Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Starfsmenntun REKSTUR OG STJÓRNUN FYRIRTÆKJA Hagnýtt nám fyrlr eigendur og stjórnendur fyrirtækja sem vilja læra að notfæra sér nútímaþekkingu og tækni við að reka fyrirtæki. ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ Dagskrá: Stofnun fyrlrtækja, lög og reglugerðir. Rekstrarform fyrirtækja. Stjómun og mannleg samskiptl. Verslunarrelkningur, víxlar, verðbréf o.fl. FJármagnsmarkaðurinn í dag. Tilboðs- og samningagerð. Notkun bókhalds tll ákvarðanatöku og stjómunar. Grundvallaratriði við skattaálagningu fyr- irtækja. Arðsemis- og framlegðarútreikningar. Fjárhags- og rekstraráætlanir. Notkun tölva við áætlanagerð. Sölumennska og kynningarstarfsemi. Samskipti við fjölmlðla. Auglýsingar. Gestafyrirlestrar. H«4tl Ieiðbeinenda ern: Óskar B. Hauksson Friðrik Halldórsson verkfræðingur viðskiptafraaðingur Haraldur Gunnarsson viðskiptafræðingur Eirfkur Tómasson hæstaréttar- lögmaður Halldór Kristj- ánsson verkfræðingur Sigurður Ágúst Jensson markaðsstjóri Ingimundur Magnússon rekstrar- og áætl- anafræðingur Dr. Jakob Smári sálfrœðingur Ólafur Stephensen forstjóri Gunnlaugur Sigmundsson forstjóri Námid tekur 2 mánudi og kennt er á hverjum degi frá kl. 8.15 til 12.15. Innritun daglega frá ki. 8—22 I símum 687590, 686790, 687434 og 39566 (Friðión). K.-.V.V.V.VJ BORGARTUNI 28. HRINGDU og fáðu áskriftargjöld in skuldfærð á SÍMINN ER 691140 691141 Lyfjasöngnr trúbadúranna eftir Reyni Eyjólfsson Það eru alþingiskosningar í nánd og atkvæðaveiðar gólitíkusa komn- ar á fulla ferð. í því sambandi skiptir miklu máli að menn komi sér rækilega á framfæri í fjölmiðl- um. Vinsæl aðferð stjórnmála- manna til þess er m.a. að „fletta ofan af einhverju rangindamáli eða mafíum". Um leið gefst kjörið tæki- færi til þess að sanna ágæti sitt og umhyggju fyrir almúganum. Einn þeirra manna sem komist hafa á Alþingi og ber því starfs- heitið alþingismaður er Árni Johnsen, sem einnig hefur getið sér orð sem vísnasöngvari og gltarspil- ari. Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að hann kyij- ar nú mikinn vandlætingarsöng vegna vondra lyfjafræðinga þessa lands, sem hann telur að ráði öllum sínum málum sjálfír og að lyfjaverð hér sé hærra en nokkru tali tekur. Hann hefur sem patentlausn lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis, að lyfjadreifíngin verði gefin fijáls þannig að „einokuninni verði aflétt og lyfjaverð lækkað með beinni samkeppni hins fijálsa mark- aðar“. Undir þessar nótur taka 3 alþingismenn og flokksbræður Árna sem meðflutningsmenn. Að öðru leyti hefur lítið sem ekkert heyrst í þeim um málið og er því tæpast hægt að kalla þá meðsöngv- ara heldur miklu fremur taglhnýt- inga. Greinargerð mikil, undirrituð af Áma einum, fylgir tillögunni. Vart verður annað um hana sagt en að hún hæfí vel höfundi sínum enda lítið annað en skáldskapur. Sagt með öðrum orðum: Þetta eru óábyrg vanþekkingarskrif og útúrsnúning- ar manns, sem er að rembast við að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra. Það er: Atvinnurógur og níðskrif sem raunverulega væri að engu hafandi ef ekki ætti í hlut maður í stöðu, sem fram að þessu hefur verið talin til þeirra æðstu í þjóðfélaginu. Lyfj afræði ngafélag íslands hefur svarað greinargerð Ama með mjög málefnalegri fréttatilkynningu, sem m.a. birtist í Morgunblaðinu 7. mars sl. Vegna þess verður hér lát- ið nægja að gera athugasemdir við nokkrar staðhæfíngar Áma. I fyrsta lagi hafa lyfsalar lítil sem engin áhrif á ákvörðun heild- og smásöluálagningar lyfja. Um þau mál fjallar stjómskipuð nefnd þar sem rækilega er fyrir því séð að „En sem fyrr er dýrt að vera Islendingnr og heild- og smásöluálagn- ing lyfja er nokkru hærri hér en gerist t.d. í Danmörku. Kemur þar aðallega til, að rekstrareiningarnar (apótekin) eru miklu minni hér en þar. Við þessu er lítið annað að segja en að spyrja: Hvort vilja menn held- ur gott lyfjadreifingar- kerfi eða lélegt?“ opinberra hagsmuna sé gætt. Ef ágreiningur verður í nefndinni.er valdið auk þess algerlega sett í hendur heilbrigðisráðherra. í öðru lagi fjallar heilbrigðisráðu- neytið (lyfjaeftirlit ríkisins) um innkaupsverð erlendra sérlyfja og heilsöluverð innlendra sérlyfja hvort sem um er að ræða nýskráningar eða verðbreytingar á þeim síðar. Þess er vandlega gætt, að þessir verðþættir séu sambærilegir við það sem gerist í nágrannalöndum. í þriðja lagi er ljfyum, sem óum- deilanlega eru meðal mestu nauð- synjavara, mismunað á hinn herfilegasta máta af stjómvöldum með því að hafa þau söluskatts- skyld. Ef söluskatturinn væri felld- ur niður myndi lyfjakostnaður strax lækka um 300—400 milljónir króna á ári. Á þetta atriði minnist Ámi engu orði í vandlætingaróði sínum. Miklar framfarir hafa orðið í lyfjadreifingarkerfi landsmanna á síðustu 10—15 árum. Utan helstu þéttbýliskjamanna var lyfjadreif- ingin áður að mestu leyti í höndum héraðslækna, sem þá bæði ávísuðu tyfjunum og seldu þau. Þetta við- gengst enn á nokkrum stöðum en á þetta er auðvitað ekkert minnst í „greinargerð" Áma. Sem betur fer er lyfjadreifíngin þó að lang- mestu leyti komin í hendur fagfólks. En sem fyrr er dýrt að vera ís- lendingur og heild- og smásölu- álagning lyfja er nokkru hærri hér en gerist t.d. í Danmörku. Kemur þar aðallega til, að rekstrareining- amar (apótekin) eru miklu minni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.