Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 17
■f MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 uðu þjóðanna og í París, þar sem hann bjó um þrjátíu ára skeið. Það fer að líkum, að íslendingur, sem svo ríkuleg kynni hefur haft bæði af umheiminum og menningu eigin lands, njóti nokkurrar sérstöðu. Af þeirri sérstöðu hefur Kristján Al- bertsson miðlað, þótt í miklu ríkara mæli hefði mátt vera, eins og öllum fínnst ævinlega um allt gott, og þannig hefur hann með frásagnar- snilld sinni og ritstörfum glætt skilning yngri kynslóðar og með sínum hætti brúað bil í samtíman- um. Þótt Kristján Albertsson hafi ekki verið ijarri slagæð íslenzkra stjórnmála drjúgan hluta æviskeiðs síns hefur hann þó ekki haslað sér völl á því sviði né tekið þar virkan þátt. Hann var þó ritstjóri Varðar, málgagns íhaldsflokksins, á árun- um 1924—1927_ og gat sér þar góðan orðstír. I minningabókinni segist Kristján hafa fundið sárt til þess, hversu margt í skrifum íslenzku blaðanna hafi verið „til lítillar fyrirmyndar og engan veginn uppfyllti þær kröfur um sannsögli, ráðvendni í röksemdafærslu og sómasamlegan rithátt, sem gera yrði til blaða í siðmenntuðu landi“. Kristján segir og frá því, að ára- tugum eftir ritstjórn sína hafi Vilmundur Jónsson, landlæknir og pólitískur andstæðingur, sagt við sig: „Það hefur aðeins eitt heiðar- legt pólitískt blað komið út á íslandi pg það var Vörður.“ Fjölmiðlun á íslandi hefði ekki kallað yfir sig nafngift fjölmiðlafárs, ef hún hefði þumlungast nokkru meir en raun ber vitni í átt til þeirra krafna, sem Kristján Albertsson taldi nauðsyn- legt að gera til blaðanna fyrir rúmum sextíu árum. Kristján Albertsson er hinn mikli meistari samræðulistarinnar. Mér er hann minnisstæður sem slíkur frá mörgum góðum stundum, ekki sízt í samræðum við eina göfugustu konu, sem ég hef þekkt, ömmu mína Sofíu Thors. Kristján og afi minn, Haukur Thors, voru systra- synir, leikbræður í æsku og nánir vinir þá og jafnan síðar. Kristján hefur raunar verið tryggðavinur Thorsfjölskyldunnar allrar, og eink- um urðu þeir Ólafur Thors miklir mátar, eftir að þeir höfðu kynnzt að ráði á fullorðinsárum. Hann var jafnan tíður gestur á heimili Sofíu og Hauks, þegar hann dvaldist hér á landi, ekki sízt þegar hann vann að hinu mikla og merka ritverki um föður Sofíu, Hannes Hafstein, ráð- herra og skáld,_ er út kom á árunum 1961—1964. I samræðum þeirra Sofíu þá og síðar minnist ég þeirra háttvísi, dýptar og menningar, að viðlíka er vandfundið. Það var mér ungum æðri skóli og vera návistum við og hlýða á manneskjur svo stór- ar í sniðum og sjálfum sér trúar. Ég á þá ósk hinum aldna höfð- ingja og sjálfum okkur til handa, að æ fleiri íslendingar muni gerast sporgöngumenn Kristjáns Alberts- sonar um menningarlega lífshætti og mannrækt, svo að „morgunljómi og guðsblessun" frá fyrstu öld í ævi hans færist yfir öldina, sem er framundan. Pétur Kr. Hafstein Tíminn líður hratt. Mér finnst stutt síðan ég kynntist Kristjáni Albertssyni fyrst. Það var að vor- lagi og bókmenntaráð Almenna bókafélagsins hafði kjörið okkur til að velja á vegum þess í samráði við Útgáfufélagið Braga efni í Sýn- isbók verka Einars Benediktssonar, sem Almenna bókafélagið gaf út 1957. Kristján Albertsson var þá nýkominn frá útlöndum með fersk- an blæ úr menningarsölum Parísar, hafði komið með farfuglunum, eins og hann var vanur, og hvarf svo aftur með þeim þegar nætur fór að lengja. Þetta sumar hefur Krist- ján Albertsson orðið sextugur, en mér fannst hann miklu yngri. Og nú er hann níræður 30 ár liðin, stuttur tími