Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 36

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Neyðarskipulag Keflavíkur- flugvallar og æfingar á því eftir Guðjón Petersen „En engin áætlun um viðbrögð og vamir gegn vá verður nokkru sinni öflugri en mennirnir sem vinna verkið þegar til alvörunnar kemur. Og engir menn eru hæf- ari til að vinna verkið en þeir sem hafa fengið tækifæri til að öðlast þá þjálfun sem úrlausn verkefn- isins krefst." Árið 1971 hófu Almannavamir ríkisins viðræður við íslensk yfir- völd á Keflavíkurflugvelli og Vamarliðið um samræmt heildar- skipulag vegna hugsanlegs stór- slyss, þar sem mikill fjöldi fólks gæti slasast á eða við Keflavíkur- flugvöll. Leiddu þessar viðræður til þess að hópslysaskipulag fyrir Keflavíkurflugvöll var tekið í notk- un um mitt ár 1971. Hefur það síðan tekið breytingum að fenginni þeirri reynslu og þróun í þjóðfélag- inu, sem hafa haft áhrif á getu og styrk einstakra viðbúnaðaraðila innan þess. Skrifuð áætlun hefur lítið sem ekkert gildi sé hún ekkert prófuð af og til með æfingum og ef þeir sem vinna eiga verkið, þegar og ef til alvöru kemur, fá ekki þjálfun í að starfa innan hennar. Enda hafa þær æfingar sem haldnar hafa ver- ið á áætluninni leitt til þess að þegar hættuástand hefur komið upp vegna flugumferðar á Keflavíkur- flugvelli hafa viðbrögð farið sjálf- krafa af stað samkvæmt skipulag- inu, vegna þjálfunar og þekkingar sem æfíngamar hafa miðlað, en slíkt var ekki fyrir hendi áður. Þær aðgerðir sem fara af stað þegar neyðarskipulag Keflavíkur- flugvallar er virkjað em með þeim víðtækustu og ijölmennustu sem þekkjast í þjóðfélaginu. Á tímabili, sem talið er í mínútum, er virlqað til samræmds heildarstarfs um þús- und manns, ásamt tækjum og búnaði. Þetta fólk sem þannig er virkjað í skyndi er í 60 stofnunum og félagasamtökum auk starfs- deilda Vamarliðsins og myndar með ótrúlegum hraða eina órofa heild- arkeðju, sem hefur það eitt að markmiði að bjarga, líkna, flytja og veita þá bestu umönnun sem hægt er, þeim fómarlömbum sem úr slíku slysi kynnu að koma. Hafa verður einnig í huga að allur þessi flöldi, sem þama kemur til verka, er í stærstum mæli fólk sem aldrei vinnur saman dags daglega. Auk þess er stór hluti þess Vamarliðs- menn, en þeir lúta allt öðm daglegu skipulagi sem hermenn. Sá vandi sem við er að glíma Halldór Halldórsson — Bókin sem varð til vegna leiðtogafundarins ÞI-TTA ERU FERÐAMINNINGAR MANNS SEM HEFUR FERÐAST SVO MÁNUÐUM SKIPIIR UM BANDARÍKIN I Bfl.. I.EST OG FLUCJVÉL. MEDAI. KAFI.A ERU: Bll.TMORE HOUSE, STÆRSTA EINBÝUSHÚS VERALDAR • VIÐ GRÖF BII.l.Y THE KID * RISAFI UGBÁTUR HOWARD HUGHES OG QUEEN MAKY* Á SKEMMTUN HJÁ BOB HOPE* FILMSTJÖRNUR í HOLLYWOOD • STYTTUR OG MINNISMERKI TENGT ÍSl.ANDI • HÚS PRESl.EYS í MF.M PHIS • LÖGREGl.AN í B.ANDARÍKJUNUM • EYJ.A RÍKA FÓLKSINS • ORRUSTUSKIP TIL SÝNIS • í RENO OG l.AS VEGAS • í ÍSLENDINGA BYCiGDUM I' BANDARfKJUNUM OG KANADA • BOYSTOWN í OMAIIA ( NEBRASKA • I YELl.OWSTONE ÞJÓDGARDINUM • Á RODF.O f CODY í WYOMINGRIKI • VEGAKERFIÐ f BANDARfKJUNUM • FLAKKAÐ UM B.ANDARfKIN. — Sérstæð og skemmtileg