Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 73

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 73 i Mikilsverðar upplýsingar Framangreind gagnasöfnun hef- ur veitt ómetanlegar upplýsingar um laxastofninn í íslenskum ám. Veiðiskýrslur gefa glögga mynd af stofninum sjálfum, skiptingu hans í stærðir, ársfísk og eldri físk, styrk- leika hvers árgangs og göngutíma. Hreisturlestur leiðfr í ljós aldur físksins og rafveiði seiða veitir vitn- eskju um ástand þess hluta stofns- ins sem dvelur í ánni. Öll sú þekking sem fæst með fyrrgreindum hætti, gerir mögulegt að leggja fískifræði- legt mat á stöðuna og þar með grundvöll að ákvörðun um fram- haldið. Að sjálfsögðu hefur þurft að áætla veiði í ýmsum ám og hjá ein- staklingum til þess að heildartala laxveiði væri sem næst því rétta. Hlutfall áætlaðrar veiði í heildar- veiði fór að sjálfsögðu minnkandi eftir því sem skil veiðiskýrslna bötn- uðu með árunum. Þá hefur vitn- eskja sem síðar fékkst um veiði í mám, sem áætla þurfti veiði í fyrr á árum, gert kleift með samanburði við aðrar ár, að endurbæta áætlun- artölur fyrri ára. Fyrir hendi er því heillegt yfírlit, vegna skýrslusöfíi- unar Veiðimálastofnunar, um árlega veiði í laxveiðiánum hér á landi frá 1946 til þessa. Þess má geta, að nokkrar vísindaritgerðir og margar greinar af því tagi hafa verið skrifaðar af starfsmönnum Veiðimálastofnunar, m.a. á grundvelli þeirra upplýsinga úr skýrslusöfnun stofnunarinnar sl. 40 ár. Þá má m.a. nefna af þessu tilefni ritgerðir Dennis L. Scamecc- hia, sem er bandarískur fískifræð- ingur og hefur unnið hér á landi sem styrkþegi. Ritgerðirnar flalla um: 1) „Kynþroskaaldur íslenska laxastofnsins" (1983), 2) „Áhrif sjávarhita á afkomu íslenska laxa- stofnsins" (1984) og 3) „Spá um afkomu tveggja vetra laxa í íslensk- um ám“ (1984). Ritgerðir þessar birtust allar í vísindaritinu „Canad- ian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences. 80000-1 75000 70000 65000 F 60000 J ö 55000- D 50000- 1 45000- L 40000 X 35000- A 30000 25000- 20000- 15000 lOOOO- 5000- O 1945 LAXOEIÐIFENGUR A ÍSLANDI 1946-1986 Stangveiði og netaveiði / / 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 *RTAL Árlegt laxveiðiyfirlit Árlega hefur verið birt á vegum Veiðimálastofnunar opinberlega skrá um laxveiðifeng hér á landi. Gerð hefur verið grein fyrir heildar- veiði og skiptingu hennar í neta- veiði, stangveiði og hafbeit. Tíundaður hefur verið veiðifengur eftir kjördæmum og greint frá stangveiði í um 100 laxveiðiám hér á landi og meðalþyngd á laxi í hverri á. Með grein þessari birtist línurit um laxveiðifenginn hér á landi frá 1946 til 1986. Hann skiptist í stang- veiði og netaveiði annars vegar og hafbeit hins vegar, frá árinu 1966 þegar hafbeitarlaxinn kom til sög- unnar. Á línuritinu má sjá þá miklu aukningu sem orðið hefur á lax- veiði hérlendis á téðu tímabili. Þó kom töluverð lægð í laxveiðina um og eftir 1980 eða á tímabili hinna þriggja köldu ára: 1979, 1981 og 1983. Hins vegar bætti veiðin sig verulega 1985 og enn varð stórgóð aukning 1986, eins og línuritið sýn- ir ljóslega, er gaf mesta laxveiði- feng sem fengist hefur til þessa hér á landi eða ríflega 91 þúsund laxa. Höfundur er skrifstofustjári lyá Veiðimálastofnun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.