Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Vernon Walters um bandarískt herlið á Spáni; Ef þeir vilja ekki hafa okkur þá f örum við Madrid, Reuters. VERNON Walters, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í viðtali við spænska útvarpsstöð í gær að Bandarikjamenn væru reiðubún- ir til að kveðja herlið sitt á Spáni Mannréttindanefnd SÞ: Vill ekki kanna mannréttinda- brot á Kúbu Genf. Reuter. VIÐ atkvæðagreiðslu í gær í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna var felld tillaga Banda- rikjamanna um að könnuð yrðu mannréttindabrot stjórnvalda á Kúbu. Fulltrúi Indverja lagði til, að bandarísku tillögunni yrði vísað frá og var það samþykkt með 19 at- kvæðum gegn 18 en sex voru fj'arverandi. Var þetta í annað sinn á Qórum mánuðum, að bandarísk tillaga þessa efnis er felld í mann- réttindanefndinni. Indverski fulltrúinn sagði, að með frávísunartillögunni vildi hann stuðla að því, að enginn blettur félli á virðingu og vald mannrétt- indanefndarinnar. Sagði hann, að atkvæðagreiðsla um bandarísku til- löguna hefði engum tilgangi þjónað. Formaður bandarísku sendinefnd- arinnar, E. Robert Wallach, sagði, að þessi niðurstaða ylli sér miklum vonbrigðum, fyrir löngu væri tíma- bært að upplýsa hvemig almennum mannréttindum væri komið á Kúbu. heim ef stjórnvöld þar væru andvíg veru þeirra. „Ef Spánverjarnir vilja ekki hafa okkur héma, þá förum við rétt eins og við gerðum í Frakklandi," sagði Walters í viðtali við einkaútvarps- stöðina SER. „Menn gera sér ekki grein fyrir hvað það kostar Bandaríkjamenn að halda uppi 350 þúsund hermönn- um í Evrópu. Okkur em sköpuð sömu örlög, en betra er að loka stöðvum okkar á Spáni ef fólk fyl- list tortryggni í okkar garð,“ sagði Walters. Bandaríkjamenn og Spánveijar em nú að semja um að fækka þeim 12.500 hermönnum, sem em í fjór- um herstöðvum Bandaríkjamanna á Spáni. Þessi fækkun er skilyrði fyrir því að Spánveijar verði áfram aðiljar að Atlantshafsbandalaginu, Spánskir kjósendur samþykktu það f þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir ári síðan. Spánveijar hafa hótað að end- umýja ekki vinnáttu- og öryggis- samstarfssáttmála, sem rennur út á næsta ári, ef Bandaríkjamenn leggja ekki fram „fullnægjandi" til- boð um að fækka bandarískum hermönnum á Spáni. Haft er eftir bandarískum heim- ildarmönnum að í síðustu viðræðu- lotu hafi stjómin í Washington lagt fram tillögu, sem nær yfir allar hliðar í samskiptum ríkjanna, þ. á m. um að kveða umtalsverðan fjölda hermanna frá Spáni. Fyrstu við- brögð Spánveija vom þau að Bandaríkjamenn hefðu ekki gengið nógu langt í tillögu sinni. Draumamaðurinn Annie Best er 85 ára gömul og orðin langamma, en hún lét sig ekki muna um það og giftist um helgina draumaprinsinum sínum, Lúkasi Botha. Botha er 26 ára gamall. Annie Best segir að einu gildi um 59 ára aldursmun. Hún bendir á að fyrir fimm árum giftist hún 25 ára gömlum manni, en lét ógilda hjónabandið þrem- ur mánuðum síðar. Um hinn nýja eiginmann sinn segir hún: „Þegar ég sá hann varð ég ástfanginn upp fyrir haus.“ A mynd- inni brosa brúðhjónin kampakát. Beggja vegna við þau standa tengdaforeldrar Annie Best og virðast una vel við ráðahag sonar- ins. Karpov hefur tveggja vinn- inga forskot Linarcs, Reuter. ANDREI Sokolov gaf sjöttu skákina i einvígi hans og Anatol- ys Karpov án þess að tefla hana frekar, eftir að hún fór i bið. Jafntefli varð hins vegar í sjö- undu skák þeirra. Sokolov, sem hafði þar hvítt, bauð jafntefli eftir 41 leik, sem Karpov þáði. Staðan í einviginu er þá þannig, að Karpov er með 4 1/2 vinning en Sokolov 2 1/2. Drykkja bönnuð í nýja húsinu Freshwater, Englandi, Reuter. HJÓN sem nýlega keyptu hundr- að og fimmtíu ára gamalt hús hafa nú komist að því að þau mega ekki neyta áfengra drykkja innan veggja heimilis síns. Hús Marks og Mary Souter á Isle of Wight undan suðurströnd Englands var á síðustu öld í eigu baptistaprests nokkurs. Hann lagði algert bann við lastafullu lífemi, þar á meðal fjárhættuspili og drykkju, í húsinu. „Hægt væri að stefna okkur hvert skipti sem við fáum okkur einn gráan, en