Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 61 Morgunblaðiö/Bjarni • Einar Ásbjörn Ólafsson reynir hjólhestaspyrnu að marki ÍR. Til varnar er Einar Ólafsson. Framarar,skoruðu sex gegn IR-ingum FRAMARAR höfðu mikla yfirburði gegn ÍR-ingum á Vatbjarnarvelli í 16-iiða úrslitum bikarkeppninnar og sigruðu 6:0. Staðan í hálfleik 3:0. Sigurinn hefði getað orðið enn stærri; Fram fékk nokkur góð færi til viðbótar sem ekki nýttust, en undir lok leiksins slökuðu þeir á. Greinilega sáttir við sex mörk. Viðar Þorkelsson kom Frömur- um á bragðið með fallegu skalla- marki eftir aukaspyrnu Péturs Ormslev á 19. mín., og síðan skor- aði Ragnar Margeirsson næstu tvö mörk. Hann skoraði skoraði í bæði skiptin af stuttu færi eftir undir- búning Ormars Örlygssonar. Ormarr óð upp hægri kantinn, sendi laglega á Ragnar sem þakk- aði fyrir sig með því að skora. Arnljótur Davíðsson skoraði fjórða markið fljótlega eftir hlé. Ragnar sendi fyrir markið og Arnliótur var aleinn á markteignum — IR-vörnin víðs fjarri — og hann skallaði auð- veldlega í netið. Pétur Arnþórsson skoraði næsta mark, Þorsteinn markvörður réð ekki við þrumuskot hans af stuttu færi. Síðasta markið kom úr vítaspyrnu. Ormarr skaut í hönd varnarmanns er hann ætl- aði að senda fyrir markið, víti dæmt og Pétur Ormslev skoraði örugglega. Fram fékk annað víti síðar í leiknum er brotið var á Pétri Ormslev. Ormarr fékk að taka það víti — markvörðurinn sveif til hægri, Ormarr skaut efst í hitt hornið en því miður fyrir hann og aðra Framara small boltinn í stöng- inni! Það kom bersýnilega í Ijós í þessum leik hve mikill munur er á 1. og 2. deild. ÍR-ingum hefur gengið nokkuð vel i sumar en áttu samt aldrei möguleika gegn frískum Frömurum. Safamýrarliðið lék vel, völlurinn var nýttur vel og sérstaklega var Ormarr hættuleg- ur hægra megin. Annars er ekki rétt að gera upp á milli manna. ÍR-ingar mættu einfaldlega ofjörl- um sínum að þessu sinni. LiS Fram: Friðrik Friðriksson, Ormarr Öri- ygsson, Viðar Þorkelsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Pétur Óskarsson, Pétur Ormslev, Pétur Arnþórsson (Örn Valdim- arsson vm. á 73.‘min.), Einar Ásbjörn Ólafsson, Kristján Jónsson, Arnljótur Davi- ðsson (Gisli Hjálmtýsson vm. á 80. min.)', Ragnar Margeirsson. Lið ÍR: Þorsteinn Mapnússon, Birgir Blomsterberg, Halldór Halldórsson, Karl Þorgeirsson (Guðjón Ragnarsson vm. á 64. mín.), Einar Ólafsson, Jón G. Bjarna- son, Bragi Björnsson, Hlynur Elisson (Páll Rafnsson vm. á 68. mín.), Sigurfinnur Sig- urjónsson, Knútur Bjarnason, Heimir Karlsson. Gult spjald: Einar Ólafsson, ÍR (19. mín.) Dómari: Magnús Jónatansson og stóð hann sig vel. Áhorfendur: 440. - -SH. • Pétur Arnþórsson skorar fimmta mark Fram af stuttu tæri. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Víðissigur í framlengingu í IMeskaupsstað VÍÐIR sigraði Þrótt 2:0 í fram- lengdum leik í bikarkeppninni í knattspyrnu í gær í Neskaups- stað. Leikurinn var jafn, Þróttarar meira með boltann og þeir áttu mun hættulegri tækifæri, en í framlengingu skoraði Víðir svo tvívegis. Þróttarar voru mun meira með boltann í fyrri hálfleik en sköpuðu sér ekki færi. Á 40. mín. komst Sjálfsmark Kristjáns kom Völsungi áfram SJALFSMARK Xristján Hilmars sonar FH, ;sjö mínútum fyrir eikslok tryggði Völsungi sæti i itta Éiða úrslitum njólkurbikars- ;ns. Leik iiðanna á Kaplakrikavelli auk neð sigri Völsungs 2:1. Sjálfsmarkið var sviplegur endir á annars skemmtilegum ieik þar sem sóknarknattspyrna var í fyrirr- úmi hjá báðum íiðum. Halldór Halldórsson átti enga möguleika á að verja óvæntan skalla frá Kristj- áni sem skömmu áður nafði komið inn á sem varamaöur. Leikurinn var ekki nema fjögurra mínútna gamall þegar Hörður Ben- ónýsson náði forystunni fyrir norðanmenn. Snævar Hreinsson átti þá skalla sem hafnaði í þversl- ánni og féll niður við marklínu þar sem Hörður þurfti ekki annað en að reka boltann yfir marklínuna. Það sem eftir lifði hálfleiksins var leikurinn í jafnvægi þrátt fyrir að sóknarleikur Völsunga hefði verið beittari. Á fjórtándu mínútu síðari hálf- leiksins jafnaði Kristján Gísiason metin eftir þunga sókn FH. Knött- urinn barst þá til hans frá varnar- manni Völsunga eftir barning í vítateignum og Kristján skaut við- stöðulausu skoti neðst í mark- hornið. Eftir markið náðu heimamenn undirtökunum en það voru þó