bók — ævin- týralegur ferðamáti í landi Reagans varðandi æfingar og þjálfanir á skipulaginu felst einmitt í stærð aðgerðanna, hversu víðtæk áhrif þær hafa á daglega starfsemi fjölda fólks og em kostnaðarsamar. Því er reynt að hafa þar hóf á og fylgja tillögum Alþjóðaflugmálastofnun- arinnar, ICAO, um að æfíngar á neyðaráætlunum við alþjóðaflug- velli skuli halda annað hvert ár hið minnsta. Ástæða þessara skrifa er að nokkuð hefur borið á því, bæði í ræðu og riti, að ráðist hefur verið á þessar æfingar og þær kallaðar „leikaraskapur", „skrípaleikur" og að „sömu mistökin endurtaki sig“. Svo var einnig gert í kjölfar æfing- arinnar sem haldin var 8. nóvember sl. Því vil ég fyrir höönd þeirra fjöl- mörgu manna, sem af einlægni og alúð leggja metnað sinn í að halda þessari neyðaráætlun virkri, upp- lýsa almenning frekar um þá þætti æfingarinnar, sem gagnrýndir hafa verið. Við gerð og endurskoðanir á neyðarskipulagi fyrir Keflavíkur- flugvöll, sem stöðugt fer fram, hefur verið byggt á reynslu frá öðmm löndum, þar sem hópslys hafa orðið. Em skýrslur um þau slys skoðaðar og ábendingar um aðferðir og tækni sniðnar að íslenskum aðstæðum. Einnig hefur verið fylgst með hliðstæðum æfing- um erlendis og tekið þátt í umræðum um niðurstöður þeirra. Þegar bomar em saman æfingar erlendis og æfingar hér heima, kemur í ljós að við stöndum öðmm fyllilega á sporði á þessu sviði, og hefur hér náðst umtalsvert betri árangur á sumum sviðum. Sem dæmi má nefna að hinn 26. júlí sl. var fylgst með einni stærstu hóp- slysaæfíngu sem haldin hefur verið í Bandaríkjunum, rétt utan við Washington. Var um víðtæka æf- ingu að ræða þar sem, eins og hér er gert, var verið að þjálfa saman alla þá ólíku hópa, sem inn í slíkar aðgerðir koma. Mátti mikinn lær- dóm draga af þeirri æfíngu, að mati þeirra sem að henni stóðu, en þó kom ekkert þar fram sem ekki hefur verið tekið á hér heima. Þar komu fram svipuð vandamál og svipaðir erfiðleikar í hvernig beri að leysa þau. Það sem þó var merki- legast við þá æfingu var að með henni var í fyrsta skipti í Banda- ríkjunum æft samhæft skipulag borgaralegra og hemaðarlegra að- ila til að bregðast gegn hópslysum, með nýtingu mannafla og tækja beggja aðila, að sögn forsvars- manna hennar. Tóku Almannavam- ir æfingu þessa að miklum hluta á myndband til frekari skoðunar og samanburðar. Því er minnst á þetta atriði hér, að það eru komin 15 ár frá því að slíku samræmdu skipu- lagi var komið á hér á landi milli íslendinga og vamarliðsmanna. Það eru aðallega tvö atriði, sem gagnrýnd hafa verið varðandi hóp- slysaskipulagið á Keflavíkurflug- velli og æfingar á því: í fyrsta lagi að vamarliðsmönn- um séu ætluð hlutverk við fyrstu aðgerðir innan vallarins sem íslend- ingar ættu að annast. Það er gert ráð fyrir fullum styrk íslendinga inn á slysstaðinn. Hins vegar verða menn að gera sér grein fyrir því að virkjunartími íslenska björgun- arliðsins er um 20 mínútur, áður en það getur svarað kalli, sem er mjög gott hjá sjálfboðasveitum. Einnig tekur um 30 mínútur við góð skilyrði að koma greiningar- sveitum og hjálparliði frá