Morgunblaðið - 17.03.1987, Síða 47

Morgunblaðið - 17.03.1987, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 47 Spæjarínn á skjánum arlaust síðri en frummyndimar og Furðuveröld Jóa er engin utantekn- ing frá því. Hún er um lítinn föðurlausan dreng hvers herbergi er fullt af skemmtilegu dóti (E.T.), og þar á meðal leikfangasíma sem fer að hringja (Poltergeist II) þegar minnst varir og röddin í símanum er pabbinn látni. Það skiptir aftur á móti engu máli fyrir frekari fram- vindu sögunnar því stráksi finnur skömmu seinna búktalarabrúðu í draugalegu nágrannahúsi en hún er haldin illum anda. Skólabræður Jóa lenda í miklum þrengingum í neðanjarðargöngum undir drauga- lega húsinu (Goonies) og af því Jói hefur hæfileika til að fá hluti til að hreyfast úr stað fyllist heimilið hans af vísindamönnum, sem er nákvæm eftirlíking á sama atriði í E.T. Ef ykkur finnst þetta allt saman heldur ruglingslegt verður það svo að vera því fátt skýrist og samteng- ist í myndinni heldur er atburðunum hrúgað upp eins og rusli í kompu. Furðuveröld Jóa er enn ein tækni- brellumyndin sem leggur meira upp úr ljósasýningum og brellubrögðum en drama og mannlegum þáttum og rökréttri, skiljanlegri frásögn. Og það er enn minna varið í hana vegna þess að flest í henni hefur maður séð áður. Leikurinn er ekkert afbragð en eins og kvikmyndagerðarmennimir bera leikaramir flestir þýsk nöfn. Handritið er heldur ekkert til að æsa sig yfir og leikstjórinn, Roland Emmerich, er of upptekinn af að herma eftir uppáhaldsmyndunum sínum til að hugsa um leikinn. Stundum tekst honum að bregða manni og einstaka atriði em vel uppbyggð en spennu getur hann ekki haldið hvemig sem hann reyn- ir. Pennavinir Þrettán ára austur-þýzk stúlka vill eignast pennavini hér á landi: Manuela Kunze, Karl-Liebknecht-Str.55, 8405 Strehla, German Democr. Republic. Ellefu ára vestur-þýzk stúlka vill skrifast á við jafnaldra og jafnöldr- ur á sínum aldri. Hún skrifar á ensku: Sonja Luhrmann, Im Hainbach 9, 3550 Marburg-Cyriaxweimar, West Germany. Tvítugur Marokkóbúi, með áhuga á bókalestri, tónlist, hefur gaman af ferðalögum og æfir kar- ate:, Hassan Sougrati, Zaouia Abassia, Derbzeroual n 24, Marrakesh, Morocco. Fjórtán ára stúlka í Suður-Afríku með margvísleg áhugamál: Isolde Meyer, 98 Norwood Road, Elsies River, 7490 Cape Town, Republic of South Africa. Tuttugu og flögurra ára marokk- önsk stúlka, kennari, með áhuga á íþróttum, feðalögum o.fl.: Kabira Boulac, Cité E1 Hana, Rue 17, N-26, Casablanca II, Morocco. Tvítugur sænskur piltur, sem var á íslandi í fyrrasumar á vegum Nordjobb, vill skrifast á við 19-23 ára pilta eða stúlkur. Getur skrifað á íslenzku. Hyggst koma til íslands næsta haust og hefja hér hákóla- nám: Ola Sjöberg, Backviigen 21, 14700 Tumba, Sverige. i’ Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Njósnarinn. Jumpin’Jack Flash ☆ ☆ Leikstjóri: Penny Marshall. Tón- list: Aretha Franklin/Rolling Stones. Aðalleikendur: Whoopi Goldberg, Stephen Collins, Jim Belushi, Carol Kane. Bandarisk. 20th Century Fox 1986. Mót-„leikari“ Whoopi Goldberg (The Color Purple) er orðinn býsna áberandi í myndum samtím- ans. Hann stendur sig misvel að vonum en speglar tíðarandann með ágætum. Þá er hann þeim góðu kostum búinn að meðleikendur hans þurfa ekki að óttast samkeppni frá hans hálfu við verðlaunaafhending- ar. Enda dauður hlutur sem nefnist tölva. Goldberg er hinsvegar sprelllif- andi, bráðhress leikari og það langbesta við þessa heldur innan- tómu gamanmynd. Hún er einhver líflegasta „týpa“ sem fram hefur komið um langa hríð. Útgangurinn yfirleitt ekki par glæsilegur, engu líkara en daman dressi sig upp á flóamörkuðum, en innan klæða býr listamaður með geysilega tjáning- arhæfileika. Söguþráðurinn er í takt við tímann. Goldberg, sem reynir að leita tilbreytingar frá hundfúlu tölvustreði, fær skyndilega óskir sínar uppfýlltar er á skjá hennar — eftir krókaleiðum gervitungla — birtist neyðarkall frá breskum njósnara í vanda staddur austan Jámtjalds. Tölvuþrællinn er nú skyndilega kominn inní miðrja at- burðarás njósnaþrillers er hún eyðir frítíma sínum við að ganga erinda spæjarans vítt og breitt um New York, eina haldreipi hans við að losna úr klemmunni. Eins og fyrr segir sér Goldberg um að halda fjörinu uppi í þessari meinlausu og veikbyggðu gaman- mynd og á marga kostulega spretti. Hún bjargar þó ekki endinum, sem er stílbrot við farsann sem á undan er genginn. Myndinni til ágætis má nefna laglega hlutdeild Jim Belushi og hörkugóða tónlist Aret- hu Franklin og Rolling Stones. En hún er fyrst og fremst mynd Gold- berg, sem nú stefnir hraðbyri í að verða ein eftirsóttasta leikkonan vestra, og er eina ástæðan fyrir að betja Spæjarann augum. VANTAR ÞIG FJÁRMAGN TIL FJÁRFESTINGAR í ATVINNUIÆKJUM? Sé svo, bendum við á góða leið til lausnar - fjármögnunarleigu (leasing). Meðal kosta fjármögnunarleigu Glitnis hf. eru: • 100% fjármögnun til nokkurra ára. • Viðstaðgreiðumseljandatækiðogkemur staðgreiðsluafsláttur þér til góða í lægri leigu. • Engin útborgun við afhendingu tækis. • Þægilegar mánaðarlegar leigugreiðslur. • Óskertir lánamöguleikar hj á þínum viðskiptabanka. • Eitt símtal til okkar og á 48 klukkustundum getur þú leyst fjármögnunarvanda þinn. Glitnir hf. Nýtt og öflugt fyrirtæld á íslenskum Qármagnsmarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.