Morgunblaðið - 17.03.1987, Síða 62

Morgunblaðið - 17.03.1987, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 AFLAFRÉTTIR Fáskrúðsfj örður: Landburður af þorski Fáskrúðsfjörður. LANDBURÐUR af þorski hefur venð á Fáskrúðsfirði það sem af er marsmánuði. Á föstudawg lönduðu Þorri og Guðmundur Kristinn dalltsamtals 110 lestum. jÞorri landaði mlis58 lestum, sem hann hafði fengið á tveimur sól- arhringum, en Guðmundur Kristinn var með 56 lestir og hafði aðeins dregið einu sinni. Þorri hóf netaveiðar 4. mars og hefur landað síðan 141 lest, en Guðmundur Kristinn hóf róðra 27. febrúar og hefur landað 262 lestum. Það sem er óvanalegt við þennan afla er að bátamir hafa landað hér 'nær daglega og aflinn hefur aldrei orðið tveggja nátta. Þijá tii fjóra tíma tekur að sigla á miðin frá Fáskrúðsfirði, en þau eru 3-5 sjómílur vestur af Hvalbak og að sögn skipstjórans á Guðmundi Kristni, sem er Högni Skaftason, þá hafði hann ekki séð jafn mikið í netum og var í síðasta drætti. Högni var lengi með netabáta á fyrri árum, en er nú í afleysingum á Guðmundi Kristni. Hann er ann- ars fastur skipstjóri á skuttogaran- um Hoffelli SU, sem nú er unnið að gagngerrum endurbótum á í Póllandi. Afla þessurn er að mestu leyti landað hjá Pólarsíld hf. og unninn þar í salt, en hluta er landað hjá Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfl arðar. Það má segja að aflabrögð þessi komi sér vel fyrir Fáskrúðsfirðinga, því hér hefur verið aðeins einn skut- togari í vetur vegna endurbótanna á Hoffellinu, en aflabrögð hans hafa verið mjög góð. Morgunblaðið/Ólafur Bjarki Ágústsaon Albert Reykjavík: Fremur slakt hjá bátunum AFLABRÖGÐ báta frá Reykjavík voru fremur slök í vik- unni og togarar voru aðallega á miðunum fyrir Suðvesturlandi. Uppistaðan í afla togaranna er því karfi, en þorskur hjá bátun- um. Einstaka bátar gerðu góða róðra. Helga RE var aflahæst báta í vikunni með 45 tonn í þremur róð- rum. Jón Bjamason SF var með 29,5 í þremur róðrum og Aðalbjörg II RE/með 27,4 í þremur róðrum. 29 bátar Iönduðu alls 85 sinnum í Reykjavík í vikunni, samtals 253 tonnum. Um þessar mundir landa aðeins togara Granda heima utan Snorra Sturlusonar. Ásbjöm RE var með 130 tonn, 40 af þorski, 30 af ufsa og 50 af karfa. Hjörleifur var með 70 tonn, 19 af þorski, 35 af karfa og 10 af ufsa og Jón Baldvinsson var með 200 tonn, 30 af þorski, 45 af ufsa og 120 af karfa. Ögri landaði 216,6 lestum í Bremerhaven og Engey 272,5 á sama stað í síðustu viku. Verð á kfló var yfir 50 krónur hjá báðum skipunum. ÚTSALA hjá ÚTILÍF 40-60% afsláttur Það má gera frábær kaup ágóðumvörum. Ath. 10% afsláttur af skíðum, skíðaskóm og bindingum fram að pásk- um. ÚTILÍF Glæsibæ við hliðina á Útvegsbankanum Gífurlegt úrval af trimm- göllum frá toppf ramleið- endum. Úlpurá börn og fullorðna. Skíðafatnaður mjög ódýr. Reiðhjólafatn- aður (peysur, jakkar og vesti). Sundbolir og leik- fimibolir. Trimmgallará Sandgerði: Bergþór með tæp 80 tonn eftir vikuna Sandgerði. AFLINN hjá netabátunum í Sandgerði var með betra móti i síðustu viku og var Bergþór með áberandi besta útkomu, 77,33 tonn eftir vikuna. Hafnarberg kom næst með 63,61 tonn og skáru þessir bátar sig nokkuð úr. Þeir eru með netin í Röst- inni. Vikuaflinn þjá bátunum var um 720 tonn. Næst komu svo Amey með 41,9 tonn, Víðir II með 38,68 tonn og Sæborg sem var með 31,62 tonn. Línubátamir náðu ekki eins góð- um árangri, Sigurður Bjamason var með 26,50 tonn og Mummi 24,63 tonn. Færabátamir gátu lítið verið að, en fengu sæmilegt þá daga sem gaf og voru menn sem voru einir á að fá rúmlega 700 kfló eftir dag- inn. Bliki ÞH