Morgunblaðið - 28.12.1985, Síða 25

Morgunblaðið - 28.12.1985, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 28. DESEMBER1985 25 Leiðín framundan eftir leiðtogafundinn í Genf — eftir Henry Kissinger Ef gera á upp leiðtogafundinn í nóvember verður að byrja á þeirri staðreynd að tilhögun og málalok viðræðnanna í Genf voru mun meira í anda Ronalds Reagan en Mikhails S. Gorb- achev. Hinar venjulegu ónefndu áreiðanlegu heimildir segja, að árangurinn megi þakka per- sónuleika forsetans. En Ijúfar frásagnir af þægilegum samræð- um fyrir framan arineld gera lítið úr vandanum. Fimm klukkustunda einkaviðræður gcta engan veginn breytt skoð- unum leiðtoga sem er alinn upp í kenningum marx-leninisma og skopast að hinu „huglæga“ en dásamar hið „hlutlæga“ eins og valdajafnvægi og ástand efna- hagsmála. l>egar verið var að ásaka forsetann fyrir að hafa stefnt sambúð okkar við Moskvu í hættu meö ummælum sínum um „illa heimsveldiö“, sagði ég í blaðagrein, að Sovét- menn ákveði sjálfir, hvenær þeir eiga að móðgast. Sovét- menn ákveða einnig, hvenær þeir eiga að hrífast. Framkoma Gorbachevs í Genf endurspeglaði pólitískar þarfir hans. Að svo miklu leyti, sem hún mótaðist af bandarískum aðgerð- um, má þakka það þeirri stefnu, sem forsetinn hefur fylgt undan- farin fimm ár, ekki hegðan hans á fimm klukkustunda fundum. Þótt Gorbachev hafi dregið úr mörgum fyrri kröfum sínum í Genf, væri barnalegt að halda að hann hafi sett markmið sín til hliðar. Við heimkomuna til Moskvu er líklegt, að hann hafi lagt áherzlu á „velgengni" sína; til dæmis það að eftir að hafa fengið íhaidssamasta forseta Bandaríkj- anna á síðari tímum til að heita því að dregið yrði úr spennunni, geti næsti leiðtogafundur, sem haldinn verður fljótlega, valdið óviðráðanlegum þrýstingi heima fyrir í Bandaríkjunum með kröfu um meiriháttar tilsiakanir — ekki sízt á kosningaári þegar verið er að keppa um yfirráðin í Öldunga- deildinni. Gorbachev gæti einnig reiknað með þrýstingi frá bandamönnum Bandarikjanna, sem sjálfir standa frammi fyrir kosningum. Margir þeirra telja greinilega þörf á að undirstrika eigið framlag í þágu minnkandi spennu — sérstaklega í Vestur-Þýzkalandi. Einmitt vegna þess að Gorbachev kann að hafa verið spurður, hvers vegna hann hefði svo lítið að færa þjóð sinni við heimkomuna, mætti ætla að hann yrði kröfuharðari næst. Eisenhower — Khruschev Við undirbúning næstu lotu í samskiptum austurs og vesturs ætti Reaggan, forseti, að hafa í huga, að einu sinni áður, eftir leið- togafund Eisenhowers og Khruschevs fyrir 30 árum, reynd- ist það skammgóður vermir að treysta á persónu- og menningar- leg tengsl og mannleg samskipti. h'immtán mánuðum eftir þann fund í Genf bældi sovézki herinn niður uppreisnina í Ungverjalandi, og Khruschev hótaði Bretlandi og Frakklandi með kjarnorkustyrjöld vegna aðgerða þeirra við Súez. Að nokkru leyti er þetta heim- spekilegt vandamál. Fyrstu árin eftir síðari heimsstyrjöldina þurftu Bandaríkin ekki að hafa neinar áhyggjur af valdajafnvægi, því mátturinn var allur þeirra. Þau gátu leyft sér að flokka þjóðirnar niður í vini, sem bar að sýna vel- vild, eða óvini, sem bar að mæta með þrotlausri andstöðu. En kjarnorkuöldin leyfir ekki einfalda flokkun af þessu tagi. Hugmynda- fræðilegur fjandskapur Sovétríkj- anna hefur kallað á fælingarkenn- inguna, og eyðingarógn kjarnorku- styrjaldar kallar á friðsamlega sambúð. Bandaríkjamenn hafa reynt að víkja sér undan þessari þversögn með ýmsum örþrifaráð- um. Og þessi örþrifaráð endur- speglast í afstöðu ráðuneyta okkar. Eilíft stríd Einn hópur leggur áherzlu á friðsamlega sambúð, sem lögð er að jöfnu við persónulegan velvilja. Andstæðingar þessarar kenningar leggja áherzlu á, að fælingin sé nútíma afbrigði eilífrar baráttu góðs og ills. Fyrri hópurinn er ósáttur við valdajafnvægið. Síðari hópurinn er andvígur leikfléttum til málamiðlunar. Þeir, sem vilja samninga, leggja áherzlu á þörfina fyrir sveigjanlegar tillögur. Þeir, sem eru á öndverðum meiði, líkja samningaviðræðum við siðferði- legt