Morgunblaðið - 17.03.1987, Side 59

Morgunblaðið - 17.03.1987, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 59 Gætið verðmæta vel Kæri Velvakandi. í dálkum þínum er oft minnst á týnda muni og kallað til þeirra sem kynnu að finna þá að gefa sig fram við eiganda — og oft heitið góðum fundarlaunum. Eg er einn af þeim sem urðu fyrir því að týna veski með tölu- verðri fjárupphæð og öllum per- sónuskilríkjum. Þetta gerðist í strætisvagni fyrir nokkrum vikum. Ég auglýsti ekki, gerði að sjálf- sögð ráð fyrir að finnandi mundi færa vagnstjóra veskið — eins og ég veit að oft hefur gerst þegar menn hafa gleymt einhverju í vögn- unum — og að ég yrði strax þennan dag látinn vita símleiðis að ég mætti sækja veskið. En þetta fór á allt apnan og verri veg. Þegar ég fékk enga tilkynn- ingu um að veskið væri fundið hringdi ég daginn eftir og næstu daga til skrifstofu strætisvagnanna og til týndra muna hjá lögreglunni, en veskið hefur aldrei komið fram. Niðurstaða mín og viðmælenda minna hjá strætisvögnum og lög- reglu er sú, að í þessu tilfelli hafi einhver brjóstumkennanlegur ómerkingur tekið veskið af gólfínu eða úr sætinu, stungið því á sig í stað þess að skila til vagnstjóra eins og allt heiðarlegt fólk hefði gert. Því næst hefur hann hirt pen- ingana og síðan hent veskinu í öskutunnu eða grafíð það þar sem enginn gat nokkru sinni fundið það í stað þess að fleygja því í alfara- leið þar sem heiðarlegur vegfarandi hefði strax hringt í mig og komið veskinu og persónugögnunum til og höfum' farið mikið í leikhús, núna síðast á Aurasálina í Þjóð- leikhúsinu, og okkur finnst það dapurlegt hvað framsögn leikar- anna er yfírleitt léleg. Við erum fólk á miðjum aldri og sátum á ágætis stað en það var einungis í þremur leikurum sem við heyrð- um og skildum. Þessu höfum við tekið eftir hvað eftir annað. Eldri kynslóð leikara virðist þó vera mun betri í þessum efnum en sú yngri. Það er grundvallaratriði að leikaramir skiljist og við vonum að þetta standi til bóta. Skipulagður áróður Ragna hringdi: Það hefur verið augljóst síðustu daga að skipulagður áróður er hafínn fyrir því að koma Björg- vini Halldórssyni til Brussel. Sem sannur tónlistarunnandi get ég ekki orða bundist því mikið af góðum og ungum frískum söngv- urum tekur þátt í Eurovision- keppninnni í ár, til dæmis Ema Gunnlaugsdóttir, Eyjólfur Krist- jánsson, hljómsveitin Módel ásamt fleimm. Mér finnst rétt að bíða og sjá hvemig þessir aðilar standa sig áður en farið er að alhæfa að Björgvin sé sá eini sem til greina komi sem fulltrúi íslands, því þó hann hafí kannski mesta reynslu þá er sviðsframkoma hans mjög þreytt og væmin. Hann er líka helst til of gamall í þessa keppni sé miðað við aðra þátttakendur. Annars er rétt að benda á að þótt sumum finnist Björgvin vera besti söngvarinn þá er það lagið sjálft sem skiptir mestu. Því tel ég rétt að fólk hafi gæði laganna í huga áður en það fer að hrópa að þessi eða hinn skuli vera full- trúi íslendinga í Eurovisionkeppn- inni. Þessir hringdu . . Of mikil álagn- ing á Omega- pillum Maður hringdi: Mér fínnst verðið á Omegapill- unum ansi hátt. Þær kosta 352-354 krónur í stórmörkuðum en 387 krónur í apótekum. Ég spurðist fyrir í apótekinu af hveiju þessi verðmunur stafaði og var sagt að apótekin þyrftu að borga af þessu söluskatt en verslanimar ekki. Ég bar þetta undir verslun- arstjóra eins stórmarkaðarins og sagði hann þetta vera rangt, versl- animar þyrftu lika að borga söluskatt. Hjá Lýsi hf. fékk ég þær upplýsingar að pillumar kost- uðu frá þeim 225 krónur en gætu orðið ódýrari í stómm pöntunum. Mér fínnst þetta merkilegt, sérstaklega í ljósi þingsályktun- artillögu Árna Johnsen um lyf- sölumál. Það er greinilega mun meiri álagningarprósenta hjá apó- tekum en hjá verslunum. Þessar pillur em líklega ansi þýðingar- mikið meðal fyrir marga og fínnst mér að menn mættu leggja aðeins minna á þetta. Vill komast í sam- band við íslenska skáta Sigríður Hauksdóttir hringdi: Aud Thoengen, 