Morgunblaðið - 17.03.1987, Page 45

Morgunblaðið - 17.03.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 45 Yeruleikan- um hafnað eftir Trausta Einarsson Kvikmyndin Skytturnar leiðir hugann að því hvers virði það er að stytta sér stundir andspænis persónum á breiðu tjaldi sem leika sér að tungumáli okkar, hugrenn- ingum og umhverfi. Myndin telst til þeirra listrænu viðburða sem við hljótum að fallast á að séu íslensk- ir. Skytturnar vekja ófáar spurning- ar, samt eru þær eins og hálfpartinn utangátta í látlausu ijölmiðlastríði þar sem svo margt er látið ósagt þrátt fyrir endalausar samræður. Kannski eru þær einum of íslenskar í öllum alþjóðlegheitunum? Hér er því haldið fram að Skyttumar séu enn eitt dæmi um að veruleiki okk- ar (jafn lágkúrulegur og hann oft virðist) sé vel þess virði að um hann sé fjallað af okkur handa okkur (og öllum öðrum sem á honum hafa áhuga). Spumingin vaknar, hvaða sögu er veVið að segja og til hvers?_ Hvalveiðimanninum Grími Úlfs- syni er ekki hafnað af því hann er hvalveiðimaður eins og við eigum að venjast af fjölmiðlum. Grími Úlfssyni er hafnað vegna þess að sambýliskonan hefur tekið sinn gamla kærasta aftur í sátt. Sá hef- ur lofað öllu fögm, fara í meðferð og hvaðeina. „Grímur minn,“ galar hún í Gufunesið, „þú þarft ekkert að koma aftur.“ Sú tragedía, sem þarna fer af stað, hefur þann undra- verða eiginleika að fá áhorfandann til að hlæja. Þó kemur fljótlega í ljós að það er ekki ætlun höfundar að myndin verði innantómur farsi, samferðafélagar myndarinnar, Grímur og Búbbi, verða aldrei að gamansömum fíflum — tragedían heldur sínu striki. Þama liggur styrkur myndarinnar. Snemma í myndinni nýtur sín einkar vel Volvo-eigandi (Karl Guð- mundsson) sem sýnir meðborgurum sínum, Grími og Búbba, þá velvild að lofa þeim að fljóta með innan úr Hvalfirði. Farþegana trakterar hann svo á endalausri orðræðu um það hve puttalingar gangi illa um fína bílinn. Þegar Grímur biður Volvo-eigandann að hætta þessu rausi er þeim báðum vísað út, enda hefur sá völdin sem heldur um stýr- ið. í víðara samhengi má líta á atriðið sem uppgjöf á því kurteisis- lega hjali með sínu jái og hummi við skoðunum sem áheyrandann varðar ekkert um. Skírskotunin nær langt út fyrir ramma myndarinnar sem í mörgum öðrum senum. Önnur eftirminnileg dæmi sem má nefna eru samskipti Búbba við fatafellu á diskóteki og síðar dömu á dansleik í Glæsibæ og í framhaldi af því útreið þá sem vísnasöngvarinn Leonard Cohen fær í veislu í Breið- holti. Eftirtektarvert er að þessi sam- fylgdarmaður Gríms, Búbbi, þarf sífellt að leita ráða, fá utanaðkom- andi úrlausn á því hvemig hann eigi að hegða sér. Hvað á hann til bragðs að taka fyrst vertíðinni er Atriði úr kvikmyndinni lokið? Það vefst fyrir honum hvort hann í rauninni eigi að hirða þá aura sem hann hefur unnið í Rauða kross kassanum í Hvalfirði. Með sakleysi sínu og einfeldni höfðar hann því fyrst og fremst til samúð- ar áhorfandans. Hann er líkastur stóru lukkutrölli og ólíklegur til að gera flugu mein. Samt á meinleysis- greyið Búbbi í