Morgunblaðið - 17.03.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.03.1987, Qupperneq 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 pltrgmu Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjaid 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö Bj örgunarafrek Islandssagan geymir sem betur fer margar frásagnir um frækileg björgunarafrek. Ein slík bættist á blöð sögunn- ar á laugardaginn, þegar þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, bjargaði níu manna áhöfn Barðans GK 475 í Dritvík á Snæfellsnesi. Þegar þyrlan kom á vettvang hallaðst Barð- inn um 70 eða 80 gráður í haugasjó uppi við klettavegg. Skipveijar voru allir í þvögu í kortaklefa inn af stýrishúsinu. Þar stóðu þeir í köldum sjó. Ekki var nein leið að koma línu úr landi út í skipið en björgun- arsveitarmenn stóðu á hamra- brúninni og sáu bátinn í öldurótinu. Frá þyrlunni var lykkja látin síga inn um brúar- dymar og síðan voru mennirnir hífðir upp hver á eftir öðrum. Læknir, sem þyrlan flutti með sér, beið þeirra á ströndinni. Þremur stundarfjórðungum eftir að þyrlan kom á strand- stað hafði áhöfn hennar bjarg- að mönnunum níu og var einn þeirra fluttur í sjúkrahús í Reykjavík, hinir hlutu aðhlynn- ingu í Mettubúð, slysavamafé- lagshúsinu í Ólafsvík. Töluverðar umræður hafa verið um hlutverk Landhelgis- gæslunnar undanfarin ár. Eftir að fullnaðarsigur vannst í land- helgismálinu fyrir 10 árum og samið var um brottför erlendra togara af Islandsmiðum, hefur Landhelgisgæslan ekki sömu verkefnum að sinna og áður. Raunar hefur þess gætt í fjár- veitingum til gæslunnar og afstöðu stjómvalda til hennar, að stjómmálamenn átti sig ekki nægilega vel á gildi þess að halda úti vaskri sveit manna, sem getur látið til sín taka við hinar erfiðustu aðstæður á sjó og landi, ef því er að skipta. Því aðeins er unnt að vinna afrek á borð við björgun áhafn- ar Barðans, að menn ráði yfír góðum tækjum og hafi fengið tækifæri til að þjálfa sig í með- ferð þeirra. Sigurður Steinar Ketilsson, stýrimaður, sem stjómaði lyf- tunni um borð í þyrlunni, komst þannig að orði í samtali við Morgunblaðið á sunnudag: „Ástæðan fyrir að þetta tókst svona vel var sú að við erum með mjög vel samhæfða áhöfn sem hefur æft svona björguna- raðgerðir tvisvar til þrisvar í viku. Og að auki emm við með gott tæki. Þama er að sannast að björgunarþátturinn er að verða aðalverksvið og markmið Landhelgisgæslunnar og þessi björgun sýnir að okkur er treystandi fyrir honum. Við Páll Halldórsson [flugstjóri þyrlunnar] vomm valdir í þyrlunefnd á sínum tíma og þá höfðum við orðið fyrir miklu áfalli þegar TF-RÁN fórst og gerðum okkur grein fyrir að ef við fæmm af stað aftur kost- aði það fómir. En hér hefur hugsjónin dregið okkur áfram.“ Um leið og þessi orð Sigurð- ar Steinars Ketilssonar em áréttuð, er vakin athygli á því, að í þeim er gefið til kynna, að óvissa hafi ríkt og ríki ef til vill enn um það, hvert er aðalverksvið og markmið Land- helgisgæslunnar. í þessu efni þarf að taka af skarið. Um það á ekki að þurfa ríkja neinn vafi, hver er tilgangurinn með starfi jafn merkrar stofnunar og Landhelgisgæslunnar. Það er okkur öllum til skammar, ef þannig hefur verið haldið á málum af hálfu þeirra er setja Landhelgisgæslunni markmið og fara með fjárráð hennar, að þar sé ekki gengið mark- visst til verks. Skipveijamir sem björguð- ust af Barðanum em ekki í vafa um gildi þyrlu-sveitar Landhelgisgæslunnar. Þeir eiga henni líf sitt að launa eða svo vitnað sé til orða Bergþór Ingibergssonar, stýrimanns á