Morgunblaðið - 17.03.1987, Side 55

Morgunblaðið - 17.03.1987, Side 55
^ÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 55 Skákáhugi á íslandi er mikill og hefur svo verið um langa hríð, en fyrst jókst hann nú að ráði þeg- ar þeir kappar Boris Spassky og Bobby Fisher kepptu um heims- meistaratitilinn hér á landi. Það hefur vart farið fram hjá neinum að IBM á íslandi hélt skák- mót hér á dögunum til þess að minnast 20 ára afmælis fyrirtækis- ins. Þar kepptu margir helstu skákmenn lieims, enda til mikils að vinna. Meðan á mótinu stóð gerðu skákmeistaramir sér ýmislegt til gamans — Portiseh æfði t.a.m. söng á göngum Hótel Loftleiða — en skákmeistarinn Mikhail Tal tefldi fjöltefli við trésmiði í Reykjavík. Tal tefldi á 30 borðum; vann 28 skákir og gerði jafntefli í tveimur þeirra, en það voru þeir Örn Ingólfs- son og Gunnar Hansson, sem knúðu meistarann til jafnteflis. Sem sjá má eru talsverð tilþrif i taflmennskunni, a.m.k. ef ráða má af svipbrigðum karlsins. Er enda ljóst að til þess að tefia á þijátíu borðum í einu þarf talsverða ein- beitni og slíkum þankagangi fylgja gjarnan sérkennileg svipbrigði. Þau á Tal í tugatali. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson FGsigrarMR Föstudaginn 6. mars var úrslita- keppni MORFÍS haldin í Háskólabíói að viðstöddu fjölmenni. Þar hittust á hólmi Menntaskólinn í Reykjavík og Fjölbraut í Garðabæ og fóru leikar svo að FG sigraði Menntaskólann. Gerðist það þrátt fyrir að Menntaskólinn bæri átta stigum fleiri úr býtum en FG, en því veldur sú regla að s* annað hvort liðið stigahærra hjá tveimur dómurum skal það talið sigurvegari hvað sem heildarstigatölu líður. Fóru að vonum margir menntskæl- ingjar heim þungir á brún, en fjölbrautaskólanemar þess kátari. Lítil ástæða var þó fyrir menn að fagna um of eða leggjast í þung- lyndi því að keppnin var hnífjöfn og hinn eiginlegi sigurvegari mælskulistin sjálf. Sést það best á því að aðeins var 35 stiga munur á stigahæsta og stigalægsta manni keppninnar. Illugi Gunnarsson, M.R., reyndist vera stigahæstur með 490 stig og því ræðumaður kvöldsins. Umræðuefnið var hvort tekið skyldi upp einræði á íslandi eður ei og vildu fjölbrautaskólamenn taka einræði upp án frekari tafa, en menntskælingjar vörðu lýðræðið með ofangreindum árangri. Voru umræður mjög líflegar og mátti aldrei á milli sjá hvor hefði betur. Þess má til gamans geta að sú saga gengur fjöllum hærra að FG hafí í raun unnið keppnina með göldrum, því þeir hafí fengið ku- klara nokkum til þess að magna seið gegn Menntaskólanum. Einn talsmanna FG þvertók ekki fyrir það, en sagði að skólinn skyldi vinna keppnina galdralaust hvenær sem væri í framtíðinni. COSPER — Verið velkomin. Þið fáið svínslæri í matinn. ALLT í RÖÐ OC REGLU! Ef þú ert þreytt(ur) á óreiöunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. Þessi glæsilega vörubifreið er til sölu, bíllinn hefur aldrei verið notaður í malarflutninga enda lítið keyrður eða 76.000 km. Hann er með 9 tonna millerkrana. Árg. 1976 sem er í toppstandi. Dekkin eru hálfslitin en pallur mjög nýlegur og með álskjólborðum. Verð ca. 1,7—2 millj. Upplýsingar í síma 92-3966 og 92-4966 fyr- ir hádegi og 92-4356 á kvöldin. B.B. BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. Hino ZM 1980 Duni er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins kr. 3.721- (Innifalið í verði: Málmstandur, é »1I I U Wk '^Tv^^ök'. 2000 mál, tíu höldur — teskeiðar.) FAIMIMIR HF Bíldshöfða 14, sími 672511 ÁLLT TIL PIPULAGNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.