Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 Morgunblaðið/Þorvar Einn daginn var flogið frá Skálafelli og niður í Kollafjörð. Hluti höfuðborgarinnar sést i baksýn vegna veðurs á Búrfellssvæðinu. Islandsmót svifdrekamanna; Arni Gunnarsson náði bestum árangri Gengiir vei í Selá „Það hefur verið rífandi veiði og á hádegi ( dag voru 72 laxar komnir á land á ijórar stangir, en veiðin hófst 1. júlí,“ sagði Hörður óskarsson í samtali við Morgunblaðið á þriðjudag. Um- ræðuefnið var Selá í Vopnafirði og laxveiðin þar þessa fyrstu daga vertíðaiinnar. Þrátt fyrir veiðina, tekur laxinn grannt og menn missa marga laxa segir Hörður. Hann bætir því við, að laxinn hafí nær allur til þessa verið stór og góður, yfírleitt 12—17 pund, þeir stærstu 18 punda og aðeins hafí orðið vart fyrstu smálaxanna síðustu daga. Lítið af öllu í Leir- vogsá Þær fregnir berast frá Leir- vogsá að þar sé mjög lítið af því helsta sem stangveiðimenn telja mikilvægast í laxveiði, þ.e.a.s. vatni í ánni og iaxi saman við. Þegar síðast fréttist var veiðitalan enn innan við 20 laxa, en kannski er þetta þó ekki svo slæmt, þvl áin opnaði 25. júní að þessu sinni, eða fímm dögum fyrr en vant er, enda hefur Leirvogsá ævinlega verið talið „síðsumarsá". Það breytir því þó ekki, að margt hef- ur breyst í laxveiði síðustu þrjú þurrkasumur, lax hefur alls staðar gengið fyrr og því verið breytt eftir því. Meðfylgjandi veiðitölu úr Leir- vogsá fylgdi sú saga, að helming- ur aflans veiddist einn og sama daginn. Tveir stærstu laxamir vógu 15 pund hver og var annar þeirra að minnsta kosti töluvert farinn að „skyggjast". Kjarrá góð — glæðist í Þverá „Það hefur lengst af verið mjög rólegt héma hjá okkur á neðra svæðinu og síðasta holl sem lauk veiði fékk aðeins 9 laxa á 7 stang- ir á þremur dögum. Ekki mikil veiði það. Vel hefur hins vegar gengið upp á sfðkastið á Fjallinu, í Kjarrá, til dæmis veiddust þar 27 laxar í gær og þá kom einnig skot hér neðra hjá okkur, 12 lax- ar komu á land,“ sagði Halldór kokkur f veiðihúsinu við Þverá í samtali við Morgunblaðið í gær. Þá voru komnir um 335 laxar úr Kjarrá, efri ánni, og 230 laxar úr Þverá, neðri ánni, en svo hefði bmgðið við með vætunni, að menn væm allt í einu famir að sjá tals- vert mikið að físki og væri margt af því nýgenginn smálax sem væri í smærra lagi að þessu sinni, mikið 3—4 punda, en samt feitur og fallegur fískur. Laxinn tekur þó illa enn sem komið ér. í fyrradag veiddist stærsti lax sumarsins í Þverá/Kjarrá, 22 punda hængur sem tók Collie nr. 8 í Klapparfljóti. Var laxinn allleg- inn. Er hér með leiðréttur mis- skilningur að lax sem veiddist snemma í júní í Kaðalstaðahyl hafí verið 22 punda og stærstur. Að sögn Halldórs var það mis- skilningur, sá lax hafí vegið 20 pund og 22 punda fískurinn sem fyrst var frá greint því stærstur úr þessari verstöð það sem af er sumri. ÍSLANDSMÓTI svifdrekamanna lauk sl. sunnudag og hafði þá staðið í rúma viku. íslandsmeist- aratitilinn að þessu sinni hreppti Árni Gunnarsson. í öðru sæti varð Angus Pinkerton, sem er frá Skotlandi og keppti sem gest- ur á mótinu. Hann var fenginn sérstaklega til landsins