Barðanum, sem mat aðstæður þannig um borð, þegar þyrlan kom á vettvang: „Við höfðum ekki þrek til að taka við neinu og hefðum ömgglega ekki komist allir í land, líklegast enginn okkar. Þetta var orðin spuming um hvað við héldum lengi út. Báturinn gat brotnað hvenær sem er og stýrishúsið farið." Þetta frækilega björgunar- afrek vekur spumingu um það, hvort ekki sé ástæða til að setja markið hærra í þyrlurekstri Landhelgisgæslunnar og taka upp þá skipan, að tvær stórar þyrlur verði á hennar vegum í landinu; yrði þá ein með bæki- stöð í Reykjavík og hin úti á landi. Jafnframt þurfa stjóm- völd að taka af skarið um skipulag og yfirstjóm björgun- armála vegna þeirrar gagnrýni, sem fram hefur komið á þann þátt þessara viðkvæmu mála undanfama mánuði. Morgunblaðið/Einar Falur íslensku sérfræðingamir sem unnið hafa að rannsóknunumn. Frá vinstri Alfreð Ámason, erfðafræðingur og deildarstjóri í Blóðbankanun Ami Björasson, yfirlæknir á lýtalækningadeild Landspitalans og Ólafur Jensson, yfirlæknir í Blóðbankanum. Stórblaðið The New York Times: Klofinn gómur orsakast af gölluðum erfðavísi íslenskar rannsóknir liggja til grundvallar RANNSÓKNIR vísindamanna hafa leitt í ljós að skarð í gómi orsakast af gölluðum erfðavísi í X-kynlitningi. Bandaríska stórblaðið TAe New York Times skýrði frá þessu fyrir skömmu og byggir frétt blaðsins á grein eftir hóp vísindamanna í hinu virta vísindatímariti Nature. Á meðal höfundanna em Ólafur Jensson, yfirlæknir í Blóðbankanum, Ámi Björnsson, yfirlæknir á lýtalækningadeild Landspítalans, og AI- freð Amason, erfðafræðingur, deildarstjóri í Blóðbankanum. Rannsókn- ir hér á landi á undanförnum ámm liggja til gmndvallar þessum niðurstöðum og em vonir bundnar við að þær geti aukið skilning manna á öðmm skyldum fæðingargöllum. Erfðaefni úr 82 íslenskum ætt- mennum hefur verið rannsakað og af þeim voru 21 fæddir með klofinn góm eða tunguhaft. í ljós hefur kom- ið að rekja má þennan sjúkdóm til gallaðs erfðavísis (gens) á ákveðnum hluta X-litningsins. X-litningurinn er annar tveggja sem ákvarðar kynferði fósturs. Dr. Gudrun Moore, sem starfar við lífefnafræðideild St. Mary’s sjúkrahússins í London, kveðst í greininni í The New York Times binda vonir við að unnt verði að finna og einangra genið sem veld- ur erfðagallanum á næstu sex mánuðum. Miðlínugallar Morgunblaðið sneri sér til þeirra Alfreðs Ámasonar, Áma Bjömssonar og Ólafs Jenssonar til að fræðast nánar um rannsóknir þessar hér á landi og eðli sjúkdómsins. Sjúkdóm- inn sögðu þeir lýsa sér þannig að hlutar gómhvelfinga næðu ekki að gróa saman á sjöundu til níundu viku meðgöngu eins og eðlilegt væri. Galli af þessu tagi kemur jafnaði fram í einu af hveijum 1.500 lifandi fæddum bömum og getur haft í för með sér ýmsa munnholskvilla og málhelti eins og kunnugt er. Unnt er að lægfæra þennan galla með skurðaðgerð og hefur Ámi Bjömsson annast flestar þess háttar aðgerðir hér á landi. Nefndi Ólafur Jensson að einstakur samanburður hefði fengist þar sem sami maður hefði annast flest allar aðgerðimar. Erfðagalli þessi er í raun meinlaus, hann má lægfæra og ein- staklingurinn verður að öllu leyti eðlilegur. Aðrir svonefndir miðlínugallar svo sem klofinn hryggur og alvarlegasta mynd hans, heilaleysi, em taldir or- sakast á svipaðan hátt þ.e. fósturlög ná ekki að tengjast rétt saman vegna gallaðs erfðavísis. Vonast menn til að rannsóknir á gómskarði geti gefið vísbendingar um erfðafræðilegar or- sakir annarra miðlínugalla. Kynbundinn erfðagalli Þeir félagamir sögðu að Pálmi Miiller