Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUU 1987 Kristján Alberts- son níræður i. Það var sumardaginn fyrsta fyrir meira en aldarfjórðungi. Um það leyti voru staddir í Reykjavík tveir íslendingar, búsettir erlendis, þeir Kristján Albertsson og Jón Helga- son. Báðir komu sjaldan til íslands á þeim árum. Ég þekkti þá lítils háttar, en ekkert svipað því og síðar varð. Okkur hjónum datt í hug að bjóða þeim til Þingvalla þann dag. Sú ferð varð ógleymanleg. Snjór var yfír öllu. Ekkert okkar hafði áður séð Þingvelli í þvílíkum vetrar- skrúða. Birta fyrstu sumarsólarinn- ar varpaði sérstökum blæ á fjöll og velli, hamra og gjár. Tign þessa helga staðar var yfimáttúruleg. Samt var það ekki eingöngu íslenzk náttúra, eins og hún gerist fegurst, sem gerði þennan dag ógleymanlegan. Það voru ekki síður orðræður þeirra Kristjáns Alberts- sonar og Jóns Helgasonar, sem ég vissi, að voru gamlir vinir. Ymsir, sem lítið þekktu þá Kristj- án Albertsson og Jón Helgason — hvað þá þeir, sem ekkert hafa þekkt þá — telja eflaust, að þama hafi verið mjög ólíkir menn á ferð. Auð- vitað vom þeir ólíkir um margt. En þeir áttu miklu meira sameigin- legt. Á þessum fyrsta sumardegi á Þingvöllum kom það skýrt I ljós. Þeir voru fyrst og fremst Islending- ar. Þeir elskuðu ísland og allt íslenzkt. Allt, sem þeir sögðu, — málfarið, áhugaefnin sögumar af samferðamönnum, bæði alvaran og gamanið, var svo háíslenzkt, að ég á í raun og veru bágt með að hugsa mér tvo nútímamenn yngri, sem ræðast mundu við á jafnfágaðan, sígildan íslenzkan hátt. Kristján Albertsson var Qörugri maður. Frásagnarsnilld hans var með ólíkindum. Jón Helgason var hóglátari, orðræða hans var af skáldlegri toga. Þeim þótti augljós- lega vænt hvomm um annan og um gamla vináttu sína. Og þeir, sem á fengu að hlusta, lærðu mikið. II. Síðar kynntist ég Kristjáni Al- bertssyni miklu betur, bæði í París,þar sem hann var menningar- fulltrúi við sendiráðið, í New York, þar sem hann var í sendinefnd ís- lendinga hjá Sameinuðu þjóðunum, og eftir að hann fluttist til Islands. Fyrir fáeinum árum dvöldum við hjónin nokkra daga í París. Við höfðum þá ekki séð Kristján Al- bertsson í nokkur ár. Fyrsta verkið var að hringja til hans og spyija, hvort hann gæti hitt okkur næsta dag á veitingahúsi við eftirlætistorg hans, Trocadero-torgið. Um leið og hann var seztur milli okkar ljómaði hann af gleði og ánægju og talaði eins og ungur maður. Andlegt fjör- ið leiftraði, áhuginn jafnlifandi og áður, minnið óskeikult og frásagn- argleðin jafnvel enn einlægari en áður. Við sátum þarna saman í þrjár stundir. Það var ótrúlegt, að sá, sem þar var með okkur, hefði næstum misst sjón sína. Ég hef engan mann hitt — og um engan mann lesið — sem hefur haldið sál- arkröftum jafnóskertum, þratt fyrir dapra sjón og síðar algera blindu og Kristján Albertsson. Ekki aðeins sálarkraftamir voru óskertir, eins og þeir em enn. Allt, sem hann sagði, bar vott um sömu gleðina, sömu lífsnautnina fijóu og áður. Ef til vill hefur okkur aldrei fundizt Kristján Albertsson jafnstórkost- legur og á þessu síðdegi við Trocadero-gorgið í París. III. Kristján Albertsson hefur sér- stöðu í menningarsögu íslendinga. Hann er einn fjölmenntaðasti Is- lendingur, sem nú er uppi. Hann er merkur sagnfræðingur, eins og rit hans um Hannes Hafstein ber vitni. Hann er góður rithöfundur. En fyrst og fremst er hann mannlífsspekingur. Þekking hans og skilningur á þeim mönnum, sem hann hefur kynnzt eða haft spurnir af á langri ævi sinni, er alveg sér- stæð. Ekki kem ég tölu á þær frásagnir, sem ég hefi heyrt af hans munni. Samt hefur það varla borið við, að hann hafi sagt mér sömu frásögnina tvisvar sinnum. Hann virðist muna, hvað hann hef- ur sagt hveijum vina sinna. Kristján hefur fastmótaðar skoð- anir. Hann er svarinn óvinur margar stefnu, sem ákaft hefur verið boðuð, og hann fyrirlítur margar skoðanair. En