til að vera mótsstjóri. í þriðja sæti hafnaði Björn Matthfasson og í þvi fjórða lenti Frosti Siguijóns- son. Alls tóku fímmtán svifdreka- menn þátt í mótinu, þar af tveir Skotar, og var það haldið á Búrfells- svæðinu. Mótið var framlengt um HLJÓMSVEITIN Barbie heldur tónleika í veitingahúsinu Casa- blanca f kvöld, fimmtudagskvöld- ið 9. júlf ásamt hljómsveitunum E-X og Bjössa og Bubbunum. Hér er um að ræða svo kallað Barb- iedúkkukvöld og munu tónleikar tvo daga þar sem ekki höfðu náðst nægileg stig þegar því átti að ljúka þann 3. júlí. Nokkrum sinnum þurftu keppendur að færa sig í nærsveitimar eftir þvf sem vindar blésu. íslandsmót í svifdrekaflugi er nú orðinn árlegur viðburður, en fyrsta slíka mótið var haldið árið 1977. Keppnin felst í því að ná sem lengst- um vegalengdum, en ef veður býður ekki upp á langflug, er farið i ýmis- konar þrautaflug. Ami náði yfír 40 km vegalengd að þessu sinni, en íslandsmetið á Sveinbjöm Svein- bjömsson, sem flogið hefur 62 km vegalengd. sveitarinnar heflast um kl. 23.00. Hljómsveitin Barbie er skipuð Hjálmari Hjálmarssyni, Hlyni Hös- kuldssyni, Áma Kristjánssjmi, Úlfari Úlfarssyni og Magnúsi Jóns- syni. Morgunblaðið/H.Ben. Langá hefur verið að koma til eftir heldur rólega júníveiði. Óveqjustórir laxar bæði sjást þar og veiðast þessa dagana. Mynd- in er frá Sveðjuhyl. Barbie í Casablanca radauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Aðalfundur Aðalfundur Sendibíla hf. verður haldinn á, Hótel Lofleiðum þann 23. júlí nk. kl. 20.00. Fundarefni: 1. Dagskrá samkvæmt samþykktum fé- lagsins 2. Lögð fram tillaga stjórnar félagsins um heimild til hlutafjáraukningar í allt að kr. 4. millj. Stjórnin. Hestaþing Sleipnis og Smára verður haldið á Murneyrum 18. og 19. júlí. Keppt verður í eftirtöldum greinum: A- og B-flokki gæðinga, eldri og yngri flokki unglinga, 150 og 250 m skeiði, 250 m stökki, 350 m stökki, 800 m stökki, 300 m brokki, 150 m nýliðaskeiði og 250 m nýliðastökki. Dómar gæðinga hefjast kl. 10.00 laugardag. Undanrásir kappreiða hefjast eftir hádegi sama dag. Tekið verður við skráningum í símum 99-5749, 6055, 2460 og 2138. Skráningu lýkur kl. 18.00 sunnudaginn 12. júlí. bétar — skip Humarkvóti Humarkvóti til sölu, 6,4 tonn. Upplýsingar í síma 98-1566. íbúð óskast Ung, samviskusöm hjón með þrjú börn vantar 4ra-5 herbergja íbúð. Vinsamlegast hafið samband í síma 37581. Q| ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á loftræstikerfi í aðal- sal Borgarleikhússins í Reykjavík. Blikkmagn ca 3900 kg. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 30. júlí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Við Laugaveg Til leigu um 80 fermetra verslunarhúsnæði á góðum stað á Laugavegi. Laust fljótlega. Lysthafendur leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. júlí merkt: „L - 4032“. Laugavegur Til leigu er 170 fm bjart húsnæði (lyftuhús) við Laugaveg fyrir skrifstofu-, þjónustu- og iðnaðarstarfsemi. Aðkoma er bæði frá Laugavegi og Hverfis- götu. Gott útsýni. Góð leigukjör. Upplýsingar í síma 672121 virka daga frá kl. 9.00-17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.