Morgunblaðið - 28.12.1985, Síða 48

Morgunblaðið - 28.12.1985, Síða 48
STADFEST lÁNSfRAUST ^Vuglýsinga- síminn er22480 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Snjóflóðið á Seyðisfírði: Siglinga- málastofn- unin varaði við staðsetn- ingu olíu- geymisins í SKÝRSLU, sem Siglingamála- stofnun ríkisins gaf út árið 1976, var sérstaklega varað við stað- setningu olíugeymisins á Seyðis- fírði, sem skemmdist í snjó- skriðu aðfaranótt annars dags jóla. Skýrslan var gefín út í kjöl- far könnunar, sem gerð var í árslok 1975, á olíubirgðageym- um á Austfjörðum. Að sögn Magnúsar Jóhannes- sonar, siglingamálastjóra, var sérstaklega tekið fram í þessari skýrslu, að þessi geymir á Seyðis- firði væri illa staðsettur, þar sem vitað var, að þarna höfðu fallið snjóflóð áður. Lagt var til að geymirinn yrði fluttur og enn- fremur, að í kringum hann yrði sett olíuþró og gengið þannig frá lögnum, að þær yrðu varðar. Mjög snjóþungt er á Seyðisfirði og var tekið fram í ábendingum Siglingamálastofnunar að reynt yrði að koma í veg fyrir að óhöpp, eins og þarna varð nú, gætu átt sér stað. Olía fyllti smábátahöfnina Milli 300 og 400 tonn af svartolíu láku í sjóinn á SeyAisfírði á annan dag jóla þegar snjóskriða rauf leiðslu við olíutank hjá bræðsluverksmiðju ísbjarnarins. Olíuna rak inn fjörðinn og er talið að um hundrað tonn hafí sest í smábátahöfnina og víkina utan við hana. Kristján Kristjónsson, einn smábátaeigenda á Seyðisfirði, mokar þarna upp krapaðri olíuleðju. Það var þó aðeins gert í sýningarskyni, en eiginleg dæling hófst síðdegis í gær og gekk greiðlega. Sjá nánar frásögn á bls. 4 og fréttamy nd á bls. 28. Magnús sagði að reglugerð hefði verið sett um olíustöðvar árið 1982 þannig að nú væri skýrt kveðið á um, að óheimilt væri að setja upp nýjar stöðvar á svæðum þar sem snjóflóð hafa fallið. Ennfremur eru gerðar þær kröfur að setja olíuheldar þrær í kringum geymana. Þessi reglu- gerð gilti ekki aftur fyrir sig, þannig að ekki var hægt að gera þá kröfu, að flytja umræddan olíugeymi á Seyðisfirði, heldur var einungis á það bent, að stað- setning hans væri óheppileg. Drög að reglugerð um útvarp samkvæmt tímabundnum leyfum: Lagt til að miða leyfisgjaid að hluta við íbúafjölda í DRÖGUM að reglugerð um út- I leyfum er lagt til að mótun dag- varp samkvsmt tímabundnum | skrár skuli vera í höndum stjórn- enda útvarpsstöðva. Sá sem hafi leyfi til útvarpsrekstrar skuli sjálf- ur bera kostnað af öllum fjárfest- ingum og rekstri stöðvarinnar og kosta almenna dagskrárgerð. Þó sé heimilt að einstakir dagskrárliðir séu kostaðir af öðrum aðilum, sé þess getið í kynningu. Slíkir dag- skrárliðir megi þó ekki nema meira en 10% af samanlagðri lengd dagskrár í mánuði hverjum. Þá er gerð tillaga um að einstakur aðili í mánuði hverjum megi ekki kosta einstaka dagskrárliði umfram 3% af samanlagðir dagskrárlengd út- varpsstöðvarinnar. Fyrsta grein draganna gerir ráð fyrir að leyfi til útvarpsrekstrar almennings á afmörkuðum svæð- um megi veita hvers konar félaga- samtökum, hlutafélögum og lög- ráða einstaklingum. „Þó er óheim- ilt að veita erlendum aðila leyfi til útvarpsrekstrar, né félagi eða stofnun þar sem eignarhlutdeild erlendra aðila er meiri en 10%,“ segir orðrétt í 1. grein. Fimmta grein fjallar um leyfis- veitingar. Þar er gert ráð fyrir að leyfi til hljóðvarps verði veitt til þriggja ára, þegar leyfi er veitt í fyrsta sinn, en til fimm ára eftir það. Leyfi til sjónvarps til 5 ára í fyrsta sinn, en síðan til 7 ára. Gerð er tillaga um að útvarpsrétt- arnefnd ákveði leyfisgjald sem renni í ríkissjóð. Slíkt gjald verði grunngjald, það sama fyrir allar stöðvar, að viðbættu viðbótar- gjaldi, miðað við íbúafjölda á því svæði sem útvarpsleyfi afmarkast af. í drögunum er jafnframt gerð tillaga um að útvarpsréttarnefnd geti krafist upplýsinga úr bókhaldi og reikningum útvarpsstöðvar sé þess talin þörf við úrlausn hvort laga- eða reglugerðarákvæði eða leiguskilmálar hafi verið brotin. „Skal trúnaðarmanni nefndarinn- ar heimilt að kanna slík gögn í umboði hennar. Hann skal bund- inn þagnarskyldu um allt það sem leynt á að fara,“ segir orðrétt í drögunum. í 14. grein er fjallað um tekjuöfl- un útvarpsstöðva. Þar segir orð- rétt: „Útvarpsstöðvum er heimilt að afla tekna með auglýsingum, afnotagjaldi eða sérlegu gjaldi vegna útsendingar fræðslu- og skýringarefnis sem áskilja má úr hendi þess sem óskar útvarps á slíku efni. Annars konar tekjuöfl- un er óheimil." 6. grein draganna segir að út- varpsstöðvar skuli stuðla að al- mennri menningarþróun og efla íslenska tungu. Efni á erlendu máli sem sýnt sé í sjónvarpi skuli jafn- an fylgja íslenskt tal eða neðan- málstexti á íslensku. Erlendir söngtextar eru þó undanskildir svo og beinar útsendingar á fréttum og dagskrárefni um gervihnetti, en þá skuli kynning eða endursögn þularfylgjaefninu. Morjfunblaöið/Bjarni Verðla unaafhending Morgunblaðsins HIN árlega verðlaunaafhending Morgunblaðsins, þar sem íþróttafólki sem skarað hefur fram úr á liðnu ári, var veitt viðurkenning, fór fram í gær. A myndinni _ eru verðlaunahafar ásamt fram- kvæmdastjóra Árvakurs, Haraldi Sveinssyni. Efri röð frá vinstri: Valur Ingimundarson, körfu- knattleiksmaður, Ómar Torfason, knattspyrnu- maður, Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundmaður. Guðni Halldórsson, formaður FRÍ, sem tók við viðurkenn- ingu fyrir hönd Einars Vilhjálmssonar, Ragnar Margeirsson, knattspyrnumaður, Sigurður Péturs- son, golfmaður, og Kristján Arason, handknatt- leiksmaður. Neðri röð frá vinstri: Ragnar Ólafsson, sundmaður, Bryndís Ólafsdóttir, sundkona, Har- aldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, Hugrún Ólafsdóttir, sundkona, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, sundþjálfari. Sjá nánar á íþróttasíðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.