sem er á snurrvoð landaði 6,70 tonnum af sandkola og skarkola eftir dags veiðiferð. Dagfari ÞH landaði þrívegis loðnu í vikunni samtals um 1,100 tonnum og Öm KE landaði 542 tonnum. Von var svo á Eminum með fullfermi. - BB Vestmannaeyjar: Sjómenn sækja björg- ina í leiðinda skakstri V estmannaeyj um. ENN eru aflabrögð hjá neta- bátnm mjög misjöfn. Nokkrir hafa gert það virkilega gott en hjá öðrum hefur aflinn verið tregur svo dögum skipt- ir. Veðrið hefur svo sem ekki leikið við sjómenn upp á síðkastið, verið leiðinda skakstur. Stutt á milli lægða og því aldrei náð að slétta sjó. Það eru enn bátamir sem sækja austur um sem bera af í afla. Suðurey landaði í vikunni 74 tonnum í Qórum löndunum, Ófeigur 65 tonnum í tveimur löndunum og Dala-Rafn 50 tonn- um, sömuleiðis í tveimur löndun- um. Siguijón Óskarsson, skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur, hefur þrælfískað í allan vetur og er kominn yfír 700 tonnin frá ára- mótum. Hann landaði tvívegis í síðustu viku, fyrst 30 tonnum og síðan 32 tonnum. Allt góður þorskur. Frændur hans á Katrínu hafa einnig fært góðan afla á Iand, lönduðu 23 og 18 tonnum í vikunni. Hjá heimabátunum hefur lítið komið í netin og síðasta vika var fremur slæm hjá troll- bátum. Breki landaði 146 tonnum í vikunni og Bergey 60 tonnum. Klakkur, Gideon og Halkion komu inn í brælunni um helgina með lítinn afla. Loðnuhrognahrotan var í há- marki fyrir helgina en brælan hefur angrað loðnusjómenn sem aðra. Þó er merkilegt hvað þeir hafa getað verið að og sýnir það hversu fullkomnir þessir yfír- byggðu loðnubátar eru orðnir. - hkj. Hlutur þorsksins í aflan- um eykst Þorlákshöfn. HEILDARAFLI vikunnar var 795,5 tonn af 41 bát, sem er um 400 tonnum minna en í síðustu viku. Það stafar aðallega af slæmum gæftum, en þó er það til bóta að þorsk- ur í aflanum, hefur stór aukizt. 36 netabátar voru með 716,2 tonn, 2 dragnótarbátar 45,2 tonn og 3 trollbátar með 34 tonn. Mest- an afla í vikunni fengu Þorleifur Guðjónsson ÁR 350 55,4 tonn, Jóhann Gíslason ÁR 42 53,6 og Friðrik Sigurðsson ÁR 17 45,2. Aflahæstu bátar frá vertíðar- byijun eru: Höfrungur III ÁR 250 473,9 tonn, Friðrik Sigurðsson ÁR 17 450,2 og Jóhann Gíslason ÁR 42 420 tonn. Togarinn Þorlák- ur ÁR 5 landaði 10. marz. 90,4 tonnum eftir 10 daga veiðiferð. Þorskur var 23,3 tonn og ufsi 50,5. Þorskafli báta í vikunni var 493,5 tonn. J.H.S. Keflavík: Netabátarnir með ágætis afla Keflavík. NETABÁTARNIR fengu ágætis afla í siðustu viku. Þeir eru flest- ir með netin út af Jökli og hafa bátar frá Grindavfk verið á þess- um slóðum og landa þeir í Njarðvík og er aflanum siðan komið til Grindavíkur til vinnslu. Heildarafli bátanna í vikunni var rúmlega 700 tonn, eji talsvert af þeim afla var af Grindavíkurbát- um. Oddgeir ÞH var með mesta aflann eftir vikuna 62,97 tonn. Síðan komu Þuríður Halldórs- dóttir GK með 52,73 tonn, Happa- sæll KE með 52,64 tonn, Stafnes KE með 49,14 tonn, Skagaröst KE með 47,51 tonn og Rán KE með 38,25 tonn. Afli línubátanna var slakur, Albert Ólafsson landaði 18,68 tonnum og er hættur á línu og fer nú á net Jöfur KE landaði um 53 tonnum af rækju í vikunni og tveir bátar komu með loðnu, Harpa RE var með rúm 300 tonn og Keflvíkingur KE var með rúm 330 tonn. Afli færabátanna var ekki mikill í vik- unni, tíð var risjótt, en þeir munu hafa verið að „kroppa" þegar gaf. Þau mistök urðu í síðustu viku að Abert Ólafsson KE var sagður aflahæstur eftir janúar og febrúar. Stafnes KE var aflahæsti báturinn með 315,7 tonn og síðan kom Al- bert Ólafsson með 255,6 tonn. - BB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.