Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 75

Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 75
I MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 75 Elie Wiesel - hlaut frið- arverðlaun Nóbels 1986 Það eru ótrúlega fáir hér á landi friðar og frelsis, sem kannast nokkuð við þennan heimsfræga rithöfund, sem hlaut friðarverð- laun úr hópi rithöfunda á þessu friðarári. Líklega mun þó nafn hans hafa verið nefnt hér í fjöl- miðlum í tilefni þessarar frægðar og þó hefði það viss'ulega verið íslensku þjóðinni til heiðurs, að einhver hans háttlofuðu bóka hefðu birst hér um þessi jól. En vart mun svo verða úr þessu og ekki hafa fjölmiðlar hér gefið hon- um stund til að birta boðskap sinn og sanna á íslensku sína viður- kenndu snilld. Hér skal því reynt að opna „gluggann" aðeins til að minna á að hann sé til og njóti heiðurs meðal þjóða mannkyns og ætti ekki að gleymast þessari fá- mennu en viðurkenndu menning- arþjóð. Það sem hér verður sagt styðst við ummæli viðurkenndra spekinga í tímaritum hér á Norð- urlöndum. Elie Wiesel er ísraelsmaður að ætt og uppruna, fæddur í Rúm- eníu árið 1928. Var í fangabúðum í síðari heimsstyijöld, þótt ungur væri. Missti í ofsóknum þessara hryllilegu ára alla sína nánustu og komst munaðarlaus til Frakk- lands. Hann er nú í Bandaríkjun- um og hefur verið þar lengi. Flestir hafa einhveija hugmynd um að bak við þau fáu orð um upphaf bemsku og æsku Elie Wiesels eru skuggar hryllilegustu ofsókna og hermdarverka mann- kynssögunnar. Kemur þar allt hið versta til greina: Fangabúðir, þrælavinna, niðurlæging, kúgun, pyntingar og fjöldamorð. Allt á hæsta stigi grimmdar og svívirð- inga. Engin þjóð leið þær meira en gyðingar og sú kúgun var einn- ig á háu stigi fram yfir lok heimsstyijaldarinnar, blandin ör- birgð og öllu hugsanlegu ranglæti sem hægt var að beita af blindu valdi allslaust fólk. Flestir stóðu uppi einmana án fjölskyldu, ættingja og vina. Harmar og duldar sorgir nístu allra hjörtu og hugi samofið beiskju og algjörri örvæntingu, sem um varð sagt: „Hvergi á þar nokkur geisli heima.“ Naumast menn, nokkurt fólk, nokkur þjóð mannkynssögunnar, nokkru sinni hafa orðið að þola eða ganga gegnum annan eins harmleik. Það var einmitt þá á tímum eftirstríðs- áranna svonefndu, að þeim birtist „andlegur björgunarmaður“. Það var fyrrverandi fangabúðaþræll, Elie Wiesel, sem kom fram á rit- völlinn með myndir minninganna, minninga um þjáningar, ótta og þrautir fangabúðanna, kúgun og niðurlægingu, grimmd og mann- vonsku, þar sem mannréttindi voru að engu höfð. En enginn núlifandi maður hefur haft önnur eins áhrif til þess að sanna og sýna að jafnvel þetta allt getur eflt og þróað manngildi, dáðir og manngöfgi þeirra sem líða. Hann mófar þeim tilfínningar og lífsskoðun fyrir mannréttindum og verðmætum lífsins að nýju. „Og hann hefur í þrotlausri bar- áttu og óbifanlegri trú á tilgang og fullkomnun lífsins reynt að gefa þjáningunum innihald til þroska öllum öðrum fremur. Og honum hefur tekist það.