Morgunblaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985 Gluggað í fjárlagafrumvarpið: Fjögur ný prests- embætti og aukin yfirvinna á Þjóðhagsstofnun MorgunbUðið/Júlfus Frá fundi forsctisráðherra meó fréttamönnum í gær, þar sem þjóðhagsáætlun næstu ára var kynnt. Frá vinstri: Bolli Bollason, hagfræðingur í Þjóðhagsstofnun, Þórður Friðjónsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, Stein- grímur Hermannsson, forsætisráðherra og Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. f baksýn má sjá Magnús Torfa Ólafsson, blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Þjóðhagsáætlun næstu þriggja ára: Meginmarkmið hjöðn- un verðbólgu og lækk- un erlendra skulda ÞJÓÐHAGSÁÆTLUN FYRIR árið 1986 var kynnt fréttamönnum í gær, jafnframt því sem forsætisráðherra lagði hana fram á Alþingi. Jafnframt var lögð fram áætlun fyrir árið 1987 og horfur fyrir árið 1988 sem er hvort tveggja nýbreytni. „Við teljum að efnahagsmál þjóðarinnar séu nú í þeirri stöðu, að það sé óhjákvæmilegt að líta nokkuð lengra fram á veg, og gera sér grein fyrir því hvaða áhrif ýmsar aðgerðir hafi, til lengri tíma litið og hvaða árangri megi ná,“ sagði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra er hann kynnti fréttamönnum þjóðhagsáætlun. í fjárlagafrumvarpinu, sem lagt var fram á Alþingi í gær, koma meðal annars fram eftirfarandi liðir í gjaldahlið frumvarpsins: Fjárveiting til Alþingis hækkar úr 133.750 þúsund krónum í fjár- lögum 1985 í 183.738 þúsund krón- ur, eða um 37,4%. í frumvarpinu segir að þessi mikla hækkun stafi af því að ákveðið hafi verið að færa fjárveitingar til Alþingis nær raunverulegum útgjöldum en verið hafi. Samfara þessu hafi verið gerðar nokkrar breytingar á við- fangsefnaskiptingu stofnunarinn- ar. Þannig hafi verið búin til 4 ný viðfangsefni sem eru starfskostn- aður, alþjóðaþingmannasamtökin, viðhald fasteigna og ýmis stofn- kostnaður. Aukin yfirvinna í Þjóðhagsstofnun Framlag ríkissjóðs til Þjóð- hagsstofnunar hækkar úr 10.740 þúsund krónum í 13.907 eða um 29,5%. Launagjöld hækka um 33,5%. Segir í frumvarpinu að þessi hækkun stafi af því að yfir- vinna hefur aukist í stofnuninni í kjölfar nýrra verkefna og ýmis sameiginlegur launakostnaður með Framkvæmdastofnun hafi vaxið. önnur gjöld án eignakaupa hækka um 15,4%, en veittar eru 400 þúsund krónur til kaupa á ljós- ritunarvél, smátölvu og öðrum skrifstofubúnaði, en í fjárlögum 1985 er sambærileg fjárhæð 100 þúsund krónur. Fjárveiting til embættis húsa- meistara ríkisins hækkar um 56,5% frá fjárlögum 1985 og munar þar mestu um fjárveitingar til eignakaupa, úr 77 þúsund krón- um í 425 þúsund krónur. Hækkun framlags vegna rekstrar er 33% á milli ára. Vegna hönnunar flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli og K-byggingar Landsspítalans er gert ráð fyrir fjölgun starfsmanna á teiknistofu um tvo. Fjárveiting til Keldna hækkar um rúm 82% Fjárveiting til Tilraunastöðvar háskólans á Keldum hækkar úr 8.622 þúsund krónum í 15.742 þús- und krónur eða um 82,6%. Launa- gjöld hækka um 33,5% og önnur gjöld vegna reksturs hækka um 31,7%. Skýringar á hækkun fjár- veitingar til stofnunarinnar um- fram almennar launa- og verðlags- breytingar eru einkum fimm. { Þeir bátar sem hófu fyrstir veið- arnar eru langt komnir með kvóta sína, en hver bátur fékk í upphafi vertíðar um 10 þúsund tonna kvóta. í gær var ákveðið að auka kvóta hvers báts um 2.000 tonn og eykst heildaraflinn við það úr um 500 þúsund tonnum í um 600 þús- und tonn. Loðnan berst nú til allra þeirra verksmiðja sem taka á móti, en mest til þeirra verksmiðja sem næstar eru veiðisvæðinu. Á mánudae tilkvnntii oftírtaldir fyrsta lagi er gert ráð fyrir nýrri stöðu aðstoðarmanns við fisksjúk- dómarannsóknir. t öðru lagi hafa ýmsir launaliðir verið hækkaðir í ljósi reynslu síðustu ára, eins og segir í fjárlagafrumvarpinu. I