Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Hvað er líkt með strútnum og Guðmundi G. Þórarinssyni? eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Að undanfömu hefur efsti maður á lista Framsóknarfiokksins í Reykjavík, Guðmundur G. Þórarins- son, hamast við að vetja nýja húsnæðislánakerfið. Eins og félags- málaráðherra og Halldór Blöndal kýs hann að stinga höfðinu í sandinn og neita að horfast í augu við staðreyndir. Öll gagnrýni á nýja húsnæðiskerfið er talin út í hött, en lítið fer fyrir rökum í því efni. I stað þess er gripið til slagorða og órökstuddra fullyrðinga eins og Guðmundur gerir í grein sinni í Mbl. nýverið, sem hann kallar „Hús- næðismálin og upphlaup Alþýðu- flokksins". Engin haldbær rök eru færð fram. Líkt og Þorsteinn Páls- son gerir hendir Guðmundur á lofti dylgjur og skæting um Alþýðu- flokkinn, í stað þess að fínna orðum sínum stað. Röksemdafærsla Guð- mundar birtist í setningum eins og þeim „að málflutningur Alþýðu- flokksmanna sé lítils virði“ — „þar stangist allt á“ — „gagnrýni geti skaðað", og talað er um upphlaup, flugeldasýningar og útafspörk. Rúsínan í pylsuendanum er síðan sú að verðhækkanir á fasteigna- markaðinum séu Alþýðuflokknum að kenna. — Það sem er þó athygl- isverðast við grein Guðmundar G. Þórarinssonar er að hann leiðir al- farið hjá sér að ræða stærstu galla kerfísins — sem getur skipt sköpum fyrir láglaunafólk hvemig á verður tekið. Kjarni málsins Guðmundur G. Þórarinsson reyn- ir allt hvað af tekur í grein sinni Draumur í dós PEPSI 'ffi i— / að draga upp villandi mynd af gagn- rýni alþýðuflokksmanna á nýja húsnæðiskerfíð og beitir í því skyni dylgjum og röngum fullyrðingum. Lítum nánar á það. Þingmenn Alþýðuflokksins skil- uðu (Alþýðuflokkurinn einn flokka) séráliti þegar nýju húsnæðislögin voru afgreidd á Alþingi. Rökin voru þessi: 1. Fjármögnun húsnæðislag- anna var mjög ótrygg og því veruleg hætta á því að ekki væri unnt að standa við ákvæði laganna. 2. Félagslegi hluti íbúðakerfísins var skilinn eftir. 3. Ekki var staðið við fyrirheit um viðunandi lausn á greiðsluvanda þeirra sem byggðu eða keyptu á árunum 1980-1985. Guðmundur segir að krafa Al- þýðuflokksins sé að þegar verði útvegaðar 1700 milljónir króna til viðbótar fjármagni þessa árs í hús- næðiskerfið og 8 milljarðar fyrir árið 1988. Þetta er röng fullyrðing. Það sem ég hef sagt í þessu efni er, að ef biðtími á ekki að lengjast frá því sem nú er (meðalbiðtími í des. sl. 15 mánuðir) þá þurfi allt að 1700 milljónir í húsnæðiskerfíð á þessu ári og 8 milljarða á næsta ári. M.ö.o. þetta er það fjármagn sem þarf ef standa á við fyrirheit nýju húsnæðislaganna. Þá er miðað við varlega áætlun, þ.e. að það berist 4.500 umsóknir á öllu þessu ári eða 375 að meðaltali á mánuði á móti því að fyrstu 5 mánuðina bárust að jafnaði 1.000 umsóknir á mánuði. í skýrslu stjómar Húsnæðisstofnunar til Alexanders Stefánssonar er gert ráð fyrir 500 umsóknum á mánuði eða 6.000 á árinu 1987. Hér er um meiri umsóknafjölda að ræða en ég hef gert ráð fyrir, sem kallar á enn meiri fjárþörf en 8 milljarða á næsta ári, ef meðalbiðtími á ekki að lengjast frá því sem nú er. I raun má segja að fjárþörfín sé mun meiri en hér hefur verið lýst, því ekki er gert ráð fyrir ijármagni til að mæta gífurlegum vaxtamismun af teknum lánum og veittum. Kjarni málsins er sá að ráðamenn verða að gera upp við sig