Völsungar sem nær voru að ná forystunni. Kristján Olgeirs- son komst einn innfyrir vörn Hafnarfjarðarliðsins og Halldór Halldórsson þurfti að taka á öllu sínu til að verja. Sigurmark Völsunga skrifast al- gjörlega á reikning FH-inga eins Morgunblaðiö/Bjarni Eiríksson • Þorfinnur Hjaltason, markvörður Völsungs grípur boltann af tám Jóns Erlings Ragnarssonar FH í bikar- leik liðanna í gærkvöldi. og áður sagði en Pálmi Jónsson fékk gott tækifæri til að tryggja framlengingu á lokamínútunum. Skot hans af stuttu færi fór yfir markið. Þar með hvarf síðasta von FH en liðið verður nú að einblína á Ldeild. Völsungar, sem einu sinni hafa komið í undanúrslit bik- arsins eiga möguleika á að endurtaka það afrek með sigri í næsta þikarleik. „Ég get ekkert sagt um það hvaða liði best væri að lenda gegn. Hinsvegar get ég lofað því að við munum taka vel á móti því liði sem við drögumst á móti“, sagði Guðmundur Ólafsson, þjálfari Völsunga. Kristján Olgeirsson var yfir- burðamaður í liði Völsungs. Nákvæmar sendingar hans gerðu varnarmönnum FH oft lífið leitt. Þá var Þorfinnur Hjaltason öruggur í markinu og greip flestar fyrirgjaf- ir sem bárust inn í vítateig. Völsungar urðu fyrir áfalli snemma í leiknum er Sveinn Freysson var borinn af velli, meiddur. Guðmundur Hilmarsson og Þórður Sveinsson áttu báðir ágæt- an leik fyrir FH. Það var það sama upp á teningnum i þessum leik eins og svo mörgum öðrum leikj- um liðsins í sumar, liðið náði ágætlega saman en náði ekki að binda endahnútinn á sóknirnar. Lið FH: Halldór Halldórsson, Ólafur Dani- valdsson (Magnús Pálsson), Guðjón Guðmundsson, Þórður Sveinsson, Jón E. Ragnarsson, Kristján Gislason (Kristján Hilmarsson), Ingi Ingason, lan Fleming, Pálmi Jónsson, Guðmundur Hilmarsson, Henning Henningsson. Lið Völsung: Þorfinnur Hjaltason, Birgir Skúlason, Sveinn Freysson (Eirikur Björg- vinsson), Helgi Helgason, Björn Olgeirs- son, Kristján Olgeirsson, Snævar Hreinsson, Jónas Hallgrimsson, Hörður Benónýsson, Aðalsteinn Aöalsteinsson, Skarphéðinn ívarsson. Dómari: Sveinn Sveinsson hafði mjög góð tök á leiknum. Gult spjald: Skarphéðinn ívarsson, Völs- ungi. Áhorfendur: 290 — FE Grétar Einarsson Víðismaður inn í sendingu til markvarðar en lyfti yfir úr þröngu færi. Fyrsti hálftím- inn í seinni fiálfleik var svo hrein eign Þróttara. Á 48. mín. björguðu Viðismenn á línu eftir mikinn dar- raðardans, skömmu síðar komst Marteinn Guðgeirsson einn fyrii; vörn Víðis en Jón Örvar bjargaðÚ Á 65. mín. skaut Guðbjartur Magnason hörkuskoti af markteig en Jón Örvar varði á ótrúlegan hátt. Guðbjartur var aftur á ferð- inni skömmu síðar, átti þá hörku- skot utan úr teig sem Jón Örvar varði úti við stöng, niðri. Er 75 mín. voru liðnar skoraði Viðir en markið var dæmt af vegna rangstöðu og eftir það iafnaðist leikurinn mikið. Viðismenn fengu gott færi á 89. mín., Grétar Einars- son þrumaði að marki on Halldór Pálsson varði í horn. Framlengingin var jöfn, bæði lið greinilega þreytt. Á 14. mín. r.kor- aði Daníel Einarsson með hörku- skoti. I síðari hálfleik áttu^ Víðismenn tvö góð væri sem Hall- dór varði vel og á næst síðustu mín. framlengingar skoraði Vilberg Þorvaldsson seinna mark VÍðis með skalla af stuttu færi. Þróttarliðið !ók allt mjög vel en Ólafur Viggósson, ungiingalands- liðsmaður, var bestur í góðu liði. Grétar og Daníel Einarssynir voru góðir hjá Víði. Lið Þróttar: Halldór Pálsson, Hörður Guð- jónsson, Birgir Ágústsson, Eysteinn Kristinsson, Hákon Viðarsson, Bergvin Haraldsson (Hilmar Arason vm. á 108. min.), Agnar Arnþórsson, Magnús Jóns- son, Ólafur Viggósson, Guðbjartur Magnason (Sigurjón Kristinsson vm. á 109. mín.), Marteinn Guðgeirsson. Lið Víðis: Jón Örvar Arason, Klemena Sæmundsson, Björn Vilhjálmsson, Vil- hjálmur Einarsson (Gisli Eyjólfsson vm. á 60. mín.), Svanur Þorsteinsson, Daníel Einarsson, Guðjón Guömundsson, Vilberg Þorvaldsson, Hliðar Sæmundsson, Grótar Einarsson, Sævar Leifsson. Gult spjald: Vllhjálmur Einarsson (57. mín.), Svanur Þorsteinsson (58. mín.) Áhorfendur: 302 Dómari: Bragi Bergmann og dæmdi vel. - GB/SH Bikarkeppnin: Tveir í TVEIR síðustu leikirnir i 16 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ fara fram í kvöld og hefjast báðir klukkan 20. í Grindavik leika heimamenn gegn Val Reykjavík og KR og ÍBV leika í Eyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.