Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Slmynd/Reuter "• Steffi Graf með sigurlaunin eftir keppnina í Flórida um helgina. Hún fókk einnig vœna peningafúlgu, 6 milljónir íslenskar, fyrir sigurinn. Tennis: Þjóðverjar eignast nýja tennisstjömu - 17 ára vestur-þýsk stúlka vann bæði Navratilovu og Evert Lloyd á sama móti VESTUR-ÞJÓÐVERJAR hafa eign- ast nýja tennisstjörnu í kvenna- flokki, Steffi Graf. Hún sigraði ''nokkuð óvœnt á alþjóðlegu tenn- ismóti sem fram fór í Flórída f Bandaríkjunum um síðustu helgi. Hún vann bæði Martinu Navrat- ilovu og Chris Evert Lloyd, sem hafa verið f sórflokki undanfarin ár, nokkuð örugglega. Steffi Graf sem er aðeins 17 ára er talin eitt mesta efni sem komið hefur fram í kvennaflokki á síðustu árum. Hún vann Chris Evert Lloyd frá Bandaríkjunum í úrslitaleik 6:1 og 6:2 og tók viðureign þeirra að- eins 57 mínútur. Áður hafði hún slegið Navratilovu út í undanúrslit- um með sömu yfirburðum. „Steffi Graf er sú besta í heimin- um í dag, þó svo að Navratilova sé efst á listanum. Ég bjóst ekki við henni svona sterkri. Hún hefur bestu uppgjafirnar í kvennaflokki," sagði Lloyd eftir keppnina. „Þetta er besti árangur minn í keppni hingað til. Að slá bæði Navratilovu og Lloyd út er hreint frábært," sagði Steffi Graf eftir sigurinn. Hún hlaut 150 þúsund dollara fyrir að vinna eða um 6 milljónir íslenskar krónur. Leifur til Austra? LEIFUR Harðarson mun að öllum Ifkindum þjálfa og leika með Austra frá Eskifirði í knattspyrn- unni f sumar. Leifur er þekktastur fyrir blak- iðkun sína og hefur verið okkar besti blakmaður um árabil. Hann hefur einnig leikið knattspyrnu á sumrin og er mjög vel liðtækur þar. Ekki hefur enn verið endan- lega gengið frá samningum en „það á bara eftir að skrifa undir," eins og Leifur sagði í samtali við >Morgunblaðið í gær. Við skýrðum frá því fyrir helgi að Jón Askelsson af Skaganum færi líklega á Vopnafjörð í sumar til að þjálfa Einherja. Jón brá sér austur um helgina en samningar tókust ekki þannig að Vopnfirðing- ar leita sér enn að þjálfara. • Leifur hefur aðallega verið þekktur fyrir blakiðkun, en hann er einnig liðtækur í knattspyrnu. Ítalía/knattspyrna: Óheimilt að bæta við þriðja erlenda leikmanninum Áfall fyrir mörg lið í 1. deild ÍTALSKA knattspyrnusambandið hafnaði f gær óskum margra fyrstu deildar fólaga um að þrfr erlendir leikmenn mættu leika með hverju liði í stað tveggja eins og nú er. Sambandið heimilaði liðunum hins vegar að kaupa er- lenda leikmenn utan ítalfu, en síðan 1984 hefur það verið bann- að. Sextán lið eru í 1. deild og var helmingur þeirra á móti fjölgun- inni, vegna þess að þau töldu að hún kæmi aðeins ríkari liðunum til góða og bilið milli „stóru" og „litlu" liðanna myndi enn aukast. Þessi ákvörðun kemur sér hins vegar illa við þau lið, sem hafa tvo útlendinga á sínum snærum og hafa þegar keypt eða ætluðu að bæta þeim þriðja við. Samkvæmt lögum Efnahagsbandalags Evrópu er vinnumarkaðurinn opinn á milli þjóða bandalagsins. Juventus er nú að athuga, hvort knattspyrnusambandið geti staðið á ákvörðun sinni, en liðið keypti lan Rush frá Liverpool í fyrra og fyrir eru Michel Platini frá Frakklandi og Daninn Michael Laudrup. Ray Wilkins og Mark Hateley leika með Milanó, en liðið hefur verið á eftir Daniel Borghi frá Argentínu og Hollendingunum Ruud Gullitr knattspyrnumanni Hollands á síðasta ári, og Marco van Batsen. • Verður Platini látinn fara frá Juventus fyrir lan Rush? Frjálsar: Golf: Kylfusveinninn Kári meistari íOsló Frá Bjama Jóhannssynl f Noregi. KÁRI Jónsson, HSK, sigraði f langstökki og hástökki án at- rennu á meistaramóti Osló- borgar f frjálsum fþróttum. Kári, sem stundar nám í Osló, stökk 3,17 m í langstökki án atrennu en á best 3,35. I hástökkinu sveif hann yfir 1,59 m og hlaut gullverðlaunin. Þá tók Kári þátt í langstökki án atrennu í Noregsmeistaramót- inu og varð annar, stökk 3,19 metra. sigraði MARK Calcavecchia kom öllum á óvart á Honda golfmótinu sem fram fór f Flórída um helgina og vann. Bernhard Langer og Payne Stewart urðu jafnir í öðru sæti, þremur höggum á eftir Calcavecchia. Calcavecchia tók nú ífyrsta sinn þátt í þessu móti en í fyrra var hann kylfusveinn þannig og þá gekk ekki vel hjá honum og þeim sem hann dró fyrir. Núna vann hann hinsvegar mótið og fékk að launum 108.000 dollara. Langer og Stewart urðu í 2.-3. sæti og Greg Normann lenti í fimmta sæti. óvænt Bobby Locke látinn Kylfingurinn kunni, Bobby Locke frá Suður—Afríku, lést aðfaranótt mánudagins 69 ára að aldri. Locke var upp á sitt besta í golfinu á fimmta og sjötta áratugnum og vann þá mörg mót, meðal annars opna bresak mótið fjórum sinnum. Hann var einnig þekktur fyrir skemmtilegan klæðnað á golfvell- inum. Löngu eftir að kylfingar fóru almennt að klæðast síðum buxum var hann í hnébuxum sem voru all skrautlegar. Knattspyrna: Alison-bikarinn ALISON-bikarinn, fyrsta innbyrðismót meistaraflokka knattspyrnufélaganna f Kópavogi, fer fram um næstu helgi. Mótið hefst á laugardaginn með leik ÍK og Augnabliks kl. 13 á Vallargerðisvelli. Sauma- stofa Alis f Kópavogi, sem framleiðir Alison sportfatnað gefur verðlaun til keppninnar, farandbikar og eignarbikar. Á myndinni eru fyrirliðar liðanna briggja með Alison-bikarinn. Frá vinstri: Björn Björnsson úr ÍK, Helgi Helgason úr Auganbliki og Óiafur Björnsson úr Breiðabliki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.