hvort mæta eigi fjárþörf með sífellt lengTÍ biðtíma eða að veita meira fjármagni inn í húsnæðiskerfið. Hvaða kröfur, Guðmundur? Guðmundur Þórarinsson gerir mikið úr því að ef staðið yrði við stóru loforðin í nýju lögunum þá verði verðsprenging á fasteigna- markaðinum. Og áfram tönnlast hann á „upphlaupi alþýðuflokks- manna sem byggi allt á röngum forsendum og kröfumar séu van- hugsaðar og beinlínis skaðlegar". Um þetta er raunar það eitt að segja að ef afléiðing þess að standa við gefín fyrirheit í húsnæðislögun- um er gífurleg eftirspumaralda og verðsprenging, eins og Guðmundur heldur fram, þá áttu menn auðvitað að átta sig á því í tíma í stað þess að gefa loforð sem ekki á að standa við, a.m.k. ekki af þessari ríkis- stjóm. Það hefði auðvitað verið Fermingarskórnir komnir Gott úrval. JOSS LAUGAVEGI 101 SÍMI 17419 Jóhanna Sigurðardóttir „ A sama tíma og fjár- magri er til ráðstöfunar fyrir skuldlausa íbúðar- og húseigendur, sem eru að minnka við sig, er sérstakt fjármagn þrotið til þeirra sem eru að sligast undan greiðslubyrði lána og byggðu eða keyptu á árunum 1980—1985.“ heiðarlegra í stað þess að koma nú eins og Guðmundur G. Þórarinsson og segja „kröfumar vanhugsaðar og beinlínis skaðlegar því þær gangi þvert á hagsmuni þeirra sem þurfa að útvega sér húsnæði". „Kröfum- ar“, sem Guðmundur talar um, eru einungis lýsing á því sem þarf til að standa við gefín fyrirheit til íbúð- arkaupenda og húsbyggjenda. Hvað er gagnrýnt? Lítum nánar á það sem Guð- mundur G. kallar „upphlaup Alþýðufýkksins og útafspörk". Það sem ég hef sýnt fram á er eftirfar- andi: I fyrsta lagi að Qármagn og útlánaáætlun er vanáætluð. utlána- áætlun og íjármagn til ráðstöfunar gerði ráð fyrir 3.800 umsóknum á heilu ári. Staðfest er að einungis fyrstu fjóra mánuðina bárust 4.260 umsóknir. í öðru lagi hef ég sýnt fram á hvað mikið fjármagn þarf ef hægt á að vera að standa við gefin loforð og fyrirheit laganna án óhóflega langs biðtíma. Ef reiknað er með 15% afföllum af þessum umsóknum sem ekki eru lánshæfar — eins og félagsmálaráð- herra gerir — þá hefur þegar verið ráðstafað 1,5 milljörðum af fjár- magni næsta árs, einungis vegna umsókna sem bárust fyrstu 4 mánuði, frá sept. til des. sl. I þriðja lagi er sett fram sú krafa að staða húsnæðismála verði endurmetin í ljósi fenginnar reynslu og þeirri spurningu verði svarað hvort mæta eigi aukinni fjármagns- þörf umfram áætlanir með lengri biðfí'ma eða auknu fjármagni. I fjórða lagi er það gagnrýnt að á sama tíma og stór loforð og fyrirheit eru gefín til húsbyggjenda og íbúðarkaupenda þá skuli ríkis- stjómin skerða framlag til Bygg- ingasjóðs ríkisins úr 1.300 milljónum á sl. ári í 1.000 milljónir á þessu ári. I fimmta lagi hef ég sett fram þá kröfu að auknu fjármagni verði varið til félagslegra íbúða. I sjötta lagi að sérstaklega verði tekið á málum þeirra sem úthýst er úr almenna kerfínu af því þeir standi ekki undir greiðslubyrði lána. í sjöunda lagi að Qármagni verði fremur varið til þeirra, sem eiga í miklum greiðsluerfiðleikum og byggðu á árunum ’80—85, í stað þess að veita þeim 1.200 þús. kr. lán með niðurgreiddum vöxtum sem eiga fyrir stórar skuldlausar eignir og eru að minnka við sig. Þessi mikilvægu atriði vill Guð- mundur G. Þórarinsson leiða hjá sér og ávísa vandanum yfír á næstu ríkisstjórn til úrlausnar. Auk þess er það segin saga hjá Framsóknar- flokknum