höfuð- borgarsvæðinu til Keflavíkurflug- vallar. Þess vegna hvílir meginþungi fyrstu aðgerða innan vallarins á þeim vamarliðsmönnum, sem viðbúnir em á svæðinu að sinna fyrirvaralaust kalli samkvæmt innra skipulagi Vamarliðsins. Rétt er þó að geta þess, að flutningatími greiningarsveitanna frá höfuðborg- arsvæðinu var of langur í umræddri æfingu og mun verða auðvelt að færa það til betri vegar. I öðm lagi ér gagnrýnt að mögu- leikar sjúkrastofnana séu misnýttir og skipulag á dreifingu slasaðra milli sjúkrahúsa í molum. Var þetta nokkuð hitamál varðandi hlutverk sjúkrahússins í Keflavík. Hinn skipulagslegi þáttur þessa máls, hvað varðar hlutverkaskiptingu sjúkrahúsanna í hópslysum, hefur verið í höndum Almannavama ríkis- ins, í samráði við ráðgjafamefnd lækna, sem em tilefndir af land- lækni og læknaráðum Borgarspít- ala, Landakotsspítala og Landspít- ala. Þegar metin er staða sjúkrahússins í Keflavík innan hóp- slysaskipulagsins, koma þrír val- kostir til greina: 1. Að sjúkrahúsið sendi lækna sína á slysstað til greiningar. Sá kostur er vænlegur vegna nálægðar, en með því skerðist vemlega móttökugeta sjúkra- hússins, þar sem læknar þess em famir á vettvang til grein- ingarstarfa. 2. Að sjúkrahúsið taki að sér að vera II. greiningarstöð á móti sjúkrahúsi flotans á Keflavík- urflugvelli og álagi verði dreift jafnt milli þeirra. Tel ég það skynsamlegasta kost- inn út frá reynslu síðustu æfingar, vegna þess að auk- inn hraði við björgun, fyrstu- hjálp og greiningu á slysstað krefst þess að II. greiningar- aðstaða verði styrkt. í annan stað veldur það hættu á að dreifíng slasaðra verði ósam- ræmd þar sem hún færi fram frá tveimur stöðum og þyrfti að skoða það sérstaklega. 3. Að sjúkrahúsið verði móttöku- og aðgerðasjúkrahús fyrir slasaða, eins og gert var í æfingunni 8. nóvember sl. Grófelga áætlað væri þá eðli- legt að um 5% slasaðra fæm þangað miðað við stærðar- hlutföll spítalanna sem um ræðir. Þegar kemur að framkvæmd á greiningu slasaðra í greiningarstöð II á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt áætluninni, er um hreint læknis- Ritgerð um viðhorf Laxness ALMENNA bókafélagið hefur gefið út bókina „Eina jörð veit ég eystra" — Halldór Laxness og Sovétríkin eftir Sigurð Hróars- son. „Eina jörð veit ég eystra" er ritgerð um Halldór Laxness og viðhorf hans til Sovétríkjanna á tímabilinu 1930 og fram yfir 1960 og hvemig þetta viðhorf breytist. Höfundurinn, Sigurður Hróarsson, er ungur bók- mennta- og íslenskufræðingur. Á þessu tímabili — frá rússnesku byltingunni og fram að stríði, löðuð- ust mareir rithöfundar bæði í Evrópu og Ameríku að kommún- isma. Þeir töldu hann veita svör við flestum aðkallandi spumingum samtímans og framkvæmd hans í Sovétríkjunum væri lausn veraldar- vandans. í þessum hópi var Halldór Laxness. Þessi þáttur í sögu Lax- ness er saga um óvenjulegt hrif- næmi „saga glæstustu vona og sámstu vonbrigða" eins og ritgerð- arhöfundur kemst að orði. Bókin er 202 bls. að stærð, gefin út sem kilja. Vinnslu bókarinnar annaðist Prentstofa G. Benedikts- sonar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.