Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Byggingarmenn og vinnuveitendur: Lítið þokast til samkomulags SAMNINGAFUNDUR með bygg- ingarmönnum og viðsemjendum þeirra hjá ríkissáttasemjara stóð enn um miðnættið og hafði lítið miðað í samkomulagsátt. Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, sagði skömmu fyrir miðnættið að viðræður gengju ekki hratt það augnablikið og lítið væri af viðræðunum að frétta. Hreyfing hefði komist á viðræðumar í fyrrinótt, en síðan hefði ekki ýkja mikið gerst. Hann sagði aðspurður að ekki væri ennþá hægt að nefna ákveðna lágmarkslaunatölu, sem tré- smiðir gerðu kröfu um að komi út úr þessum samningum. Vinnuveitendur hafa boðið bygg- ingarmönnum sömu lágmarkslaun og samdist um við aðra iðnaðarmenn í desembersamningunum. Þá hafa þeir boðið 5% hækkun á uppmælingu og að yfirvinna verði greidd með 1% af mánaðarlaunum í stað eftir- og næturvinnu. Fjögur félög byggingarmanna eru í verkfalli með samtals um 1600 fé- lagsmenn. Verkfallið hófst á miðnætti á þriðjudag. Þá var í gær fundur hjá ríkissátta- semjara með félögum pípulagningar- manna, veggfóðrara, málara og múrara. Vinnuveitendur lögðu þar fram tilboð, sem félögin munu skoða í dag áður en til nýs samningafundar verður boðað. Þessi félög hafa ekki boðað verkfall. Kosningafundur stúdenta: Vmstrimemi ófúsir að ræða lánamálin Á KOSNINGAFUNDI nemenda Háskóla íslands í gærkvöldi neit- uðu Runólfur Ágústsson og Þóra Jónsdóttir efstu menn á framboðslista Vinstrimanna til Stúdentaráðs að svara spumingu um hvaða aðferðum þau hygðust beita til að ná árangri í lánamál- um námsmanna, komist listinn í meirihluta. „Ég ætla ekki að þjarka við andstæðinga mina um þetta mál,“ sagði Runólfur er hann hafði ítrekað verið beðinn að svara spumingunni. Sveinn Andri Sveinsson efsti maður á framboðslista Vöku til Stúdentaráðs sagði í svari sínu við sömu spumingu að kæmist félagið í meirihluta yrði haldið áfram á sömu braut og í vetur. „Við munum áfram fylgja þeirri stefnu að beita réttum aðferðum á réttum tíma. Stúdentar eiga að ganga til samninga þegar stjóm- völd bjóða þá, en móta samstöðu sína til mótmæla ef stjómvöld ganga á bak orða sinna," sagði Sveinn. Umbótasinnar sem hafa haft oddastöðu við meirihlutamyndun í Stúdentaráði undanfarin tvö ár vildu ekki lýsa því yfir fyrir kosn- ingar hvort þeir væru fúsari til samstarfs við Vinstrimenn eða Vöku. Ágúst Ómar Ágústsson fyrsti maður á framboðslista um- bótasinna sagði að afstaða þeirra hlyti að ráðast af því hvaða menn úr röðum andstæðinganna veldust til starfa. Formaður félagsins lét hinsveg- ar svo ummælt að umbótasinnar ætluðu ekki að vinna með öðmm en sjálfum sér. Fundurinn var heldur fámenn- ur. Hófst hann með umræðum um tillögu þess efnis að aflýsa honum. Hún var felld með naumum meiri- hluta. Sjá frétt tun kosningar í Háskólanum og ununæli Jóns Baldvins Hannibalssonar á bls. 39. Morgunblaðið/Bjami Fundurinn var haldinn i Odda Háskóla íslands. íslenskt tölvu- forrít selt á ItaKu ÞRÓUN ARFÉLAGIÐ hef ur styrkt fyrirtækið Hugvirki til að láta þýða tölvuforrit á þýsku, ensku og ítölsku með sölu þar í huga. Hugvirki hefur gert samning við ítalskt sölufyrirtæki fyrir hug- búnað um að setja forritið þar á markað. Skipstjór- ar boða Forrit þetta heitir Húsval og er aðallega ætlað fyrir fasteignasölur til að auðvelda þeim sem leita að húsnæði að finna eign við sitt hæfi. Forritið er skrifað fyrir System 36 vélar sem eru nokkru stærri en venjulegar PC tölvur. Italska fyrirtækið, sem Hugvirki hefur náð samningum við, er talið mjög traust á sínu sviði. Kristján Sigurgeirsson, eigandi Hugvirkis, hefur einnig kannað möguleika á sölu forritsins í Englandi og Þýska- landi Sjá frétt um aðalfund Þróunar- félagsins bls. 31. verkfall Kjartan Jóhannsson um þá sem vilja einhliða kjarnorkufriðlýsingu Norðurlanda: Sömu aðilar og vilja vest- rænt vamarsamstarf feigt Páll Pétursson segir utanríkisráðherra „versta hauk“ Skipsljórafélag íslands hefur boðað verkfall frá og með fimmtudeginum 19. mars næst- komandi, en það er eina félagið sem enn er ósamið við á kaup- skipaflotanum. Viðræður milli þess og viðsemjenda þess hafa staðið yfir að undanförnu, en fyrsti sáttafundurinn hjá ríkis- sáttasemjara verður í dag og hefst klukkan 9. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að skip- stjórum hefðu verið boðnir svipaðir samningar og tekist hefðu við aðra hópa sjómanna á kaupskipunum, en það hafi þó ennþá ekki leitt til lausnar. Þá hafi lífeyrisréttindi blandast inn í umræðumar, en end- anleg lausn á því máli liggi ekki fyrir. KJARTAN Jóhannsson, þingmað- ur Alþýðuflokksins, lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við ein- hliða yfirlýsingu um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum við umræður um skýrslu utanrík- isráðherra á Alþingi f gær. Hann sagði, að þeir sem ákafast berðust fyrir þessari hugmynd væru í flestum tilvikum sömu aðilamir og vildu vestrænt varnarsamstarf feigt. Umræðumar um skýrslu utanrík- isráðherra snemst að miklu leyti um afyopnunarmál og einkum hugmynd- ina um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Við umræðumar sakaði Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, Matt- hías Á. Mathiesen, utanríkisráð- herra, um það, að hafa snúið út úr ályktun Alþingis um afvopnunarmál frá 1985. Hann sagði, að ráðherr- ann, sem verið hefði friðarins maður í öðm embætti, talaði nú og skrifaði eins og „versti haukur.“ Páll Pétursson sagði ennfremur, að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómar- innar um utanríkismál væri megin- áhersla lögð á norrænt samstarf, en svo væri ekki í skýrslu utanríkisráð- herra. Hann lét jafnframt þá von í ljós, að skýrsla utanríkisráðherra á næsta ári yrði með meiri „þjóðlegri reisn" en þessi. Eyjólfur Konráð Jónsson, formað- ur utanríkismálanefndar Alþingis, sagði, að nefndin myndi ræða hug- myndina um skipun embættismanna- nefndar um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd á fundi sínum á mánu- daginn. Hann sagðist hafa verið andvígur skipun slíkrar nefndar, en gaf til kynna að samkomulag kynni að takast í málinu. Eyjólfur Konráð lagði þunga áherslu á, að íslendingar yrðu að teygja sig langt í umræðum um þessi efni á væntanlegum fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Reykjavík. Hið versta, sem fyrir gæti komið, væri að íslendingar ein- angruðust frá öðrum Norðurlanda- þjóðum og það yrði að fyrirbyggja. Hjörleifur Guttormsson, þingmað- ur Alþýðubandalagsins, krafðist þess, að íslensk trúnaðarskjöl frá upphafsárum vamarsamstarfsins við Bandaríkin yrðu gerð opinber. Benti hann á, að bandarísk skjöl frá þess- um tíma hefðu þegar verið birt. Þingmaðurinn talaði um bandarískt mútufé og af því tilefni lýsti Eyjólfur Konráð því yfir, að hann teldi að vinstri stjómin 1956 hefði látið Bandaríkjastjóm múta sér. Hún hefði þegið fé úr öiyggismálasjóði, sem sambærilegur væri við íranssjóðinn nú á dögum. Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalagsins, mót- mælti þessum ummælum og kvað þau ósmekkleg. Hann kvaðst geta fullyrt, að enginn þeirra þingmanna, er stóðu að vinstri stjóminni hefði látið múta sér. Sjá frásögn af umræðunum á Alþingi á bls. 40. Séra Ólafur Skúlason dómprófastur um Stöð 2: Höfum ekki áhuga á dagskrá á sama tíma og bamastarfið er Stöð 2 býður kirkjunni að sjá um barnaþátt „VIÐ höfum ekki áhuga á þvi að vera með kristilega dagskrá á sama tíma og barnastarfið er hjá okkur á sunnudagsmorgn- um,“ sagði séra Ólafur Skúlason dómprófastur, er Morgunblaðið spurði hann álits á tilboði Stöðv- ar 2 um að bjóða þjóðkirkjunni að sjá um hálfrar klukkustundar dagskrá i lok útsendingar á bamaefni stöðvarinnar á sunnu- dagsmorgnum. I frétt í Morgunblaðinu í gær er haft eftir séra Ólafi Skúlasyni dómprófasti, að verulega hafi dregið úr kirkjusókn bama fyrst eftir að útsendingar á bamaefni hófust á sunnudagsmorgnum. Hann sagði að hún hefði aukist lítillega á ný en sé ekki jafii mikil og áður en útsendingar bamaefnis- ins hófust. Að sögn Jóns Óttars Ragnars- sonar stöðvarstjóra vill stöðin halda uppi góðum samskiptum við þjóðkirkjuna og var kirkjunnar mönnum boðið að sjá um kristilegt efni fyrir böm þegar eftir að út- sendingar á bamaefni hófust. Boð um hálfrar klukkustundar dagskrá nú væri ítrekun á fyrra boði og sagði hann að fundur yrði haldinn um málið fljótlega. „Við fögnum því náttúrlega, að þeir vilja sjónvarpa kirkjulegu og trúarlegu efiii," sagði séra Olafur, „en við viljum alls ekki að þær útsendingar verði á sama tíma og bamastarfið fer fram hjá okkur í kirkjunum. Þar strönduðu viðræð- ur okkar Jóns Óttars á sínum tíma og þetta boð breytir engu þar um. Okkur er boðið upp á tímann kl. 11.30 á sunnudagsmorgnum, en bamamessumar hefjast kl. 11. Við viljum fá bömin í kirlq'una á þess- um tíma.“ Morgunblaðið hafði samband við . Jón Óttar í gærkveldi og bar und- ir hann ummæli séra Ólafs Skúla- sonar, en hann kvaðst ekkert frekar vilja segja um málið að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.