tannlæknir, sem lengi hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, hefði á sjöunda áratugnum, unnið að far-' aldursfræðilegum rannsóknum á skarði í vör og góm á íslandi og notið við það efniviðar og samvinnu Áma Bjömssonar. Pálmi varði síðan doktorsritgerð um þetta efni við Há- skóla íslands árið 1969. „Niðurstöður Pálma voru í aðalatriðum svipaðar fyrri rannsóknum á tíðni og eðli þess- ara fyrirbæra að því undanskildu að hér á landi reyndist vera meira af körlum með klofinn góm sem ein- stakt fyrirbæri en í öðrum erlendum rannsóknum," sagði Ami Bjömsson. Nánari rannsóknir á þessu misræmi leiddu í ljós að um var að ræða eina einstaka ætt. Ákvað Ámi þá að Ieita til sérfræðinga Blóðbankans og tókst þeim í sameiningu að greina þessa Linkage of an X-chromosome cleft palate gene Gudrun E. Moore, Alasdair Ivens, Joanna Chambers, Martin Farrall, Robert Williamson, David C. Page*, Arni Bjornssont, Alfred Arnasont & Olafur Jenssont Dcpartment of Biochcmistry, St Mary’s Hospital Mcdical School, Univcrsity of London, London W2 ÍPG, UK • Whitchcad Institute for Biomcdical Rescarch, Ninc Cambridge Ccntcr, Cambridge, Massachusetts 02142, USA t Department of Plastic Surgcry and i Gcnctics Division of the Blood Bank, National Univcrsity Hospital, Reykjavik, Iceland Many congenital malformations, such as cleft palate and neural tube defects, have a multifactorial origin involving both environ- mental and genetic factors. Conditions such as these may be exdusively monogenic, polygenic or environmental, but in most cases both genetic and environmental factors are involved'. This study describes the sub-chromosomal localization of a single gene defect causing cleft palate and ankyloglossia (tongue-tied) in a large Icelandic family. This defect is a model for the analysis of ■aiiMMhaftural-rmt maltátiáBaiians that shmt a Hy>rajCQay>ki<jMáiÉM Human secondary cleft p to ninth weeks of embryol* palatine shelves fail to fu variation between populat CP is more prevalent in fe because the palatine proce allowing more time for ter potential for malformation The analysis of single g< ment length polymorphisr been successful in determ several common inherited morgans has been detecte chromosome is known, as f< muscular dystrophy6 and c when ncither the autosomc tified, as for Huntington However, the analysis of p. with RFLP markers is at prt and practically. One way,to leam more r complex combinations of j to use as a model a family single gene defect, but d Grein sérfræðinganna birtist þann 5. þessa mánaðar í vísindatimaritin Nature og er höfunda getið í upphafi hennar. einu ætt frá öllum þeim einstakling- um sem Pálmi Muller hafði rann- sakað. Kom þá í ljós að tíðni þessa einstaka galla var svipuð og í fyrri rannsóknum sem gerðar höfðu verið. Þetta leiddi til þess að Ámi Bjömsson og Alfreð Ámason settu fram þá kenningu árið 1978 að um kynbund- inn erfðagalla væri að ræða innan þessarar ættar. Þar með hafði sjúk- dómurinn verið skilgreindur sem erfðasjúkdómur af sérstöku tagi. Nið- urstöður þessar kynnti Ámi fyrst í erindi sem hann flutti í Bretlandi árið 1978 og síðar í Helsingfors og Gautaborg. A þessum tíma varð ekki annað séð en að um væri að ræða klofinn góm sem sérstakt fyrirbæri. Við nán- ari athugun og upplýsingar ætt- menna kom í ljós að stór hluti mæðra þeirra drengja sem höfðu skarð í góm höfðu tunguhaft sem drengimir með skarðið höfðu líka. „Þetta atriði er fremur sjaldgæft hvað varðar kyn- bundnar erfðir og er því sérstaklega áhugavert þar eð