lögfræðingur okkar telur ólíklegt að nokkur maður grípi til þess,“ sagði Mark Souter. Tékkóslóvakía: Forystumenn Jass- deildarinnar dæmdir Prag. AP. FIMM félagar Jassdeildarinnar, óháðra menningarsamtaka i Tékkóslóvakíu, voru i gær dæmdir i fangelsi fyrir ólöglega efnahagsstarfsemi. Dómamir yfir þremur þeirra vom þó skil- orðsbundnir. Karel Srp, fimmtugur leiðtogi Jassdeildarinnar, var dærndur í 16 mánaða fangelsi og ritari félags- skaparins, Vladimir Kouril, í tíu mánaða fangelsi. Josef Skalnik, Tomas Krivanek og Cestmir Hunat voru dæmdir í fangelsi í átta til tíu mánuði, skilorðsbundið í þijú ár. Þegar réttarhöldin hófust í gær og sakbomingamir vom leiddir í réttarsalinn tóku um 150 stuðnings- menn þeirra, sem safnast höfðu saman á göngum dómhússins, að klappa og linntu þeir ekki klappinu Kína: Verður boð um heimsókn til Bandaríkjanna þegið? Peking, Reuter. LÍKLEGT er talið að Kínverjar þiggi boð Ronalds Reagan for- seta um að einhver æðstu ráðamanna I landinu komi í opinbera heimsókn til Banda- rikjanna á þessu ári, að því er vestrænir stjóraarerindrekar í Peking sögðu í gær. Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins sagði fyrr í gær að verið væri að kanna boðið, sem George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom á framfæri er hann heimsótti Kínversku stjómina í síðustu viku. Hvorki kínverskir, né bandarískir emb- ættismenn í Peking vildu um það segja hver af æðstu ráðamönnum í Kína fari til Bandaríkjanna eða hvort boðið hefði verið þegið. Boðið var meðal bréfa til Deng Ziaoping, leiðtoga Kína, Li Xiann- ian forseta og Zhao Ziyang forsætisráðherra. Zhao er sá eini þeirra sem ekki hefur komið í opinbera heimsókn til Banda- ríkjanna. „Ósennilegt er að Kínveijar hafni boðinu því að þama eiga þeir þess kost að bæta ímynd sína í vestrænum ríkjum," sagði vest- rænn stjómárerindreki. fyrr en mennimir voru fluttir burt 25 mínútum síðar. Dómarinn kvað úrskurðinn byggðan á þvl, að tilvist Jassdeild- arinnar hefði hætt um leið og móðursamtökin, Félag tékkneskra tónlistarmanna, voru afnumin með lögum þann 22. október árið 1984. Vitnaði hann einnig í ákveðna hegn- ingarlagagrein, sem bannar óháða efnahagsstarfsemi ef hagnaður af henni nemur meiru en 5000 tékkn- eskum krónum ( um 500 dollurum á ferðamannagengi). Sagði hann, að frá því að tónlistarfélagið var bannað hefði Jassdeildin velt rúm- lega 1,7 milljónum tékkneskra króna og að áætlaður hagnaður væri 62.000 tkr. Til nokkurra pústra kom milli lögreglumanna og stuðningsmanna sakboringanna þegar þeir voru leiddir burt með hendur bundnar. Hrópaði fólkið hvatningarorð til Srp, sem kallaði á móti: „Lengi lifí jassinn." ■ ■■ 1 ERLENT Reuter. Hermaður frá Honduras virðir fyrir sér brak vélarinnar sem dreift er yfir stórt svæði. Honduras: Óþekkt flugvél skotin niður Tegucigalpa, Honduraa, AP, Reuter. FLUTNINGAVÉL, skrásett bæði í Bandaríkjunum og Kólumbíu, var skotin niður yfir Honduras, í Mið-Ameríku aðfaranótt þriðjudags- ins, að því er lögregluyfirvöld í Honduras tilkynntu seint á þriðju- dagskvöld. Talið er að vélin hafi verið notuð tU að smyggla eiturlyfjum. Þrir menn vora um borð og létust allir. Vélin kom inn í lofthelgi Hondur- arinnar virðist hafa verið svipuð as frá Nicaragua og eftir að flugleið vélar sem neydd var til að flugmaður vélarinnar hafði neitað að gefa upp hveijir væru í vélinni, hvert hún væri að fara og einnig að lenda vélinni, skaut flugher Honduras fyrst viðvörunarskotum og síðan á vélina. Yfirvöld telja að farmur vélarinn- ar hafi verið eiturlyf og hafi þeim verið hent út áður en vélin var skot- in niður. Hafi hún sennilega komið frá Kólumbíu og verið á leið til óþekkts áfangastaðar. Flugleið vél- lenda fyrir 3 mánuðum og í voru 3 Kólumbíumenn og hreint kókaín, sem talið er hafa verið um 500 milljón dollara virði (2 milljarða tsl. kr.). Reuter-fréttastofan hefur það eftir yfirmönnum í flugher Hondur- as, að fylgst hafí verið með vél með þessum skrásetningamúmerum síðan í fyrra vegna gruns um að hún væri notuð til þess að smyggla eiturlyfjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.