Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 Leikfélag Reykjavíkur: „Rétti tíminn til að skipta um starf “ - segir Stefán Baldursson leikhússtjóri STEFÁN Baldursson leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Halldórsson, handritafrœðingnr, sýndi Shultz handritin f Árnastofnun sl. sunnudagskvöld og sagði Ólafur að áhugi hans hefði greinilega verið mikill enda hefði þetta verið þriðja tilraun hans til að sjá þau Shultz í Árnastofnun GEORGE Schultz, utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, lét það verða sitt sfðasta verk áður en hann hélt úr landi sl. sunnu- dagskvöld eftir stffa fundi þeirra Reagans og Gorbachevs að skoða Árnastofnun. Ólafúr Halldórsson, handrita- fræðingur, sagðist hafa sýnt Shultz bæði Flateyjarbók og Eddukvæði ásamt öðrum merkum handritum okkar íslendinga. Ólaf- ur sagði að þetta hefði verið þriðja tilraun Shultz til að fá að sjá handritin okkar. Fyrst hefði hann ætlað að koma þegar hann var hér á ferð fyrir nokkrum mánuð- um en hafði þá ekki tíma, síðan var Shultz búinn að ákveða að heimsækja Ámastofnun sl. fostu- dag, en Reagan hefði þá neitað honum um fríið, en Shultz kom við í stofnuninni um kl. 21.00 á sunnudagskvöld rétt áður en hann hélt af landi brott, en þá hafði hann nýlokið við að svara spum- ingum blaðamanna. Fimmtíu og fimm milljónir í Kvikmyndasjóð: „Menmngarsögu- legur viðburður“ -segir Guðbrandur Gíslason framkvæmdastjóri sjóðsins Á FJÁRLÖGUM er 55 milljónum króna úthlutað til Kvik- myndasjóðs, upphæðin er töluvert hærri en í fyrra, en þá fékk sjóðurinn 16 milljónir til úthlutunar. Guðbrandur Gísla- son framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs segir þetta menning- arsöguiegan viðburð og beri vott um að stjórnvöld geri sér grein fyrir mikilvægi íslenskrar kvikmyndagerðar. „Við fengum úthlutað 16 millj- ónum í fyrra“ sagði Guðbrandur, „en fyrir harðfylgi Sverris Her- mannssonar fengum við 10 millj- ónir til viðbótar á þessu ári. Á fjárlögum á næsta ári er 55 millj- ónum króna veitt til kvikmynda- gerðar og eru þetta menningar- söguleg tíðindi fyrir okkur íslendinga. Nú kemur það í ljós að stjómvöld gera sér grein fyrir því að íslensk kvikmyndagerð má ekki fara halloka þegar yfir okkur er að hellast meira magn af er- lendu myndefni en nokkru sinni fyrr, frá nýjum sjnvarpsstöðvum, í gegnum gerfíhnetti og á mynd- bandamarkaðinum. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra og Þorsteinn Páls- son fjármálaráðherra beittu sér fyrir því að þessi hækkun varð á fjárveitingunni og eiga allan heið- ur skilið fyrir það. Þetta eru tímamót fyrir íslenska kvikmynda- gerð, hingað til hefur hún verið í fjársvelti, menn hafa framleitt kvikmyndir og farið á hausinn. Það hefur mikið menningargildi fyrir okkur íslendinga að geta framleitt kvikmyndir sjálfír sem endurspegla íslenska reynslu, íslenskan hugarheim, land og þjóð og skapa þannig mótvægi við er- lent myndefni. Sumir neftia þessa ákvörðun Hólaprent hið nýja, þegar Guð- brandur nafni minn Þorláksson kom með Hólaprentsmiðjuna til landsins og prentaði biblíuna, hafði það geysilega víðtæk áhrif, varð til þess að halda íslenskri tungu við og þar með íslenskri menningu. Þessi ákvörðun stjóm- valda núna stefnir í sömu átt. Guðbrandur Gíslason Þetta er ekki aðeins fagnaðarefni fyrir kvikmyndagerðarmenn í landinu, heldur alla þá sem unna íslenskri menningu. Við eigum mikið af hæfu fólki hér á landi sem kann kvikmyndagerð og hefur aldrei fengið tækifæri til að leggja sitt af mörkum í þessari listsköp- um, en nú býðst þessu fólki betra tækifæri en nokkru sinni fyrr. Við munum leggja enn meiri áherslu á það en áður að styrkja menn vel til að þeir geti leyst þessi verk- efni af hendi, í stað þess að ýta mönnum á flot og láta þá síðan sigla í kaf.