það gefur sterkari vísbendingu um tilvist erfðavísisins í ICLEFT PALATE TIED TO DEFECTIVE GENE | Scientists Report Fault Lies on X Chromosome and See a LinktoSpina Bifada By The Assoclated Prcss Scientists have linked a rare form of L cleft palate to a defective gene, a find- I ing that could help lead to better under- í standing of another birth defect, spina [ bifida, a researcher has reported. A study of genes from 82 members of L a family in Iceland, of whom 21 had cleft palate or a related birth defect, k showed that the faulty gene lies on a f portion of the X chromosome, said the [ researcher, Dr. Gudrun Moore. Dr. Moore and colleagues reported 1 the finding in the Thursday issue of the British journal Nature. Dr. Moore, a member of the bio- 1 chemistry department at St. Mary’s Hospital Medical School at the Univer- sity of London, said she hoped the gene I could be isolated and identified within six months. Once the gene is studied, clue intowhaL mlíi Upphaf fréttarinnar í Tbe Ne York Times MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 33 kvenleggnum," sagði Ólafur Jensson. Það sem einkum gefur rannsókn- um á þessari tilteknu ætt mikinn þunga er hvað hún er stór. Þannig fæst meiri staðtölukraftur í niður- stöðumar en annars hefði orðið. Uti í hinum stóra heimi eru einstakling- arnir dreifðir og því erfitt að ná saman stórri fjölskyldu. Mikilvægi íslensku rannsóknanna Prófessor Robert Williamson, sem starfar við St. Mary’s sjúkrahúsið í London og hefur rutt erfðaefnisrann- sóknum í sambandi við sjúkdóma braut þar í landi fékk brennandi áhuga á íslensku rannsóknunum. Hann kom hingað í fyrirlestraferð í aprílmánuði árið 1985 og hóf þegar að afla styrks til frekari rannsókna á þessu viðfangsefni þegar heim var komið. Breskur sjóður sem nefnist „Action Research for the Crippled Child“ veitti rausnarlegan styrk til þessa og rannsókna á fleiri miðlínu- göllum. Frá því á síðari hluta þess árs og allt fram til þessa dags hefur verið unnið sleitulaust að þessum rannsóknum og hafa vísindamenn úr hópnum, sem Williamson veitir for- stöðu, komið hingað tvívegis. Þannig greiðir sjóðurinn fyrir því að íslensku vísindamennirnir og starfsbræður þeirra í London geti skipst á upplýs- ingum um framgang rannsóknanna. Seint á síðasta ári var einnig tekin upp samvinna við bandaríska vísinda- menn sem hafa búið til svonefnda „greiningarþreifara" fyrir erfðaefni, en þeir leita uppi ákveðna hluta erfða- efnsins. David Page, sem er einn höfundur greinarinnar í Nature, sem minnst var á í upphafi, fann upp „þreifara“ þennan sem nær til þess svæðis þar sem álitið er að genið, sem orsakar klofinn góm, liggi á X-litn- ingnum. „í næstu lotu verður unnið að því að ákvarða nánar stað gensins og það sjálft," sagði Alfreð Ámason. Áðspurðir sögðu íslensku vísinda- mennimir að rannsóknimar í Bret- landi og Bandaríkjunum byggðust á því starfi sem unnið hefði verið hér á landi. Vísindamennimir hafa fengið blóð úr einstaklingum innan ættar- innar, sem fæðst hafa með þennan sjúkdóm, til erfðaefnisvinnslu. „Al- freð og Ámi söfnuðu sýnum en vísindamennirnir þurfa ákveðið magn af blóði úr hveijum einstaklingi til þess að einangra erfðaefni. Á þennan hátt tókst að sýna fram á ákveðna fylgni með tunguhafti og gómskarði með því að beita „grejningarþreifara á erfðaefnið,“ sagði Ólafur Jensson. Þannig er allur efniviðurinn kominn héðan og grundvallast á þessari ára- löngu rannsókn á íslensku ættinni. Fjárveitingar Rannsóknirnar erlendis hafa sýnt að þörf er á ríflegum