að fresta því að taka á vandanum þar til allt er komið í óefni. Auk húsnæðismálanna eru landbúnaðarmálin þar gleggsta dæmið. Omerkilegnr málflutningur Það lýsir auðvitað vel málflutn- ingi rökþrota manns þegar Guðmundur G. grípur til þeirrar ósmekklegu og barnalegu fullyrð- ingar að kenna Alþýðuflokknum um verðsprengingu á fasteignamark- aði. I fyrsta lagi þá var 30% verðhækkun á 3ja og 4ra herbergja íbúðum á 5—6 mánaða tímabili komin fram áður en alþýðuflokks- menn settu fram sína gagnrýni. Hana má í fyrsta lagi rekja til þess að þegar svo mikil hækkun verður á húsnæðislánum sýnir reynslan að því fylgir nokkur hækk- un á fasteignamarkaði. I öðru lagi má rekja verðhækkunina til ákvæða nýju laganna, sem gera ráð fyrir að þeir sem eru að kaupa í fyrsta sinn hafí forgang, aðrir verði að bíða. Þeir sem eiga íbúðir fyrir og vilja stækka við sig halda því meira og minna að sér höndum með sölu íbúða sinna vegna þess hve biðtími lána til þeirra er langur. Þetta eru þeir sem eiga íbúðimar sem for- gangshópamir leita helst eftir. Framboð er því lítið af t.a.m. þriggja og fjögurra herbergja íbúð; um og það sprengir upp verðið. í þríðja lagi er fólk hvatt til þess af Húsnæðisstofnun að gera ekki bindandi kaupsamning áður en það fær lánsloforð. Þegar lánsloforð liggur fyrir er fólki gert á mjög stuttum tíma að leggja fram kaup- samning. Að öðrum kosti á fólk það á hættu að lánið verði afturkallað og það færist aftast í röðina. Og til hvers leiðir það? — Jú, húsnæðiskerfið sjálft framkallar verðsprengingu á fasteignamarkaðinum, í fyrsta lagi vegna þess að ekki er gætt jafnvægis í skiptingu flármagns til forgangshópa og annarra, sem leið- ir til of lítils framboðs af íbúðum. í öðru lagi er fólki við þessar kring- umstæður gert að leggja fram kaupsamning á skömmum tíma eft- ir að lánsloforð liggur fyrir. Þá hefst kapphlaup þeirra eftir íbúð- um, sem eru með lánsloforðin, þeir yfirbjóða síðan hver annan til að missa ekki af lánsloforðinu. Kerfíð sjálft og framkvæmd laganna felur því í sér hvata til verðþenslu. Dylgj- ur Guðmundar og smekklaus málflutningur um að Alþýðuflokk- urinn valdi verðsprengingu á fasteignamarkaðinum er auðvitað eins fjarri raunveruleikanum og Guðmundur G. er sjálfur fjarri raunveruleikanum um stöðu hús- næðismála. Skrítín röksemd Eitt dæmi í viðbót: Máli sínu til framdráttar heldur Guðmundur því fram að 60% þeirra, sem sóttu um lán síðustu 4 mánuð- ina, hafí hvorki lóð eða kaupsamn- ing. Hvaða röksemd er það nú í málinu? Samkvæmt nýju lögunum þarf fólk hvorki að hafa kaupsamn- ing eða lóðarsamning í höndum áður en það sækir um lán. í annan stað er fólk af Húsnæðisstofnun hvatt til að hafa lánsloforðin í hönd- unum áður en það gerir kaupsamn- ing. Það er meginskýring þess að 60% umsækjenda hafi hvorki lóð né kaupsamning. Þeir eru að fram- fylgja ákvæðum nýju laganna. Samt fullyrðir Guðmundur áfram í sinni grein: „Alþýðuflokksmenn hafa í upphlaupi sínu gert mikið úr löngum biðtíma og fjárvöntun. Sá málflutningur er einkar skrítinn. Það er alrangt að reikna biðtíma út frá umsóknaíjölda á þann hátt sem gert er, vegna þess að 60% umsækjenda hafa hvorki lóð né kaupsamning." Kjami málsins er sá að fjöldi umsókna er mælikvarðinn á þörf- ina. Síðan snýst málið um það hvort þörfínni er mætt með auknu fjár- magni eða lengri biðtíma, sem að óbreyttu verður vel á þriðja ár nú í