“ Umsóknarfrestur í kvikmynd- asjjóð rennur út 1. desember og þá tekur úthlutunamefndin til starfa. Kostnaður ríkisins 640 milljónir króna ÍIRSKURÐUR kjaradóms nm kjör starfsmanna innan BHMR og gerð sérkjarasamninga hækk- ar útgjöld ríkissjóðs um 640 miHjónir króna á þessu ári, tun- fram það sem gert var ráð fyrir í endurskoðuðum fjálögum frá þvi í mars í vor. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyr- ir árið 1987, sem lagt var fram á mánudaginn var. Alls eru útgjöld talin hækka um 2.350 milljónir króna frá því sem var í frumvarpinu endurskoðuðu og auk þessara 640 milljóna króna, hækkuðu tryggingabætur um 500 milljónir króna vegna kjarasamn- inganna frá því í febrúar í vetur. Samkvæmt íjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að ríkis- sjóður selji skuldabréf að upphæð 500 milljónir króna. Sigurgeir Jóns- son, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, sagði að vextir á skuldabréfunum yrðu ekki ákveðnir fyrr en þau yrðu boðin til söiu á næsta ári og markaðsaðstæður þá myndu ráða vaxtakjörunum. Sigur- geir sagði að einnig væri gert ráð fyrir að ríkissjóður seldi víxla á næsta ári að upphæð 100-200 millj- ónir, en tilraun með slíka sölu var einnig gerð á árinu 1984. Sigurgeir sagði að ennþá væri ekki ákveðið með hvaða hætti yrði staðið að sölu þessara vixla. Hjálparsveitarmenn fyrir framan Höfða að loknum stðrfum við öryggisgæslu vegna Ieiðtogafundarins. Myndin var tekin þegar Kristján Gislason framkvæmdastjóri Radiómiðlunar hf. afhenti Tryggva Páli Friðrikssyni formanni Landssambandi hjálparsveita skáta farsima að gjöf. mun láta af störfum 1. september á næsta ári, þrátt fyrir áskorun samstarfsmanna um að gera það ekki. Umsóknar- frestur rann út 1. október sl. og sóttu þrír um starfið. Hjálparsveitimar fá farsíma að gjöf LANDSSAMBAND hjálparsveita skáta færði aðildarsveitum sinum farsíma að gjöf siðastlið- inn sunnudag i tilefni af 15 ára starfsafmæli Landssambandsins og góðrar rekstrarafkomu á ár- inu. Margar af hjálparsveitunum tóku þátt í öryggisgæslu vegna leið- togafundarins um helgina og var tækifærið notað er henni lauk á sunnudagskvöld og farsímamir af- hentir við formlega athöfti fyrir framan Höfða. Farsímamir eru af tegundinni Dancall frá fyrirtækinu Radíómiðlun hf. í frétt frá LHS segir að Kristján Gíslason fram- kvæmdastjóri Radíómiðlunar hafi við þetta tækifæri afhent samband- inu einn farsíma að gjöf. í frétt LHS segir að aðildarsveitimar 21 séu nú betur í stakk búnar en áður til að takast á hendur margþætt björg- unar- og þjónustustörf. „Ég er búin að vera í þessu starfí í sjö ár og mér fínnst þetta vera rétti tíminn til að hætta," sagði Stefán. „Ég tel óæskilegt að listamenn festist of lengi í stjómunarstörfum. Mér hefur liðið vel hér og fékk reyndar áskorun frá meirihluta starfsmanna um að gefa kost á mér áfram. Staldraði þá aðeins við þegar ég fékk hana í hendumar en þetta varð samt niðurstaðan." Þeir sem sóttu um starf leik- hússtjóra era, Ámi Ibsen, Hallmar Sigurðsson og Þórhildur Þorleifs- dóttir. Stjóm Leikfélags Reylgavíkur mun taka ákvörðun um hver verður ráðinn í lok þessa mánaðar og verður sú tillaga bor- in upp á félagsfundi til samþykkt- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.