54 ára norsk húsmóðir og skátaforingi í 30 ár, vill komast í samband við íslenska skáta. Hún skrifar á ensku, norsku, sænsku og þýsku. Heimilisfang hennar er: Box 6 N-3541 Nesbyen, Norge Vetrarferðin í Reykjavík Guðrún Þorsteinsdóttir hringdi: Mig langar til að birt sé leiðrétt- ing við atriði í grein Halldórs Hansen í Morgunblaðinu 13. mars sl. Þar segir að Gerald Moore hafí leikið undir við söng Dietriech Fischer Biskau í Reykjavík í Vetr- arferðinni eftir Schubert, en það er ekki rétt. Það var Ámi Krist- jánsson sem lék með Biskau er hann kom hér í fyrsta sinn 1953 og söng Vetrarferðina. Biskau hélt þá einnig aðra tónleika og söng lög eftir Goethe og lék Árni einnig undir á þeim tónleikum. Hús Hjálpar- stofnunar Inga hringdi: Væri ekki upplagt að hús Hjálparstofnunar kirkjunnar yrði keypt og notað undir eyðnisjúkl- inga? Týndi alpahúfu Marín hringdi: Ég týndi rauðri alpahúfu á Skólavörðustíg, líklega fyrir utan SPRON. Ef einhver hefur rekist á hana er hann beðinn um að hafa samband í síma 16671. Húf- an er merkt. Léleg framsögn Sigríður Árnadóttir hringdi: Við emm leiklistaráhugafólk skila. vel verðmæta sem þeir hafa með- Þessi leiðinlega og raunar ljóta ferðis. Af þessari reynslu minni má saga er hér rakin í örstuttu máli sjá að hér má við ýmsu búast. til þess að hvetja alla til að gæta Gamall skólamaður Færið óskalög sjúkl- inga yfir á rás 1 Hr. útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson. Ég leyfí mér að fara fram á það við þig, að þú færir óskalagaþátt sjúklinga yfír á rás 1. Kunningi minn, sem er raffræðingur og er 82 ára, ætlaði að breyta sínu gamla tæki, svo hann gæti hlustað á rás 2, en það mistókst. Hann sér orðið svo illa. Mér þætti vænt um ef þú talaðir við tónlistarstjórann þinn, hann Jón. Bæði hefí ég talað við hann í síma og skrifað honum með fyrrnefnda beiðni. Hann lofaði að breyta þessu um sl. áramót og síðan um síðustu mánaðamót. Síðan sagði hann, að fyrst þyrfti að breyta ýmsum dagskrárliðum. Ég tjáði honum, að ég vildi ekki hafa frammámenn, sem ekki stæðu við loforð sín. Þá skellti hann símtólinu á. Ég hugsaði með mér, að þetta skyldi þjóðin fá að heyra, því ef maður í þessari stöðu tekur ekki tillit til óska hlustenda þá á hann að segja af sér „omgáende". Þess vegna bið ég þig, útvarpsstjóri, að vísa - þessum manni úr starfí. Ég vil taka það fram til þess valda ekki misskilningi, að Helga hefur aldrei minnst á þáttinn við mig, þessi ósk er frá mér sjálfum og fleir- um komin. Hér á Norðurbrún eru margir, sem ekki ná rás 2 á útvarps- tækin sín. Þess vegna fer ég fram á það, að óskalagaþáttur sjúklinga verði færður yfír á rás 1 aftur, svo fólk geti sent kveðjur á sjúkrahúsin til fólksins síns þar eins og áður var. Einnig vil ég geta þess að það er alltof lítið af íslensku efni, mér finnst þeir ákaflega smekklausir hjá tónlistardeildinni að vera heilu vik- umar með tónlist frá því á 17. öld eins og Bach. Einnig vil ég geta þess að það er til stórskammar hvemig stjómendur harmonikku- þáttanna koma fram við íslenska harmonikkusnillinga. Oft er ekki spilað eitt einasta lag með þeim í heilu þáttunum og þáttaröðunum. Þessu verður að breyta og það strax. Jóhann Þórólfsson, Norðurbrún 1, Rvík. Vantar þig Smekklegar gjafir, léttar og hentugar, — og hitta í mark. Höfðabakka 9 Reykjavik S.685411 Aðalumbodið hf. Eigum fyrirliggjandi: Wagoneer LTD1986 m/öllu ss. 6 cyl., vökvastýri, litað gler, álfelgur, raf- drifnar rúður, rafdrifin sæti, 5 dyra, 6 Jensen- hátalarar, útvarp og segulband, fjarstýrður hurðaopnari, veltistýri, sjálfvirkur hraðastillir, sentrallæsingar, leðurklædd sæti, loftkæling, toppgrind. Selec Trac þróaðasta fjórhjóladrifið. Verð 1280 þús. Sýningarbíll á staðnum. Jafnframt fjnrirliggjandi m/Intercooler Tur- bo dieselvél með sama útbúnaði. Verð 1320 þús. Getum útvegað allar gerðir bíla eftir óskum hvers og eins. Cherokee Laredo með sama útbúnaði. Upplýsingar gefur g Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.