Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 ESAB Rafsuöutæki vír og fylgihlutir Nánast allt til rafsuðu. Forysta ESAB ertrygging fyrirgæðum og góðri þjónustu. Allartækni- upplýsingar eru fyrirliggjandi ísöludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN. SELJAVEGI 2, SÍMI24260 ESAB HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. REGGIANA RIDUTTORI Drifbúnaóur fyrír spil o.fl í = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 L/V3ER-SÉRPANTANIR-ÞUÓNUSTA Alltaf á föstudögum Leikföng Er það „bang bang dauður" í stað- inn fyrir „me me og mö mö“? „Bókin blífur ekki síð- ur en olíumálverkiðu Ólafur Haukur Símonarson í viðtali. Herratískan í vetur Grein um ofnæmi Myndbönd 7n. Föstudagsblaðið er gott forskot á helgina Hlutverk unglinga- geðlækninga eftír Pál Ásgeirsson f Geðvernd, riti Geðverndarfé- lags íslands, birtist í ágnst síðastliðnum þessi yf irlitsgrein um hlutverk unglingageð- lækninga. Blaðið hefur fengið heimild til að birta greinina óstytta í tilefni af fjársöfnun Kiwanishreyfingarinnar 18. október næstkomandi, en ágóði af sölu K-lyklanna renn- ur óskiptur til stofnunar ungiingageðdeildar við Dal- braut. Unglingageðlækningar eru sér- hæfíng (og stundum sérgrein) innan geðlæknisfræðinnar, sem hefur þróast á undanfömum árum. Þessi sérhæfíng hefur þróast til að mæta þörfum unglinga, sem í vax- andi mæli þarfnast þjónustu. Venjulega tengist meðferð ungling- anna bamageðlækningum sem sérgrein og heitir þá bama- og unglingageðlækningar eins og er hér á Islandi. Unglingsár Fyrir einni til tveimur kynslóðum vom varla til unglingar í nútíma- skilningi þess orðs og lítið um unglinga sem áttu við vandamál að stríða, bilið milli bamsaldursins og fullorðinsáranna næstum ósýnilegt. Fullorðinsárin tóku þá við af bams- aldrinum kringum kynþroska eða um það bil sem bamið var gjald- gengt á vinnumarkaðinum. Lítil þekking var þá um þetta aldursskeið og fáir urðu til hjálpar ef eitthvað bjátaði á, en síðustu árin hefur áhugi á unglingsámm aukist hröðum skrefum og vitneslg'a um þau. Mjög er misjafnt hvemig unglingar komast í gegnum kyn- þroskann og vaknandi sjálfstæðis- þörf. Hjá þeim flestum myndast spenna, og hjá sumum leiðir hún til væringa, fyrst gagnvart fjöl- skyldu og ef ekki tekst að leysa vandann heima blandast aðrir inn í. Unglingamir sækja gjaman full- tingi til félaganna, einkum þeirra sem eiga í svipuðum örðugleikum. Það leiðir síðan af sér hópamyndan- ir, sem leitt geta til ýmiss konar árekstra við umhverfíð. Sumir ungl- ingar draga sig í hlé, leita fullnægju f einsemd og einangrast. Báðar leið- imar geta leitt til öfga af ýmsu tagi, ófullnægju og árekstra við umhverfí, sem skólar, yfírvöld og sérfræðingar blandast í. Það tfmabil sem telst vera ungl- inggsár hefst við 12 ára aldur eða þegar kynþroskinn hefst. En óskýr- ara er hvenær tímabilinu lýkur. Venjulegast em efri mörkin miðuð við 18 til 21 árs og em þar notuð félagsleg og sálfræðileg mörk. Þannig er reiknað með, að unglings- ámnum ljúki þegar efnahagslegu Fer inn á lang flest heimili landsins! eða sálfræðilegu sjálfstæði er náð. Þjóðfélagið viðurkennir þessi mörk með því að veita unglingunum fjár- ráð, kosningarétt, kjörgengi, rétt til að festa ráð sitt án afskipta for- eldra og síðast kemur rétturinn til að kaupa áfengi. Þótt oft séu háværar raddir um að unga fólkið sé ekki sem skyldi virðast þó flestir komast í gegnum þetta þroskaskeið án vandamála. Þegar vel gengur em unglingsárin bæði uppbyggilegur tími, frjó og ánægjuleg ár þar sem einstakling- urinn kynnist styrkleika sínum og aðlagast veikari hliðum. Kynhvötin er vöknuð og setur nýjan blæ á til- veruna. Flestum tekst að fínna sér hæfilega farvegi í tilveranni, mennta sig og finna sér ffamtíðar- stöðu í lífinu, bæði hvað snertir vinnu og kynlíf. Komið hefur í ljós við rannsóknir á íslandi að unglingar em talsvert ólíkir innbyrðis og fer blær ungl- ingsáranna mjög eftir þvi hvar fólk býr og hvers konar lífí er lifað. í sjávarplássum og dreifbýli virðast bömin breytast í fullorðið fólk án mikilla þrenginga, enda em fyrir- myndir þeirra skýrar. Unga fólkið tekur flest snemma upp svipað líf og foreldrar þeirra hafa lifað. En í borg er öðm máli að gegna. Val milii starfsgreina er miklu fjöl- breyttara, nám lengra, samkeppni meiri og lífíð kannski allt flóknara. Þar myndast því miklu frekar af- markaður unglingahópur, sem lifir sérstöku unglingalífí, þróast