í minni skynjun, en fijór tími og starfamikill hjá Kristjáni Albertssyni. Hann hafði þá aðeins sent frá sér 3 bækur, leikritið Hilm- ar Foss, sem var frumraun hans í skáldskap, 1923, og 2 ritgerðasöfn Tunguna í tímans straumi, 1953, og I gróandanum, 1955. En um haustið kom út leikrit hans, Hönd dauðans, sem sýnt var í Þjóðleik- húsinu árið eftir undir nafninu Haust. Enda hafði Kristján Alberts- son haft í ýmsu öðru að snúast, fyrst eftir nám verið ritsjóri Varðar 1924-27, síðan einn af ritstjórum hins merkilega tímarits Vöku, unn- ið við leiklistarstarfsemi hjá Leik- félagi Reykjavíkur, lektor í íslensku í Berlín, sendiráðsstörf í París, ver- ið einn af fulltrúum íslands á allsheijaþingum Sameinuðu þjóð- anna, nefndarmaður, í annað skiptið formaður, í mikilvægum nefndum á vegum SÞ og komist þá í heimspressuna. Og síðan en ekki síst hafði hann unnið ósleitilega að þýðingum og útgáfum erlendra úrv- alsbókmennta á íslensku, Sögur frá ýmsum löndum I-III (ásamt Jóni frá Kaldaðamesi), 1923-34 o.fl. o.fl. Og það mun hafa verið um þetta leyti, líklega 1958, sem bókmennta- ráð AB fól Kristjáni að semja ævisögu Hannesar Hafsteins. Sú bók kom síðan út í þremur bindum 1961-64 og er áreiðanlega í flokki best gerðra ævisagna sem ritaðar hafa verið á íslensku. Síðan hafa komið frá hans hendi tvær skáldsögur, Ferðalok 1976 og Meðan lífið yngist 1982 auk margra bóka sem hann hefur ann- ast útgáfu á, svo sem Ævisögu Jóns Steingrímssonar, Úr fórum fyrri aldar, smásögur eftir 19. ald- ar höfunda, Bréf Matthíasar Jochumssonar til Hannesar Haf- steins, o.m.fl. Kristján Albertsson hefur því síður en svo verið starfslítill maður um dagana. En störf hans hafa verið einstaklega fjölbreytt og vel til þess fallin að halda honum vak- andi, sem þau hafa svo sannarlega gert. Og svo hefur hann alla tíð gefið sér tíma til að staldra við og horfa á mannlífið í kringum sig og minni hans hefur verið slikt að hann hefur munað það sem hann hefur séð eða heyrt, eins og glöggt kemur fram í bókinni Kristján Alberts- son: Margs er að minnast, sem Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur skráði eftir honum og kom út á síðasta ári. Skömmu fyrir 1980 kenndi Kristján Albertsson augnsjúkdóms sem reyndist ólæknandi og leiddi til blindu á skömmum tíma. Hann aðeins náði að ganga nokkum veg- inn frá síðari skáldsögu sinni, Meðan lífið yngist, og kom síðan í minn hlut að lesa fýrir hann blindan handritið í síðustu yfirferð áður en það skyldi sent í prentsmiðju. En sá tími sem í þetta fór er mér ógleymanlegur ekki síst fyrir hina skörpu athygli og minni höfundar- ins er hann hlýddi á lestur minn. Hann mundi nákvæmlega orðalag setninga sem ég hafði lesið fyrir hann mörgum dögum fyrr og var afar næmur á stílinn. Og svo gerð- um við hlé til að hvíla okkur og þá sagði hann mér sögur af atburðum og fólki sem hann hafði kynnst. Sumar þessar sögur hefur hann látið skrá í Margs er að minnast, en ekki nærri allar. Kristján bjó þá enn í íbúð sinni við Öldugötu. Veður var gott þenn- an tíma, og þegar leið á daginn og lestri lauk leiddumst við heim til hans, hann vildi ganga og njóta útiverunnar þann stutta tíma sem gönguferðin tók. Kristján Albertsson hefur oft staðið í ritdeilum og oft verið reynt að vega að ritum hans. Það hefur með öðrum orðum verið líf og fjör í kringum hann og mönnum ekki staðið á sama um það sem hann hefur haft að segja. Deilur urðu t.a.m. miklar um Ævisögu Hannes- ar Hafsteins,svo miklar að kallaður var saman fundur í Stúdentafélagi Reykjavíkur út af bókinni og mun það einsdæmi. Mörgum þótti