þriðja lagi eru rekstrargjöld hækkuð frá fjárlögum 1985 með hliðsjón af reikningsstöðu 1984. í fjórða lagi hefur dregið úr eftir- spurn eftir bóluefni og kemur það niður á sölutekjum stofnunarinn- ar. Loks er ráðgert að ráða bót á bágu ástandi fasteigna tilrauna- stöðvarinnar. Fulltrúaembætti á forsetaskrifstofu Fjárveiting til embættis forseta íslands hækkar úr 12.504 þúsund krónum í 15.635 þúsund krónur, eða um 25,1%. Launagjöld á við- fangsefninu yfirstjórn hækka úr 4.216 þúsund krónum í 6.278 þús- und krónur, eða um 48,9%. Ástæð- ur hækkunarinnar umfram al- mennar launahækkunar eru eink- um tvær í fyrsta lagi er viður- kennd ný staöa fulltrúa, en þessu starfi hefur Vilborg Kristjáns- dóttur gegnt síðan 1982. í öðru lagi er nú áætlað fyrir yfirvinnu eins og telja verður raunhæft, að því er segir í fjárlagafrumvarpinu. Veittar eru 2 milljónir króna til opinberra heimsóksna, en þar er gert ráð fyrir heimsókn Margrétar Danadrottningar og heimsóknar forseta íslands til Kanada á næsta ári. Til viðhalds á gestahúsi forset- ans við Laufásveg og forsetasetr- inu að Bessastöðum eru veittar 3 milljónir króna eins og í fjárlögum 1985. Veittar eru 534 þúsund krón- ur til endurnýjunar á bifreið for- setaembættisins. Ný prestsembætti Samkvæmt liðnum „prestar og prófastdæmi" í fjárlagafrumvarp- inu er gert ráð fyrir launum fjög- urra nýrra presta. Heimild er fyrir 120 stöðum, þar með talinn prestur í Kaupmannahöfn, en að auki er áætlað fyrir stöðu prests í London, stöðu sjúkrahússprests í Reykja- vik, stöðu prests í Digranessöfnuði í Kópavogi, stöðu prests í Fella- og Hólasöfnuði í Reykjavík og stöðu prests í Seltjarnarnessöfn- uði á Seltjarnarnesi. Launaliður hækkar af þessum sökum um rúm- ar 2 milljónir króna, en alls hækk- ar viðfangsefnið „Prestar og pró- fastar" um 37,8% frá árinu 1985. bátar um loðnuafla: Pétur Jónsson RE (810 tonn), Kap VE (700), Víkurberg GK (560), Þórshamar GK (500), Helga II RE (490), Súlan EA (740) og Sæberg SU (640 tonn). Síðdegis í gær höfðu eftirtaldir bátar tilkynnt afla til loðnunefnd- ar: Börkur NK (800 tonn), Sig- hvatur Bjarnason VE (650), Höfr- ungur AK (640), Jón Kjartansson SU (1.050), Júpíter RE (1.230) og Bjarni Ólafsson AK (900 tonn). Meginmarkmiðin sem sett eru i þjóðhagsáætlun er áframhald- andi hjöðnun á verðbólgu og lækkun erlendra skulda. „Við teljum að þessu hvoru tveggja sé unnt að ná,“ sagði forsætisráð- herra, „miðað við það að hag- vöxtur hefst nú að nýju. Því sé nú svigrúm til þess að vinna að þessum markmiðum, en jafn- framt að halda fullum kaup- mætti og jafnvel að bæta hann lítillega og um leið að halda fullri atvinnu." I áætluninni er gert ráð fyrir að hagvöxtur á næsta ári geti orðið 2% og 2,5% árin 1987 og 1988. Mótast sú spá fyrst og fremst af því að gert er ráð fyrir auknum sjávarafla, en spár Þjóð- hagsstofnunar eru miðaöar við þær tillögur sem fiskifræðingar hafa lagt fram. Forsætisráð- herra lagði áherslu á það í máli sínu, að það væri fyrirsjáanlegur hagvöxtur sem skapaði það svigrúm sem fyrir hendi yrði og það væri skoðun ríkisstjörnar- innar að þjóðarútgjöld mættu ekki vaxa á næstu árum nema um 1% á ári, sem þýddi að næstu þrjú árin yrðu þau óbreytt á hvern mann. Viðskiptahallinn við útlönd í ár er nú 4,5% af landsfram- leiðslu, og er ráðgert að hann verði á næsta ári 3,5%. Er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður næðist fyrst 1988. Erlendar skuldir í lok næsta árs yrðu því 54% af landsframleiðslu, miðað við 53% í lok þessa árs, en árið 1987 er gert ráð fyrir að þær fari lækkandi og áfram árið 1988, en þá er gert ráð fyrir að þær væru komnar niður í 49% af landsframleiðslu. Forsætisráð- herra sagði að ýmsir teldu, og það jafnvel réttilega, að ekki væri nóg að gert til þess að ná niður viðskiptahallanum, með þessu móti, „en það er ekki lítið átak að ná