Morgunblaðið - 28.12.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.12.1985, Blaðsíða 13
f MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 13 Jónssonar á þessari sjálfum- blekktu og týndu manneskju sem Platonov Tjekovs hlýtur að vera Raddbeiting Arnars var afleit, einkennilega skrækir tónar í röddinni í síðasta þætti sérstak- lega og furðulegar fettur í and- litinu gerðu sum atriði beinlínis óþægileg. Þarna hefði átt að gæta hófsemdar svo að þau áhrif — melódramatísk — farsalegs eðlis og allt þar á milli — kæmust til skila. Gervi Arnars var út úr fókus við aðra í sýning- unni. Helga Jónsdóttir vann eftir- minnilegan sigur í hlutverki önnu Petrovnovu og tókst að þræða milliveg þeirra tjekovsku blæbrigða sem af henni var krafizt. Ásdís Thoroddsen, ung og fögur, var hins vegar að leika í melódrama allan leikinn út. Það hlýtur að skrifast hjá leik- stjóra. Bessi Bjarnason sýndi góðan og oft markvissan leik í hlutverki ofurstans og tókst eins og Helgu að halda sér á línunni. Þorsteinn Ö. Stephensen lék örlítið hlutverk, sem ég hafði naumast veitt athygli við lestur handrits. Sýndi áreynslulausan afburðaleik. Pétur Einarsson var að sumu leyti tjekovskur, þótt drykkjustælar bæði hans svo og Róberts og Rúriks væru alltof ýktir. Steinunn Jóhannes- dóttir var eina persónan sem að skaðlausu gat leikið farsaleik allan tímann vegna þess hvernig Frayn gerir hlutverkið úr garði. Gervi hennar, fas og svipbrigði voru við hæfi án þess að úr yrði ýkjuleikur. Leikbúningar voru glæsilegir, einkum þeirra Önnu Petrovnovu og Soffiu. Leikmynd var um margt eftirtektarverð og sér- stakt klapp fékk lestin, þegar hún fór í fyrra sinnið yfir sviðið. Aftur á móti fór lokaatriðið — þegar Platonov ferst — fyrir lítið á frumsýningu, en ég hef á tilfinningu að þar hafi einhvers konar óheppni ráðið fremur en handvömm. Þýðing Árna Bergmann er vönduð og góð og aðdáendum Tjekovs og snilliverka hans er þrátt fyrir ýmsa vankanta sem ég fann á verkinu og sýningunni hiklaust boðið til góðs fagnaðar. þess persónu- og hjónabands- drama sem er í forgrunninum eru sögulegar hræringar í lífi bresku þjóðarinnar, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. En einnig þessi þáttur verksins er ófullburða. Lok myndarinnar, með Susan einsam- alli í franskri sveitasælu, eru dæmigerð fyrir vanhugsuð drama- tísk úrræði hennar. Þrátt fyrir alla þessa galla hlýtur Plenty að teljast hvað athyglisverðust þeirra jólamynd sem nú er boðið upp á í bíóunum. Þetta er þó mynd um fólk en ekki hasarblaðafígúrur. Og fólkið er á flestan hátt vel túlkað. Meryl Streep er ekki öfundsverð af því að reyna að koma hinni geðtrufluðu og þversagnakenndu aðalpersónu til skila, enda tekst henni það ekki. Streep er hér í tilbrigði við sitt gamalkunna hlut- verk, „leyndardómsfullu konuna" og hún ieikur hana af mikilli tækni sem því miður dugir ekki til að opna tilfinningalega leið að henni. En aðrir leikarar eru afbragðs góðir í skýrari hlutverkum, — Charles Dance sem hinn lang- hrjáði eiginmaður Brock, Sam Neill sem þráhyggjuelskhuginn Lazar, John Gielgud sem sendi- herra í Brtíssel, poppstjörnunar Tracy Ullman sem gæran Alice og ekki síst Sting sem alþýðumaður- inn Mick sem Susan forfærir á sérkennilegan, kaldlyndan hátt. í Plenty er nóg af hlutum sem ánægja er að njóta. En það er samt ekki nóg. GÖTTÞEGAR BLANDA ÁGEÐI GINGER ALE I LÍTRATALI tiKnaMiiiMKHiwaidiikTHfiMtasrg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.