ég hef aldrei heyrt hann hallmæla nokkrum manni. Hann ber virðingu fyrir manninum, þótt hann fyrirlíti ein- hveijar skoðanir hans. Þessa heiðríkju hugans verðveitir hann í hárri elli. Líklega er Kristján Albertsson sá Islendingur, sem helzt verður talinn bam fyrri hluta þessarar ald- ar, tíma, sem eru liðnir og koma aldrei aftur. Hann hélzt ósnortinn af liðnu blómaskeiði æskufólksins og hefur ekki smitazt af íjölmiðla- fári nútímans. Það er gott að mega líta upp til manns, sem er ímynd hins bezta í íslenzkri menningu og heimsmenningu þessarar aldar. Gylfi Þ. Gíslason Þegar Kristján Albertsson stend- ur nú á níræðu getur hann skyggnzt um allar gáttir með gjörhygli hins vitra og víðförula manns. Hann getur litið yfir aldimar þijár, sem hann hefur svo kallað í minninga- bók sinni, sem Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur, hefur fært í letur af stakri prýði og næmum skilningi. Hann sér yfir öld bemsku sinnar fyrir heimsstyijöldina fyrri, þar sem var „morgunljómi og guðsblessun yfir lífínu", þá öld millistríðsáranna, þar sem „dökkur skýjabakki vildi aldrei með öllu hverfa af lofti“ vegna einræðis og harðstjómar í miklum hluta álfunnar og ótta við nýja heimsstyijöld, og loks öldina, sem hófst með váboðanum í Hiro- shima, en hefur þó fært „svo ótrúlegar framfarir í vísindum og tækni, að mönnum getur fundist, að ekkert þyrfti lengur að vera óviðráðanlegt, sem gera mætti mannkyni til heilla". Það er ekki aðeins fágætt, að menn geti horft yfír svo fjölþætt lífssvið sem Kristján Albertsson. Þess munu heldur ekki mörg dæmi á íslandi nútímans, að öldungar og hvað þá heldur yngri menn standi jafnstyrkum fótum og hann í fortíð- inni og geti um leið miðlað samtíma sínum svo fijórri hugsun til skiln- ings og mannræktar. Hann hefur verið í vinfengi við og haft kynni af mörgum helztu andans mönnum sinnar tíðar, bæði íslenzkum og erlendum, og má þar nefna skáldin séra Matthías Jochumsson og Þor- stein Erlingsson, Einar mynd- höggvara Jónsson, rithöfundana Jón Trausta, Guðmund Kamban, Jóhann Siguijónsson, Maxim Gorki og Knut Hamsun — og eru þá enn ótaldir margir núlifandi listamenn og skáld. Þó verður síðast en ekki sízt að nefna Einar skáld Benedikts- son, sem ég hygg, að Kristján hafi jafnan metið umfram önnur skáld og rithöfunda vegna sérstæðra og stórbrotinna gáfna og hæfileika. Það er í sannleika mikið harms- efni, að Kristján Albertsson skuli ekki hafa látið frá sér fara ritverk um ævi og störf Einars Benedikts- sonar, sem hann hefur þó alla burði og þekkingu til að geta gert öðrum betur. í formála Adonias sögu, lygisögu frá íjórtándu öld, sem aldrei mun hafa verið prentuð á íslandi, segir m.a. svo: „Margir fyrri menn og fróðir meistarar leituðu á marga vega listir og fræði saman að setja eftirkomandi mönnum til minnis og skemmtanar, og margir af þeim, þeir menn sem fræddir voru mörg- um tungum, fóru víða um heiminn sakir forvitni að verða vísir þeirra hluta og hinna stærstu atburða, sem í því landi sérhveiju hafa gerzt...“ Með sama hætti og þeir miklu lærdómsmenn, sem hér er lýst, hefur Kristján Albertsson víða farið og verið og mörgu og mörgum kynnzt, eins og áður var nefnt. Hann var við kennslu- og ritstörf í Berlín, Kaupmannahöfn, Gauta- borg og Stokkhólmi frá 1935—1946. Þá kom hann til liðs við utanríkisþjónustu hins nýstofn- aða íslenzka lýðveldis og var um árabil við ýmis störf á hennar veg- um, bæði á allsheijarþingi Samein- Margs er að minnast Kristján Albertsson er einn núlifandi stúdenta sem útskrif- uðust úr Menntaskólanum í Reykjavík 1917 og varð 70 ára stúdent í vor. í endurminningum hans, sem Jakob F. Ásgeirsson skráði og Almenna bókafélagið gaf út á liðnu hausti (Kristján Albertsson — Margs er að minnast), lýsir Kristján nokkuð skólaárum sínum og vaknandi áhuga á bókmenntum og stjórn- málum, sem átti eftir að ein- kenna líf hans og starf. Bókmenntir Stefán Jóh. Stefánsson var sam- tíða Kristjáni f skóla og á einum stað í endurminningum hans frá þeim árum segir svo: „Þar var og Krislján Albertsson, alltaf gagntek- inn af bestu sögunni og fegursta kvæðinu, sem hann hafði þá nýlega lesið, en stundum líka af fegurstu stúlkunni, sem hann hafði þá hitt eða séð. Hann var hlaðinn kynngi, djarfur og áhugasamur og ekki í vafa um það, hver væri köllun hans í lífínu, sem sé sú, að verða rithöf- undur.