Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 46
 ?8Gf Llúue HUOAaUTMMN ,aiaAJ8B4UQ5IOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLI 1987 J.H. Jessen af taugaveiki og dó eftir stutta legu, 12. apríl 1910. Þessi atburður kom eins og reiðar- slag yfír hina ungu konu, allar björtu vonimar brostnar og hún með þijú böm, sitt á hverju ári. Tengdafaðir J.H. Jessens, Guð- mundur skipasmiður gerðist for- stjóri vélsmiðjunnar, en Þórður Þórðarson vélsmiður varð fram- kvæmdastjóri þess fyrirtækis. Seinna giftist Sigþrúður Jessen Guðmundsdóttir Þórði Þórðarsyni framkvæmdastjóra. Þórður var fæddur 14. maí 1886. Hann dó 15. nóvember 1937. Þau Sigþrúður og Þórður eignuðust þrjá efnilega syni, sem allir urðu vélstjórar. Elst- ur var Siguijón Guðmundur, f. 30. mars 1922, kvæntur Kristínu Sig- urðardóttur. Næstur var Þór Birgir, f. 30. desember 1923, kvæntur Emu Jóhannsdóttur, og loks Jens, f. 1. maí 1925, kvæntur Hansínu G. Gísladóttur. Þótt dvöl J.H. Jessen væri ekki löng hér á landi hefur dvöl hans markað djúp hamingjuspor um Vestfírði og land allt með braut- ryðjandi starfí hans á sviði véltækni til þjónustu sjávarútvegs og alls framtaks sem að véltækni lýtur. Helga og Viggó ólust upp hjá Guð- mundi Guðmundssyni, móðurafa sínum, er var f. 22. september 1852, d. 16. júli 1923, og Helgu Símonardóttur, móðurömmu sinni, er var f. 19. aprfl 1849, d. 6. ágúst 1937. Helga Símonardóttir stund- aði lækningar sem hómapati og var það mikils metið á þeirri tíð, og hennar er getið í fyrri útgáfu læknatals, bls. 96. Helga K. Jessen ræddi oft um hve sér hafí virst sælt að alast upp sem bam á ísafirði. Systkinin voru samrýnd og þar sem afí þeirra var skipasmiður fengu þau jafnan fyrst bama þeirra tíma leiktæki, svo sem skíði, sleða, skauta og fleira. Að lokinni kvennaskólagöngu vann Helga við verslunarstörf á ísafírði þar til hún um tvítugt fluttist til Danmerkur og eftir dvöl sína þar fluttist hún til Bandaríkjanna, en þar kynntist hún manni sínum, Ingólfi B. Guðmundssyni bygging- armeistara, hinum mesta atorku- og dugnaðarmanni. Þau giftu sig í New York 14. maí 1930 og flutt- ust sfðan til íslands og hófu búskap í Reylqavík. Þá geisaði hér kreppa og einnig í Bandaríkjunum. Reynd- ist því flestum erfítt um vik, en þau voru samhent í starfí. Ingólfur hóf byggingarframkvæmdir ásamt föður sínum, sem einnig er bygg- ingarmeistari en orðinn gamall maður. Þeir byggðu hús og seldu. Með frábærum dugnaði og útsjón tókst þeim að vinna sig uppúr erfíð- leikunum, meðal annars reistu þeir stórhýsi á Grenimel 2. Þar bjuggu þau lengst. Einnig áttu þau van- daðan sumarbústað á Þingvöllum við Miðfell. Þar taldi Helga að þeim hefði liðið best er þau nutu sinna frístunda. Ingólfur var um margt á undan sinni samtíð. Hann flutti inn fyrstu bílaámokstursvélina og byggði fyrirtækið Sögina hf. Hóf þar þurrkun á timbri með áður óþekktri aðferð og fleira mætti telja. Hann var virkur meðeigandi sameinuðum verktökum. Með dugnaði sínum og sam- hentum störfum beggja voru þau Helga C. Jessen — Minningarorð Fædd 27. júní 1907 Dáin 1. júlí 1987 Hún kynntist honum í Ameríku. Árið var 1930. Tveir íslendingar í ævintýraleit. Þau giftust og sigldu heim. Byijuðu smátt. Bömin fædd-' ust. Dóttir, sonur, önnur dóttir. Tímamir vom erfiðir. En það vor- aði á ný. Þau komust í efni. Þriðja dóttirin fæddist. Myndarskapurinn