árslok. Ekki orð um vanda láglaunafólks „Gerð er atlaga að besta hús- næðiskerfí sem íslendingar hafa búið við,“ segir Guðmundur G. Þór- arinsson og nefnir ekki einu orði vanda félagslega hluta íbúðakerfis- ins. Fresta á félagslega hluta íbúðakerfisins og engar ráðstafanir gerðar, enda „húsnæðiskerfið það besta sem Islendingar hafa búið við“, að mati Guðmundar þó að 3.000 félagslegar íbúðir vanti á næstu þremur árum eða að 500 öryrkjar eru á biðlista eftir hús- næði. Engar áhyggjur koma heldur fram hjá Guðmundi um að eftir- spum eftir íbúðum í verkamanna- bústöðum er langt umfram það fjármagn sem Byggingasjóður verkamanna hefur til ráðstöfunar. Ekki þarf hann heldur að eyða orði í það hvernig leysa á húsnæðismál þess fólks sem verst er á vegi statt í þjóðfélaginu og fær ekki staðið undir vöxtum og afborgunum af lánum til kaupa á íbúð í verka- mannabústöðum. Væntanlega er það ámælisvert að mati Guðmundar að gagnrýna það að einungis fari tæpar 500 millj. í félagslegar íbúðir af 3,9 milljörðum króna, sem kemur frá lífeyrissjóðunum inn í húsnæðis- kerfíð. En hvemig stendur á því, Guð- mundur, að „besta húsnæðiskerfi sem Islendingar hafa búið við“ út- hýsir láglaunafólki úr almenna kerfínu af því það fær ekki risið undir greiðslubyrði og það fær held- ur ekki aðgang að félagslega íbúðakerfinu af því það er fjár- hagslega svelt? Er „besta hús- næðislánakerfíð sem Islendingar hafa búið við“ kannski ekki fyrir láglaunafólk? Hvert á það að leita? — Það þýðir ekki að vísa á leiguhús- næði. 3-4.000 manns eru á biðlista hjá Reykjavíkurborg eftir leiguhús- næði en 67 leiguíbúðir voru byggðar á vegum sveitarfélaga á landinu öllu á árunum 1981—86. Ég ráð- legg Guðmundi eindregið — í stað þess að tala um flugeldasýningar og upphlaup — að kynna sér tillög- ur Alþýðuflokksins um kaupleigu- íbúðir. Og þó Guðmundur hafí ekk- ert við húsnæðislánakerfið að athuga þá hljóta láglaunafélögin að láta sig það skipta ef þeirra félögum er úthýst, á sama tíma og fjármagn úr þeirra Iífeyris- sjóðum fjármagnar húsnæðis- kerfið, m.a. fyrirgreiðslu til hópanna með skuldlausu cignirn- ar sem eru að minnka við sig? Sennilega er niðurstaða Guð- mundar í þessu máli sú sama og Alexanders og Halldórs Blöndal. — „Gerum ekkert — fáum reynslu af nýju húsnæðislögunum — frestum því að taka á félagslega hluta íbúða- kerfísins." — M.ö.o. frestum því að taka á vandanum. Er það líka upphlaup? Og sjálfsagt er heldur ekkert athugavert við það að mati Guð- mundar að fólk í stórum, skuldlaus- um eignum, sem er að minnka við sig, fái 1.200 þús. króna niður- greitt lán. Eða eins og segir í skýrslu stjómar Húsnæðisstofnun- ar um þessar lánveitingar: „Skiptir engu þótt- umsækjandi selji íbúð fyrir 10 milljónir og kaupi aðra á 4 milljónir." Á sama tíma og fjármagn er til ráðstöfunar fyrir skuldlausa íbúðar- og húseigendur, sem eru að minnka við sig, er sérstakt fjármagn þrotið til þeirra sem eru að sligast undan greiðslubyrði lána og byggðu eða keyptu á árunum 1980—1985. En það flokkast sennilega undir „upp- hlaup alþýðuflokksmanna" að ræða þennan ágalla nýju húsnæðislag- anna. Og nú ættu allir að geta ráðið í spuminguna í fyrirsögn þessarar greinar. Guðmundur G. Þórarinsson og strúturinn stinga báðir höfðinu í sandinn. Höfundur er einn af aJþingis- mönnum AJþýðuflokks fyrir Reykja víkurkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.