Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 23 skóla eða í vinnu, en halda meðferð áfram í göngudeild. Ef unglingur- inn dettur langan tíma út úr venjulegu lífi getur það haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar í formi röskunar á félagsþróun hans og Qölskyldutengslum. Fjölbreyttar aðferðir Sem betur fer ráða unglingageð- lækningar nú yfir næsta fjölbreytt- um aðferðum til að bæta úr geðtruflunum. Þær aðferðir eru ýmsar tegundir samtalsmeðferðar, kennslufræðileg meðferð, vinnu- þjálfun, aðstoð við sjálfstæða búsetu svo eitthvað sé nefnt auk lyQameðferðar. Þótt lyf ráði einatt baggamun við meðferð geðsjúkl- inga er þeim yfirleitt lítið beitt við unglinga og böm. Allavega eru aðrar aðferðir oftast notaðar áður en gripið er til lyfja. En þegar um er að ræða djúpt þunglyndisástand þarfnast sjúklingamir lyQ'a til að komast sem fyrst úr lægðinni. Af- leiðingin verður gjaman sú, að sjúklingurinn kemst í gang með sitt venjulega hversdagslíf mun fyrr en ella. Geðklofi, sem einmitt bytjar oft á unglingsárum, þarfnast lang- varandi lyfjameðferðar. En því skyldi ekki gleyma, að samtalsmeð- ferð þarf einnig að beita við sjúkl- ingana. Þó er óhætt að segja, að grund- völlur allrar meðferðar bama og unglinga er þroskasálfræðilegt sjónarmið, þar sem tekið er tillit til alls, sem í dag er þekkt um það hvemig einstaklingurinn þróast allt frá getnaði og þar til fullorðinsaldri er náð. Og síst skyldi gleyma þvi í greiningu og meðferð, að sjúkling- urinn er hluti af stærri félagslegri heild, Qölskyldu, skólakerfi eða vinnustað. Við meðferð vandamál- anna þarf ávallt að veita þessu nánasta umhverfi aðstoð. Oftast er það í formi fjölskyldumeðferðar, en á því sviði hafa miklar framfarir orðið á undanfömum 10—20 árum. Einnig er skólum og vinnustöðum oft veitt aðstoð við að takast á við vandamál unglinga, þar sem aðlög- unin er ekki sem skyldi. Sérhæfðir kennarar mikilvægir Einn hluti unglingadeildar er sér- hæfður skóli. Sérhæfðir kennarar starfa bæði við könnun á vand- kvæðum unglinganna í upphafi og taka að sér mikilvægan þátt í með- ferðinni. Námserfiðleikar og skóla- þroski eiga afar oft þátt í vandkvæðum sjúklinganna. Sér- kennsla þarf oftast að koma til við meðferð svo að unglingurinn geti að nýju náð sér á strik í lífinu. Aðlögun að atvinnulífi Vinnuþjálfun er oft talin sjálf- sagður hluti af meðferð unglinga- geðdéildar. Henni er einkum beitt við að koma eldri unglingum út í atvinnulífið ef skólaganga er ekki lengur talin henta. Við hana starfa saman iðjuþjálfar og iðnaðarmenn að því að finna unglingnum stað á vinnumarkaði. Meðferðin er fólgin í að gefa honum tækifæri til að rejma ýmis verk í vemduðu um- hverfi áður en tilraunir hefjast til starfs í atvinnulífínu. Það reynist einatt mögulegt að koma talsvert trufluðum einstaklingum í starf á þann hátt. Ráðgjöf til annarra stofnana Einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi unglingageðdeildar er fólginn í sérfræðirannsóknum og ráðgjöf til annarra stofnana, sem fást við unglinga, sem hlekkst hefur á í þroska sfnum. Slíkar stofnanir eru til