viðskiptajöfnuði, með vaxtagreiðslur til útlanda upp á 5,8 milljarða samtals, þegar skammtímaskuldir eru teknar með,“ sagði forsætisráðherra. Hann sagði að slíkum jöfnuði yrði ekki náð á skömmum tíma, nema með því að skerða verulega kaupmáttinn. Þjóðhagsáætiun gerir ráð fyrir því að verðbólga á þessu ári verði i kringum 20% í lok ársins, en í lok næsta árs verði hún um 10%. Gert er ráð fyrir að framfærslu- vísitala muni hækka um 30% frá upphafi til loka þessa árs og að í árslok verði verðlag almennt um 13% hærra, en að meðaltali á þessu ári. Forsætisráðherra benti á að svo kynni að fara að verðbólga í lok þessa árs yrði eitthvað meiri en 20%, og vísaði þá til BSRB-samningsins ný- gerða, en allt bendir til þess að 3% launahækkunin sem þar var ákveðin, fari til annarra laun- þega í landinu jafnframt. I kaflanum í þjóðhagsáætlun, þar sem fjallað er um vexti og útlán bankanna segir m.a.: „Stefnt er að því að raunvextir almennra útlána bankanna verði hóflega jákvæðir, þ.e. á bilinu 3-5%. Vaxtastigið verður þó að mótast af aðstæðum og kunna hærri vextir að verða óhjá- kvæmilegir ... Haldið verður áfram að veita bönkum og spari- sjóðum þannig aðhald, að útláns- aukning þeirra verði hófleg." Þá er greint frá því að ríkisstjórnin hyggist fylgja sömu stefnu í gengismálum og að undanförnu, þ.e. að stefna að sem mestum stöðugieika, og undirstrikaði forsætisráðherra þetta á fundin- um með því að fullyrða að gengis- fellíng væri síður en svo á döf- inni. Þar sem fjallað er um verð- lags- og launamál næsta árs segir m.a.: „Efnahagsstefna rík- isstjórnarinnar felur í sér svig- rúm til 1% árlegrar aukningar þjóðarútgjalda á næstu árum ... Gert er ráð fyrir því að einka- neysla geti vaxið um 1,5% á næsta ári. Kaupmáttur ráðstöf- unartekna heimilanna gæti auk- ist heldur meira, enda væri þá gert ráð fyrir auknum sparnaði á næsta ári.“ Blaðamaður Morg- unblaðsins spurði forsætisráð- herra hvort hann væri trúaður á að hægt yrði að halda aukningu einkaneyslu innan þeirra marka sem áætlunin gerir ráð fyrir, þegar hliðsjón væri höfð af þeirri staðreynd að hún er talin hafa aukist um 4,5% á þessu ári: „Ég held að menn hafi bara þann kost,“ sagði Steingrímur, „ef menn vilja spenna þetta meira upp, meira en þessi aukning í hagvexti leyfir, þá' verður það ekki brúað nema með auknum erlendum lántökum." Forsætisráðherra ræddi um jákvæð teikn á lofti, og nefndi þá aukinn innlendan sparnað. Hann var þá spurður hvort stjórnvöld væru með áætlanir um að skattleggja innlendan sparnað sérstaklega: „Þetta er nú eina landið sem ég hef upplýs- ingar frá, þar sem jákvæður sparnaður er ekki skattlagður. Það hefur ekki verið lagt til að svo verði gert hér, en við höfum safnað saman upplýsingum sem sýna að öll önnur lönd gera það. Það orkar kannski tvímælis að skattleggja eina eign, en ekki aðra. Þetta er hins vegar umræða sem ekki er komin neitt áleiðis, og ef ákvörðun yrði tekin um að skattleggja sparifé, þá yrði það tengttekjum.“ Forsætisráðherra sagðist að- spurður alls ekki vilja spá mikl- um átökum á vinnumarkaðnum á næstunni. Hann sagðist hafa kynnt þjóðhagsáætlun fyrir aðil- um vinnumarkaðarins í fyrradag og hefðu þeir tekið þjóðhagsáætl- un ágætlega, og hann myndi eiga fund með þeim á nýjan leik í byrjun nóvembermánaðar. „Ég hef það mikla trú á skynsemi manna, að þeir fari ekki viljandi að stofna til þeirra vandræða sem áframhaldandi erlend skuldasöfnun hefur í för með sér,“ sagði forsætisráðherra. Loðnan nálg- ast landið Að undanförnu hefur aðeins dregið úr loðnuveiðinni. Á mánudag tilkynntu 7 bátar um afla til loðnunefndar, samtals 4.400 tonn, og síðdegis í gær voru 6 bátar búnir að tiikynna samtals um 5.270 tonn. Bátarnir eru dreifðir um nokkuð stórt svæði. Svæðið hefur færst nær landi og er nú komið á hina hefðbundnu loðnuslóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.