Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 Héðinn ekki í hópnum ÞAÐ vekur óneitanlega athygli 'pegar rennt er yfir landsliAs- hópinn sem nú er að fara út að Héiðinn Gilsson er ekki íhópnum en hann á trúlega fyllilega heima f þessu liða. Hann er nógu ungur og hefur sýnt f leikjum með FH og f þeim 6 landsleikjum sem hann hefur leikið að hann á heima f þessu liði. Við hittum Viggó Sig- urðsson þjálfar i æfingu f gær og spurðum hann hvernig stæði á þvf að Héðinn væri ekki f hópn- um. „Hóðinn hefur ekki náð að ein- beita sér á æfingum að undanf- örnu og hefur einnig talað um að hann væri þreyttur -talið þetta of mikið álag- og ég setti hann þess "i»vegna út úr hópnum. Við getum ekki farið með þreytta menn í ferð út þar sem við leikum fimm leiki á þremur dögum," sagöi Viggó. Þaö vekur ef til vill enn meiri furðu að hann skuli ekki vera í hópnum þar sem Viggó er jú þjálf- ari FH-inga. Greinilegt að Viggó tekur þjálfarastarfið alvarlega og hyglir sínum mönnum ekkert. Hann er ákveðinn í að ná langt með liðið. En hversu langt telur hann að liðið geti náð á mótinu? „Við erum að gera okkur vonir um annað sætið en það veröur erfitt. Svíar eru með lang sterkasta liðið í þessum aldursflokki og síðan hefur okkur alitaf gengið erfiölega með Norðmenn og reyndar aldrei unniö þá í 18 ára landsleikjum og þetta eru nú þeir strákar sem eru komnir upp í 20 ára liðið. Það gæti alveg eins verið að við lennt- um í 4. sæti. Þaö er alltaf sama vandamálið með að fá hópinn saman. Við kom- um saman á sunnudaginn síðasta fyrir þessa ferð en erum aö vísu búnir að æfa vel alveg frá því i ágúst. Höfum æft saman einu sinni í viku og strákarnir hafa verið mjög áhugasamir. Ef við náum 2. sætinu úti og komumst á heimsmeistaramótið sem verður á næsta ári þá er búiö að lofa strákunum keppnisferð í sumar til aö æfa fyrir það mót og þeir ætla að gera allt sem þeir geta til að komast í þá ferð. Undan- keppni HM verður í apríl og maí en það er ekki enn búið að ákveða hvernig sú keppni fer fram, hvort það verður leikið heima og heiman eða eitthvað annað fyrirkomulag." Morgunblaðlð/Bjami • Landsliðið f handknattleik sem heldur utan f dag. Aftari röð frá vinstri: Ingvar Viktorsson og Egill Bjarnason, landsliðsnefndarmenn, Árni Friðleifsson, Gunnar Beinteinsson, Sigurjón Siguyrðsson, Óskar Helgason, Þórður Sigurðsson, Jón Kristjánsson og Viggó Sigurðsson, þjáffari. Fremri röð frá vinstri: Hafsteinn Bragason, Pétur Petersen, Frosti Guðlaugsson, Guðmundur A. Jónsson, Hrafn Margeirsson, fyrirliði, Bergsveinn Bergsveinsson, Halfdán Þórðarson og Bjarki Sigurðsson. Landslið U—20: Norðurlandamótið hefst á morgun ÍSLENSKA landsliðið, skipað leik- mönnum 20 ára og yngri, heldur til Noregs í dag en þar mun iiðið taka þátt f Norðuriandamótinu 8em þar fer fram dagana 17-19 október. Viggó Sigurðsson þjálfari liðsins hefur valið 14 leikmenn til fararinn- ar. Þrír markverðir eru í hópnum, þeir Hrafn Margeirsson úr ÍR en hann er jafnframt fyrirliði