Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 Sovéski herflotinn: Nær heimahöfn- um í skjóli flugvéla Reuter. Tveir fuglar á ársafmælinu Paul Bocuse, kunnasti matargerðarmeistari í París, hefur komið fram með nýjan rétt, sem hann kallar „Elysée-Matignon" og er uppistaðan í honum tveir smáfuglar, hvor með sinni fyllingu. Með þessu vildi hann halda upp á, að í gær var liðið ár frá valdatöku núverandi stjómar með hægrimanninn Jacques Chirac í embætti forsætisráð- herra og jafnaðarmanninn Francois Mitterrand sem forseta. SOVÉSKI flotinn hefur breytt um mynstur á æfingum sínum. Leggur hann nú áherslu á, að skip séu ekki svo langt undan að flugvélar úr landi geti ekki veitt þeim loftvernd. Telur John Lehman, fráfarandi flotamála- ráðherra Bandaríkjanna, að þessa breytingu megi rekja til framvarnarstefnu bandaríska flotans. Hún byggist á því að sækja gegn sovéska flotanum eins nálægt heimaströndum hans og kostur er. John Lehman gerði Bandaríkja- þingi nýlega grein fyrir stöðu og styrk bandaríska flotans í saman- burði við hinn sovéska. í vikuritinu Jane’s Defence Weekly er það haft eftir flotamálaráðherranum, að breytingar á æfíngamynstri so- véska flotans „gefí til kynna, að Sovétmenn hafí tekið mið af þróun nýju flotastefnu [Bandaríkjanna] og endumýjun [bandarískaj flot- ans.“ Á síðasta ári hafi sovésk herskip og kafbátar æft með öðrum hætti en áður, haldið sig nær heima- höfnum og í skjóli flugvéla úr landi. í bandarísku skýrslunni segir, að REKSTUR OG STJORNUN FYRIRTÆKJA Hagnýtt nám fyrir eigendur og stjórnendur fyrirtækja sem vilja læra að notfæra sér nútímaþekkingu og tækni við að reka fyrirtæki. Dagskrá: Stofnun fyrirtækja, lög og reglugerðir. Rekstrarform fyrirtækja. Stjórnun og mannleg samskipti. Verslunarreikningur, víxlar. verðbréf o.fl. Fjármagnsmarkaðurinn i dag. Tiiboðs- og samningagerð. Notkun bókhalds til ákvarðanatöku og stjórnunar. Grundvallaratriði við skattaálagningu fyr- irtækja. ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ Arðsemis- og framlegðarútreikningar. Fjárhags- og rekstraráætlanir. Notkun tölva við áætlanagerð. Sölumennska og kynningarstarfsemi. Samskipti við fjölmiðla. Auglýsingar. Gestafyrirlestrar. Meðal leiðbeinenda eru: Óskar B. Hauksson verkfræðingur Friðrik Halldórsson viðskiptafræðingur Haraldur Gunnarsson viðskiptafræðingur Eiríkur Tómasson hæstaréttar- lögmaður Halidór Kristj- ánsson verkfræðingur Sigurður Ágúst Jensson markaðsstjóri Ingimundur Magnússon rekstrar- og áætl- anafræðingur Dr. Jakob Smári sálfræðingur Ólafur Stephensen forstjóri Gunnlaugur Sigmundsson forstjóri Námið tekur 2 mánuði og kennt er á hverjum degi frá kl. 8.15 til 12.15. Innritun daglega frá kl. 8—22 í -símum 687590, 686790, 687434 og 39566 (Friðjón). Tölvufræðslan BORGÁRTÚNI 28. sovéski flotinn hafí ekki dregið sam- an seglin en haldi sig meira á heimaslóðum en áður. Hin nýja flotastefna Bandaríkjanna felst í því hér á norðurslóðum að senda flugvélamóðurskip norður Noregs- haf í áttina að Kóla-skaga á hættutímum. Er það markmið stefnunnar, að þannig sé unnt að aftra því að sovéski flotinn leggi undir sig Noregshaf, nái tökum á Noregi og sæki út á siglingaleiðim- ar milli Evrópu og Norður-Ameríku ' Atlantshafí. Finnland: Lítil spenna í kosningrimim Óglögg skil á milli flokka draga úr kjörsókn Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaósins. BÆÐI kosningabaráttan og kosningaþátttakan í finnsku þingkosningunum hafa verið óvenju daufar í þetta sinn. Stjórnmálafræðingar telja að stefna stóru flokkanna hafi verið svo áberandi lík að almenningi finnist litlar líkur á að nokkuð breytist hvemig sem kosningarn- ar fara. Á síðasta kjörtímabili var mikið um það rætt í blöðum hvort finnsk stjómmál einkenndust af því að flokkamir væm allir eins. Meðal almennings þykir orðið samkomu- lag (konsensus) vera nokkurs konar ókvæðisorð. Hefur orðið tákn fyrir klíkuskap og samtryggingu. Finn- skir stjómmálaleiðtogar hafa sjald- an verið jafn sammála og í þessari kosningabaráttu. Allir helstu flokk- ar em á einu máli um að meðal helstu vandamála í þjóðfélaginu séu atvinnuleysið, sem er 6-7 prósent, og utanríkisviðskiptin, sem hingað til hafa verið tiltölulega einhliða byggð á skógarafurðum og mál- miðnaði. Mörgum þykir það kannski táknrænt að félag iðnrekenda skuli standa bak við auglýsingu þar sem óklædd ungmenni hvetja almenning til að nýta kosningaréttinn. Finnar vom fyrstir allra Evrópu- þjóða til að veita öllum borgumm, einnig konum, kosningarétt. Þetta gerðist 1906. Flokkakerfið hefur verið í megindráttum óbreytt síðan Finnland varð fullvalda ríki 1917. Stærstu flokkamir hafa verið í kringum miðjuna og þeir þrír flokk- ar, sem hafa verið mest áberandi á Reuter Auknar barnabætur voru eitt af kosningamálunum i Finnlandi að þessu sinni og kannski hefur sá litli haft einhver áhrif á hvernig mamma hans kaus. Myndin var tekin í gær, á síðari degi kosning- anna. síðustu ámm, em Jafnaðarmanna- flokkurinn, Miðflokkurinn (áður Bændaflokkurinn) og Kokoomus, samsteypuflokkur hægrimanna. Danmörk: Sjomannasam- bandið neitar að afhenda skjöl Stokkhólmur, Kaupmannahöfn, Reuter, AP. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði í gær að morðið á Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra og vopnas- myggl Bof orsfyrirtækisins, vörpuðu skugga á sænsku þjóð- ins. Hann sagði í viðtali við sænska blaðið Expressen að hann hefði áhyggjur af því, að hin mikla fjöl- miðlaumfjöllun um hið óupplýsta morð, afsagnir og deilur sænskra valdamanna vegna þess og síðan upplýsingar um ólöglega vopnasölu Boforsfyrirtækisins, myndu skaða ímynd Svía meðal þjóða heims. En hann kvað Svía heiðarlega og sagði að þeir myndu standa af sér þessa erfíðleika. Forráðamenn danska sjómanna- sambandsins neituðu í gær að afhenda dönsku lögreglunni skjöl er sönnuðu staðhæfingar þeirra um að dönsk skip hefðu flutt vopn til Miðausturlanda. Jörgen Frederiks- en, yfirmaður dönsku öryggislög- reglunnar, sagði í viðtali við danska útvarpið í gær að lögreglan ætlaði ekki að aðhafast neitt frekar í mál- inu. Henrik Berlau, varaformaður sjómannasambandsins sagði við fréttamenn í gær að hann vildi ekki segja neitt frekar um málið. í síðustu viku sagði Berlau að 60-70 skipsfarmar af sænskum vopnum hefðu verið fluttir til Miðaustur- landa með dönskum skipum þótt aðrir áfangastaðir hefðu verið skráðir á farmskjölin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.