höf- undur gera hlut Hannesar Haf- steins of stóran og hlut andstæð- inga hans of lítinn. En ég veit ekki til þess að tekist hafi að hrekja með rökum neitt atriði sem Kristján Albertsson heldur fram í þessari bók — og er þá mikið sagt. Um það leyti sem Kristján Al- bertsson var að láta af ritstjóm Varðar átti hann í deilum um ísl. blaðamennsku. Á hann var deilt fyrir stóryrtan rithátt, fyrir að nota t.a.m. orðið lygar í stað mildara orðalags eins og ósannindi og þar fram eftir götunum. Kr. svarðai því til að lygi væri alltaf lygi og hann mundi aldrei nefna hana annað. Gísli Guðmundsson, ritstjóri, setti fram í útvarpserindi nokkrum árum sfðar þijár kröfur sem gera bæri til góðs stjómmálablaðs — að það væri ritað á fögru máli, að greinar þess væru rökfastar og að málstað- ur þess væri heilbrigður. „Ég vil bæta við einni kröfu," ritaði Krist- ján Albertsson, „þeirri sem mestu varðar: að blaðið sé sannort og vopnaburður þess drengilegur." Þama kemur fram viðhorf, sem hefur alla tíð einkennt Kristján Al- bertsson í ræðu og riti — að ganga alltaf beint og hiklaust til verks — til liðs við það sem hann hefur álit- ið sannast og réttast. Og þá hefur hann aldrei slegið af né slakað til. Hann hefur nefnt fyrirbærin sínum réttu nöfnum — hversu ljót sem þau nöfn eru — lýst eðli þeirra afdráttar- laust — þessi annars mildi, fágaði og orðvari maður. Og þá hefur Kristján Albertsson ekki síður verið geiglaus við það að kveða fast að orði um það sem hann hefur hrifíst af. Þess vegna var hann óhræddur að rita á þessa leið um Vefarann mikla frá Kasmír á sama tíma og aðrir voru hikandi eða andsnúnir: „Loksins — loksins tilkomumikið skáldverk, sem rís eins og hamraborg upp úr flatn- eskju íslenskrar ljóða- og sagna- gerðar síðustu ára!“ Og þess vegna hikaði hann ekki við að nota stund- um sterk orð um Hannes Hafstein í sínu mikla verki um hann. En Kristján Albertsson hefur aldrei við- haft slíka tilburði nema að vera viss í sinni sök — annað stríðir gegn eðli hans og siðferðiskennd. Kristján Albertsson hefur komið víða við bæði í störfum sínum og ritum og hefur gengið heils hugar að hveiju verki. Þó er honum ekk- ert jafnkært og góðar bókmenntir, hvort heldur hann skrifar um bók- menntir eða semur bókmenntir. Og hann er vinur skálda og segir sögur af skáldum — íslenskum sem er- lendum. En einhvern veginn grunar mig að sterkust vináttubönd séu milli hans og þess skálds sem hann hefur staðið í mestum ritdeilum við, Halldórs Laxness. Kristján Alberts- son var manna fyrstur til að benda á hvílíkt stórskáld Laxness er, en hvað um það, þessir tveir menn hafa oft verið ákaflega ósammála. Mér veittist sá heiður fyrir þrem- ur árum — Kristján Albertsson var þá orðinn blindur — að fylgja honum til fundar við vin sinn á Gljúfra- steini og sitja hjá þeim og hlýða á samræður þeirra. Þeir heilsuðust með kærleikúm, ræddu um marg- vísleg mál, sameiginlegar minning- ar, bókmenntir, íslandssögu, tónlist. Þeir voru sammála um sumt, ósammála um margt og hik- uðu ekki við að segja sína meiningu. En það breytti ekki því að þeir væru alltaf jafn-vingjamlegir hvor í annars garð og kvöddust með mikilli vináttu. Eftir Kristján Albertsson liggja margvísleg skrif og alltaf hefur verið eftir því tekið sem frá honum hefur komið á prenti. Penninn lék í höndum hans og málið leikur á vörum hans. Ein grein skrifa hans grunar mig þó að eigi skilið meiri athygli en hún hefur hlotið — skáld- sagnagerð hans. Sjálfsagt má ýmislegt að skáldögum hans fínna. En þær lýsa fólki sem ekki hefur verið áhugi á að fjalla um f bók- menntum