“ — Það er víst nokkuð til í því sem minn gamli vinur og skólafé- lagi segir að ég hafi verið í meira lagi hrifgjam á þessum árum. Ef við höldum okkur við „bestu sög- umar og fegurstu kvæðin" þá var ég víst ævinlega mjög uppnuminn af ÖIIu sem mér fannst gott í bók- menntum. En eitt var að láta sig dreyma í ljúfum fögnuði eftir að hafa lesið til dæmis sumar sögur Bjömsons eða Jonasar Lie og annað að kynnast skáldskap sem sveif á hugann eins og vín svo að heimur- inn varð allt annað en verið hafði, dögum og vikum saman. Þetta gerðist í fyrsta sinn þegar ég, rétt upp úr fermingu, las skáldsögur Hamsuns frá yngri ámm, Mysteri- er, Pan og Viktoríu. Hvergi fínnst mér ástin milli manns og konu verða að jafnundursamlegu lifandi magni eins og í þessum bókum. Næsti útlendi höfundur sem ég fékk mikla ást á var Turgenjef sem ég las í danskri þýðingu. Mér hefur alla tíð fundist hann vera mestur Kafli úr endur- minningum Kristjáns Al- bertssonar formsnillingur hinna miklu rússn- esku skáldsagnahöfunda og lýsing hans á sorgbitinni ást hans til þjóð- ar sinnar hafði djúp áhrif á mig. Ég las auðvitað sum helstu leik- rit Ibsens og Bjömsons á skólaárum mínum en sérstaklega þótti mér vænt um þegar ég sá þau leikin. Sumar eftir sumar kom þá danskur leikflokkur til íslands og lagði und- ir sig Iðnó í nokkrar vikur: sýndi ágætlega nokkur leikrit og varð af þessu mikil upplyfting fyrir borg- arbúa. Mér fannst náttúrulega mikið til um allar bestu íslendingasögur og ekki hvað síst um sjálfa tunguna eða stílinn. Og alla tíð hef ég ekki þurft annað en að grípa niður í svo til hvaða sögu sem væri og lesa nokkrar blaðsíður til að fínnast ég hafa orðið fyrir einhveiju svipuðu og hressandi sundspretti í hæfílega köldu og undursamlega fersku vatni. Ég get ekki lesið fornar bók- menntir með svokallaðri nútíma- stafsetningu. Sú sem áður tíðkaðist, hin svokallaða normalíseraða staf- setning, varðveitir miklu betur fomeskjulegan og tígulegan blæ málsins — og skiptir í því sambandi engu þótt ágætir danskir málvís- indamenn hafí átt sinn þátt í að móta þá stafsetningu. Mér fínnst „Þat mælti mín móðir" vera fal- legra en „Það mælti mín móðir“ og fara nær því sem ég held að hafí verið tungutak Egils Skalla- grímssonar. Mér hefur aldrei getað fundist útgáfa fombókmennta með nútímaréttritun vera annað en skemmdarverk — og að halda því fram að fyrri tíðar stafsetning á íslendingasögum torveldi skilning á efni þeirra, einkum í augum æsk- unnar, er eins og hver önnur endemis ijarstæða sem ekki er eyð- andi orðum að. Loks er að nefna að á skólaárum mínum varð Einar Benediktsson auðvitað með því forvitnilegasta í íslenskum ljóðaskáldskap. Þó að kvæði hans ættu ekki jafn-vel við smekk eldri kynslóðar held ég að æskan hafí talið hann öðmm frem- ur sitt skáld. Við voram allir hugfangnir af hans stórfenglega og mergjaða málfari, hugarflugi og mannviti. Þorsteinn Erlingsson yrk- ir: Það er líkt og ylur í ómi sumra braga. Mér fannst oft mikilfenglegri ómur í ljóðum Einars Benediktsson- ar en í nokkra öðra sem ort hefði verið á íslensku. Stjórnmál — Eftir að Sambandslagaupp- kastið frá 1908 hafði verið drepið og ekkert hafði áunnist við aðrar tilraunir til að koma sambandinu við Dani í viðhlítandi horf, tóku smám saman að myndast hreyfíng- ar og samtök sem urðu upptök að flokkaskiptingu þar sem tekið var mið af stefnum um þjóðfélagsmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.