Morgunblaðið - 31.12.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 31.12.1987, Síða 18
Reykjavík Akureyri Njarðvík * Við óskum íandsmönnum öCCum * árs ogfriðar * * Opnum aftur þriðjudaginn 5. janúar * ¥ * Staðgreiðslan: Hátt í 30 þúsund aukaskatt- kort gefín út SKATTYFIRVÖLD hafa gefið út hátt í 30 þúsund aukaskatt- kort vegua staðgreiðslukerfisins sem tekið verður upp um ára- mót. Hefur útgáfa skattkortanna gengið vel að sögn Skúla Egg- erts Þórðarsonar forstöðumanns staðgreiðsludeildar ríkisskatt- stjóra og reiknar hann með að búið sé að gefa út meirihluta þeirra skattkorta sem þörf er á. Skúli sagði áríðandi að fólk skil- aði skattkortum sínum sem fyrst til launagreiðenda. Ekki væri ákveðinn eindagi á því, heldur færi það eftir samkomulagi fólks við launagreiðandann. Fólk sem fengi laun sín fyrirfram ætti að vera búið að skila skattkortunum en þeir sem fengju launin greidd eftirá gætu skilað þeim fram í janúar. Flestir regnbogans litir eru nú komnir á skattkortin. Aðalskatt- kortin sem send voru út snemma í mánuðinum eru græn að lit, auka- skattkortin sem gefin voru út fram að jólum gul og i gær var farið að gefa út rauð aukaskattkort. Munur- inn á gulu og rauðu aukaskattkort- unum felst í því að gulu kortin eru, ásamt aðalskattkortunum, með þeim persónuafslætti sem gilti fyrir hækkun afsláttarins. Upphæð per- sónuafsláttarins í rauðu kortunum er hins vegar rétt og gildir fyrstu sex mánuði næsta árs. Réttur per- sónuafsláttur á grænu aðalskatt- kortin og gulu aukaskattkortin fæst með því að margfalda upphæð hans með 1,08745. Oskertur persónuaf- sláttur einstaklings verður 14.797 krónur á mánuði fyrstu sex mánuði ársins. Fyrirlestur um Hegel og hégilju STEFÁN Snævarr heldur fyrir- lestur á vegum Félags áhuga- manna um heimspeki sunnudag- inn 3. janúar nk. Stefán er kennari við Oslóar- háskóla og nefnir hann erindi sitt „Hegel og hégiljan". Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Lögbergi, húsi iagadeildar Háskólans. og hefst kl. 14.30. Fyrirlesturinn er öllum op- inn. Hœ, þarna er heiðskír bleltur Undonforin ór hefur verið þungskýjoð hjó Arnorflugi nú er oð rofo fil. GERVIHNATTASJONVARP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.