var ekki utan af henni skafínn. Bjó til beztu lúðusúpu í heimi og bak- aði beztu sandkökumar. Sardínu- dósunum var ekki slengt á borðið og brauðið smurt upp úr pokanum. Nei, borðið var dúkað, útbúin veizla úr minnstu krásum. Jólin vom stórkostlegt ævintýr. Gæsimar, hangikjötið, sælgætið, ölið, allt rann ljúflega niður kverk- ar mestu sem minnstu matmanna. í greinum skreyttri íbúðinni vom upp teknar fegurstu jólagjafír. Þau vom höfðingjar heim að sækja. Hún þurfti ekki mikið fyrir sig, þess meira fyrir aðra. Stundum settist hún ein niður við píanóið og spilaði eitthvert íslenzkt sönglagið. Þau vom henn- ar yndi. Þessar stundir átti hún ein með sjálfri sér. Þau stunduðu söng daglega. Jafnt í sólskini sem við klakabrynj- aðar útisturtumar. Einnig morgun- böð í fsköldu Þingvallavatninu neðan við sumarbústaðinn þeirra. Hann dó rétt fyrir jólin 1970. Hún varð sem fuglinn fjaðralaus. Undi sér best á sumrin í sumarbú- staðnum. Minningamar yljuðu. Er hallaði að ævikvöldi fór hún á elli- heimili. Leið þar eftir atvikum. Nú er hún öll. Komin í faðm afa. Því hún var amma mín. Megi guð gefa henni frið. Ebba Helga K. Jessen var fædd á ísafirði, dóttir hinna glæsilegu hjóna, Sigþrúðar, f. 3. júlí 1887, d. 26. júlí 1975, dóttir Guðmundar Guðmundssonar skipasmiðs og Helgu Símonardóttur, og J.H. Jess- en, f. 19. febrúar 1883, d. 12. aprfl 1910. Sigþrúður var talin afburða glæsileg kona, bæði í sjón og reynd. Maður hennar, J.H. Jessen, var danskur, hann hafði unnið við Möll- emp-verksmiðjuna í Esbjerg í Danmörku. Þegar Ámi Gíslason, yfírfísk- matsmaðurinn á ísafírði, keypti fyrstu nýju mótorvélina til lands- ins, var J.H. Jessen fenginn inn til að setja vélina niður í fyrsta vélbát- inn á Islandi, sá bátur hlaut nafnið Stanley, vélin var fyrst reynd 11. nóvember 1902. Með þessum atburði var fylgst um land allt því hér með hófst upphaf vélaaidar á íslandi. J.H. Jessen stofnaði einnig á fsafirði fyrsta fullkomna vélaverkstæði landsins, þar sem 12—16 manns munu hafa starfað sem fastráðnir. Þessir atburðir mörkuðu tímamót í útgerðarsögu ísfírðinga því á fyrsta fjórðungi þessarar aldar þótti ísfírski vélbátaflotinn bera af, hvert sem leið hans lá umhverfís landið. J.H. Jessen var talinn mjög góð- ur vélsmiður, vinsæll og virtur maður. Sigþrúður og J.H. Jessen giftust á Isafírði og hófu þar bú- skap, þau eignuðust 3 mannvænleg böm. Elst var Helga Karólína Jess- en, hún giftist Ingólfí B. Guð- mundssyni byggingarmeistara, f. 30. desember 1904, d. 21. febrúar 1969. Næstur var Jens R. Jessen, f. 10. október 1908, kvæntur Olgu R. Jessen, síðar kaupmaður í Es- bjerg, Danmörku. Viggó R. Jessen vélfræðingur, f. 30. september 1909, kvæntur Huldu R. Jessen frá Akureyri. LJfíð virtist brosa við hinum ungu hjónum en skyndilega veiktist NY SINGER SAUMAVEL er nú komin á markaðinn, hún er létt, einföld í notkun og það sem betra er hún er á ótrúlega lágu verði, aðeins kr. 12.800,- það gerist ekki lægra. . v............... Krjáls armur Siállvirk snólun Blindlaldur Beinn saumur Teygjusaumur t. d. SAMBANDSINS Zikk-zakk Urir jogging g; ■ Smæðarslilling galla o.ll. • Siallvirk hnapnagðlun ÁRmÚLA 3 SÍMAR <587910-081206 komin í góð efni og framtíðin lof- aði góðu. Ingólfur og Helga eignuðust flögur böm. Elst var Ema Vigdís, f. 29. desember 1931. Hún hefur eignast fjögur böm. Elst þeirra er Elín