Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 17 Konur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins eftirBjöm Matthíasson Nú þegar prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík fer í hönd, er vert að veita því athygli að uppstiil- ing frambjóðenda er á þann veg að hægt er að skipta þeim í fjóra aðalhópa. f þeim fýrsta eru núver- andi eða fyrrverandi þingmenn flokksins, í öðrum er hópur nokk- urra ungra manna sem þegar voru á listanum í síðustu kosningum eða hafa talsvert komið við sögu í flokksstarfinu. Þeir hafa góða ástæðu til að ætla að nú geti þeir náð talsverðu fylgi og hugsanlega komist inn á þing. í þriðja hópnum eru fjórar konur sem allar hafa komið við sögu í starfi flokksins en hafa hvergi nærri sýnt það at- kvæðaaðdráttarafl sem tveir hinir næsttöldu hópar hér á undan hafa þegar sýnt. í flórða og síðasta hópn- um eru tveir menn sem aldrei hafa komið við sögu stjómmála áður. Eftir reynslu af síðasta prófkjöri flokksins til Alþingiskosninga hér í Reykjavík að dæma má ætla að núverandi og fyrrverandi þingmenn flokksins fái flest atkvæði. Þar sem það eru fyrst og fremst flokksmenn sem taka þátt f prófkjörinu er það ekki ólíklegt að þeir haldi sig við þá þingmenn og frammámenn flokksins sem þeir þekkja nú þegar og raði þeim í efstu sætin. Þar á eftir má telja líklegt að þeir raði upp þeim sömu mönnum og síðast fengu flest atkvæði á eftir öruggu sætunum. Þetta þýðir það að þær fjórar konur sem nú eru í framboði og ekki eru þingmenn raðist á listann á eftir ofangreindum tveim hópum, þ.e. þær lendi nokkuð neðarlega og alls ekki neins staðar í nálægð við örugg sæti. Útkoman úr slíku prófkjöri mundi þegar í stað vera túlkuð af andstæðingum flokksins sem and- staða flokksmanna við konur. Og hér ber að hafa það hugfast að aðrir flokkar hafa ekki stilit upp á sína lista fyrir næstu kosningar og hafa því það forskot fram jrfir Sjálf- stæðisflokkinn að geta stillt upp með fullu tilliti til þess sem Sjálf- stæðisflokkurinn er búinn að gera. Það skal vera kaldhæðni örlag- anna að prófkjörsdýnamikin kunni að verða til þess að ýta konum til hliðar á lista hjá flokki sem gegnum árin hefur haft tiitölulega fleiri kon- Björn Matthíasson „Því er þessi grein skrifuð til að benda fylgismönnum Sjálf- stæðisf lokksins á að til þess að góður og fram- bærilegur listi komi út úr prófkjörinu verði fleiri konur að komast í örugg sæti.“ ur í sínum þingmannaröðum en aðrir flokkar. Því er þessi grein skrifuð til að benda fylgismönnum Sjálfstæðis- flokksins á að til þess að góður og frambærilegur listi komi út úr próf- kjörinu verði fleiri konur að komast í örugg sæti. Það mun ekki gerast nema fjöldi sjálfstæðismanna setji fleiri en þijár konur í efstu sætin, því eitt einkenni á útkomu undan- farinna prófkjöra hefur einmitt verið að flestir hafa haft konur á sínum atkvæðaseðli en ekki nógu ofarlega til að fleiri nái kjöri en sú eina kona sem þar situr nú með sóma fyrir hönd Reykvíkinga, Ragnhildur Helgadóttir ráðherra. Þær konur sem nú bjóða sig fram í prófkjöri flokksins eru allar sér- lega frambærilegar og mundi hver þeirra um sig sóma sér vel í öruggu sæti á listanum. Ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra en ítreka þá skoðun mína að listinn muni í lokin verða mun sterkari ef fleiri en ein kona og helst fleiri en tvær lendi þar í öruggu sæti. Höfundur er hagfræðingur hjá Seðlabanka íslands. W 1 j JfVW Ifcll «1 Ws' J Sólveig Pétursdóttir er okkar maður Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík stefnir að sigri f næstu Alþingiskosningum. Til þess að svo megi verða þurfum við að stilla upp sterkum lista, - lista sem höfðar til allra aldurs- og þjóðfélagshópa. Sólveig Péturs- dóttir er 34 ára lögfræðingur, sem myndi styrkja þingflokk Sjálfstæðismanna með þekkingu sinni og áhuga. Stuðningur við Sólveigu í prófkjörinu 18. október mun stuðla að sterkum lista, starfi okkar og stefnu til framdráttar. Kosningaskrifstofan að Suðurlandsbraut 4, 3ju hæð er opin frá kl. 14.00-21.00, sími 38303 og 84990. Veljum Sólveigu Pétursdóttur sæti meóal efstu manna i prófkjörinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.