fjárveitingum til þess að unnt sé að vinna starf sem þetta. Bæði er launakostnaður þraut- þjálfaðra vísindamanna óhjákvæmi- lega mikill auk þess sem tækjabúnað- ur og annað það sem nauðsynlegt má teljast kostar mikið fé. Erfða- fræðirannsóknir hafa tekið miklum breytingum að undanfömu og hefur verið varpað ljósi á ýmsar meinsemd- ir sem heyra til erfðaefninu sjálfu. Hafa rannsóknir þessar gegnið undir nafninu „nýerfðafræði" og gefur það til kynna að um byltingarkenndar nýungar er að ræða. Læknar hafa ekki getað tekist á við þetta við- fangsefni fyrr en síðustu fimm til tíu árum. Undanfarin tvö til þijú ár hafa íslensku vísindamennimir unnið að því unnt verði að beita nýjustu tækni við erfðafræðirannsóknir hér á landi. Þeir félagamir lögðu áherslu á hversu vel íslenska þjóðin hentaði til erfða- fræðirannsókna. Hér byggi fólk sem væri af einum og sama kynþætti og lítið væri um að fólk flytti af landi brott og því væri unnt að rekja erfða- fræðileg frávik og ættbundna sjúk- dóma. Þá væm til ættarskrár, sem væm einstakar heimildir. „Sum við- fangsefnin em einfaldlega svo viðamikil að við höfum þurft að leita til erlendra vísindamanna þar sem fjármagn og önnur ytri skilyrði em ekki til staðar hér á landi,“ sagði Ólafur Jensson, yfirlæknir Blóðbank- ans, að lokum. A.Sv. AF ERLENDUM VETTVANGI Frönsk stjórnmál: Brestir í samstarfi andstæðra fylkinga valdagráðuga mjög eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu í tíu ár. Þannig hafa þeir gagnrýnt Chirac og fylgismenn hans fyrir að hafá sölsað undir sig sjónvarpsstöðvar í eigu ríkisins. IJklegt þykir að Hachette, stærsta útgáfufyrir- tæki Frakklands, kaupi eina rás ríkissjónvarpsins en forráðamenn þessa fyrirtækis em eindregnir eftir John Morrison TÆPT ár er nú liðið frá því sú óvenjulega staða kom upp i Frakklandi að helstu andstæðingar á vettvangi stjóramála þurftu að ganga í eina sæng og deila með sér völdum. Tæpast verður flugeldum skotið á loft af þessu tilefni né tappar slegnir úr kampavínsflöskum. Þrátt fyrir að þeir Jaques Chirac forsætisráð- herra og Francois Mitterrand Frakklandsforseti hafi lagt sig fram um að tryggja friðsamlega sambúð bendir ýmislegt til þess að samstarf þeirra hangi á bláþræði. Eftir að kjósendur höfðu kveð- ið upp dóm sinn í þingkosn- ingunum þann 16. mars á síðasta ári varð ljóst að hægri menn myndu þurfa að deila völdum með sósíalistanum Francois Mitterr- and. Frá þeim tíma hafa þeir Jaques Chirac og Mitterrand reynt að haga sambúðinni líkt og fyrir- myndarhjón sem gæta þess að nágrannamir verði ekki vitni að ágreiningi og hnútakasti. Einhugur hefur ríkt á sviði ut- anríkismála og hefur samstaða þjóðarinnar hvað varðar vamar- mál og afstöðu til stórveldanna komið þeim félögum til hjálpar. Erlendir sendimenn, sem til París- ar hafa komið, hafa fyrst þurft að þeysa á fund forsetans og síðan forsætisráðherrans til að hlusta á sömu yfirlýsingarnar. Vonbrigði Chiracs Þótt Mitterrand sé mun meira áberandi á alþjóða vettvangi ræð- ur Chirac mestu um stefnumótun í innanríkismálum. Þetta á þó ein- göngu við hina fræðilegu hlið því í raun eru völd Chiracs næsta takmörkuð og ýmislegt bendir til að þau muni skerðast enn frekar. Annar samstarfsflokkur Chiracs, Lýðræðisfylkingin (UDF), hefur beitt hann þrýstingi og forseta- kosningamar á næsta ári hafa gert honum erfitt um vik. Chirac hafði vonast til þess að framganga hans og pólitískir sigrar innan- lands myndu tryggja honum forsetaembættið. Nú þegar rúmt ár er til stefnu bendir fátt til þess að franskir kjósendur