undanfama áratugi, að minnsta kosti ekki jákvætt — menntaðri og efnaðri borgarastétt. Og orðfæri persónanna er trúlega fágaðra og kurteislegra en nú er í bókmenntum. En hvað sem því líður em margar þessara persóna bæði skýrt dregnar og eftirminnilegar. Kristján Albertsson gjörþekkir þetta fólk með kostum þess og göll- um og nær því vel að mínum dómi að gæða þær lífí og lýsa þeim í skáldsögum sínum. Ef Kristjáni Albertssyni hefði auðnast að halda sjón sinni væri hann að ég ætla enn í fullu Qöri við ritstörf því að hann á enn margt eftir ósagt. Ef til vill kemst það ekki á pappír hér eftir. En það er mikið ánægjuefni hve vel þessi níræði maður ber aldur sinn, fjörug- ur í anda og áhugasamur um hvað eina sem gerist í þjóðlífínu. Hefði hann haldið sjón sinni hefði hann vissulega fagnað í dag með vinum sínum. En fyrst svo er ekki hefur hann kosið að draga sig í hlé, heims- borgarinn kann því illa að láta horfa á sig á sjónarsviðinu án þess að geta horft á móti. Eiríkur Hreinn Finnbogason Sjá nánar bls. 48 Eins og eðlilegt var fóru ungir menn þá að skima í ýmsar áttir eftir pólitískum veðrabrigðum og reyna að átta sig á hvað þau kynnu að boða og hvað bæri að aðhyllast eða hafna. Á þessum árum kynntist ég Jón- asi Jónssyni frá Hriflu. Við vorum báðir í Ungmennafélagi Reykjavík- ur og ég var kosinn í einhveija nefnd með honum og öðrum og fundur nefndarinnar var haldinn á heimili Jónasar. Framsóknarflokk- urinn var enn ekki til og Jónas var einn af kennurum Kennaraskólans og ritstjóri Skinfaxa, mánaðarblaðs ungmennafélaganna sem meðal yngri manna naut virðingar og vin- sælda. Okkur Jónasi varð bráðlega vel til vina og hann vildi að ég heim- sækti sig. Hann hafði orð á því að nú væri kominn tími til að stofna nýjan flokk sem mér skildist að ætti að vera fijálslyndur framfara- flokkur með mikinn áhuga á menningarmálum — og ég g'at auð- vitað vel hugsað mér að í slíkum flokki myndi ég eiga heima. Sumarið 1916 fór ég hestríðandi einsamall frá Borgarnesi til Akur- eyrar og var einhesta, fór mér hægt og oftast stuttar dagleiðir. Ég lagði leið mína um Bröttubrekku og yfír Dali, síðan niður í Hrúta- íjjörð, yfír Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslur og loks um Svarfaðar- dal og inn til Akureyrar. Jónas bað mig að koma til sín svo að hann gæti leiðbeint mér um hvar ég skyldi gista og gaf mér nokkur meðmælabréf til góðra manna sem hann vonaðist til að mundu taka vel á móti mér. Þarna kynntist ég í fyrsta sinn hinni miklu þörf Jónas- ar til að hafa hjálpsamleg afskipti af högum annarra manna í smáu sem stóru. En eftir að Tíminn hóf göngu sína man ég að ég skrifaði Jónasi að mér fyndist hann segja of margt í blaði sínu sem rpér félli illa. Á skólaárum mínum fór Olafur Friðriksson að láta til sín taka í pólitískri baráttu. Eitt hið fyrsta sem ég gerði eftir að ég var orðinn formaður Framtíðarinnar var að skrifa Ólafí Friðrikssyni sem þá gaf út jafnaðarmannablaðið Dagsbrún og fara fram á að hann flytti erindi um stefnu sína á fundi í Framtíð- inni. Ólafur tók boði mínu. En áður en hann hélt erindi sitt barst mér í hendur ritstjómargrein í blaði hans sem kom mér á óvart. Svo stóð á nokkru áður eða um jólin 1915, að Thor Jensen hafði gefið 15 þúsund krónur sem fulltrúar verkamannafélagsins Dagsbrúnar og prestar bæjarins skyldu úthluta fátækum Reykvíkingum. í febrúar 1916 fóru fram bæjarstjórnarkosn- ingar í Reykjavík og svo bar til að Heimastjórnarfélagið Fram setti nafn Thors .Jcnsens efst á sinn lista til kosninganna án þess að minnast á það einu orði við Thor Jensen