dæmis önnur sjúkrahús eða deildir, dómsvald og fangelsi, skólar og meðferðarheimili. Á ýmsar sjúkrahúsdeildir leggjast unglingar með líkamlega sjúkdóma eða skadd- anir, þar sem geðrænar truflanir eiga meiri og minni þátt í að hindra fullan bata. Þar er ekki síst að nefna fómarlömb hinna mörgu slysa með- al unglinga. Slys geta lagt fullkom- lega í rúst framtíðaráætlanir þeirra, skólanám eða atvinnuhorfur. Marg- ir unglingar lenda þá í þrengingum, sem erfitt er að takast á við nema með sérfræðilegri aðstoð geðlækna. Sérhæft fóstur Eins og flestum er kunnugt fara afbrot unglinga vaxandi. Þeir aðil- ar, sem fyrst verða að takast á við afbrotaunglinga þurfa mjög á mati geðlæknis að halda er ákvarða þarf meðferð málsins. Með því að fá strax aðstoð geðlæknis má oft kom- ast hjá því að afbrotaferillinn verði lengri. Því miður er það staðreynd, að afskipti yfirvalda verða stundum til þess að festa unglingana á af- brotaferlinum með því að einangra þá í félagsskap svipaðra unglinga, sem dýpra em sokknir. Athyglis- verðar tilraunir hafa verið gerðar til dæmis í Danmörku og Banda- ríkjunum þar sem sérþjálfaðir fósturforeldrar taka að sér „vand- ræðaböm" og tekst einatt með faglegum vinnubrögðum að stöðva öfugþróun betur en nokkrum stofn- unum. En til þess að svo megi verða þarf að vera kerfi fagfólks, sem er tilbúið að grípa inn í ef vandkvæðin verða fósturforeldrunum um megn. Og að sjálfsögðu verður að vera fyrir hendi þjálfun fyrir slíka fóstur- foreldra auk þess sem þeir verða að fá réttmæta greiðslu fyrir vinnu sína með unglingana. Að sumu leyti gildir hið sama um unglinga sem byijaðir em á neyslu fíkniefna. Áður en þeir em orðnir of langt leiddir má stöðva öfugþróun þeirra með sérhæfðum fósturheimilum. Fíknisjúkdóminn má þá stöðva áður en unglingurinn festist um of í hópi unglinga sem eiga við sams konar vanda að stríða. Meðferð fíkni- sjúkra unglinga Eitt helsta áhyggjuefni við með- ferð unglinga hefur lengi verið það, hversu illa langt leiddir fíknisjúkl- ingar taka meðferð og það hversu lítill árangur einatt næst við með- ferð þeirra. Fíknisjúklingamir em oft fólk sem löngum hefur vanist því að berjast fyrir að fullnægja þörfum sínum og beita aðstandend- ur sína og meðferðaraðila ýmiss konar brögðum. Sjúkrahúsdeild og meðferðarheimili hafa stundum orðið að lýsa yfir vissri uppgjöf gagnvart þessum erfíðu sjúkling- um. Hins vegar hafa á undanföm- um ámm verið að þróast aðferðir sem virðast ætla að gefa betri_ árangur í ákveðnum tilvikum. Á Norðurlöndum em þessar aðferðir kenndar við Hassela, sem er með- ferðarheimili í Upplöndum í Svíþjóð þar sem byijunin átti sér stað. Þangað vom tekin fíknisjúk ung- menni sem framan af voru svipt frelsi sínu og dvelja í meðferð a.m.k. .m Vz—2 ár. Starfsmenn em ekki endilega fagfólk, heldur fólk sem er tilbúið að helga sig endur- uppeldi unglinganna og eyða öllum tíma sínum í þeirra þágu. Allur hversdagurinn, allur sólarhringur- inn, er notaður til að hjálpa ungmennunum til að aðlagast fyrst hinu litla samfélagi á heimilinu og síðan samfélaginu I kring. Gagn- stætt því sem áður tíðkaðist