Ebba, síðan Ingólfur Bjami Ævarr, Hrund Ævarr og Jón Æv- arr. Hennar maður er Sigurbjöm Ævarr Jónsson. Næstur er Leifur, f. 4. janúar 1934, kvæntur Önnu Dam. Þau eiga fjögur böm: Helga, Pétur, Vilborgu Iris og Leif. Sif er f. 26. janúar 1941, hún er gift Herði Sigurðssyni. Þau eiga tvö böm er heita Ásta og Ingólfur. Yngst er Sigþrúður, f. 10. nóv- ember 1949, gift Eðvarð Emi Olsen. Þau eiga tvö böm er heita Helga Kristín og Ingólfur Már. Ekkert gladdi þau Ingólf og Helgu meira en heimsókn og návist bama þeirra og bamabama, sem þau tóku ávallt opnum örmum. Nú höfðu þau ætlað sér að minnka sín umsvif og láta eftir sér eitthvað af því, sem þau höfðu áður neitað sér um, svo sem ferðalög og dvöl á Þingvöllum. En að kveldi 21. desember 1969 varð Ingólfur bráð- kvaddur á heimili sfnu á Grenimel 2. Þetta var þungt áfall fyrir Helgu og alla flölskylduna. Þau höfðu staðið hlið við hlið í sameiginlegri baráttu og verið gift í þijátíu og níu ár. Og nú þegar aliir erfíðleikar vom yfírstignir var lífsþráður þessa mikla athafnamanns allt f einu slit- inn. Helga tók ástvinamissinn sér mjög nærri, því þau unnu mjög hvort öðm og höfðu lengi átt glæsi- legt heimili. Helga bjó ein nokkur ár á Grenimel 2, seldi síðan þá vönduðu eign og keypti minni. ’ Helga dvaldi nokkur sfðustu ár ævi sinnar á Hrafnistu í Reykjavík, umvafín ástúð bama sinna, bama- bama og tengdabama uns hún varð bráðkvödd að morgni 2. júlí sfðastliðinn. Fyrir sextfu ámm kynntist ég þessum óvanlega elskulegu, vönd- uðu og eðlisgóðu systkinum, Viggó og Helgu. Hefur sú vinátta haldist síðan órofín. Helga var hreinskilin, þróttmikil stúlka og hún hélt fast fram þeim málstað er hún taldi réttan, hvort sem það vom hærri eða lægri, sem hlut áttu að máli. Hún skemmti sér jafnt f ferðahóp- um pilta sem stúlkna og réð þá oft ferðinni. Helga þótti kona glæsileg, djörf og einörð í framkomu, kapp- söm við öll störf, greind og viðmótshlý. Hún bjó manni sínum, bömum og tengdabömum hlýtt og vandað heimili. Vom þau hjón svo samhuga með að taka svo vel og einlæglega á móti gestum að öllum leið vel í návist þeirra. Milli okkar heimila var alla tfð náin vinátta. Nú hefur þessi þróttmikla alda- mótakona flust yfir landamerki lífs og dauða. Ég votta öllum ástvinum hennar innilega samúð, en öllum syrgjendum ber að muna það, að látin lifír og flyst yfír á þroska- brautir hins æðra og fullkomnara lífs. Karvel Ögmundsson, Bjargi. Útför mágkonu minnar, Helgu C. Jessen, verður gerð fímmtudag- inn 9. júlí kl. 10.30 frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Helga lést á Hrafnistu, DAS, 2. júlí sl., liðlega áttræð. Mér er bæði ljúft og skylt að þakka Helgu tryggð hennar og vináttu frá fyrstu kynnum. Helga og eiginmaður minn, Siguijón G. Þórðarson, vom sammæðra. Svo vildi til að við hjónin hófum okkar fyrsta búskap- arár undir þaki Helgu og manns hennar, Ingólfs B. Guðmundsson- ar, á Grenimel 2 hér f borg. Þau hjón reyndust okkur vel þá og ávallt síðar, en Ingólfur lést fyrir allmörgum ámm. Helga og Ingólf- ur vom vinmörg og var því oft gestkvæmt á heimili þeirra, enda kunnu þau einkar vel að taka á móti gestum sfnum. Alla tíð bar Helga hag bræðra sinna og Qölskyldna þeirra fyrir bijósti og sýndi þeim margháttaða vináttu og ræktarsemi, sem ég nú þakka á skilnaðarstund. Kristín Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.