Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Eyrir ekkjunnar feng- inn að láni í Bangladesh Viðskiptavinir bankans eru betl- arar, blásnauðar ekkjur, fráskildar konur og jarðnæðislaust sveitafólk; bankastarfsmennimir koma hjól- andi til lánþeganna; og 97% af lánum eru greidd aftur á réttum gjalddaga. Þeir sem eru vel stæðir fá ekki lán. Þannig er Grameen-bannkinn í Bangladesh, banki fátæka manns- ins. Hann varð til í háskólanum í Chittagong árið 1976. Þar kenndi Muhammad Yunus og nemendumir höfðu örbirgðina í Bangladesh fyrir augunum á hverjum degi því að kringum háskólabyggingar vom þorp þar sem landleysingjamir bjuggu, þeir fátækustu meðal fá- tækra. Til hvers var að kenna háfleygar kenningar um þróun og efnahagsmál ef það breytti engu um hróplega eymdina allt í kring? Byrjaði í háskóla Yunus prófessor sendi því nem- enduma út í þorpin til að kanna aðstæður og vilja íbúanna. Þeir komust m.a. að því að margar kon- ur langaði að koma af stað ein- hveijum heimilisiðnaði til að drýgja heimilistekjumar. En þó að fyár- þörfín væri lítil til að geta hafíst handa var það konunum ofviða. Lánastarfsemi var vissulega til, en til hennar var gripið í algerri neyð þegar mat skorti til heimilisins. Þá var gengið til orkaranns í þorpinu sem oft var jafnframt stærsti land- eigandinn. Hann leit ekki við minna en 10% vöxtum á mánuði en veitti gjama gjaldfrest til að mjólka fá- tæklingana sem allra lengst. Þetta em raunar aðstæður sem em ekki óalgengar í þróunarlöndum yfírleitt. Fyrstu viðbrögð Yunus prófess- ors vom þau að lána konunum til heimilisiðnaðarins úr eigin vasa. í dag er þessi lánastarfsemi, sem prófessorinn átti upptökin að, orðin að banka með útibú í 4.192 þorpum og lánþegar em nær 200 þúsund. Laily Begnm og Maisuna í þorpinu Rohola stofnaði Laily Begum og fjórar konur aðrar lán- þegahóp og vom samþykktar í bankanum eftir strangar yfírheyrsl- ur. Laily fékk 600 króna ián og keypti sér hýðishrísgijón og geit til að mala. Hún vinnur 13 tíma á dag hjá jarðeiganda í grenndinni og fær að launum morgunmat, sem er eini málsverður dagsins, og hálft kfló af afhýðuðum hrísgijónum. Mizan maður hennar vinnur sem dag- launamaður. Ef Laily getur bætt hag sinn sleppur hún kannski við að leita til okrarans fyrir næsta uppskemtíma. „Aður en við fómm að skipta við Grameen-bankann spurðu eigin- mennimir aldrei um ráðahag bamanna eða umskurð," segir önn- ur kona sem heitir Maisuna. „Nú emm við áhrifameiri. Maðurinn veit að ætli hann að beija mig verður bið á því að hann sjái peninga frá mér.“ Fyrir fjóram ámm bjó Mais- una við svipuð kjör og Laily. Þá fékk hún fyrsta lánið í bankanum og keypti sér mustarðskom til að mala. Með næsta láni keypti hún sér kvöm og það þriðja og fjórða notaði hún til að eignast naut til að snúa kvöminni. Hún er búin að endurgreina fyrstu þijú lánin og hefur staðið í skilum með fjórða lánið. Konur eru bestu lánþegarnir Nálægt 70% af þeim sem fá lán í Grameen-bankanum em konur. „Hver banki veðjar á besta lántak- andann," segir bankastjórinn Muzammal Huq. „Það hefur komið í ljós að konumar em skilvísastar og lán til þeirra komu flölskyldun- um mest til góða. Karlmennimir nota peningana oft í eigin þágu, Konumar veija sínu fé í fæði og klæði á bömin og svo til að bæta húsnæðið." Með því að lána einkum konum fæst einnig betri hljóm- gmnnur fyrir fjölskylduáætlunum því konumar hafa mestan áhuga á þeim. Engin spilling í Bangladesh er spilling í allri starfsemi nema Grameen-bankan- um, segja margir aðkomumenn sem hafa kannað bankann. Hver er Landbúnaðarstörf í Bangladesh. skýringin á því að öreigamir standa svona vel í skilum? Ýmlslegt kemur til. Stofnun í Bangladesh sem fæst við þróunarrannsóknir telur ástæð- una vera vinnubrögðin sem ein- kenna stofnandann og aðalforstjór- ann, Yunus prófessor. Til þess að fá lán í bankanum þurfa menn að vera fímm saman í hóp, hittast fyrst í nokkra daga til að læra að skrifa nafnið sitt og kynnast hugmyndum og reglum bankans. Eftir einn mán- uð fá tveir í hópnum lán og standi þeir sig fá hinir sömu þjónustu. Öll lán em til eins árs og greitt af þeim vikulega. Vextimir em 16% á ári. Ekkert veð eða tryggingu þarf fyrir lánunum. Þó að bankastarfsmennimir þurfí að búa við erfíð skilyrði úti í sveita- þorpunum fá þeir svipuð laun og aðrir bankamenn í Bangladesh og geta fengið skjótan frama þar sem bankinn stækkar ört. Yunus for- stjóri heimsækir útibúin jafnan og útibússtjóramir 234 senda honum mánaðarlega skýrslu. Stjórendumir hafa fíjálsar hendur um nýjungar. Ef þið hafíð góða hugmynd skulið þið reyna hana, er