séu reiðu- búnir til að veita honum brautar- gengi. Þegar Chirac tók við embætti forsætisráðherra hóf hann þegar að knýja fram umbætur á sviði efnahags- og félagsmála. Kappið reyndist fullmikið og neyddist hann til að söðla algerlega um eftir að námsmenn risu upp gegn áformum hans í desembermánuði. Þetta varð honum gífurlegt áfall því stjómin neyddist ekki ein- göngu til að láta af áformum sínum um breytingar á mennta- kerfinu heldur hrundi öll stjómar- stefnan. Chirac tók að leggja áherslu á samstarf stjómarinnar og verkalýðsfélaga en fram að þeim tíma höfðu allar kröfur um slíkt samráð verið hundsaðar á þeim forsendum að stjómin hefði verk að vinna. Staða Chiracs veiktist af þessum sökum og í nýlegri skoðanakönnun kváðust 55 prósent aðspurðra vera óánægð með frammistöðu forsæt- isráðherrans. Einungis 24 prósent lýstu yfir stuðningi við hann. Vin- sældir Mitterrands forseta hafa aukist að sama skapi. í flölmiðlum hefur Chirac gætt þess að láta sem hann sé ósnortinn. „Ég er Vinsæidir Chiracs forsætisráðherra fara stöðugt dvínandi. Raymond Barre. sá sem þarf að vinna skítverkin," sagði hann í viðtali nú nýlega. Samstaðan rofin Fleiri hafa hagnast á dvínandi vinsældum forsætisráðherrans. Raymond Barre er einn þeirra en ömggt má telja að hann verði frambjóðandi UDF í forsetakosn- ingunum á næsta ári. Barre hefur frá upphafí lýst sig andvígan sam- starfi sósíalista og hægri aflanna. Þykir honum reynslan hafa sýnt að það mat hans hafi verið rétt. Raymond Barre var í eina tíð for- sætisráðherra og nýtur hann mikils trausts innan Lýðræðis- fylkingarinnar. Chirac hvetur menn til að sýna samstöðu en fylgismenn Barres vísa slíkum áköllum á bug og minna gjaman á hversu óvæginn Chirac var í gagnrýni sinni þegar Raymon Barre gegndi embætti forsætis- ráðherra. Ráðherrar Lýðræðis- fylkingarinnar hafa sagt gaull- ista, flokksmenn Chiracs, stuðningsmenn Chiracs. Ný löggjöf, sem sett var til að hamla gegn áhrifum hægri öfga- manna innan Þjóðemisfylkingar- innar (Front National) hefur einnig vakið upp deilur innan stjómarinnar. Af þessum sökum er Charles Pasqua innanríksráð- herra, sem í upphafi var talinn styrkja stjórnina til muna, nú óvinsælasti ráðherrann sam- kvæmt skoðanakönnunum. Er það einkum ungt fólk sem hefur tak- markaðar mætur á honum. Yngri menn innan Lýðræðisfylkingar- innar segja stjómarhætti gaullista gamaldags og úr sér gengna. Líklegt er að deilumál þessi verði stöðugt meira áberandi eftir því sem forsetakosningamar nálgast. Eina huggun Chiracs er sú að i sósíalistum hefur enn ekki tekist að færa sér væringar stjómarliða í nyt. Sama staða á ný? Sósíalistar myndu gjaman vilja að Mitterrand byði sig fram til forseta að nýju. Ef hann reynist ófáanlegur til þess mun Michel Rocard líkast til verða frambjóð- andi flokksins. Rocard er vinsæll meðal alþýðu manna sökum þess að hann þykir fijálslyndur en harðlínumenn í flokknum treysta honum ekki fyllilega af sömu sök- um. Þótt Mitterrand veiti Rocard stuðning, sem telja má mjög líklegt, mun mörgum sósíalistan- um reynast erfítt að sætta sig við hann sem frambjóðanda flokksins. Skoðanakannanir sýna að Ray- mond Barre nýtur meira fylgis en Rocard og því kynni flokki Rocard að mistakast að vinna meirihluta á þingi. Þótt sósíalistar bæm sigur úr býtum í forseta- kosningunum kynni sú staða því að koma upp á ný að vinstri mað- ur sæti að völdum í Forsetahöll- inni en hægri menn réðu ferðinni á þingi. Höfundur er fréttamaður Reut- er-fréttastofunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.