afsal eigin hugsjóna. Sú vitn- eskja að viðræður geti á einhvern hátt orðið Sovétríkjunum til góðs nægir þeim til að fordæma alla samninga. Séu tillögur Bandaríkj- anna við það eitt miðaðar að Sovét- ríkin geti sætt sig við þær, ráði andstæðingurinn ferðinni og nið- urstaðan verði ekki annað en af- brigði af tiHögum Sovétmanna sjálfra; samkomulag verði tak- mark í sjálfu sér. Það er að sjálfsögðu rétt, að ekkert samkomulag milli fullvalda ríkja getur staðizt nema í því felist hagsbætur fyrir þau bæði. Fylgis- menn beggja skoðanahópa má finna í öllum ráðuneytum og stofn- unum, en það er samningaleiðin til bættrar sambúðar, sem er efst á baugi í utanríkisráðuneytinu, og í höfuðdráttum er meiri harka í afstöðu varnarmálaráðuneytisins. Vandi forsetans Aðalvandi forsetans er að jafna þann gífurlega skoðanamun, sem ríkir innan stjórnkerfisins. Hinn nýi áfangi í samskiptum austurs og vesturs, sem forsetinn hefur kallað svo, verður að hefjast á því að hann setji niður deilur á heima- velli. Og tíminn er naumur. Ella verða tækifæri að engu gerð með innihaldslausum formúlum, sem sætta aðila í orði en ekki á borði, og gefa Sovétríkjunum færi á að fara með pálmann í höndunum vegna sundrungar í liði Bandaríkj- anna. Ríkisstjórnin þarf að marka stefnuna í þremur málum: (a) Hvernig haga skuli takmörkun vígbúnaðar; (b) hver skuli vera tengsl milli varnarmála og stjórn- mála; (c) hvernig stöðu Atlants- hafsbandalagsinsskuli háttað. Takmörkun vígbúnaðar. Á leið- togafundinum var ákveðið að æskilegt væri að fækka árásar- vopnum um 50%. Ekki var gert neitt samkomulag um varnir gegn kjarnorkuárás. En Gorbachev hefur áður gefið í skyn að allur samdráttur í vígbúnaði sé háður því, að Bandaríkjamenn hætti við fyrirhugaða geimvarnaáætlun sína. Sá þrýstingur á eftir að aukast eftir því sem nær líður næsta leiðtogafundi. Ríkisstjórnin getur þvi aðeins staðist þann þrýsting, ef henni tekst að útskýra, hvers vegna samkomulag um þetta dragi ekkert úr yfirvofandi hættu. Hvort tveggja er fyrirsláttur að segja, að geimvarnir takmarkist við rannsóknir og miða fækkun árásarvopna við hlutfallstölu. Fyrra atriðið frestar ákvörðunum um geimvarnir til næstu ríkis- stjórnar, sem starfar við aðrar aðstæður. En geti vinsælasti for- seti síðustu 50 ára ekki hrundið í framkvæmd yfirlýstri stefnu sinni, er fáránlegt að ætlast til þess, að eftirmaður hans sigrist á erfiðleikunum. Á hinn bóginn þarf fækkun árásarvopna án þess að gripið sé til varnaraðgerða hvorki að draga úr hættunni á gjöreyð- ingu né hótun um fyrirvaralausa árás. Fækkunin gæti þvert á móti aukið þessar hættur. Til dæmis er augljóst, að væri kafbátum búnum eldflaugum fækkað um helming, leiddi það aðeins til þess, að þeir sem eftir stæðu væru berskjald- aðri vegna þess að þau vígtól sem beittergegn þeim — herskip, árás- arkafbátar og flugvélar — eru hvergi til umræðu í afvopnunar- viðræðum. Henry Kissinger Endurmat nauðsynlegt Yfirgripsmikið endurmat og endurskoðun á áformum um fækk- un eru því nauðsynleg. Á sama hátt ber ríkisstjórninni sjálfrar sín vegna að útskýra hvað hún á við með vörnum gegn langdrægum kjarnorkuvopnum. Sækist hún eftir að verja vopnin, sem nota á til að endurgjalda árás, vill hún koma í veg fyrir að styrjöld brjót- ist út af slysni', vernda þjóðina gegn hótunum og nauðung, eða vörnum gegn alhliða árás? Hver þessara leiða krefst mismunandi tæknibúnaðar. í hverri þeirra fel- ast mismunandi leiðir til samn- inga. Þessi sundurliðun er ófullkomin vegna þess, að svo mikill ágrein- ingur hefur orðið um samninga sem gerðir hafa verið í öðru tækni- legu og pólitísku samhengi — samninginn um takmörkun gagn- eldflaugakerfa frá 1972, og SALT- samninginn frá 1979. Það er ekki ætlun mín að rökræða þessa samn- inga, en ég átti aðild að þeim fyrr- nefnda. Áhyggjur mínar eru af tvennum toga: sálræn áhrif þess á Sovétmenn að Bandaríkjamenn halda fast við ákvæði samnings sem þeir hafa þó neitað að stað- festa, saka andstæðinginn um að hafa brotið hann og sem fellur úr gildi í lok þessa árs samkvæmt