haft eftir Yun- us. Ef tiltækið mistekst segið engum frá. Ef vel tekst til skulið þið segja mér frá svo hægt sé að reyna hana annars staðar. Margir styðja Grane- em-bankann Graneem-bankinn er rikisbanki í Bangladesh en nýtur þess sjálf- stæðis sem hér var lýst. Starfsemi hans hefur vakið svo mikla athygli og að svipuðu hefur verið ýtt á flot í Indónesíu, Kenýu, Nepal og Mala- ysíu. Erlend ríki og alþjóðastofnanir veita bankanum stuðning. Stærsta framlagið kemur frá IFAD, alþjóð- legum sjóði til framfara í land- búnaði, sem starfar í tengslum við FAO. Norðmenn og Svíar hafa einn- ig nýlega styrkt starfsemina með 300 milljóna kr. ársframlagi (ísl. kr.) Graneem-bankinn nær ekki enn til nema 3,2% fátæklinganna í sveit- unum. En bankinn er í ömm vexti og er gert ráð fyrir að hækka þessa tölu upp í 17% um 1990. Unnið á vegnm Þróunar- og samvinnu- stofnunar íslands, ÞSSÍ.) Kjarvalsstaðir: Tónleikar við opn- un tveggja sýninga OPNAÐAR verða tvær sýningar á Kjarvalsstöðum laugardaginn 14. mars nk. kl. 14.00. Annars vegar er það Guðrún Tryggva- dóttir myndlistarkona sem opnar málverkasýningu í vestursal Kjarvalsstaða og hinsvegar Hansína Jensdóttir sem opnar skúlptúrsýningu. Jafnhliða opn- un sýninganna verða tónleikar sem hefjast kl. 15.30. Guðrún Tryggvadóttir hefur numið hér heima, í París og í Munc- hen þar sem hún vann til verðlauna skólans fyrir lokaverkefni sitt árið 1983. Guðrún hefur verið búsett hérlendis síðastliðin tvö ár. Árið 1985 hlaut hún starfslaun ríkisins í eitt ár og er með þessari sýningu að þakka fyrir sig. Þetta er 6. einka- sýning hennar og sú stærsta til þessa. Verkin á sýningunni em unnin á undanfömum fjómm ámm. Hansína Jensdóttir er gullsmiður að mennt og starfar hjá Jens Guð- jónssyni gullsmið. Stundaði hún nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og við Myndlistaskólann í Reykjavík. Hansína var einnig tvö ár í skúlptúrdeild SAIT í Calgary, Kanada. Hefur hún tekið þátt í Qölda samsýninga. Tónleikana halda Robert W. Bec- ker baritónsöngvari og David Knowles píanóleikari í tilefni opn- unar sýningar Guðrúnar Tryggva- dóttur. Fyrst á dagskrá tónleikanna er „Ástir skáldsins“ eftir Robert Schumann við texta Heinrich Heine. Eftir hlé syngur Robert aríur úr ópemm eftir Richard Wagner. Robert er búsettur hér á landi og hefur sungið m.a. með Sinfóníu- hljómsveit fslands og í Þjóðleik- húsinu, nú síðast sem Scarpia í Tosca. David Knowles býr einnig Hansina Jensdóttir gullsmiður. Guðrún Tryggvadóttir myndlist- arkona. Robert W. Becker baritónsöngvari og David Knowles pianóleikari. hérlendis og er þekktur sem undir- Báðar sýningamar verða opnar leikari auk þess að vera organisti daglega kl. 14.00 til 22.00 til 29. í Kristskirkju. mars. Ari Halldórsson, forstöðumaður TM-miðstöðvarinnar, í húsakynnum hennar í Garðastræti 17. Ný kennslumiðstöð í innhverfri íhugun NÝ kennslumiðstöð tók til starfa í Reykjavík um mánaðamót- in. Þar verða haldin námskeið í svonefndri TM-tækni (Transc- endental Meditation Technique) eða innhverfri íhugun eins og tæknin hefur verið nefnd hér á landi. Innhverf íhugun hefur verið kennd nokkmm milljónum manna um allan heim, en um tvö þúsund íslendingar hafa sótt byijendanámskeið á vegum ís- lenska íhugunarfélagsins frá árinu 1975. Einn veigamesti þátt- ur í starfsemi miðstöðvarinnar verður að kynna gildi TM-tækn- innar í daglegu lífi og hafa fjölmargar rannsóknir verið gerð- ar á þessu sviði í háskólum og rannsóknarstofnunum undanfar- in ár. Þær hafa m.a. leitt í ljós hið sérstæða hvíldarástand, sem næst við ástundun tækninnar og áhrif hennar á andlegt og líkam- legt heilbrigði. Mætti þar nefna aukið viðnám við streitu o.fl. Læknar í flestum löndum Evr- ópu og Bandaríkjunum • hafa myndað með sér samtök til að kynna TM-tæknina meðal heil- brigðisyfírvalda og starfsbræðra sinna. Ætlunin er að TM-mið- stöðin í Reykjavík hafí samstarf við hina alþjóðlegu hreyfíngu. Á næstunni verður gengist fyrir námskeiðum í fyrirtækjum og stofnunum en víða erlendis kosta fyrirtæki námskeið fyrir starfsfólk sitt. Jafnframt því að kynna og kenna TM-tæknina mun hin nýja miðstöð halda upp þjónustu við þá, sem lært hafa tæknina á undanfömum árum. Næsta byijendanámskeið á vegum miðstöðvarinnar hefst með kynningarfyrirlestri klukkan hálf níu í kvöld. Þar verður fjall- að um hvemig TM-tæknin stuðlar að alhliða þróun vitundarinnar og áhrif hennar á heilbrigði, hegðun og mannleg samskipti. Eins og áður segir er forstöðu- maður kennslumiðstöðvarinnar Ari Halldórsson. (Fréttatilkynning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.