“ Þetta eða annað svipað segja þeir sem best hafa kynnt sér bækur hans og ritverk. Einn þeirra hér á Norðurlönd- um, Lars Roar Langslet, bók- menntafræðingur, hefur talið hann „merkilegasta rithöfund nútímans" og Áse-Marie Nessi, norskur ritdómari, telur hann „einn þeirra, sem hafí raunveru- lega stigið niður til heljar, en heppnast að stíga upp þaðan til að boða mannkyni jarðar boðskap nýrra og eilífra vona“. Hún segir: „Hann er einn hinna miklu fræð- ara mannkynsins. Lifandi sönnun þess að ljósið verður borgað með þjáningum og er ekki auðkeypt." Elie Wiesel segir sjálfur um rit- verk sín: „Fólk var myrt og kvalið. En í bókunum mínum reyni ég að kalla það til lífs að nýju eða þá að breyta dauða þess í líf. Fólkið þjáðist — ég vil leitast við að gefa þjáningum þess gildi.“ Fyrsta minningarbók hans nefnist „Nóttin", og bókmennta- gagnrýnendur eru sammála um, að hún sé besta ritið, sem skráð hefur verið um Auschwitz og aðr- ar fangabúðir, tjái mesta innlifun og speki. Hann telur það sitt aðal- viðfangsefni og göfgasta mark- mið, að opna augu fólks fyrir því, sem bíður þess, ef það gleym- ist að vera maður. Hann segir ennfremur: „Æðsta skylda mannsins er að fjarlægja þjáning- ar, en auka þær aldrei. Þar er stór sigur jrfir valdi örlaganna, þótt ekki sé nema að breyta einni klukkustund þjáninga í sælu. Sé þjáningunni breytt í athöfn vin- áttu og manngöfgi er hún réttlætt til sigurs." Hann segir ennfremur: „Við verðum að sanna og sýna bömum okkar, að þrátt fyrir allt, sem yfír dynur höfum við varðveitt trúna á okkur sjálf og mannkyn- ið, þótt það sé ef til vill ekki verðugt slíkrar trúar. Samt verð- um við að sannfæra böm okkar og bamaböm um að saga mann- kynsins má ekki enda með uppgjöf og örvæntingu af okkar hálfu.“ Samt finnst Elie Wiesel einn þátt- ur persónuleika manns verri en örvænið. Það er tilfinningaleysi og kæmleysi, „hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu“. „Fátt er aumara og andstyggilegra en hin- ir stöðnuðu áhorfendur að þján- ingum meðbræðra á vegfum lífsins. Með þeirri aðstöðu skapast hinar ægilegustu hörmungar, óhamingja, slys og þjáningar.“ „Okkar eigin þjáningar mega aldrei leiða til hræsni eða haturs til annarra, heldur til samúðar og umburðarlyndis gagnvart þeim sem kúga og kvelja.“ Þannig er boðskapurinn í bók- um Elie Wiesel, allur ljómandi af biðlund og gæsku, vígður barát- tunni fyrir mannréttindum og manngildi hvarvetna í veröldinni, alþjóðlegu bræðralagi, skilningi og friði. „Takmark mitt er,“ segir hann, „að opna hinn ósýnilega heim fortíðarinnar svo sem best má verða, og eignast hann að homsteinum og gmnni framtíðar hins sanna siðgæðis, þar sem hin- um réttlátu og hjartahreinu er aldrei fómað og böm em aldrei látin svelta eða flýja burtu yfír- komin af skelfíngu." Þetta em aðeins nokkrar fá- tæklegar bendingar viðvíkjandi þessum mikla spámanni mann- kyns í dag. Væri ekki menningar- leg nauðsyn að birta eitthvað eftir hann á okkar móðurmáli? Reykjavík, 4. desember 1986. Kemuruppum lacöste þinn góða smekk! LAUGAVEGI 61 - 63 - SIMI14519 Sem jólagjöf er Toyotasaumavélin spori á undan samtímanum Látið Toyotasaumavélina beizla hugarflug ykkar og sköpunargleði og árangurinn verður glæsilegur SÖLUUMBOÐ VIÐ ERUM EINU SPORI A UNDAN TIMANUM: k VARAHLUTAUMBOÐIÐ 5 <otic ÁRMÚLA 23 SÍMAR 685870-681733 KLAPPARSTÍG 31 SÍMI 14974

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.