lækkar London, 28. janúar. AP. GENGI Bandaríkjadollars hækk- aði í dag gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum Evrópu. Sterlings- pundið lækkaði aftur á móti og fékkst fyrir það 1,1110 dollar síð- degis í dag. Gullverð lækkaði einnig. Um tíma var gengi pundsins enn lægra og fékkst þá aðeins 1,1060 dollar fyrir pundið. Það hækkaði aðeins síðdegis, eftir að nokkrir stórir bankar hækk- uðu vexti um 2% eða úr 12 í 14% og var það þriðja vaxta- hækkun þeirra á aðeins tveimur vikum. Gengi Bandaríkjadollars var siðdegis í dag þannig, að fyrir hvern dollar fengust 3,1675 vesturþýzk mörk (3,1615), 2,6640 svissneskir frankar (2,6560), 9,6855 franskir frankar (9,6625), 3,5805 hollenzk gyllini (3,5730), 1.951,95 ítalskar lírur (1.950,50), 1,3267 kanadískur dollari (1,3248) og 254,22 jap- önsk jen (253,75). Mesta sókn Víetnama á þessari þurrkatíð Hanoi, Aranyaprathet, Thailandi, 28. janúar. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.