Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 49 Notkun kjarn- segulofsa tíl grein- ingar krabbameins Það yrði að teljast mikilvægur áfangi á sviði læknisfræðinnar ef einhvem tíma tækist að þróa að- ferð til að greina krabbamein með athugun á blóðsýni einu. Nýlegar athuganir vísindamanna við Beth Israei Hospital og Harvard Medic- al School í Boston benda til að ekki sé útilokað að slík aðferð geti orðið að möguleika. Aðferðin byggist á mælingum sk. „kjam- segulofsa" (nuclear resonance) róteinda í ákveðnum fítuefnum blóðvökvans. Sú vitneskja hefur fengist á undanfömum ámm að smávægi- legur munur er á mældum kjam- segulofsa róteinda sem koma fyrir í illkynjuðum æxlum og þeirra sem finnast í heilbrigðum ve§um. Niðurstöður vísindamannanna í Boston benda til að þessa mis- munar gæti einnig í fítuefnum blóðsins. Róteindir, þ.e. vetniskjamar svo og aðrir atómkjamar sem hafa að geyma ójafnan fjölda kjameinda hegða sér á svipaðan hátt og litlar segulnálar. Ef þeim er komið fyrir í segulsviði verða þær (eins og allar segulnálar) fyr- ir kraftvirkni af völdum þess, sem orsakar að þær hringsóla eða rétt- ara sagt hjakka um stefnu segulsviðsins, ekki ósvipað skopp- arakringlu sem strikar út keilu þegar hún hjakkar um lóðrétta stefnu þyngdarsviðsins. Ef hjakktíðni (sk. eigintíðni atómkjamans eða róteindarinnar) er jöfn tíðni veiks rafsegulsviðs, sem látið er fara um efnið sem kjaminn tilheyrir, kemur til sk. ofsa eða ofursveiflu (resonance). Við það tekur kjamsegullinn upp orku úr rafsegulsviðinu, en að því loknu hjakkar hann með annarri tíðni um stöðuga stefnu segul- sviðsins. Síðar getur kjamsegull- inn sent frá sér upptekna orku sem rafsegulgeislun. Sá tími sem segullinn heldur upptekinni orku nefnist hvílitími. Tíðni geislunarinnar, þ.e. ofsa- tíðnin, og eins hvílitíminn em háð gerð þess atómkjama sem um er að ræða og efnafræðilegu um- hverfí hans. Fitu- og eggjahvítu- efni innihalda iðulega mörg þúsund róteindir (vetniskjama) sem allar geta tekið upp eða sent frá sér rafsegulgeislun með kjam- segulofsa. Geislunin samanstend- ur því af mjög flóknu „róflínu- bandi" sem er háð efnafræðilegri samsetningu og rúmfræðilegri lögun þess eggjahvítuefnis sem róteindimar hvíla í. Hún gefur því mikilvægar upplýsingar um sam- eindauppbyggingu efnanna. Jafnvel þó sýnt hafí verið að kjamsegulofsi róteinda í illkynjuð- um meinsemdum er annar en í heilbrigðum vefjum, hafði (þang- að til nýlega) ekki tekist að greina þennan mun í blóði krabbameins- sjúklinga og heilbrigðra. Vísindamennimir í Boston veltu þessu fyrir sér og töldu að ástæð- umar gætu verið þær að ætíð hefði verið mældur Iq'amsegulofsi róteinda f blóðvökvanum sem er að langmestu leyti vatn. Þeir þró- uðu því sérstakar aðferðir til að rannsaka kjamsegulofsa róteind- anna, eftir að áhrif vatnsins höfðu verið dregin frá. Tíðni róflínanna, sem þeir athuguðu, er því ein- göngu háð samsetningu þeirra fítu- og eggjahvítuefna sem rót- eindimar em geymdar í. Hvflitími róteindanna kemur fram í breidd róflínanna. Því