em þessi meðferðarheimili ekki staðsett í einangmn heldur á stöðum þar sem unglingamir geta haft sam- skipti við eðlilegt fólk í nágranna- þorpi og skólum, sótt skemmtanir og félagslíf þegar bati þeirra leyfir slíkt. Þannig verður mögulegt að aðlaga unglingana eðlilegu sam- félagi stig af stigi. Greining og afeitrun fíknisjúkra unglinga Ekki er ólíklegt, að meðferðar- heimili af þessu tagi verði komið upp hérlendis fyrir þá unglinga sem ekki nægir meðferð af öðm tagi. En ef af slíku verður má ekki gleyma því höfuðatriði sem er að val á sjúklingum fari fram á senx faglegastan máta og að sem nán- ustu samstarfi verði komið á við unglingageðdeild, sem sæi annars vegar um sjúkdómsgreiningu og hins vegar um afeitmn sjúkling- anna fyrir vistun. Hætt yrði við að reksturinn ræki í strand ef þessa yrði ekki gætt sem skyldi. Sem betur fer er komin ríkuleg reynsla . af þessari starfsemi á Norðurlönd- um sem ætti að geta orðið okkur stoð við að hrinda henni í fram- kvæmd. Lokaorð í þessari grein hefur verið minnst á margt sem fróðlegt getur talist fyrir lesanda, sem áhuga hefur á vandamálum unglinga og þeim hætti, sem unglingageðdeild ætti að geta átt þátt í að draga úr vanda- málunum. Ekki er vafi á að ástæða hefði verið til að minnast á ýmis- legt fleira. En sviðið er stórt og viðfangsefni unglingageðlækninga víðtækt. Umræðunni er ekki lokið þótt minnst hafi verið á sitthvað. Vonandi hjálpa þessi orð þó ein- hveijum lesendum við áframhald- andi umræðu. Höfundur er yfirlæknir við Bama og ungUngageðdeiId Landspítal- ans, Geðdeild Bamaspítaia Hringsins við Dalbraut PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS SJÁLFSTÆÐISMENN í REYKJAVÍK Ágætí kjósandi, Stuðningur þinn við Maríu E. tngva- dóttur í prófkjöri sjálfstæðlsflokksins i Reykjavík er viðurkenning á þeirrl þekklngu og reynslu sem María hefur aflað sér í gegnum störf sín sem viðsklptafræðlngur. Sú þekklng og reynsla mun nýtast vel við lausn þelrra mála sem koma tll kasta Alþlngls. Máflutningur Maríu einkennist af raunsæi og þekkingu: Réttlát skattiagning Skattar eiga ekki að vera byröi þeim lægstlaunuðu, né eiga þeir að draga úr vilja fólks til að afla sér tekna og verja fé sínu til eignamyndunar. Framhald átaks í húsnæðismáium Nýja húsnæðismálalöggjöfin er stórt skref i þá átt að auðvelda fólki að eignast þak yfir höfuðið. Árangursríkara væri að lán fylgdi lántaka og lánsupphæö veröi þaö há að ungt fólk, sem er að byrja sinn búskap, geti fest kaup á ibúð án þess að sjá fram á strit og erfiðleika öll fyrstu búskaparárin. Einstaklingurlnn fál notlð sín Sjálfstæðisflokkurinn setur traust sitt og trú á einstaklinginn og telur að þannig fái frumkvæði hans, framkvæmdaþróttur og kapp best notið sín. Fólk verði að fá notið ávaxta erfiðis síns og sjái tilgang í þvi að leggja sig fram. Þannig miðar þjóðfélaginu hraðast fram á veg. María E. ingvadóttlr er traustur máisvarí sjálfstæðlsstefnunnar og verðugur fulltrúi SJálfstæðisflokkslns á Alþlngi. Tryggjum Maríu öruggt sæti í prófkJörtnu 18. október. Stuðningsmenn. /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.