samningsákvæðum. Og það sem meira er, þessi textaskýring er að neyða okkur til að viðhalda tækni- búnaði, sem frystir okkur í þeirri gjöreyðingarstefnu, sem á eftir að hrekja lýðræðisríkin út í einhliða friðarstefnu, verði henni ekki breytt. Réttast væri að taka upp þráð- inn á ný, og byrja þá á hinum endanum, spyrja hvers konar hernaðarjafnvægi væri æskilegt með það fyrir augum að bæta nú- verandi skipan og draga sem mest úr hættunni fyrir almenning og langdræga kjarnorkuheraflann. Það yrði fljótt ljóst, að þessu markmiði fylgdi þörf fyrir ein- hvern varnarbúnað og róttækar breytingar á núverandi vopnabún- aði, til dæmis með banni við eld- flaugum sem bera fjölda kjarna- odda, með því að draga verulega úr burðargetu eldflauganna, eða hafa land-eldflaugar flytjanlegar, eins og Snowcroft-nefndin mælti með. Eftir því sem árásarvopn breytast og þeim fækkar, má draga úr varnarstyrknum að sama skapi, þótt algjört bann við varnarbún- aði, eins og Sovétríkin leggja til, leiði annaðhvort til kjarnorkukúg- unar eða innantómra sálrænna samninga. Pólitísk samskipti í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum lagði Reagan, forseti, áherzlu á nauðsyn pólitískra við- ræðna við Sovétríkin. Og reyndar kom fram í yfirlýsingu í lok leið- togafundarins í Genf fyrirheit um auknar stjórnmálaviðræður. En eins og í viðræðum um takmörkun vígbúnaðar veltur mikið á því, um hvað er rætt. Á hvern hátt tengjast pólitiskar viðræður afvopnunar- málum ef eitthvert samband er þá þar á milli? Hvernig skilgreinum við velgengni í samningaviðræð- um? Ef viðræðunum miðar vel á einu sviði en ekki öðru, hvaða mælistiku notum við á slökunina? Það má læra margt af aðferðum Kínverja í samningum. Þótt Kín- verjar óski eftir bættri sambúð við Sovétríkin, hafa þeir tekið það skýrt fram, að þeir telji þrennt standa þar í vegi: Afganistan, Kampútseu og liðssöfnun sovézka hersins við landamæri Kína. Þeir hafa gert það að skilyrði fyrir bættri sambúð, að úrbætur fáist í þessum málum. Með öðrum orðum þá spyrja Kínverjar um inntak en ekki aðferð. Á sama hátt lenda Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í diplómatísku kviksyndi, ef þeir hafa ekki haldgóða skýr- ingu á því, hvaða stjórnmálalegar hindranir þeir telja standa í vegi fyrir bættri sambúð austurs og vesturs. Atlantshafsbandalagið Evrópskir leiðtogar einblína á árangur í samskiptum Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna, og þetta veldur því, að þeir eru blindir fyrir þeirri staðreynd að málæðið um viðræður austurs og vesturs er að grafa undan hugsjóninni að baki varnarstefnu Átlantshafsbanda- lagsins. Meðan risaveldin tvö ítreka að „enginn geti sigrað í kjarnorkustyrjöld, og hana megi ekki heyja", setja þau allt á annan endann með stefnu í varnarmál- um, sem grundvallast á ógnun um að kjarnorkuvopnum verði beitt á fyrstu stigum komi til styrjaldar, og raunar er óhugsandi að svo verði ekki. Ef NÁTO ætlar að halda velli verður bandalagið að flýta uppbyggingu hefðbundinna varna sinna, óháð kjarnavopnum, þótt það geti reynzt erfitt nú á tímum minnkandi spennu. Að öðrum kosti verður NATO vissu- lega að gjalda vanrækslu sinnar á komandi árum. Reagan-stjórnin hefur náð það langt að hún getur hugsanlega stuðlað að þáttaskilum í alþjóða- málum. Staðfesta hennar og ósam- kvæmnin innan sovézka kerfisins hafa skapað þá aðstöðu, að þörf Sovétríkjanna fyrir hlé og óskir Bandaríkjanna um að draga megi úr spennu fara saman. En verði tækifærið ekki gripið nú er erfitt að ímynda sér hvernig nokkurn tíma verður unnt að breyta ríkj- andi ástandi í grundvallaratriðum. Við erum aðeins að leggja af stað í langa ferð. Til að ferðalokum verði náð þarf ögun og andlega dirfsku sem er takmarkinu sam- boðin. Höíundur rar utanríkisrádherra Bandaríkjanna fyrir tíu árum en starfar nú sem fyrirlesari og ráó- gjafi um utanríkismái. Kissinger telur það ekki nægja til að breyta stöðu og þróun heimsmála, að vel fari á með þeim Reagan og Gor- bachev við arineld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.