lengri sem hvflitíminn er, því þrengri eru línumar. Vísinda- mennimir mældu breidd róflín- anna, sem myndaðar era af róteindum, í sk. methyl- og meth- ylenehópum. Athugað var blóðplasma 331 manns, en á meðal þeirra vora heilbrigðir sjálfboðaliðar, sjúkl- ingar með góðkynjuð og illkynjuð æxli eða aðra sjúkdóma, ásamt vanfæram konum. Mæld var með- altíðnibreidd þessara lína úr blóðsýnum án þess að vitað væri (til að byija með) hvaðan þau vora tekin. í ljós kom að meðalbreidd línanna úr heilbrigðum (41 að tölu) var 39,5 Hertz, en hjá krabbameinssjúklingum, sem höfðu ekki fengið meðhöndlun (81 að tölu), var meðalbreidd línanna 29,9 Hertz. Hér er því um vel greinanlegan mismun að ræða. Þeir, sem þjóðust af góðkynja æxlum eða öðram sjúkdómum, sýndu línubreidd af svipaðri stærðargráðu og heilbrigðir. Van- færar konur og þeir sem þjáðust af góðkynja biöðrahálskirtilssjúk- dómum sýndu hinsvegar línu- breidd sem skaraðist við línu- breidd krabbameinssjúklinganna. Burtséð frá þessum frávikum telja vísindamennimir að gildið við og fyrir neðan 33 Hertz sé sterk vísbending um að illynja mein- semd geti verið fyrir hendi. Að svo stöddu er engin augljós skýring á fyrirbærinu, en lfklegt er að það komi til vegna breytinga á efnasamsetningu fítu- og eggja- hvítuefna blóðsins. Breytingar þessar koma aftur á móti til vegna tilvistar og virkni illkynjaðra fruma í líkamanum. Hvemig tengslunum er nákvæmlega hátt- að er hins vegar langt frá því að vera ljóst. Jafnvel þó engin skýring sé kunn á orsökum þessara niður- staðna era þær engu að síður mjög áhugaverðar. Ef um raun- veraleg áhrif er að ræða er ekki útilokað að hægt verði að nota þau til að greina krabbamein. Að svo stöddu getur aðferðin engan veginn sagt fyrir um gerð þess krabbameins sem um er að ræða, heldur einungis gefíð vísbendingu um það að krabbamein sé fyrir hendi einhvers staðar í líkam- anum. Slíkar niðurstöður gæfu því tilefni til frekari rannsókna. Mikið verk er enn óunnið, en mik- ilvægt er að aðferðin verði reynd í umfangsmeiri athugunum og einungis að þeim loknum verður hægt að segja eitthvað um það hvort hún á framtíð fyrir sér eða ekki. I mynd 2 Myndimar em góð dæmi um notkun kjamsegnlofsa í lífefna- fræði. Mynd 1 sýnir methyl-róf- línur efnisins „cytochrome-c“. Á neðri hluta myndarinnar em nefndar einstakar amínósýmr (methyl-hópar) en tölumar ein- kenna stöðu þeirra innan eggja- hvítuefnisins. Mynd 2 sýnir líkan sem gert var af hluta af cytochrome-c sam- eindinni á gmndvelli kjarnsegul- róflínanna. FERMINGAR'BOÐ __ Kaupfelaganna Hnakkur, ístaösólar.reiðar, ístöð og gjörð: kr. 11.700 Beisli: kr. 2.240 A1IKUG4RDUR KAUPFÉLÖGIN I LANDINU FERMINGARROÐ Kaupfelaganna Göngutjald og svefnpoki: kr. 9.400 /MIKUG4REHJR DOMUS KAUPFÉLÖGIN I LANDINU FERMINGARR0Ð Kaupfelaganna ' V \\ TnAPPEUfí Gönguskíði, stafir, skór og bindingar: kr. 5.900 Svigskíði, stafir, skórog bindingar: kr. 13.350 Keppnisskíði frá kr. 6.343 yyx /HIKUG4RÐUR KAUPFÉLÖGIN I LANDINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.