mestu vandræðum með að sitja inni á kaffihúsi án þess af því hljótist mestu vand- ræði. Búbbi nær ekki að standa uppréttur inni á heimili ömmu Gríms án þess að velta um koll inn- anstokksmunum svo þeim er fleygt á dyr. Hann er hinn stóri klaufí í mannlegum samskiptum — það er Grímur alls ekki. Samspil þeirra tveggia myndina á enda er ekki síður eftirtektarvert fyrir þá sök að óreyndir leikarar skuli ná að halda uppi leik í heilli kvikmynd með jafngóðum árangri og raun ber vitni. Hér er gengjð út frá því sem vísu að Friðrik Þór Friðriksson sé hugmyndasmiður Skyttanna. Þó ætti nærvera Einars Kárasonar, sem er þrautþjálfaður rithöfundur, að vera augljós. Efnistök, én þó sérstaklega samtöl, leiða oft hug- ann að þeim góðu árum Holly- wood-mynda þegar stórstjömur létu sér um munn fara setningar meitlaðar af rithöfundum. Kvik- myndin var þá enn að rífa sig frá bókinni, ritmálinu, þöglu myndinni. Skyttumar boða því ánægjulega endurfundi ritlistar og myndlistar. Þetta er eitt af mörgum atriðum sem hafa má til marks um metnað þeirra sem að myndinni standa. Höfundar gefast ekki upp fyrr en þeir hafa náð því sem þeir ætl- uðu sér í upphafi. Ná þeim tökum á efninu, að líkt og sjálf myndin ráði því hvert skal stefna. Útrásin verður öfgakennd og verður vart skilin nema í samhengi við fámenni íslendinga og þann einhug sem oft ríkir um það hvomm megin við útidymar menn skulu standa. Hveijir skulu éta það sem úti frýs. Örlagaþræðir myndarinnar leiða áhorfandann inn í einhvetja glæsi- legustu höll landsins. Sundhöll Reykjavíkur. Ótrúlegt en satt. Bravó! í aðdragandanum nær kvik- myndavélin smám saman yfírhönd- inni og vísar inn í sína eigin veröld: heim kvikmyndarinnar. Orð verða að lokum óþörf því filman talar sínu máli. Hægur öldugangur í lífríki hafs- ins endar að lokum í hringiðu mannlífs sem ekkert nær að stöðva. Við eigum erfitt með að kannast við slíka atburði, þetta er ekki Is- land, kann einhver að segja, svona verður ísland aldrei. Ef til vill ekki, en við ættum óhrædd að kannast þama við okkur í heimi kvikmynd- arinnar. Endalokin þurfa því ekki að koma á óvart því Skyttumar er kvikmynd. Mikil kvikmynd. Friðrik hefur áður breytt um- hverfi okkar á eftirminnilegan hátt í kvikmynd. í Rokki í Reykjavík iðaði bærinn af tónlist — sú mynd ögrar umhverfi sínu ekki síður en þessi. Höfundareinkenni? Að lokum: Skyttumar má telja til efnilegri kandídata í hópi klass- ískra sagna Islendinga og er óskandi að áhorfendur hafni þeim ekki á röngum forsendum. Höfundur er sagnfræðingur og hefur nýlega skrifað bók um sögu hvalveiða viðísland. Arh Pabbarnir fá FRÁBÆR * FERMINGARFÖT Viö erum svolítiö montin af fermingarfötunum okkar í ár, sniöin eru pottþétt, litirnir fallegir og verö góö. Einnig erum viö meö glæsilega ieöurjakka og rúskinnsjakka fyrir bæöi stráka og stelpur. Jakkaföt kr. 7.900,- Stakar buxur kr. 2.490,- Leöurjakkar frá kr. 10.900,- Líttu viö því sjón er sögu ríkari. |U|/e|S)| aa 18)11 li^ll Inl'slKI KHKIKI SNORRABRAUT 56 SÍMI 13505

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.