Morgunblaðið - 28.12.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.12.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985 21 „Tóm vitleysa að tefla aftur“ Kasparov gagnrýnir áskorunarrétt Karpovs Mosltvu, 27. desember. AP. GARRI Kasparov, heimsmeistari í skák, sagöi í dag að það væri út í hött aö hann þyrfti að tefla aftur við Anatoli Karpov, landa sinn og keppinaut, um heimsmeistaratitilinn í skák í febrúar. Kasparov, sem vann titilinn 9. nóvember, gagnrýndi Alþjóðlega skáksambandið (FIDE) fyrir að breyta reglunum um heimsmeist- araeinvígi þrisvar sinnum á fimm árum í samtali við TASS-frétta- stofuna, sovésku. í viðtalinu lagði Kasparov áherslu á að hann væri ekki and- ófsmaður og veittist að því, sem hann kallaði ögrandi tilraunir vestrænna fjölmiðla til að segja sig gagnrýnanda stjórnarfarsins í Sovétríkjunum. Kasparov sagði að lýjandi átök sín við Karpov á skákborðinu gætu orðið til þess að Hollendingurinn Jan Timman yrði næsti heims- meistari í skák og Sovétmenn misstu þar með skákkrúnuna út fyrir landsteinana. Karpov skoraði 5. desember á Kasparov og há þeir einvígi sitt í febrúar. Kasparov hefur ekki tjáð sig um ákvörðun Karpovs opin- berlega fyrr en í dag í viðtali sem TASS-fréttastofan átti við hann í Bonn í Vestur-Þýskalandi. „Að minni hyggju er það tóm vitleysa að við skulum tefla aftur," var haft eftir Kasparov. „Fyrsta einvígið var stöðvað af „mannúð- arástæðum" að því er sagt var. En það er varla hægt að segja það skynsamlega ákvörðun að halda enn eitt einvígi þremur mánuðum eftir að öðru einvíginu lauk og því næst eitt einvígi um heimsmeist- Kasparov aratitilinn til viðbótar áður en árið 1986 er á enda,“ sagði Kasparov. Kasparov sagðist hafa samþykkt reglur FIDE um að Karpov fengi heimsmeistaratitilinn ef hvor þeirra um sig hefði tólf vinninga að síðasta einvígi loknu og Karpov fengi rétt til að tefla aftur um titilinn ef'hann tapaði. En hann sagði að hefði hann ekki fallist á þessar reglur hefði ekki verið um neitt einvígi að ræða og gaf í skyn að FIDE hefði þar með talið að hann hefði fyrirgert áskoranda- rétti sínum og Karpov sjálfkrafa haldið heimsmeistaratitli sínum. Felipe Gonzales um aðild Spánar að NATO: Evrópuríkin leggja áherzlu á áframhaldandi aðild Selja ófædd börn sín á 460.000 kr. OFRÍSKAR konur í Danmörku selja barnlausum hjónum ófædd börn sín á yfir 100.000 dkr. (um 460.000 ísl. kr.). Frá þessu segir í danska blaðinu Aktuelt á þriðjudag. Verslun með börn er ólög- leg, en sölunni er komið í kring með því að sniðganga ýmis ákvæði ættleiðingarlaganna, að sögn blaðsins. Salan eða ættleiðingin eins og hún er kölluð á pappírunum, fer þannig fram að konan lýgur til um faðerni barnsins. Sam- kvæmt samningi sem hún hef- ur undirritað, gefur hún upp nafn manns þess sem ætlar að ættleiða barnið, og segir hann kynföður þess. Getur ættleið- ingin þá farið fram án rann- sóknar og samþykkis yfirvalda eins og annars þyrfti til. Erik Ninn-Hansen dóms- málaráðherra hefur nú í undir- búningi lagabreytingu, sem m.a. á að koma í veg fyrir, að auglýst sé eftir „leigumæðr- um“, en Bo Warmning, sem haft hefur milligöngu um sölu- mál þessi, segir, að ráðherran- um muni seint takast að setja undir allan leka. — Ef bannað verður að auglýsa gerir það okkur vissu- lega erfiðara fyrir um að komast í samband við mæðurn- ar, segir Warmning í samtali við Aktuelt. — En þetta berst skjótt frá manni til manns, og það verður hægara ort en gjört að breyta löggjöfinni þannig, að komið verið í veg fyrir ættleiðingu eins og við stönd- um að henni. Hann segir, að mæðurnar fái frá 25.000 dkr. (um 115.000 ísl. kr.) upp í 150.000 dkr. (um 690.000 ísl. kr.) fyrir með- gönguna og kveðst hafa margt barnlaust fólk sem vilji ætt- leiða börn með fyrrnefndum hætti. Warmning hefur nýlega tryggt sér auglýsingabás í nokkrum blöðum, þar sem hann mun óska eftir að komast í samband við „leigumæður“, en mörg blöð hafa neitað að birta slíkar auglýsingar, m.a. Aktuelt, Politiken, Ekstra Bladet, Alt for Damerne og Information. Meðal þeirra blaða sem samþykkt hafa birt- ingu auglýsinganna, eru BT, Berlingske Tidende, Den blá Avis og nokkur héraðsblöð. PLO vill fá Madríd, 27. desember. AP. FELIPE Gonzales, forsætis- ráðherra Spánar, sagði í sjón- varpsviðtali í gær, að ríki Vestur-Evrópu legðu á það áherzlu að Spánverjar héldu áfram aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Þjóðaratkvæða- greiðsla um aðild Spánar að NATO verður haldin í marz eða aprfl á næsta ári. Gonzales sagði að friður hefði haldizt í Evrópu frá lok- um heimsstyrjaldarinnar vegna „einarðrar samstöðu" ríkja Vestur-Evrópu. Hann sagði leiðtoga ríkja Evrópu- bandalagsins telja aðild Spán- ar að NATO mjög mikilvæga fyrir öryggi í Evrópu. Gonzales sagði að staðið yrði Sovétríkin: Aðstoðarforsætisráð- herra leystur frá störfum Moskvu, 27. desember. AP. VENIAMIN Dymshits, sovcskur aðstoöarforsætisróðherra, æðsti ráðgjafi Leonid Brezhnev, fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, og formaður þróunar- nefndar gas- og olíumála í Síboríu, var leystur frá störfum á laugardag, að sögn hinnar opinberu fréttastofu TASS. Dymshits, sem er 75 ára að aldri, hafði gegnt embætti aðstoð- arforsætisráðherra í 23 ár og var eini gyðingurinn, sem opinberlega er vitað um, að náð hafi upp í efstu þrep stjórnkerfisins. Dymshits er sjöundi af tíu að- stoðarforsætisráðherrum, sem leystir hafa verið frá störfum, frá því að Mikhail S. Gorbachev Sovét- leiðtogi tók við stjórntaumunum í marsmánuði. TASS tilkynnti að æðstaráðið hefði tilnefnt Yuri Batalin, sem unnið hefur við stjórnunarstörf í gas- og olíuiðnaðinum, til að taka við embættinu. Þegar fréttastofan hafði tíundað starfsreynslu Batal- ins og menntun, bætti hún við stutt og laggott, að Dymshits hefði „verið leystur frá störfum í sov- ésku ráðherranefndinni" jafn- framt því sem hann léti af ráð- herradómi. Laganemi leiðir nýja héraðsstjórn Gauhati, indlandi, 23. desember. AP. FRAFULLA Kumar Mahanta, 32 ára gamall laganemi, var á sunnudag valinn forsætisráðherra næstu héraðsstjórnar í héraöinu Assam á Indlandi. Iléraðsflokkurinn Asom Gana Parishad (Þjóðarráð Assam-héraðs) hefur mest völd í héraðsstjórninni. Flokkurinn vann mikinn sigur á Kongress- flokki Rajivs Gandhi í síðustu viku. Mahanta sver líklega embættis- eið sinn sem forsætisráðherra i dag eða á morgun, þriðjudag, og verður hann fyrsti forsætisráð- herra héraðs á Indalndi, sem jafn- framt er námsmaður. Þjóðarráðið berst fyrir því að rúmlega einni milljón innflytjenda frá Bangladesh verði gert að snúa aftur til síns heima þar sem hætta sé á að innflytjendurnir kæfi menningu innfæddra og hafi slæm áhrif á efnahag héraðsins. Gengið var til kosninga í Assam eftir að Gandhi gerði friðarsátt- mála við Þjóðarráð Assam með Mahanta í broddi fylkingar. í sátt- málanum er gert ráð fyrir því að ólöglegir innflytjendur, sem komu til Assam milli 1966 og 71, verði sviptir borgararéttindum sínum og þeim, sem komu eftir að sjálf- stæðisstríði Bangladesh lauk 1971, verði gert að fara. við loforð um þjóðaratkvæði um áframhaldandi aðild Spán- ar að NATO snemma á næsta ári. Sósíalistar lofuðu slíkri atkvæðagreiðslu fyrir kosning- arnar 1982 og unnu meirihátt- ar kosningasigur m.a. út á það loforð. flugræningja framseldan ValletU, Möltu, 23. desember. AP. FRELSISFYLKING Palestínumanna (PLO) hefur farið þess á leit við stjórn Möltu, að hún framselji flugræningjann, sem lifði af flugránið 23. nóvember sl. Þá biðu 60 manns bana, er egypzkri farþegaþotu var rænt og hún látin lenda á Möltu. Maöurinn heitir Omar Ali Rezaq. Hans hefur verið ákærður fyrir 16 brot, þar á meðal bæði morð og morðtilraun. Ekki hefur enn verið ákveðið, hvenær réttar- höldin yfir honum fara fram. Stjórn Möltu hefur hafnað til- mælum Egypta um framsal á manninum og sagt, að lög á Möltu eigi að ná fram að ganga, enda hafi ránið verið framið þar. Rezaq, sem er enn á sjúkrahúsi í Valletta, hefur skýrt lögreglunni svo frá, að hann sé Palestínumaður og sé fæddur árið 1963 í Líbanon. VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins --------DREGIÐ 24. DESEMBER 1985 - AUDI 100: 149610 TOYOTA COROLLA 1300: 40283 123687 BIFREIÐAR Á KR. 350.000 : 82798 159458 VÖRUVINNINGAR Á KR. 50.000: 3998 41849 4858 45189 8067 53655 13590 56845 17187 58978 69174 84765 70735 88436 72822 90036 74178 95795 80902 101746 120648 135821 128094 139674 128193 142465 128906 148636 131301 154340 157796 170744 159758 173891 166066 180587 168613 180737 168864 181928 Handhafar vinningsmiða framvísi þeim áskrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, sími 62 14 14. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning. Krabbameinsfélagið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.