á ann- an máta og er útsettur fyrir alls konar áhrif, góð eða slæm, frá hópnum. Síðustu árin hefur bæst við nýr meinvaldur, fíkniefni af ýmsu tagi, þar sem áður var aðeins áfengi til að raska lífsferli unga fólksins. Og að sjálfsögðu em fíkni- efnin auðfengnari í borginni. Unglingageðdeild stofnuð Ekki er vafi á því að það em fíkniefnin og hinar geigvænlegu afleiðingar af neyslu þeirra, sem nú hafa orðið til þess að stjómvöld hafa ákveðið að koma upp ungl- ingageðdeild við Landspítalann. Það hefur verið stofnunum þeim sem fyrir em f landinu um megn að veita fíknisjúkum unglingum við- hlítandi meðferð og lýðum hefur orðið ljóst hversu hætt er við að fíknisjúkdómar unglinganna nái að þróast óhindrað. Astæða er til að taka fram að í starfi sjúkrahúss- deildar af þesu tagi er nauðsynlegt að taka með í reikninginn að orsak- ir geðtruflana em einatt af líkam- legum, lífeðlisfræðilegum toga. Fjölbreytt verkefni Greining og meðferð á fíknisjúk- um unglingum er eitt af hinum sjálfsögðu hlutverkum unglinga- geðdeildár, en hlutverk unglinga- geðdeildar beinist að fleim. Raunar telst fátt af þeim tmflunum, sem verða í lífi unglinga, geðlæknum óviðkomandi, hvorki skólavandamál þeirra, afbrot eða fjölskylduvanda- mál. Unglingageðlæknirinn á að hafa til að bera kunnáttu, þjálfun og áhuga, sem getur komið til góða öllum unglingum, sem em í vanda staddir og umhvefí þeirra. Að baki þeim röskunum sem fram koma á þessu þroskaskeiði geta legið margvíslegir sjúkdómar, líkamlegir og andlegir, vægir og alvarlegir. Greining og meðferð Eins og gerist í læknisþjónustu yfírleitt er verkefni sérfraeðingsins að byija á því að greina sjúkleikann og velja honum sfðan viðhlítandi meðferð. Þegar um er að ræða greiningu geðsjúkdóma þurfa margir sérfræðingar að ieggjast á Páll Ásgeirsson eitt á þann máta, sem kallaður er teymisvinna. Þar skipta með sér verkum geðlæknar, sálfræðingar, kennarar og félagsráðgjafar, auk þess sem sérhæfðir hjúkmnarfræð- ingar, iðjuþjálfar, listþjálfar og uppeldisfræðingar bætast við þegar að meðferð kemur. Vægar truflanir og djúpstæður vandi Sjúkleiki sá sem kemur í ljós getur verið allt frá vægum hnökr- um, sem myndast hafa í lífi ungl- ingsins, til djúpstæðra traflana. Meðferð verður af ýmsu tagi. Stundum tekst að kippa í lag vand- ræðunum, jafnvel með einu viðtali við unglinginn og fjölskyldu hans. En í önnur skipti þarf mikil og tíma- frek rannsókn að koma til áður en ljóst verður hvemig meðferðinni á að haga. Stundum lýkur rannsókn- inni ekki fyrr en eftir rannsóknar- vistun, innlagningu eða dagvistun í nokkrar vikur. Staðgóð rannsókn fyrir meðferð Höfuðáhersia er lögð á staðagóða rannsókn áður en meðferð hefst. En ekki tekst alltaf að haga vinn- unni á þann hátt þar sem truflanir unglinga ber einatt svo brátt að að vista þarf þá strax. Það er einkum við þunglyndi sem leiðir til sjálfs- morðstilrauna. Því miður virðast sjálfsmorðstilraunir ungs fólks fær- ast talsvert í vöxt á Islandi jafnt sem erlendis. Engu er jafnvel lfkara en slíkar tilraunir komi sem faraldr- ar. Þegar svo ber undir er unglinga- geðdeild að sjálfsögðu nauðsynleg, bæði til að bjarga mannslífum og til þess að reyna að grípa inn í öfug- þróun unglinga, sem birtist í formi alvarlegs þunglyndis. Rannsókn hefst yfirleitt á þann máta, að unglingurinn kemur í göngudeild með sínum nánustu. Oft kemur hann þó einn og vill ek!:i afskipti fjölskyldu. Stundum reyn- ast vandamálin einföld og úrlausn þeirra hefst samstundis, en oft verð- ur raunin sú, að nánari rannsóknar er þörf. Þá er hægt að beita ýmsum aðferðum. Einkasamtöl við hina ýmsu fjölskyldumeðlimi em einatt nauðsjmleg til að fá skýrari mynd af orsakasamhengi. Líkamsrann- sókn er einnig framkvæmd og oft er gripið til sálfræðirannsóknar. Sálfræðirannsóknin er fólgin í ýmiss konar prófum, sem notuð era til að kortleggja persónuleikann, grcind hans, styrk og veikleika. Taugasjúkdómafræðingar era ein- att kallaðir til vegna spumingar um líkamlegar truflanir á taugakerfí. Oft er þá tekið heilalínurit, röntgen- myndir, tölvusneiðmyndir oggerðar blóðrannsóknir. Stuttar innlagnir Um meðferð þunglyndis, jaftivel eftir sjálfsmorðstilraun, gildir sama höfuðreglan og við meðferð annarra geðtmflana. Sú regla er, að láta unglinginn dveljast stutt í sjúkra- húsinu, reyna að grípa sem minnst inn í líf hans, koma honum aftur í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.