sjálfan. Hann var mjög óánægður með þetta tiltæki, sagðist engan tíma hafa til þess að sitja í bæjar- stjóm og það yrði að gera ráðstaf- anir til þess að hann þyrfti ekki að sinna neinum störfum þar. En nú ritaði Ólafur Friðriksson í blað sitt eitthvað á þá leið að menn væru ekki lofsverðir að gefa fátækum peninga ef tilgangurinn væri sá að reyna að ná kosningu í bæjarstjóm. Ég skrifaði þá Ólafi Friðrikssyni og sagði að þar eð hann berðist ekki fyrir stefnu sinni með heiðar- legum hætti þá félli ég frá ósk minni um að hann gerðist máls- hefjandi á fundi í Framtíðinni. Ég fékk víst einhveija vantrauststil- lögu á næsta fundi í félaginu en hún var felld. Ég skal ekki að þessu sinni minnast frekar á margt' í málflutn- ingi svokallaðra vinstri-blaða þeirra tíma sem gerði það að verkum að ég gat ekki hneigst til fylgis við þau. Þorsteinn Erlingsson — Ég mun hafa verið 16 ára þegar ég kynntist Þorsteini Erlings- syni. Hann var þá tiðlega fimmtug- ur og samt fannst mér hann vera farinn töluvert að eldast. Hann var hægur í fasi og tali, nærri dálítið þreytulegur, hár og alskegg tekið að grána. Mér fannst hann mjög fallegur maður, sérstaklega ennis- svipur hans og stór og björt augu. Hann var yndislegur í allri fram- komu, látlaus og þýðlegur, málróm- urinn með einkennilegum heiðríkjublæ, eitthvað óvenju hreint og drengilegt í hreimnum. Maður mátti líta inn til hans óboðinn þegar líða tók á daginn. Hann sat þá í ruggustól á hlið við skrifborð sitt — eins og hann væri viðbúinn að taka við heimsóknum. Ég hafði grun um að hann fengist ekki mikið við ritstörf. Hann kvaddi mig oftast með sömu orðum: „Kom- ið þér bráðum aftur að rabba." Áf því sem Þorsteinn sagði við mig um skáldskap þykir mér vert að tilgreina eftirfarandi úr dagbók minni: Hann sagði að Matthías Joch- umsson væri ekki hugsuður fremur en brot af „geni“. I viðræðum ætti Matthías bágt með að halda sér lengi við sama efnið, hugurinn þyti með hann hingað og þangað. En hann væri andríkur. Hann væri eins og lírukassi sem alltaf mætti snúa og fá úr góð lög! Þorsteinn líkti Matthíasi ennfremur við landslagið á Breiðafirði; það væri fallegt en ekki samfellt, aðeins hólmar og eyjar með sundum á milli. Hann sagði að Matthías hefði enga hug- mynd um hver af kvæðum hans væru best, hann héldi jafnvel mest upp á þau lélegustu sem mest hefðu verið löstuð líkt og sumar mæður héldu mest upp á ljótustu og heimskustu bömin sín. Loks hafði hann orð á því að menn myndu dást meira að Matthíasi eftir andlát hans því að þá gleymdist sumt leið- inlegt við persónu hans. Svo sem alkunnugt er var Þor- steinn ungur fátækur drengur á smábæ í Fljótshlíð þegar Steingrím- ur Thorsteinsson og Matthías Jochumsson komu þangað á sumar- ferðalagi. Skáldunum var sagt frá þessum unga gáfaða dreng og þeir gengust fyrir því að þeir og aðrir borgarar í Reykjavík kæmu honum til mennta. Þorsteinn kom því á skólaárum sínum allmikið á heimili þjóðskáldanna beggja — en hann sagði mér að hann hefði aldrei kunnað nógu vel við Matthías vegna þess að sér hafí fundist á því bera að hann talaði við sig eins og fátæk- an smælingja. Þorsteinn Erlingsson lést haustið 1914. Ég hafði auðvitað líka kynnst Guðrúnu konu hans og ekki löngu eftir lát Þorsteins heimsótti ég hana og við urðum brátt ágætir vinir. Hún var óvenjuleg kona. Ég efast um að nokkur af konum þjóðskálda okkar hafi betur skilið né meira metið kvæði mannsins síns en Guð- rún gerði. Hún var mikil mann- kostakona, ákaflega hjálpsöm öllum sem á henni þurftu að halda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.