Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 Fagmenn Þátturinn af Höllu Linker, ís- landsdrottningunni í Englaborg- inni, var áhugaverður þrátt fyrir að stjómandinn, Hans Kristján Amason, væri tekinn að ryðga allhressilega í ættjarðarkvæðunum og þrátt fyrir fremur dauflegan endasprett er Hans ræddi við Höllu á ópersónulegum útiveitingastað. Ég hefði kosið að kynnast enn frekar hinu sérstæða umhverfí Höllu en mér til mikillar gleði blaktir íslenski fáninn yfir fag- urblárri sundlauginni og Halla ekki fyrr stigin út úr kádíljáknum við glæsivilluna en hið íslenska skjaldar- merki heilsar henni við innganginn. Þeir Stöðvarmenn em annars bara duglegir að filma á erlendri gmndu, er skemmst að minnast New York- sprangs Valgerðar Matthíasdóttur, en Vala rabbaði þar stuttlega við fslenska listamenn, það er að segja er hún gaf sér tíma frá dagskrár- kynningu. Tel ég mjög misráðið hjá þeim stöðvarmönnum að blanda þannig saman áhugaverðum heim- sóknum til landans og dagskrárkynn- ingu. Átök Þegar tekist er á um þjóðarkökuna og verkföll dynja á þjóðinni reynir mjög á fréttamenn ljósvakamiðlanna. Undirritaður er jafnvel þeirrar skoð- unar að fréttamennimir geti óafvitað haft nokkur áhrif á samningsgerðina. Tökum til dæmis Kennaraverkfallið þar sem tekist er á um framtíð fram- haldsskólans þar sem æ erfiðara reynist að ráða fullmenntaða kennara í ákveðnar stöður og stórir hópar kennara eiga orðið bágt með að sinna .heimavinnu sökum yfirvinnuáiags. í fréttum ljósvakamiðlanna hefur svot- il eingöngu verið vikið að hinni beinu kennsluskyldu kennara en iítið kann- að baksviðið, svo sem símenntun kennaranna og hið gífurlega magn kennsluefnis er kennarar framleiða hér og sjaldnast ratar í bækur en dagar oftast uppi í ljósritum, glærum og fyrirlestrum. Mikil vöntun er hér á handhægu kennsluefni f fjölmörg- um greinum og því lendir það oftast á kennurum að smíða kennsluefnið. Erlendis ergjaman greitt sérstaklega fyrir slíka hluti enda framleiðsla kennsluefnis hinn mesti gróðavegur. Hér er eingöngu horft til hins sýni- lega vinnuframlags er mæla má í kennslustundum. í Upplýsingasam- félaginu gilda slík viðmið ekki lengur. Kennarinn stendur í fremstu víglínu upplýsingabyltingarinnar þar sem hin vel menntuðu samfélög verða ofan á í flestu tilliti. Lítum bara til þeirra landa þar sem velmegunin er mest, svo sem Sviss og V-Þýskalands, þar er lögfest að kennarar skuli ætíð hljóta hæstu laun ríkisstarfsmanna. íslenskir fréttamenn ættu að gefa gaum að umfangi málsins er þeir athuga launadeilur en því miður er sjaldnast skyggnst undir bláyfirborð- ið. Þó tókst einum fréttamanninum í fyrradag að toga út úr verkalýðsleið- toga að lægstu laun borgarstarfs- manna hefðu til skamms tfma numið 23 þúsund krónum fyrir átta stunda vinnudag. Slíkar upplýsingar segja mikla sögu en það verður að fylgja þeim eftir, tala við launþegana, skoða starfsvettvanginn og ræða um stöðu launþegans í samfélaginu. Verkalýðs- félögin ættu líka að nýta þá peninga er þau hrifsa af launþegunum til að ráða blaðafulltrúa er gætu kynnt fjöl- miðlunum kröfugerðina í heild. Launþegamir eiga fullan rétt á því að krefjast faglegra vinnubragða af verkalýðsforkólfunum ekki síður en fréttamönnunum. En það er kannski ekki við góðu að búast þegar menn eru bundnir á flokksklafa og geta sig hvergi hreyft þrátt fyrir gott hjarta- lag. Mikið vildi ég að rfkisfjölmiðlam- ir losnuðu enn frekar af flokksklafan- um og að einkastöðvamar gerðu fréttamönnunum fært að skoða betur baksvið fréttanna. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Stöð tvö: Þetta er barnið mitt ■i Bonnie og Craig 05 Wilkerson er hamingjusamt ungt par, sem virðist ekk- ert skorta á hamingjuna. Bæði starfa úti og hafa notið velgengni í starfi, en þó skyggir eitt á — þau eiga ekki böm. Þau hafa leitað til læknis vegna þessa, en án árangurs. Loks fer svo að þau ákveða að reyna að ættleiða barn þar sem virðist besta, ef ekki eina leiðin til þess að eignast bam. Wilkerson-hjónin verða þess vegna himinlifandi þegar þeim er boðið bam, aðeins nokkrum mánuðum eftir umsókn. Þau útbúa sérstakt barnaherbergi fyr- ir Tracey litlu og sækja hana á nærliggjandi fæð- ingarheimili. Næstu mánuði svífa þau hjónin um á rósrauðu skýi með telpuna, en brátt dreg- ur þó annað ský fyrir sólu. í ljós kemur að kynmóðir barnsins vill barnið aftur og virðist eiga góða mögu- leika á því lögum sam- kvæmt. Kimberley Downs, en svo heitir móðirin, vill barnið sitt aftur og þar sem ekki er liðið hálft ár frá því að hún gaf það frá sér á hún kröfu til þess. Hún er flutt að heiman og í eig- in Mð, vinnur fyrir sér og er trúlofuð föður bamsins. Hun virðist því eiga nokkra möguleika fyrir rétti; ekki síst þegar í ljós kemur að dómarinn vill að Tracey fari til kynforeldra sinna. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar enn. 1« Craig og Bonnie með stúlkuna Tracey. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 17. mars 6.45 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guð- mundur Saemundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Mamma í upp- sveiflu" eftir Ármann Kr. Einarsson. Höfundur les (12). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesiö úr forustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tið. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnirlög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 i dagsins önn — Félags- leg þjónusta. Umsjón: Hjördis Hjartardóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Áfram veginn", sagan um Stefán Islandi. Indriði G. Þorsteins- son skráði. Sigriöur Schiöth les (17). 14.30 Tónlistarmenn vikunn- „ ar. Mikis Theodorakis. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Suðurlandi. Umsjón: Hilmar Þór Hafsteinsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Siödegistónleikar. a. Hugleiöing um gamalt tékkn- eskt sálmalag eftir Josef Suk. Strengjasveit tékkn- esku Filharmoniusveitarinn- ar leikur; Alois Klíma stjórnar. b. Menúett i F-dúr op. 31 eftir Louis Spohr. Félagar úr Filharmoníusveit Vínar- borgar leika. 17.40 Torgið — Neytenda- og umhverfismál. Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. 19.35 Breytingar í opinbeTri þjónustu. Davíð Á. Gunn- arsson forstjóri ríkisspítal- anna flytur erindi. 20.00 Lúðraþytur. Umsjón: Skarphéðinn H. Einarsson. 20.40 íþróttaþáttur. Umsjón: Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson. 21.00 Perlur. Dean Martin. 21.30 Útvarpssagan: „Heima- eyjarfólkið'' eftir August Strindberg. Sveinn Víkingur SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 17. mars 18.00 Villi spæta og vinir 'hans. Níundi þáttur. Banda- rískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Ragnar Ólafsson. 18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey. Sextándi þáttur. Ástralskur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævin- týri á Suöurhafseyju. Þýðandi Gunnar Þorsteins- son. 18.45 íslenskt mál. 16. Um orðtök sem tengjast glímu. Umsjón: Helgi J. Halldórs- son. 19.00 Sómafólk — (George and Mildred.) 19. Af beðmálum. Breskur gaman- myndaflokkur. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. Umsjón: Guðmundur Bjarni Harðar- son og Ragnar Halldórsson. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Söngvakeppni sjón- varpsstööva. Fimmti kynn- ingarþáttur íslenskra laga. 20.45 Svarti turninn. (The Black Tower.) Þriðji þátt- ur. Breskur myndaflokkur f sex þáttum, geröur eftir sakamálasögu P. D. James. Roy Marsden leikur Adam Dalgliesh lögregluforingja. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 21.40 Vestræn veröld. (Triumph of the West.) 2. Nýir straumar. Nýr heimild- armyndaflokkur í þrettán þáttum frá breska sjónvarp- inu (BBC). ( þáttunum er fjallaö um sögu og einkenni vestrænnar menningar og hvernig hún hefur breiðst út svo aö áhrifa hennar gætir á okkar tímum um alla heimsbyggðina. Umsjónar- maður er John Roberts sagnfræðingur. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 22.35 Nýju kosningalögin. ( þættinum verður leitast við að skýra tilgang og áhrif laganna sem eiga að jafna verulega mun á atkvæöis- rétti milli kjördæma. Um- sjónarmaöur Ólafur Sigurösson. 23.15 Fréttir í dagskrárlok. fÆ STOD2 QrÞRIÐJUDAGUR 17. mars §17.00 Barnavændi (Pretty Baby) Bandarisk kvikmynd með Keith Carradine og Brooke Shields í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Louis Malle. Ljósmyndari er gagntekinn af vændinu í New Orleans, sérstaklega barnavændinu. §18.50 Fréttahornið. Fréttatimi barna og ungl- inga. Umsjónarmaður er Sverrir Guðjónsson. 19.00 Spæjarinn.Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 ( návígi. Vfirheyrslu- og umræöuþáttur í umsjón fréttamanna Stöðvar 2. 20.40 Matreiðslumeistarinn. Matreiðsluþættir Ara Garð- ars Georgssonar vöktu verðskuldaða athygli á siðasta ári. Nú er Ari mætt- ur aftur i eldhús Stöðvar 2 og hyggst kenna áhorfend- um matargerðarlist. §21.05 Þetta er barnið mitt (Thís Child Is Mine). Bandarisk sjónvarpsmynd með Lindsay Wagner og Chris Saradon í aðalhlut- verkum. Hjón ættleiða barn en móðir barnsins sér sig um hönd og notar öll tiltæk ráð til að fá barnið aftur. §22.35 NBA — Körfubolt- inn. Sacramento — Los Angeles Lakers. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. §00.05 Heimsmeistarinn að tafli. Fjórða skák milli Nigel Short og heimsmeist- arans Gary Kasparov. 00.30 Dagskrárlok. þýddi. Baldvin Halldórsson lýkur lestrinum.(16). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 25. sólm. 22.40 Listin aö deyja — rýnt i Sturlungu. Úlfar Bragason bókmenntafræðingur flytur erindi. (Áður útvarpaö 10. ÞRIÐJUDAGUR 17. mars 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tónlistarget- raun og óskalög yngstu hlustendanna. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Skammtað úr hnefa. Stjórnandi: Jónatan Garð- arsson stjórnar þætti með tónlist úr öllum áttum. 15.00 I gegnum tiðina. Þáttur janúar sl.) 23.10 íslensk tónlist. Kynnt verða verk af nýjum íslensk- um hljómplötum: a. „Burtflognir pappírsfugl- ar'' eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Blásarakvintett Reykjavíkur leikur. b. „Æfingar" fyrir píanó eftir Snorra Sigfús Birgisson. Höfundurinn leikur. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. um íslensk dægurlög i um- sjá Vignis Sveinssonar. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10J30, 11.00, 12.20, 15.00, '16.00 og 17.00; SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK REYKJAVÍK 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRI 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Trönur. Umsjón. Finnur Magnús Gunnlaugsson. Fjallað um menningarlíf og mannlíf almennt á Akureyri og í nærsveitum. ÞRIÐJUDAGUR 17. mars 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blööin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveðjur, matarupp- skriftir og spjall við hádegis. Síminn er 611111. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er f fréttum, spjalla við fólk og segja frá. Flóamarkaðurinn er á dag- skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Forstjóra- popp eftir kl. 15. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. Hallgrlmur leikur tónlist, litur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 10 vin- sælustu lög vikunnar. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á þriðjudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00-24.00 Vökulok. Þægi- leg tónlist og fréttatengt efni í umsjá Karls Garðarssonar fréttamanns. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veður. ALFA Kriattlef ÉtvarptilM. FM 102,9 ÞRIÐJUDAGUR 17. mars 08.00Morgunstund:' Guð: orð og bæn. 8.15 Tónlist. 13.00 Tónlistarþáttur meí lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.