liðsins, Bergsveinn Bergsveinsson úr FH og Guðmundur A. Jónsson úr Fram. Aðrir leikmenn eru: Gunnar Beinteinsson, FH, Frosti Guð- laugsson, ÍR, Pótur Petersen, FH, Sigurjón Sigurðsson, Haukum, Óskar Helgason, FH, Jón Kristjáns- son, KA, Arni Friðleifsson, Víkingi, Hafsteinn Bragason, Störnunni, Bjarki Sigurðsson, Víkingi, Þórður Sigurðsson, Val og Hálfdán Þórð- arson úr FH. Liöið leikur fimm leiki á þeim þremur dögum sem mótið stendur og fyrsti leikurinn er gegn Svíum sem eru langsterkastir í þessum aldursflokki. Síðar á morgun leika þeir gegn Færeyingum og á laug- ardaginn verða tveir erfiðir leikir. Fyrst gegn Dönum og síðan gegn Norðmönnum. Síðasti leikurinn veröur síðan á sunnudaginn og þá mæta strákarnir Finnum. Landslið okkar í þessum aldurs- flokki er orðið nokkuð leikreynt þvi samtals hafa leikmenn liðsins leik- iö 135 landsleiki. A-landsleikir leikmanna eru 12 talsins, 49 leikir með 20 ára liðinu og 74 með 18 ára liðinu. Leikreyndastur er Árni Friðleifs- son úr Víkingi, áður með Gróttu, en hann hefur leikið 12 landsleiki með 18 ára liðinu, 10 með 20 ára liðinu og 9 með A-landsliöinu eða samtals 31 landsleik. Árni og Sig- urjón Sigurðsson úr Haukum eru einu leikmennirnir sem leikið hafa A-landsleik en Sigurjón hefur leikið þrjá. Sjö úr þessum hópi, eða helm- ingur liðsins, hefur leikið með 20 ára liðinu áður en þó er iiðið mjög ungt, margir strákar sem eru þarna að leika sína fyrstu leiki með þessu liði. Hálfdán Þórðarson úr FH er eini leikmaðurinn sem ekki hefur leikið landsleik, hvorki meö 18 ára eða 20 ára liðinu. Morgunblaðlð/Óskar Sœmundsaon • Verðlaunahafar f Skólamótinu f golfl með verðlaun þau sem þeri fengu frá Emi og örtygi. Frá vinstri eru Sigtryggur Hilmarsson, Jón Þ. Rósmundsson, Jón H. Karlsson, Kari Ó. Karisson, Sigurjón Arnars- son, Úifar Jónsson og Jónas Guðmundsson. Skólamótið ígolfi: Sigurjón meistari Skólamótið f golfl, hið annað f röðinni, var haldið á golfvelli Golf- klúbbs Reykjavfkur sfðastliðin sunnudag og tóku 37 kylfingar þátt f mótinu sem fór vel fram f alla staði. Að þessu sinni var keppt í ein- staklingskeppni og um leið sveita- keppni. Skólameistari árið 1986 varð Sigurjón Arnarsson úr MS en hann lék á 78 höggum. íslands- meistarinn frá Hafnarfirði, Úlfar Jónsson, varð annar á 79 höggum en hann keppti fyrir Flensborg. Tveir MS-ingar, Jón H. Karlsson og Jón Þ. Rósmundsson, urðu næstir en þeir léku báðir á 81 höggi. f keppninni með forgjöf sigraði Sigtryggur Hilmarsson úr MR á 70 höggum, Jón Þ. Rósmundsson varð annar á 71 höggi og Jónas Guðmundsson úr VI þriðji á 73 höggum. Sveit Menntaskólans viö Sund (MS) varð hlutskörpust í sveita- keppninni en sveitina skipuðu þeir Sigurjón Arnarsson, Jón H. Karls- son og Karl Ó. Karisson. Greinilega miklir kylfingar í MS. Leiðrétting í handboltablaðinu okkar í gær var rangt farið með föðurnafn eins leikmannanna. Þorlákur M. Árna- son úr KR var sagður Arnarson og er það hér með leiðrótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.