Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 Landssamband útvegsmanna: ) Farið verði að reglum EB um lágmarksverð Grunur um brot á reglum við sölu á íslenskum karfa LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna sendi í síðustu viku skeyti til umboðsmanna og fiskmarkaða í Bremer- haven og Cuxhaven, þar sem itrekuð var sú ósk sambands- ins, að virtar yrðu reglur Evrópubandalagsins um lág- marksverð á karfa. Reglur þessar fela í sér, að ekki má selja karfa á lægra verði en sem svarar 84 pfenningum á pundið fyrir 2. flokks karfa, en það verð samsvarar um 35 kr. fyrir kg. Allur fiskur, sem ekki selst á hærra verði, skal sam- kvæmt þessum reglum fara í gúanó, og fæst þá sem svarar 2 kr. fyrir kg. Tilefni þessa bréfs LÍÚ eru rökstuddar heimildir þess efnis, að reglur Evrópubandalagsins hafi undanfarið verið sniðgengn- ar við sölu á íslenskum karfa á þýskum markaði með þeim hætti að kaupandi og semjandi semdu um lágmarksverðið, en hluti þess væri síðan greiddur til baka sem kostnaður. I þessari viku voru seld um 202 tonn af karfa úr gámum fyrir um 8,3 milljónir og meðal- verðið 41,12 kr. fyrir kg., sem er nokkru hærra en í síðustu viku. 14 tonn fóru í gúanó og er það meira en tíðkast hefur. Karfi hefur selst á lágu verði undanfarið, t.d. fór kg af honum á 12,50 kr. á fiskmarkaðnum í Hafnarfirði síðastliðinn þriðju- dag. Þetta lága verð hefur vakið athygli erlendis, og hefur Morg- unblaðið heimildir fyrir því að þýskir fiskkaupendur íhugi kaup hér á landi, svo og danskir og breskir fiskkaupendur. VEÐURHORFUR í DAG, 09.07.87 YFIRLIT á hádegi í gær: Við suöausturströndina er minnkandi lægðardrag en hæðarhryggur skammt vestur af landinu og þokast austur. Um 800 km suður af Hvarfi er 995 millibara djúp lægð sem hreyfist hægt norðaustur. SPÁ: Hægviðri eða suðaustan gola. Sums staðar skýjað með suður- ströndinni en annars bjart veður. Hiti á bilinu 9 til 16 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Hæg suðaustlæg átt og frem- ur hlýtt, einkum inn til landsins. Skýjað og dálítil súld á Austfjörðum og suðausturlandi en annars þurrt og víða iéttskýjað. Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir Éi Þoka Þokumóða ’ Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: -| 0 Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar • vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. r r r ____ r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 5 <30 K xn. VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12.00 í gœr að fsl. tíma hitl veSur Akureyri 9 alskýjaó Reykjavfk 10 léttskýjaö Bergen 15 skýjað Helslnki 20 þrumuveður Jan Mayen 4 alskýjað Kaupmannah. 21 hálfskýjað Narssarssuaq 6 rigning Nuuk 4 rignlng Osló 21 lóttskýjað Stokkhólmur 25 akruggur Þórshöfn 11 skúr Algarve 28 mlstur Amsterdam 20 léttskýjað Aþena 27 lénskýjað Barcelona 26 mistur Berlín 25 mistur Chicago 22 þokumóða Feneyjar 28 léttskýjað Frankfurt 18 skúr Glaskow 14 skýjað Hamborg 28 léttskýjað Las Palmas 26 léttskýjað London 22 hálfskýjað Los Angeles 17 þokumóða Lúxemborg 18 mistur Madrid 29 léttskýjað Malaga 27 mlstur Mallorca 28 þokumóða Miami 29 léttskýjað Montreal 20 þrumuveður NewYork 21 skúr París 19 alskýjað Róm 28 þokumóða Vfn 26 léttskýjað Washington 28 mistur Winnipeg 12 skýjað Morgunblaðið/Kr.Ben. Gosið þykir ekki eins stórkostlegt í dag og á árum áður en er engu að síður augnayndi fyrir erlenda ferðamenn sem enn flykkjast að. Krýsuvík: „Túristaholan“ gýs að nýju Grindavík. FYRIR skömmu urðu ferðamenn í Krýsuvík varir við að „túrista- holan" eða borhola 14 var farin að gjósa aftur. Holan hefur ekki gosið frá því í fyrrasumar og var álitin dauð, eftir að hún hrundi saman. Hoian var boruð 1950 af Raf- veitu Hafnarfjarðar og var íjórt- ánda holan af nítján sem upphaflega voru boraðar vegna fyr- irhugaðra hitaveituframkvæmda á þeim árum á vegum Hafnarfjarðar- bæjar. Þessi hola var fræg á sínum tíma fyrir að skjóta af sér bomum þegar gos hófst í henni er hún var orðin 230 metra djúp. Hún hefur sýnt lífsmark hvað lengst og verið augnayndi fyrir ferðamenn sem hafa komið að 'nenni árum saman þar til hún hætti skyndilega að gjósa síðastliðið sumar. Ekki var rannsakað hvers vegna hún hætti að gjósa en ábúandinn í Krýsuvík fullyrti við fréttaritara Morgunblaðsins að holan hefði hrunið saman. Nú er ijóst að hún hefur sjálf rutt sig, því myndarlegt gos hófst í holunni meðan staldrað var við á staðnum fyrir skömmu. Kr.Ben. Von Verítas fékk greiðsiustoðvun áfram Greiðslustöðvun Von Veritas í Nakskov í Danmörku var á þriðjudag framlengd til 28. ágúst. Hefur greiðslustöðvun fyrirtækisins varað frá 5. maí siðastliðnum. Von Veritas er meðferðarstofnun fyrir áfengissjúklinga í Danmörku, en framkvæmdastjóri hennar er Björgólfur Guðmundsson. Stofnun- inni var komið á laggirnar á síðasta ári, en í maí var óskað eftir greiðslu- stöðvun vegna erfiðleika í rekstri. Þann 25. maí var greiðslustöðvunin framlengd til 7. júlí og á þriðjudag ákvað skiptaréttur í Danmörku að fresturinn skyldi vera til 28. ágúst. Grétar Haraldsson er lögfræð- ingur Von Veritas í máli þessu. Þegar haft var samband við hann í Danmörku í gær kvaðst hann ekki geta gefið upp neinar upphæð- ir í sambandi við erfiðleika stofnun- arinnar. „Þær upphæðir eru þó ekki miklar og við erum bjartsýnir á að úr rætist," sagði Grétar. „Það er aigengt að fyrirtækjum sé veitt greiðslustöðvun til lengri eða skemmri tíma og það þýðir ekki að öll sund séu lokuð." Ágæti breytt í hlutafélag STJÓRN Sölusamtaka íslenskra matjurtaframleiðenda hefur ákveðið að stefna að því að leggja samtökin niður, en gera dreif- ingafyrirtæki SÍM, Ágæti, að hlutafélagi. Þetta er að sögn forráðamanna samtakanna gert til þess að eignar- aðild bænda að fyrirtækinu komi skýrar komi fram en hægt er í sölu- samtakaforminu. Stefnt er að því að hlutafé verði ekki minna en 10 milljónir kr. en einungis þeir sem rækta matjurtir í atvinnuskyni hafa rétt á að gerast hluthafar. Sölusamtökin voru stofnuð árið 1985 og keyptu þau þá rekstur og síðar eignir Grænmetisverslunar ríkisins eftir að hún var lögð niður í kjölfar búvörulaganna frá sama ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.